Morgunblaðið - 10.07.2018, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2018
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
295
Vinnuvettlingar
PU-Flex
Öflugar Volcan
malarskóflur
á frábæru
verði
frá 365
Ruslapokar 120L
Ruslapokar 140L
Sterkir 10/50stk
Greinaklippur
frá 595
585
Strákú
á tann
verði
Garðkl a/Garðskófla
595
Öflug
stungu-
skófla
Garðverkfæri í miklu úrvali
frá 995
Garðslöngur
í miklu úrvali
Fötur í
miklu úrvali
3.995
Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar,
sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur,
balar, vatnstengi, úðarar,
stauraborar.........
Léttar og góðar
með 100 kg burðarge
frá 995
999Barna-
garðverk-
færi
frá 395
Ruslatínur
frá 295
Laufhrífur
frá 999
Laufsugur
7.495
Úðabrúsar
í mörgum stærðum
Sverrir H. Geirmundsson er fimmtugur í dag. Hann er rekstrar-stjóri hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og hefurstarfað þar frá því í ágúst í fyrra. Áður var hann sölu- og mark-
aðsstjóri hjá útgáfufélaginu Heimur, sem m.a. gaf út Frjálsa verslun
og Iceland Review. Þá var hann um nokkurra ára skeið útibússtjóri í
vesturbæjarútibúi Kaupþings banka. Hann útskrifaðist sem hagfræð-
ingur frá Háskóla Íslands árið 1992 og stundaði meistaranám við
sama skóla á árunum 2011-2012.
„Ég nýt þess að vera í sumarfríi á Tenerife með konunni minni og
börnum. Maður er alltaf að vonast til að enginn muni eftir svona af-
mælisdögum. En það er ekkert hægt að fela lengur eftir að Facebook
kom til sögunnar.“ Þá er spurning hvort fagna skuli sérstaklega deg-
inum sjálfum? „Við munum örugglega gera okkur glaðan dag í veður-
blíðunni. Hvernig er ég ekki alveg viss um. Ég hef reyndar verið að
hlera og hef þau sterklega grunuð um að vera að undirbúa einhver
herlegheit.“
Sverrir kvíðir ekki aldrinum. „Aldurinn er góður vegna þess að
hann kennir manni að njóta dagsins betur og þakka fyrir góða heilsu.
Það er kannski helsta breytingin. En að öðru leyti finn ég nú ekki fyr-
ir þessu.“
Eiginkona Sverris er Bylgja Gunnlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur
á Landspítalanum, f. 1970. Þau eiga þrjú börn. snorrim@mbl.is
Fjölskyldufaðir Frá vinstri: Lárus, Sverrir, Brynhildur og Sigþór.
Ekkert hægt að
fela út af Facebook
Sverrir H. Geirmundsson er fimmtugur í dag
H
elgi Björnsson fædd-
ist 10. júlí 1958 á Ísa-
firði og ólst þar upp.
Hann var í Barna-
skóla Ísafjarðar og
Gagnfræðaskóla Ísafjarðar, stund-
aði nám við Leiklistarskóla Íslands
og lauk þaðan prófi í leiklist 1983.
Helgi var söngvari í hljómsveit-
inni Grafík 1983-86 og í hljómsveit-
inni Síðan skein sól (SSSól) frá
1987. Hljómsveitin hélt upp á þrjá-
tíu ára afmæli í fyrra með stór-
tónleikum í Háskólabíói.
Helgi söng inn á fyrstu plötuna
sem sólósöngvari 1991 á sólóplötu
Rabba, félaga síns úr Grafík. Hann
hefur síðan sungið inn á mikinn
fjölda af safnplötum og plötur ann-
arra tónlistarmanna. Fyrsta sóló-
plata Helga, Helgi Björns, kom út
1997 og aðrar sólóplötur Helga eru
Yfir Esjuna, 2005, Helgi Björns
syngur íslenskar dægurperlur
ásamt gestum, 2011; Eru ekki allir
sexý? (safnplata) 2014, og Veröldin
er ný, 2015. Plötur Helga Björns og
Reiðmanna vindanna eru 2008: Ríð-
um sem fjandinn, 2008, Þú komst í
hlaðið, 2010, Ég vil fara upp í sveit,
2011. Plötur hljómsveitarinnar
Grafík sem Helgi kom að eru Get
ég fengið séns? 1984, og Stanzað,
danzað, öskrað, 1985. Plötur Síðan
skein sól (SSSól) eru Síðan skein
sól, 1988; Ég stend á skýi, 1989;
Halló! Ég elska þig, 1990; Klikkað,
1991; blað með diski, 1992; Sssól
(Ávaxtaplatan), 1993, Blóð, 1994, og
88-99 (safnplata), 1999.
Helgi lék hjá Leikfélagi Reykja-
víkur frá 1984, m.a. aðalhlutverk í
Hremming, 1987; aðalhlutverk í
Land míns föður, 1985; eitt af aðal-
hlutverkum í Þar sem Djöflaeyjan
rís, 1987; lék Ljósvíkinginn í Ljós
heimsins (opnunarverki Borgarleik-
hússins) 1989, og aðalhlutverk í
Ljón á síðbuxum, 1991. Þá lék hann
aðalhlutverk í söngleiknum Kysstu
mig Kata, hjá LA 1991 og lék í Of-
viðrinu í Þjóðleikhúsinu. Helgi lék
og söng í rokksöngleiknum Rocky
Horror 1995, í Meiri gauragangur,
1998 og söngleiknum Carmen
Negra sem sýndur var í Íslensku
óperunni 1998, söngleiknum Rent
1999. Helgi stóð síðast á leiksviðinu
á söngleiknum Mamma Mia. „Hann
gekk fyrir fullu húsi í eitt og hálft
ár 2016 og 2017 og þá komst ekkert
annað að á meðan.“
Helgi hefur leikið í eftirfarandi
kvikmyndum, sjónvarpsmyndum og
sjónvarpsþáttum: Atómstöðinni,
1984; Nonni og Manni, og Í skugga
hrafnsins, 1986; Skyttunum, 1987;
Foxtrot, 1988; Sódóma Reykjavík,
1992; Í ljósaskiptunum, 1993;
Úngfrúin góða og húsið, 1999;
Óskabörn þjóðarinnar, 2000; Villi-
ljós og No Such Thing, 2001; Njáls-
saga, 2004; Strákarnir okkar, og
Bjólfskviða, 2005; Köld slóð, 2006;
Svartir englar, 2008; Reykjavik
Whale Watching Massacre, 2009;
Hitler’s Grave og Makalaus, 2011;
Frost, 2012; Hross í oss, 2013; Par-
ís norðursins, 2014; Grimmd 2016;
Ligeglad og Der Island-Krimi,
2016.
Helgi stofnaði veitingastaðinn
Astró í Austurstræti, 1995, ásamt
Halli Helgasyni og fleirum, og
starfrækti hann um skeið. Hann
var markaðsstjóri hjá SkjáEinum
1999-2003, stofnaði, ásamt Jóni
Tryggvasyni og fleirum, Mógúlinn,
framleiðslufyrirtæki á leiksýn-
ingum, 2003, og var framkvæmda-
stjóri hjá Admiral Palast Product-
ions í Berlín sem Mógúllinn átti og
starfrækti, en Helgi hætti þar 2011.
Helgi var einn þjálfaranna í sjón-
varpsþáttunum The Voice veturna
2015/16 og 2016/17. Helgi situr í
stjórn Félags tónskálda og texta-
smiða.
Helgi hefur staðið fyrir fjöldan-
um öllum af tónleikum gegnum tíð-
ina. Hann stóð fyrir uppákomum
Helgi Björnsson, tónlistarmaður og leikari – 60 ára
Fjölskyldan Efri röð f.v.: Björn Halldór, Kristína, Orri, Kristín Maríella með
Ylfu, Vilborg, Ivan og Hanna Alexandra. Fremri röð: Helgi og Kátur Kali.
Myndin er tekin í des. 2015, þá voru tvö barnabörn ófædd, Breki og Lilja.
Enn í fremstu röð meðal
söngvara og leikara
Reykjavík Hjálmtýr Benja-
minsson fæddist 4. september
2017 kl. 0.18. Hann vó 3.500 g
og var 53 cm langur. Foreldrar
hans eru Valdís Þorkelsdóttir
og Benjamin Boorman.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is