Morgunblaðið - 11.07.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.07.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2018 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Við fögnum að sjálfsögðu þessari niðurstöðu en hún er í samræmi við okkar væntingar og eðli málsins,“ segir Magnús Geir Þórðarsson, út- varpsstjóri Ríkisútvarpsins, um nið- urstöðu frummats Samkeppniseftir- litins. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær telur Samkeppniseftirlitið ekki tilefni til að taka háttsemi RÚV á auglýsinga- markaði í kringum heimsmeistara- mótið í knattspyrnu til frekari rann- sóknar. Niðurstaða Samkeppniseftirlits- ins er sú að „enginn áskilnaður“ hafi verið gerður um lágmarkskaup í tengslum við kaup á auglýsingum í kringum HM. Kvartandi, Síminn hf., og aðrir auglýsendur á markaði hafa þó til 20. júlí nk. til að gera athuga- semdir. Útilokaði engin fyrirtæki Í kostunar- og auglýsingasamn- ingspakka sem RÚV sendi á fyrir- tæki fyrir HM kemur hins vegar fram að svonefndir Premium-aðilar kaupi „að lágmarki“ birtingar fyrir 10 milljónir króna í júní og júlí. Spurður um þetta segir Magnús Geir að allir hafi haft jöfn tækifæri til að kaupa auglýsingar í kringum HM, engir sérstakir afslættir hafi verið í boði og engin skuldbinding um lág- markskaup hafi verið skilyrði fyrir kaupum á auglýsingum í kringum mótið. Hins vegar hafi verið boðið upp á Premium-pakka til fyrirtækja sem hygðust framleiða sérstakar HM-auglýsingar og vildu tryggja að auglýsingar þeirra kæmust að í hálf- leikjum Íslands á mótinu. Samkvæmt söluskjölum RÚV sem send voru á fyrirtæki í aðdraganda HM, og Morgunblaðið hefur undir höndum, var lágmarksverð á slíkum pakka 10 milljónir króna. „Þetta úti- lokaði ekki önnur fyrirtæki á nokk- urn hátt enda auglýsti fjöldi annarra aðila í auglýsingatímum í kringum leiki Íslands og á öðrum leikjum á mótinu. Þar gilti einfaldlega fyrstur kemur, fyrstur fær. Sekúnduverðið var það sama fyrir alla og fyrirtækin auglýstu því í raun bara mismikið en eftir sömu verðskrá,“ segir Magnús. Hann bætir því við að hann sýni því skilning að menn hafi ólíkar skoðanir á fjármögnun almanna- þjónustumiðilsins og veru RÚV á auglýsingamarkaði en segir að vanda þurfi þá umræðu. „Fjármögn- un RÚV er ákvörðuð af Alþingi en þessi blandaða leið hefur verið við lýði um árabil. Það er mín von að lög- gjafinn finni leið til að styrkja stöðu einkamiðla við hlið öflugs Ríkisút- varps,“ segir Magnús. Gæti verið rannsakað nánar Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir í sam- tali við Morgunblaðið að RÚV hafi staðfest við eftirlitið að enginn áskilnaður hafi verið gerður um lág- markskaup á auglýsingum í kringum HM. Niðurstaða eftirlitsins sé þó einungis frummat og því gefist að- ilum á markaði nú tækifæri til að koma athugasemdum á framfæri. „Ef menn telja að skýringar RÚV eigi ekki við rök að styðjast stendur þeim nú til boða að koma sjónarmið- um á framfæri við Samkeppniseft- irlitið. Komi aðilar á markaði með skýringar sem geta leitt þeirra sjón- armið betur í ljós munum við skoða það nánar,“ segir Páll. Málinu er hvergi nærri lokið Magnús Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri sölusviðs hjá Síman- um, segir að fyrirtækið vinni nú að því að safna saman upplýsingum sem það muni leggja fyrir Samkeppnis- eftirlitið á næstunni. „Það ætti að vera nóg að vitna í sölugögn RÚV sem er að mínu viti besta sönnunar- gagnið. Þar kemur orðrétt fram að fyrirtæki þurfi að kaupa birtingar fyrir 10 milljónir króna í júní og júlí til að tryggja að auglýsing þeirra birtist í kringum leiki Íslands. Við munum á næstunni safna saman gögnum og leggja fyrir eftirlitið,“ segir Magnús og bætir við að engin niðurstaða sé komin í málið. „Þetta er einungis frummat og nú gefst okkur tækifæri til að koma okkar sjónarmiðum betur á framfæri, líkt og við munum gera. Þessu máli er hvergi nærri lokið,“ segir Magnús. Deilt um pakka RÚV  Útvarpsstjóri segir enga skuldbindingu hafa verið um lágmarkskaup auglýsinga  Síminn telur málinu ekki lokið Morgunblaðið/Eggert Landsliðið Svokallaðir Premium- pakkar fóru í sölu á RÚV á HM. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við byrjuðum fyrir 11 árum að bjóða ríkinu þetta land til sölu. Það hefur ekki orðið af því. Með umræðunni um jarðakaup útlendinga að undanförnu tel ég hins vegar að það sé að verða viðhorfsbreyting í þessum málum,“ segir Þórir N. Kjartansson, landeigandi í Hjörleifshöfða. Þórir á jörðina ásamt systrum sínum, Áslaugu og Höllu. Jörðin hef- ur verið í eigu fjöl- skyldunnar allt frá 1840 þegar langafi þeirra, Loftur Guð- mundsson, keypti jörðina. Sonur hans, Markús, skrifaði bók um jarð- elda árið 1880. Hann varð vitni að eld- gosi í Kötlu árið 1860. Sonur hans, Kjartan Leifur, bjó í Höfðanum árið 1918 þegar Katla gaus síðast. Kjartan Leifur og móðir hans, Áslaug Skær- ingsdóttir, fluttu af jörðinni 1920 ásamt stjúpföður Kjartans, Hallgrími Bjarnasyni. En búskapur lagðist end- anlega af í Hjörleifshöfða 1936. Tækifæri í ferðaþjónustu Þórir segir aðspurður að þau syst- kinin eigi marga afkomendur. Enginn þeirra hafi hins vegar áhuga á að hefja búskap á jörðinni á ný. „Hjörleifshöfðinn var að vissu leyti hlunnindajörð. Það var fyrir fýlatekj- una og miklar rekafjörur, sem var náttúrulega verðmæti í gamla daga, en hún var alltaf erfið til búskapar. Tækifærin eru nú fyrst og fremst í kringum ferðamennsku. Til dæmis eru mörg fyrirtæki farin að bóka hóp- ferðir að Kötlujökli við norðurmörk Hjörleifshöfðajarðarinnar, auk þess sem sívaxandi ferðamannastraumur er í Hjörleifshöfðann sjálfan.“ Löggjafinn eyði óvissu Spurður hvort eigandi jarðarinnar muni geta selt aðgang að landinu seg- ir hann það „svolítið óskýrt“. Hér vakni spurningar um hvort fyrirtæki geti nýtt sér annarra manna land til að afla sér tekna án þess að greiða landeigendum fyrir það. Þá með því að vísa til almenns umgengnisréttar um náttúruna. „Það eru mörg grá svæði í þessu efni. Löggjafinn þyrfti í ljósi mikils straums ferðamanna að skýra þetta svolítið betur,“ segir Þór- ir sem telur tækifæri felast í hótel- rekstri í Hafurseynni eða í Hjörleifs- höfðanum. Það sé einstakt að geta gist við Kötlu og skroppið upp á jökul. Lifa orðið á ferðaþjónustu Erlendir aðilar hafi sýnt áhuga. „Það var sérstaklega einn hópur sem kom að skoða aðstæður. Aðrir hafa lagt fram fyrirspurnir. Suður- ströndin er orðin svo gríðarlegt ferða- mannasvæði, ekki síst svæðið í kring- um Vík. Ferðaþjónustan er orðin okkar lifibrauð. Ætli það sé ekki hægt að telja á fingrum annarrar handar búin í Mýrdalnum þar sem menn lifa eingöngu af búskapnum. Aðrir eru komnir með aukabúgreinar og þá sér- staklega gistingu og rekstur sem tengist ferðaþjónustu.“ Þórir segir aðspurður að ásett verð jarðarinnar sé nú 700 milljónir. „Það er byggt á því að jörðin er gríðarlega stór. Þetta er landmesta jörð á Suðurlandi, 11.500 hektarar, sem er alveg gríðarlegt flæmi. Verðið var að nokkru leyti reiknað út frá því að á sandinn, sem er að mestu ógró- inn, var sett lægsta hektaraverð. Síð- an var auðvitað hærra mat á Hjör- leifshöfðanum og Hafursey sem eru grösugir klettahöfðar.“ Hugsar til Jökulsárlóns „Þá er þarna óhemjumikið námu- svæði í Kötluvikrinum sem munu örugglega verða verðmæti einhvern tímann. Þetta var því svolítið púslu- spil. Það má nefna til dæmis að jörðin Fell við Jökulsárlón var seld fyrir á annan milljarð, þó að það sé minni jörð að flatarmáli,“ segir Þórir. Hann telur verð á landi munu hækka mikið í framtíðinni. Erlendir fjárfestar hafi það í huga þegar þeir kaupa jarðir hér. Ljósmynd/Þórir N. Kjartansson Höfðafjara Hjörleifshöfði á sandinum. Hafursey og Kötlujökull í baksýn. Bjóða ríkinu að kaupa jörð  Einn eigenda Hjörleifshöfða segir jörðina bjóða upp á margvísleg tækifæri  Ríkið hafi ekki sýnt áhuga en það geti breyst í ljósi umræðu um jarðakaup Landamörk Hjörleifshöfða Grunnkort/Loftm yndir ehf. Hjörleifs- höfði Hafursey M Ý R D A L S - S A N D U R Vík M úl ak ví sl Heiðarvatn Alls 11,500 hektarar. Þar af Hjörleifs höfði 230 ha., Hafursey 950 ha. og sandar, fjara o.fl. 10.320 ha. Þórir N. Kjartansson Leit að hvítabirni á Melrakkasléttu lauk í gær klukkan hálffjögur síð- degis, en ekkert bjarndýr fannst. Tilkynning um að sést hefði til hvítabjarnar sunnan Hraunhafnar- vatns barst lögreglu síðdegis í fyrradag og var þyrla Landhelgis- gæslunnar með lögreglumenn inn- anborðs kölluð til leitar úr lofti. Leitað var til um klukkan hálftvö í fyrrinótt og nokkurn fjölda fólks dreif að til að fylgjast með leitinni. Í öryggisskyni var þyrlan aftur kölluð til í gærmorgun og sveimaði hún yfir Melrakkasléttu, bæði inn í land og meðfram strönd. Síðdegis þurfti hún frá að hverfa vegna út- kalls á Héraðsflóa þar sem kviknað hafði í báti. Í samtali við mbl.is í gær sagði fulltrúi lögreglunnar á Norðurlandi eystra að ekki sé hægt að fullyrða að lögregla og Landhelgisgæslan hafi leitað af sér allan grun. „En það er búið að leita eins vel og hægt er, þar til annað kemur í ljós.“ Engar frekari öryggisráðstaf- anir verða gerðar að sinni, en lög- regla áréttar að verði fólk vart við dýrið skuli hafa samband við Neyð- arlínuna í síma 112. Hvítabjörn ekki fundinn á Melrakkasléttu Morgunblaðið/Björn Jóhann Hvítabjörn Fullorðin birna í góðum hold- um var felld við Hvalnes á Skaga árið 2016. Opinbera heil- brigðiskerfið nær ekki að anna þeim verkefnum sem því eru falin. Sveigjanleiki þess er ekki sam- bærilegur og bæði vantar hús- næði og starfsfólk ef bæta ætti við þeim umfangs- miklu verkefnum sem nú eru leyst af hendi á læknastofum. Þetta segir Ólafur Ó. Guðmunds- son m.a. í grein sinni í Læknablaðinu þar sem hann ver rammasamning Sjúkratrygginga Íslands við sér- fræðilækna. Sátt hafi ríkt í þjóð- félaginu um það fyrirkomulag. „Það er því illskiljanlegt að stjórn- völd skuli grípa til aðgerða sem miða að því að loka þessu kerfi og um leið skerða nauðsynlega nýliðun lækna. Það er vond stjórnsýsla að grípa fyrst til þess að loka á það sem vel gengur án þess að leggja tillögur fram um hvað má lagfæra og gera betur. Það er heldur ekki líklegt að slíkar lausnir finnist án náins sam- ráðs við þá sem best þekkja, lækna og samtök þeirra,“ segir Ólafur m.a. „Afleiðing pólitísks ásetnings ráðuneytisins getur orðið sú að læknisþjónusta verði annars vegar ríkisrekin með óhjákvæmilegum bið- listum og hins vegar einkarekin fyrir þá sem efni á henni hafa,“ segir hann enn fremur. Pólitískur ásetningur ráðuneytis Ólafur Ó. Guðmundsson  „Vont að loka því sem vel gengur“ Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 Sími 577 1313 kistufell.com TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ Allar almennar bílaviðgerðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.