Morgunblaðið - 11.07.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.07.2018, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2018 syrgjum einstaka konu með djúpri virðingu og full þakklætis. Halla Valgerður. Halldóra tengdamóðir mín kom sennilega flestum fyrir sjónir sem sterk kona. Þeim kostum kynntist ég fljótlega mjög vel því fyrsta árið sem við Þóra vorum saman gekk mikið á. Þá missti Halldóra Hrólf eigin- mann sinn fyrir aldur fram og nokkrum mánuðum síðar fædd- ist fyrsta barnabarnið, Hrólfur Andri, sonur okkar Þóru. Við vorum þá í Háskólanum og ég flutti inn á heimili hennar í nokkra mánuði áður en Þóra flutti svo að heiman með mér. Á þessum tíma og alltaf síðan hjálpaði hún okkur mikið við uppeldið og hefur verið sonum okkar frábær amma. Halldóra var alltaf yfirveguð, það var ekki margt sem hreyfði sjáanlega við henni. Hún lét verkin tala, var kannski ekki alltaf að hafa of mikið fyrir að ræða málin, tók bara sínar ákvarðanir og fram- kvæmdi. Hún var alltaf í góðu formi og gustaði af henni. Ók norður í land á Mýri til systur sinnar og í Ófeigsfjörð eins og ekkert væri. Fyrir fáum árum velti hún jeppanum vegna bjargs á veginum í Reykjarfirði á leið- inni úr Ófeigsfirði. Hún var raunverlega ekkert miður sín og skildi ekki áhyggjur af því hvort henni væri brugðið við að velta bíl þó þverhnípt hefði verið fram í sjó hinum megin við veginn þar sem hún lenti. Hún sá hins vegar alltaf mikið eftir Mussonum sem eyðilagðist. Halldóra var stór hluti af fjöl- skyldu okkar og nutum við þess að hafa hana með okkur hvort sem var heima þar sem hún var tíður gestur, í Skorradalnum eða á ferðalögum. Við höfðum ekki endilega alltaf sömu skoðanir á mönnum og málefnum en hún leiddi það nú oftast hjá sér ef hún var ekki sammála og lét duga svipbrigði og nokkur vel valin orð. Einungis einu sinni minnist ég þess að hún hafi reiðst mér og þá var mér brugð- ið. Hafði ég verið með yfirlýs- ingar um landbúnaðarmál sem henni misbauð verulega og gat ekki orða bundist, þvílíkt og ann- að eins rugl hafði hún aldrei heyrt. Á síðasta ári missti Halldóra eiginmann sinn Harald Val- steinsson sem hafði þjáðst af Alzheimers-sjúkdómnum í nokk- ur ár, hún var hjá honum nánast daglega á Sóltúni í um 5 ár. Fyrr á þessu ári varð Sigga dóttir hennar bráðkvödd. Það dró af henni og ég er ekki viss um að skapferlið sem hafði reynst henni svo vel hafi komið sér eins vel í þessum miklu áföllum. Hún hélt samt sínu striki, stundaði golf og fór í golfferð til Spánar fyrir nokkrum vikum. Hún var þá farin að kenna sér einhvers meins sem kom svo í ljós að var krabbamein sem síðan braust fram með hraða sem engan gat grunað. Hún var mikil vinkona dætra sinna Þóru og Dóru og þær höfðu stutt hvor aðra á þessu erfiða ári. Fráfall hennar var skyndilegt og það er mikið tómarúm, hennar verður sárt saknað. Tómas. Á þessari kveðjustund rifja ég upp allar þær góðu og eftir- minnilegu stundir sem ég átti með Halldóru tengdamóður minni. Við Halldóra hittumst fyrst fyrir um 25 árum og náðum vel saman, enda áttum við ýmis sameiginleg áhugamál. Ég minn- ist þess góða tíma sem við Ragna áttum með ykkur Haraldi á Skeljagrandanum. Ekki síst þeirra ótal skipta sem við feng- um að búa hjá ykkur á náms- árunum, þegar Atli var kominn til sögunnar. Þá voru fiskibollur efst á óskalistanum en ávaxta- grauturinn var ekki allra. Ég minnist fjölda eftirminnilegra ferðalaga, innanlands og erlend- is. Jólamarkaðir í Belgíu, gúll- assúpur í Ungverjalandi, túlíp- anar í Hollandi og drottn- ingakjólar í Danmörku. Margt var brallað og mikið hlegið. Ég man samtöl okkar um gróður og ræktun sem var eitt af okkar sameiginlegu áhugamálum. Þú kunnir endalaust mörg plöntu- heiti, sem ég reyndi að læra af þér með misjöfnum árangri. Matjurta- og berjarækt kunnir þú betur en flestir og þú varst sultugerðarmeistari „par excel- lence“. Ég er þakklátur fyrir tímann sem við fengum að njóta með þér. Hann hefði gjarnan mátt vera lengri. Af þér lærði ég margt sem ég mun ávallt varð- veita. Með þökk fyrir allt. Magnús (Maggi). Amma kvaddi okkur snögg- lega nú í sumar eftir skammvinn veikindi. Hún náði að fara í golf- ferð í vor og var hress og útitek- in með okkur í útskriftarveislu Kristjáns í byrjun júní en svo veiktist hún fljótlega eftir það. Amma ólst upp í Ófeigsfirði á Ströndum. Við fórum oft með henni þangað og þá var sérstak- lega skemmtilegt þegar hún hljóp með okkur um svæðið og sagði okkur frá því hvernig hlut- irnir voru þegar hún var að alast upp. Fyrir nokkrum árum vor- um við þar að mála glugga gamla hússins og var amma sú eina sem þorði að klifra upp stillansa og standa þar uppi á stól til að mála efsta gluggann. Þetta lýsir ömmu vel, þar sem hún var mik- ill nagli og lét ekkert á sig fá. Við spurðum ömmu einu sinni hvort það hefði ekki verið af- skekkt að búa þarna en þá svar- aði hún að þeim hefði ekkert dottið í hug að þetta væri af- skekkt, þau bjuggu bara þarna. Afi okkar dó áður en við bræð- urnir fæddumst og amma var gift Haraldi frá því við vorum litlir. Við vorum oft hjá ömmu og Haraldi þar sem þau bjuggu á Skeljagranda og síðar í Borg- artúni. Amma var alltaf í mjög góðu formi og þau Haraldur gengu mikið saman í Reykjavík og á ferðalögum auk þess sem þau voru dugleg í golfi og ann- arri útivist. Amma var dugleg að kynna okkur gamaldags mat og bauð upp á slátur, kleinur, rúgbrauð og snúðaköku, allt saman mjög gott! Við ferðuðumst mikið sam- an og fjölskyldan fór í margar jeppaferðir á hálendið. Þá sló amma alltaf í gegn með nammi- kassanum sem hún var búin að undirbúa en hún var líka alltaf búin að baka ýmsar aðrar kræs- ingar. Amma kenndi okkur margt, hún kynnti okkur sveita- lífið og kenndi okkur um leið að vera nægjusamir og duglegir. Við munum sakna hennar. Hrólfur, Ragnar og Kristján. Amma Halldóra var yndisleg kona. Það var mjög gaman að ferðast með ömmu og þá sér- staklega þegar við fórum með henni í Ófeigsfjörð þar sem hún ólst upp. Amma var alltaf svo hraust að hún fór með okkur út um allt og sagði okkur frá því hvernig lífið hefði verið í Ófeigs- firði á hennar æskuárum. Við áttum einnig frábært ferðalag með ömmu til Suður-Frakklands árið 2013 þar sem amma naut sín vel og við áttum þar yndislegar stundir. Amma setti fjölskylduna alltaf í fyrsta sætið og gerði allt sem í hennar valdi stóð til að gera lífið betra fyrir fólkið í kringum sig. Það var alltaf hægt að treysta á það að amma væri búin að baka eitthvert góðgæti þegar við komum í heimsókn í Borgartúnið og einnig var nammikassinn vinsæll liður í öll- um ættarmótum og fjölskyldu- ferðalögum. Amma kvartaði aldrei yfir neinu og var alltaf tilbúin að taka að sér verkefni sem afar fáar konur á áttræð- isaldri hefðu treyst sér til að gera. Okkur er minnisstætt þeg- ar amma tók sig til og klifraði upp á 3. hæð á stillans til þess að mála glugga á 3. hæð í gamla húsinu í Ófeigsfirði. Engum öðr- um hafði litist á verkefnið en henni ömmu þótti þetta hið minnsta mál. Við munum muna eftir ömmu sem kraftmikilli og yndislegri konu. Halldór Árni, Sverrir Geir og Þórunn Hanna. Elsku amma Halldóra. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að fyrir rúmum mánuði spilaðir þú golf í hitanum úti á Spáni í tveggja vikna golfferð og fyrir um ári leiddir þú vaskan hóp göngufólks upp að Rjúkanda í Ófeigsfirði án þess að blása úr nös og fræddir göngumenn um hin ýmsu örnefni og sögurnar á bak við þau. Hraustari móður, tengdamóður og ömmu er varla hægt að hugsa sér og mun þín verða sárt saknað og um leið minnst með mikilli hlýju. Þú varst mikilvægur hluti af lífi okkar fjölskyldunnar, sér- staklega eftir að börnin okkar Dóru, Skúli og Margrét, fæddust en þú tókst mikinn þátt í uppeld- inu og eyddir með þeim óteljandi gæðastundum, hvort sem það var við ýmislegt dundur í Vest- urbænum, uppi í sumarbústað, eða í ævintýralegum leik á æsku- slóðum þínum í Ófeigsfirði. Það var yndislegt að sjá hversu gam- an þú hafðir af misskilningi og orðatilbúningi barnanna enda fá- ir með betri máltilfinningu þegar kemur að íslenskri tungu. Aldrei var á þér að sjá að þú þreyttist á öllu skakinu í kringum börnin, enda yfirleitt í besta forminu og stundaðir veiðar, golf og leikfimi alla þá tíð sem ég þekkti þig. Þú hafðir upplifað tímana tvenna, ólst upp í sveit í Ófeigs- firði á Ströndum þar sem návist- in við náttúruna tryggði fólki lífsviðurværi en fluttist síðar meir suður til borgarinnar þar sem þú kynntist honum Hrólfi, fyrri manni þínum. Þú varst haf- sjór af fróðleik, vel lesin og gáf- uð en hógvær og tranaðir þér aldrei fram. Þó þú hefðir eflaust sterkar skoðanir á hinum ýmsu málefnum hélstu þeim yfirleitt fyrir þig sjálfa enda ekki mikið fyrir rökræður og æsing. Í raun varst þú algjör viskubrunnur fyrir yngri kynslóðirnar sem aldrei hafa komist í kynni við hið gamla Ísland, sem er svo nálægt í tíma en þó svo órafjarlægt í hugum þeirra sem yngri eru. Svo fjarlægt að Margrét litla hélt því staðfastlega fram um daginn að í gamla daga hefði allt verið grátt. Þú gæddir þennan fjarlæga gráa ævintýralega heim lífi og lit með frásögnum þínum af æskuárum þínum í Ófeigsfirði. Við munum sakna góðu, hraustu og sterku ömmu sem þekkti landið sitt og kunni svo margar sögur af því. Pétur Waldorff, Skúli Pét- ursson Waldorff og Margrét Pétursdóttir Waldorff. Ófeigsfjörður á Ströndum. Nafnið og staðurinn. Þar bjó Sveinbjörn ömmubróðir minn og Sigríður kona hans ásamt börn- um sínum Haraldi, Halldóru og Guðrúnu. Þarna var þríbýli og því margt um manninn og mörg börn á staðnum. Magga systir mín var í 10 sumur í sveit í Ófeigsfirði og gat ekki beðið eft- ir að komast þangað á vorin. Þetta var staður ævintýranna. Einar bróðir okkar var þar einn- ig í nokkur sumur. Aldrei var ég svo heppin að komast þangað en allar frásagnir systur minnar af mannlífinu þar eru svo ljóslifandi að mér finnst stundum að ég hafi komið sjálf á þetta frábæra og barngóða heimili. Þótt ég hafi ekki verið svo heppin að vera í sveit í Ófeigs- firði þá kynntist ég Dóru þegar hún kom í bæinn og gisti í Gróðrarstöð, enda jafnaldra. Svo lágu leiðir okkar saman í Lands- bankanum þar sem við unnum báðar í um 40 ár. Við vorum um tíma báðar í stjórn FSLI sem tengdi okkur enn sterkari bönd- um. Það var góður tími og gam- an að vinna í Landsbankanum á þessum árum. Ég minnist ferðar á Austfirði þar sem stjórn FSLI fór að skoða land undir sum- arbústað félagsins. Þar voru Dóra og Hrólfur hrókar alls fagnaðar. Við starfslok hittumst við Dóra áfram í bankaklúbbn- um okkar, Landsliðinu, og héld- um góðu sambandi alla tíð. Ég minnist Dóru frænku minnar með þakklæti og sökn- uði. Við systkinin úr Gróðrarstöð sendum innilegar samúðarkveðj- ur til fjölskyldunnar allrar á þessu ári sorgar og missis. Kristín Eiríksdóttir (Dinna). Halldóru kynntist ég fyrir hartnær 25 árum þegar ég kom inn í fjölskyldu hennar og Har- aldar. Með okkur myndaðist strax góð vinátta og gátum við rætt um uppvaxtarár og líf í sveitinni, þar skipti aldursmunur engu máli. Halldóra var stolt af uppruna sínum í Ófeigsfirði og var ánægjulegt að koma þangað með henni og finna hennar sterku rætur til æskustöðvanna. Nokkrum sinnum auðnaðist mér sú ánægja að fara með Halldóru í veiði, þar naut hún sín. Síðasta skiptið var þegar ég bauð henni með mér í Korpu fyrir nokkrum árum en þá sagðist hún vera hætt að veiða en sagði svo „ég kem samt“ og brosti, þetta þótti henni gaman. Undanfarin miss- eri kom Halldóra reglulega í mat til okkar hjóna og þá var ein- ungis eitt á boðstólum, lamba- kjöt með gamla laginu, besti matur í heimi sagði Halldóra oft. Þó var gerð undantekning einu sinni með heimatilbúnum bjúg- um, ekki þótti henni það síðra. Ávallt var Halldóra boðin og bú- in að aðstoða mig og fjölskyldu mína, fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Hvíl í friði og takk fyrir ánægjulega samfylgd. Viðar Karlsson. Halldóru hitti ég fyrst þegar ég var unglingur en ég var svo heppin að kynnast Þóru dóttur hennar þegar ég byrjaði í Versló. Halldóra bauð mig, ung- linginn utan að landi, velkomna í höfuðborgina og sagði að ég væri ætíð velkomin á Hring- brautina. Þetta þótti mér mjög vænt um og á Verslóárunum varð fjölskyldan á Hringbraut- inni þau Halldóra, Hrólfur, Þóra, Sigga og Dóra nokkurs konar framlenging á minni eigin fjölskyldu. Það var oft fjör á heimilinu því að ég var ekki sú eina sem var velkomin, allir vin- ir dætranna voru velkomnir. Okkur var leyft að leggja undir okkur stofurnar þegar herbergi Þóru dugði ekki til með því skil- yrði að við tækjum til eftir okk- ur. Það var því oft fjör og einnig notalegar samverustundir með góðum vinum. Það var aldrei hávaði eða læti í Halldóru. Halldóra tók alltaf vel á móti manni með sínu hlýja, rólega, yfirvegaða fasi og stutt var í brosið. Þó svo að samveru- stundum hafi fækkað frá því að ég var tíður gestur á Hring- brautinni þá eru ófáar minningar sem ég á um yndislega hjarta- hlýja konu. Dýrmætar eru minn- ingar frá síðustu samverustund- um okkar að pútta í vetur. Þessar minningar ylja manni um hjartarætur nú þegar þú ert far- in. Ég votta Þóru og Dóru dætr- um Halldóru, tengdabörnum og börnum þeirra mína dýpstu sam- úð. Takk fyrir allt og allt, elsku Halldóra, blessuð sé minning þín. Laufey Ása. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN LEIFSSON bifreiðarstjóri, Birkilundi 19, Akureyri, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 30. júní, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 16. júlí klukkan 13.30. Hrafnhildur Baldvinsdóttir Leifur Þorsteinsson María Þórðardóttir Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Haraldur Guðmundsson Jón Rúnar Þorsteinsson Ásrún Elín Guðmundsdóttir Sigrún Þorsteinsdóttir Ragnar Sverrisson Auður Þorsteinsdóttir Tryggvi Gunnarsson Arna Þorsteinsdóttir Bjarni Hallgrímsson Sigríður Þ. Þorsteinsdóttir Bjarni Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær sambýlismaður minn, faðir, sonur, bróðir, mágur og barnabarn okkar, KRISTJÁN BLÖNDAL JÓNSSON frá Blönduósi, búsettur í London, lést í London mánudaginn 2. júlí eftir harða baráttu við krabbamein. Hann verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju, föstudaginn 13. júlí, klukkan 14. Michela Fornasier Patrick Zamuner Sara Ósk Blöndal Sonja Björk Blöndal Guðrún Blöndal Jón Jóhannsson Rúnar Örn Guðmundsson Rannveig Rós Bjarnadóttir Sveinbjörn Guðlaugsson Inga Birna Friðjónsdóttir Svava Leifsdóttir Sveinbjörn Sigurðsson Ingibjörg Eysteinsdóttir og aðrir vandamenn Faðir okkar, tengdafaðir og afi, HELGI HRÓBJARTSSON, prestur og kristniboði, lést í Eþíópíu föstudaginn 6. júlí. Jarðarför auglýst síðar. Hjalti Helgason Elin J. Langdahl Hanna María Helgadóttir Ingibjörg Margrét Helgadóttir og barnabörn Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, EINÖRU ÞYRI EINARSDÓTTUR, Mörkinni 62, áður til heimilis að Hlíðargerði 26, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Eggert Lárusson Guðrún Sigurgeirsdóttir Einar Þór Lárusson Hrönn Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.