Morgunblaðið - 10.07.2018, Page 36

Morgunblaðið - 10.07.2018, Page 36
ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 191. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Veðurfræðingur vekur vonir 2. Átta drengjum verið bjargað 3. Þjálfaranum gekk ekkert illt til 4. Björgunaraðgerðum frestað í bili »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Rúmar 400.000 krónur söfnuðust í fyrrakvöld á rokktónleikum sænsku hljómsveitarinnar The Cadillac Band í Gamla bíói en hún lék þar fyrir fullu húsi til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Meðal þeirra sem komu fram var Jerry Scheff bassaleikari sem lék í hljómsveit Elvis Presley, TCB Band, til fjölda ára og með mörgum heims- kunnum tónlistarmönnum og hljóm- sveitum. Sagði hann tónleikagestum sögur frá ferlinum á milli þess að plokka bassann í Gamla bíói. Á tón- leikunum var einnig haldið uppboð og m.a. seld tromma í eigu D.J. Fontana sem lék einnig með Presley í ein 14 ár. Morgunblaðið/Valli Rokkarar söfnuðu yfir 400.000 krónum  Sýningin On Landscapes stendur nú yfir á tvíæringi málaralistar í þremur listasöfnum í Vestur- Flæmingjalandi sem er skammt frá Brussel í Belgíu og lánaði Listasafn Reykjavíkur fjögur verk eftir Jóhann- es S. Kjarval og eitt eftir Júlíönu Sveinsdóttur á sýninguna. Sýningin fjallar um landslagshefð- ina í málaralist og er í þremur lista- söfnum. Verk Kjarvals má sjá í Roger Raveelmuseum sem og verk Júl- íönu en á sýning- unni eru verk yfir 60 alþjóðlegra myndlistar- manna. Verk eftir Kjarval og Júlíönu á tvíæringi Á miðvikudag Sunnan 5-10, en 10-15 um landið norðvestanvert. Dálítil væta sunnan og vestan til, annars víða bjartviðri. Á fimmtudag Suðvestan 3-10 og stöku skúrir, en skýjað með köfl- um á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-15 með vætu, en áfram þurrt og bjart um landið norðaustanvert. Hiti 10 til 20 stig. VEÐUR Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik, skipað leik- mönnum 20 ára og yngri, leikur við Noreg í dag í 16- liða úrslitum heimsmeist- aramótsins sem stendur yf- ir í Ungverjalandi. Hvernig sem leikurinn endar þá virð- ist ljóst að íslenska liðið hefur náð sögulegum ár- angri á mótinu með því að gera betur en önnur íslensk kvennalandslið sem hafa tekið þátt í stórmótum. »1 Árangurinn hefur aldrei verið betri Romelu Lukaku og samherjar hans í belgíska landsliðinu geta í kvöld orð- ið í fyrsta belgíska landsliðinu í sög- unni sem kemst í úrslitaleik á heims- meistaramóti í knattspyrnu. Belgar og Frakkar mætast í und- anúrslitum í Pétursborg í kvöld. Þrátt fyrir að Belgum hafi vegn- að vel í gegn- um tíðina í viðureignum sínum við Frakka eiga þeir eftir að leggja þá á stór- móti. »4 Frakkar hafa reynst öflugri á stórmótum Víkingur Reykjavík vann afar mikil- vægan 3:2-sigur á Fylki í 12. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í Egilshöll í gær. Víkingar eru komnir í sjötta sæti deildarinnar eftir sigurinn og eru með 15 stig og eru einungis fjórum stigum á eftir Breiðabliki sem er í þriðja sæti deildarinnar. Fylkir er hins vegar í miklu basli í ellefta sæti deildarinnar með 11 stig. »3 Víkingar unnu Fylki í sex stiga leik í Egilshöll ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Á forritunarnámskeiði Skemu í Háskólanum í Reykjavík er börn- um á aldrinum 7 til 10 ára kennd forritun á skemmtilegan hátt. Þar spila krakkarnir tölvuleikinn Minecraft, forrita inn í leikinn og breyta honum jafnóðum. Jón Jökull Úlfarsson, nemandi á námskeiðinu, var upptekinn við húsasmíð í Minecraft þegar Morg- unblaðið náði tali af honum. Hann hefur gaman af forritun þótt hún sé flókin. „Ég er að safna viði fyr- ir hús sem ég er að byggja. Maður getur byggt alls konar og það er pínu flókið í byrjun. Þegar ég er búinn að vera lengi verð ég betri.“ Jón þekkir leikinn og hefur spilað hann áður heima. Aðspurður hvort það sé ekki notalegra að vera á sumarnámskeiði inni heldur en úti í rigningunni segir Jón: „Já, já, en stundum er líka mjög skemmtilegt að vera úti.“ Jón segist ekki vita hvort hann vilji læra forritun í framtíðinni en hann hefur vissulega gaman af henni. „Þetta snýst um að læra að skilja undirstöðuatriðin í forritun með hjálp Minecraft,“ segir Eva Sif Einarsdóttir, aðalþjálfari á námskeiðinu. Þá feta börnin sig áfram í leiknum og stjórna honum með forritun. Kubbaforritunin er svo tengd við Minecraft þar sem hægt er að gera ýmislegt. „Í dag eru þau til dæmis að gera verkefni sem snýst um að hoppa lengst út í geim,“ segir Eva. Bætt rökhugsun Verkefnin eru margslungin en eiga þó öll sameiginlegt að í þeim er forritun sem stuðlar að bættri rökhugsun, að mati Evu. Hægt sé að kenna hvað sem er með for- ritun og tengja hana við margt. Mikil aðsókn hefur verið á nám- skeiðin, sem voru líka haldin í vet- ur. Meirihluti námskeiðanna fyllt- ist í vetur, en í mesta lagi komast 16 krakkar inn á eitt námskeið. Þá er forritun ekki enn kennd í öllum grunnskólum landsins. „Mér finnst klárlega að þetta eigi að vera kennt í öllum grunn- skólum en Skema er búið að vera að kenna í nokkrum skólum. For- ritun snýst bara um að leysa verk- efni.“ Skipanirnar í forrituninni eru á ensku en það virðist ekki vera vandamál fyrir krakkana. „Flest þeirra eru góð í ensku þótt þau séu 7 til 10 ára. Þau eru meira að segja oft með betri ís- lensk hugtök í forritun heldur en aðrir,“ segir Eva. Læra forritun með léttum leik  Skema heldur forritunarnám- skeið fyrir börn Morgunblaðið/Hari Húsasmíð Jón Jökull hefur gaman af forritun og Minecraft. Í leiknum er hægt að hanna og smíða allt mögulegt. Skema hefur vaxið ört frá árinu 2011, en þá sendi Rakel Sölvadótt- ir, stofnandi fyrirtækisins, hug- mynd í frumkvöðlakeppnina Fræ ársins. Hugmyndin hennar um for- ritunarnám barna hlaut fyrstu verðlaun í keppninni og í kjölfarið var Skema stofnuð. Fyrirtækið vakti verðskuldaða athygli innanlands sem utan og hóf samstarf við Háskólann í Reykjavík árið 2012 og eignaðist HR hlut í Skemu. Þá var sam- starfsverkefni með Samtökum at- vinnulífsins, Uppfærum Ísland, hrint í framkvæmd sama ár. Nú eru forritunarnámskeið kennd á veg- um Skemu í húsakynnum HR fyrir börn á aldrinum 4 til 16 ára. Skema tekur beinan þátt í innleið- ingu á forritun og tækni í skóla- starf nokkurra grunnskóla. Hugmynd sem vakti athygli KENNSLA Í FORRITUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.