Morgunblaðið - 11.07.2018, Síða 17

Morgunblaðið - 11.07.2018, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2018 fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 120.000 kr. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Björgun tólf pilta og fótboltaþjálfara þeirra úr helli á norðanverðu Taílandi lauk giftusamlega í gær þegar kaf- arar björguðu þeim fimm síðustu, sautján dögum eftir að þeir urðu inn- lyksa í hellinum. Piltarnir eru á aldrinum 11 til 16 ára og fóru inn í hellinn með 25 ára þjálfara sínum eftir fótboltaæfingu 23. júní. Þeir urðu innlyksa í hellinum vegna vatns sem flæddi inn í hann í mikilli rigningu og höfðust við á syllu yfir vatnsflaumnum í niðamyrkri, um fjóra kílómetra frá hellismunnanum. Níutíu kafarar, þeirra á meðal fimmtíu frá öðrum löndum, tóku þátt í björguninni. Enginn piltanna hafði kafað áður og margir þeirra eru jafn- vel ósyndir þannig að björgunar- mennirnir þurftu fyrst að kenna þeim að nota köfunargrímur og súrefnis- kúta. Björgunarmennirnir óttuðust að piltarnir myndu missa stjórn á sér af hræðslu þegar þeir þyrftu að synda í þröngum hellinum í svartamyrkri. Gripið var því til þess ráðs að gefa piltunum milt róandi lyf, að sögn for- sætisráðherra Taílands, Prayut Chan-O-Cha. Piltarnir voru bundnir við kafara sem fylgdu þeim í gegnum göngin og héldu í reipi sem vísuðu þeim leiðina að hellismunnanum. Einn kafaranna sem tók þátt í björguninni, Ivan Karadzic, sagði að piltarnir hefðu verið „ótrúlega sterk- ir“. „Þeir urðu að gera nokkuð sem ekkert barn hefur gert áður. Það er á engan hátt eðlilegt að barn þurfi að kafa í dimmum helli ellefu ára að aldri,“ sagði hann í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Þeir köfuðu við mjög hættulegar aðstæður í engu skyggni, eina ljósið kom frá luktum sem við komum með.“ Við tiltölulega góða heilsu Átta piltanna, sem var bjargað á sunnudag og mánudag, hafa gengist undir læknisrannsóknir og verða á sjúkrahúsi í að minnsta kosti viku. Þeir hafa fengið bóluefni gegn hunda- æði og stífkrampa og tveir þeirra hafa fengið sýklalyf þar sem þeir eru með einkenni lungnabólgu, að sögn fréttaveitunnar AFP. Óttast var að piltarnir kynnu að hafa fengið hættulegan sjúkdóm í hellinum og þeir verða því í sóttkví um sinn á sjúkrahúsinu. Gert er einn- ig ráð fyrir því að þeir þurfi á hjálp sálfræðinga að halda til að takast á við sálræna áfallið sem viðbúið er að fylgi þessari þungu reynslu. Læknar á sjúkrahúsinu sögðu þó í gær að piltarnir virtust tiltölulega vel á sig komnir andlega og líkamlega. Björgun piltanna vakti mikla at- hygli úti um allan heim og margir fögnuðu þeim tíðindum að þeir hefðu komist heilir á húfi úr hellinum. Man- chester United bauð þeim í heimsókn á Old Trafford á næstu leiktíð en Al- þjóðaknattspyrnusambandið FIFA sagði að þeir myndu ekki geta þegið boð þess um vera viðstaddir úrslita- leikinn í heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Moskvu á sunnudaginn kemur. Urðu að gera nokkuð sem ekkert barn hefur gert  Öllum piltunum tólf og þjálfara þeirra bjargað úr hellinum AFP Björgun lokið Sjúkrabifreið ekið frá Tham Luang-hellinum í Taílandi eftir að piltum var bjargað úr honum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt í gær í sjö daga Evrópuferð sem hefst með leiðtogafundi aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og lýkur með fundi með Vladimír Pútín, for- seta Rússlands. Búist er við að Trump leggi fast að samstarfsríkj- unum í NATO að auka fjárframlögin til hermála og leggja meira af mörk- um til varnarsamstarfs bandalags- ins. Leiðtogafundur NATO verður haldinn í Brussel í dag og á morgun og gert er ráð fyrir því að Trump eigi sérstakan fund með Jens Stolten- berg, framkvæmdastjóra bandalags- ins. Forsetinn fer síðan til London síðdegis á morgun, ræðir þar við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og Elísabetu II drottn- ingu. Þaðan fer hann til Skotlands áður en hann á fund með Pútín í Helsinki á mánudaginn kemur. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði í gær að Trump hefði gagnrýnt Evrópuríkin í NATO nær daglega vegna deilna þeirra um fjárframlögin til varnar- mála og verndartolla Trumps á inn- flutt ál og stál frá Evrópulöndum. Tusk hvatti hann til að meta sam- starfslönd Bandaríkjanna að verð- leikum. „Bandaríkjamenn hafa ekki og fá ekki betri bandamenn en ESB- ríkin,“ sagði Tusk. „Við leggjum miklu meira fé í varnarmál en Rúss- land og eins mikið og Kína. Kæru Bandaríkjamenn, metið bandamenn ykkar að verðleikum, þegar allt kem- ur til alls eru þeir ekki mjög margir.“ Telur að fundurinn með Pútín verði auðveldari Þessi ummæli virtust ekki hafa mikil áhrif á Trump. „Bandaríkin eyða mörgum sinnum meira fé en nokkurt annað land til að vernda þau,“ tísti hann á Twitter áður en hann hélt til Brussel. „Í þokkabót töpum við 151 milljarði dollara á við- skiptum við Evrópusambandið.“ Trump sagði einnig við frétta- menn að hann teldi að fundurinn með Pútín yrði auðveldari en viðræð- urnar við leiðtoga samstarfslanda Bandaríkjanna í öryggismálum. Hermt er að embættismenn í Evr- ópulöndunum og Bandaríkjunum hafi áhyggjur af því að Trump fallist á tilslakanir á fundinum með Pútín til að reyna að bæta samskiptin við Rússland, að sögn The Wall Street Journal. Búist er við að leiðtogar NATO- landanna samþykki yfirlýsingu þar sem þeir árétta loforð um að útgjöld aðildarríkjanna til varnarmála nemi 2% af vergri landsframleiðslu og lofa að hefjast handa við hernaðarverk- efni sem þegar hafa verið samþykkt og Bandaríkjastjórn hefur stutt. Útgjöld til hermála Sem hlutfall af landsframleiðslu NATO-ríkja á síðasta ári H ei m ild : N AT O 3,57% 2,36% 2,12% 2,08% 2,00% 1,99% 1,80% 1,79% 1,75% 1,73% 1,62% 1,58% 1,53% 1,48% 1,31% 1,29% 1,26% 1,24% 1,19% 1,17% 1,15% 1,12% 1,10% 1,06% 1,05% 0,98% 0,92% 0,90% 0,46% Bandaríkin Grikkland Bretland Eistland Markmið NATO Pólland Rúmenía Frakkland Lettland Litháen Noregur Svartfjallaland Búlgaría Tyrkland Portúgal Kanada Króatía Þýskaland Slóvakía Danmörk Holland Ítalía Albanía Ungverjaland Tékkland Slóvenía Spánn Belgía Lúxemborg Tekist á um fram- lög til varnarmála  Trump gagnrýnir samstarfsríkin Theresa May, forsætisráðherra Bret- lands, hefur varað þingmenn íhalds- manna við því að óeiningin á meðal þeirra í deilunni um brexit, út- göngu landsins úr Evrópusamband- inu, geti orðið til þess að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamanna- flokksins, komist til valda. Afsagnir Boris Johnson og Dav- ids Davis úr ríkisstjórn Íhaldsflokks- ins í vikunni voru taldar hafa aukið líkurnar á því harðir brexit-sinnar reyndu að steypa May af stóli for- sætisráðherra. Fyrst myndu a.m.k. 48 þingmenn þurfa að óska eftir at- kvæðagreiðslu um vantraust á May og bíði hún ósigur þar fer fram leið- togakjör. Verði þá nýr leiðtogi kjör- inn myndar hann nýja ríkisstjórn ef hann nýtur meirihlutastuðnings á þinginu. Óttast kosningar Eitt af því sem hjálpar May er að leiðtogakjör gæti tekið a.m.k. mánuð og þingmenn Íhaldsflokksins óttast að það geti veikt samningsstöðu Breta í viðræðunum við ESB um brexit. Margir íhaldsmenn óttast einnig að leiðtogakjör gæti orðið til þess að stjórnin félli og boða þyrfti til þingkosninga sem gætu orðið til þess að Corbyn kæmist til valda. Biðu brexit-sinnar ósigur í leiðtogakjöri myndi það líklega veikja þá verulega í flokknum. Stjórnmálaskýrandi breska ríkis- útvarpsins, Norman Smith, segir að þótt brexit-sinnar í flokknum séu óánægðir með nýtt málamiðlunar- samkomulag stjórnarinnar um brexit ætli þeir að einbeita sér að því að ná fram breytingum á því, frekar en að reyna að steypa May af stóli. Um 60 af 316 þingmönnum Íhalds- flokksins eru andvígir því að Bretland verði áfram í innri markaði og tolla- bandalagi ESB og bundið af reglum þess um fjórþætta frelsið svokallaða. Samkvæmt málamiðlunar- samkomulagi stjórnarinnar eiga regl- ur ESB um frjálst flæði varnings að gilda í Bretlandi eftir útgönguna. Brexit-sinnarnir eru andvígir þessu og óttast að samkomulagið verði til þess að samningamenn ESB krefjist enn meiri tilslakana af hálfu Breta í komandi viðræðum. bogi@mbl.is Óttast að Corbyn komist til valda  Leiðtogakjör gæti veikt brexit-sinna Theresa May

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.