Morgunblaðið - 10.07.2018, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú getur ekki lengur vikist undan
því að hafa frumkvæði að lausn mála.
Atorka þín mun skila sér í betri starfs-
kjörum eða nýjum atvinnumöguleikum.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ættir að reyna að hagræða vinnu-
umhverfi þínu þannig að þú getir verið sem
mest út af fyrir þig í dag. Sinntu sjálfum
þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Á jafn góðum degi og þessum er
glæpur að láta draum liggja í reiðuleysi.
Varastu flókinn málatilbúnað því einfald-
leikinn er oft áhrifamestur.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft að gæta þess að ganga
ekki fram af sjálfum þér með vinnu í dag.
Eyddu meiri tíma í að hugsa um sjálfan þig.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Eitthvað reynist erfiðara en þú áttir
von á. Búðu þig undir mikið fjör. Ef þú ert
sjálfum þér trúr mun allt fara á besta veg.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er til mikils ætlast af þér í
vinnunni og þú þarft að leggja þig allan
fram. Ekki taka fleira að þér fyrr en borðið
er tómt.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú ert einstaklega gagnrýninn í dag.
Vertu maður til að viðurkenna það sem þú
hefur gert á hlut annarra og rétta málin
við.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Leggðu áherslu á að hitta fólk
og taka þátt í umræðum um þau mál sem
eru í brennidepli. Þú veist alltaf strax
hvernig leysa skal vandamál annarra.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert í góðri aðstöðu til að
taka ákvarðanir og fá fólk til fylgis við þig.
Með hrósi verðurðu ekki álitinn veikgeðja
eins og þú óttast.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Hláturinn lengir lífið svo það er
nauðsynlegt að hlæja öðru hvoru. Lyftu þér
upp og reyndu af fremsta megni að
skemmta þér.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur haldið of lengi aftur af
þér svo nú er kominn tími til að fá útrás og
njóta sín. Hugsaðu um það sem þú getur
gert til þess að bæta heilsu þína.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Líf þitt tekur jákvæðari stefnu. Þú
munt koma öðrum á óvart í dag og sýna
ákveðni og festu eins og þér er einum lagið.
Davíð Hjálmar Haraldsson segirfrá því á Leir að hann hafi
verið við grisjun í Soffíureit á Hofi.
Þar var gróðursett fyrir tæplega
hálfri öld:
Hér fannst varla áður einikló
og ekkert sem líktist hríslum
en Soffía grædd’ upp magran mó
með mörg þúsund lerkipíslum.
Í skógi nú læðast skjóttur gnýr
og skoffín á berum tánum
og 700 önnur sjaldgæf dýr
er sjást ekki fyrir trjánum.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir:
Að sífelldu kitli og káfi
kunnur var séra Láfi,
og annar perri
fannst enginn verri
nema Patrekur páfi.
Helgi R. Einarsson segir „Væn-
legt til árangurs“:
Þegar að Þórður datt í ’ða
þurfti hann stundum að skríða,
en svona’ eins og gengur
gekk það ei lengur
er giftist honum ’ún Fríða.
Frúin hans bljúga og blíða
bannaði honum að skríða.
Þá sullinu hætti’ ann
og hátternið bætti’ ann,
því best er að brosa og hlýða.
Englendingar unnu Svía 2-0. Jós-
efínu Meulengracht Dietrich líkar
það ekki:
England það er yfirfullt af illum hundum
sem ættu að gjamma aðeins minna.
Ömurlegt þeir skyldu vinna.
Dagbjartur Dagbjartsson spyr á
Boðnarmiði hvort nokkur kannist
við þessar vísur og geti staðfest
hvort fyrri vísan sé rétt með farin
svona. Höfundur sé Björn S. Blön-
dal.
Vertu það sem varstu fyrst
vildisklárinn skarpi.
Við höfum báðir vaskleik misst
veslingurinn jarpi.
Þín er orðin lúruð lund,
linaður æskukraftur
en ég get keypt hann stund og stund
styrkinn forna aftur.
Skarða-Gísla líkaði illa við tíma-
ritið Fjölni og orti þegar Tómas
Sæmundsson dó:
Landið hló með dýja dans
döfnuðu frjóvar náðir.
Fjölnir dó og faðir hans
- fari þeir óvel báðir.
Sigurður Breiðfjörð kvað:
Með engla kvaki eg skal þar
undir taka glaður,
á nýjum akri eilífðar,
endurvakinn maður.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Í Soffíureit og Patrekur páfi
„HANN ER EINN AF OKKAR HELSTU
BAKHJÖRLUM.“
„ÉG MYNDI EINNIG VILJA ÞAKKA
GULLFISKUNUM MÍNUM FYRIR AÐ VERA TIL
STAÐAR ÞEGAR ÉG ÞARFNAÐIST ÞEIRRA.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... ófyrirsjáanleg.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
OKKUR VANTAR
GULRÓTARKÖKU
LENGI LIFI
KONUNGURINN!
STJÖRNUSPÁIN MÍN
ER ÁHUGAVERÐ
ÉG HÉLT AÐ
ÞÚ HATAÐIR
KONUNGINN!
HÚN SEGIR AÐ ÉG MUNI HITTA
EINHVERN SKRÝTINN Í DAG
ÉG GERI ÞAÐ! EN ÉG
ELSKA AUÐVELD SKOTMÖRK!
ÞÚ ERT
ÖRUGGLEGA
SKRÝTINN
Víkverji vaknaði í glampandi sóleinn daginn í síðustu viku sem
sætir svo sannarlega tíðindum eins
og tíðin hefur verið hér á suðvestur-
horninu í „sumar“. Eins og aðra
morgna var það eitt af hans fyrstu
verkum að hleypa kettinum út og
það skipti engum togum að sá fer-
fætti nauðhemlaði í gættinni. Hefur
líklega fengið ofbirtu í augun. Hann
stóð kyrr dágóða stund áður en
hann ákvað að láta sig vaða út í
þessar framandi aðstæður.
x x x
Sjálfur setti Víkverji upp sólgler-augun þegar hann var kominn
út í bíl – í fyrsta skipti síðan 28.
maí, að hann kom heim frá sól-
arlöndum. Þurfti hreinlega að dusta
af þeim rykið. Ekki var Adam þó
lengi í Paradís en Víkverji hafði
ekki keyrt í fimm mínútur þegar
dró fyrir sólu. Og sú gula lét ekki
sjá sig meira þann daginn. Og ekki
síðan, ef frá eru taldar fimm mín-
útur í gærmorgun þegar glufa
myndaðist í hnausþykka skýjahul-
una sem legið hefur yfir borginni
undanfarnar vikur og mánuði.
x x x
Í lok maí lofaði Víkverji að bjóðaforeldrum sínum í grill við fyrsta
tækifæri og átti þá við fyrsta góð-
viðrisdaginn. Enn er beðið eftir
honum og foreldrarnir löngu hættir
að spyrja. Auðvitað er hægt að
grilla í dumbungi en það er bara
ekki sama stemningin og stuðið.
Kannski kemur einn sólardagur í
ágúst og fíra má upp í grillinu.
Kannski ekki.
x x x
Annars hefur engan tilgang aðsvekkja sig á þessu. Við búum á
Íslandi – enda þótt Tenerife hafi
villst vestur á firði undanfarnar vik-
ur. Það er auðvitað ekkert svekkj-
andi fyrir okkur á höfuðborgar-
svæðinu að horfa á veðurfréttirnar í
sjónvarpinu og sjá sól, blíðu og 24
stiga hita fyrir austan, dag eftir dag
eftir dag. Eftir dag.
Víkverji beinir orðum sínum að
endingu til stjórnar Árvakurs: Er
ekki hægt að flytja starfsemi þessa
fyrirtækis til Egilsstaða?
vikverji@mbl.is
Víkverji
Náðugur og miskunnsamur er Drott-
inn, þolinmóður og mjög gæskuríkur.
(Sálmarnir 103.8)
Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is
Allir vilja koma að sumarbústaðnum sínum eins og þeir skildu við
hann og tryggja öryggi sitt og sinna sem best. Öryggisbúnaður, eins
og lásar, þjófavarnarkerfi, reykskynjarar og slökkvitæki, fæst í
miklu úrvali í Vélum og verkfærum.
Öryggi í sumarbústaðnum
Blaupunkt SA2700
Þráðlaust þjófavarnarkerfi
• Fullkominn GSM hringibúnaður
• Hægt að stjórna með Connect2Home-appi
• Boð send með sms eða tali
• Viðbótarskynjarar og fjöldi aukahluta fáanlegir
Verð: 39.990 kr.
OLYMPIA 9030
Þráðlaust þjófavarnarkerfi
• Mjög einfalt í uppsetningu/notkun
• Fyrir farsímakort (GSM)
• Hringir í allt að 10 símanúmer
• Allt að 32 stk. skynjarar
• 2 stk. hurða/gluggaskynjarar og fjarstýring fylgir
• Fáanlegir aukahlutir:
viðbótarfjarstýringar, glugga/hurðaskynjarar,
svæðisskynjarar PIR, reyk- og vatnsskynjarar.
Verð: 13.330 kr.