Morgunblaðið - 11.07.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.07.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2018 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofan- flóðavöktunar Veðurstofu Íslands, segir að framhlaupið úr Fagraskóg- arfjalli í Hítardal hafi komið af svæði sem hafði áður verið á hreyfingu. - En er hætta á að svona atburðir verði víðar? „Það er sjaldgæft sem betur fer að það verði svona stórir atburðir og ekki víða hætta á þeim,“ sagði Harpa. „Þar sem jöklar hörfa í hlýnandi loftslagi verða eftir brattar og óstöð- ugar hlíðar. Nú erum við að fylgjast með sprungu í Svínafellsheiði ofan við Svínafellsjökul. Hætta er á að berghlaup geti mögulega orðið þar og víðar á jökla.“ Fyrst kom minni skriða Framhlaupið í Fagraskógarfjalli varð klukkan 05.17 þann 7. júlí, sam- kvæmt jarðskjálftamæli á Ásbjarn- arstöðum í Borgarfirði. Talið er að meginskriðan hafi fallið þá. Refa- skytta sem var á svæðinu heyrði skriðu falla um klukkan 23.30 kvöldið áður. Þegar rofaði til sást að skriða hafði fallið þar sem stóra framhlaupið féll tæpum fimm tímum síðar, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands. Þar kemur fram að upptakasvæðið sé mögulega gamalt framhlaup. Frum- niðurstöður benda til að rúmmál framhlaupsins sé 10-20 milljónir m3 og flatarmálið um 1,5 km2. Skriðan er líklega 20-30 metra þykk þar sem hún er þykkust og jaðarinn víða 5-10 metra hár. Framhlaupið er talið vera ein af stærstu skriðum sem fallið hafa á sögulegum tíma á Íslandi. Til sam- anburðar var berghlaupið sem varð í Öskju 2014 um 20 milljónir m3. Talið er að hlíðin hafi sprungið fram vegna veikleika sem var í fjall- inu. Þá þykir líklegt að rigningar og leysing undanfarna mánuði hafi vald- ið því að vatnsþrýstingur í sprungum á svæðinu hafi verið óvenjumikill. Framhlaupið olli miklum landspjöll- um og talið er líklegt að fé hafi orðið undir hlaupinu. Ljóst er að töluverð- ar breytingar verða á vatnafari svæð- isins sem m.a. munu hafa áhrif á lax- veiðiána Hítará. Vegarlokun aflétt í gær Veðurstofan telur ekki sérstaka hættu vera á öðru stóru framhlaupi á svæðinu, að svo stöddu. Mikið er um grjóthrun og smáskriður í skriðu- sárinu og getur það haldið áfram. Því er ekki ráðlegt að vera á ferðinni ná- lægt sárinu. Lokun á veginum meðfram Hítará, sem lokað var eftir að framhlaupið varð á laugardag, var aflétt í gær. Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, sagði í samtali við mbl.is að sveitarstjórn Borgarbyggðar vinni að því að setja upp aðvörunar- skilti í stað lokunarskiltanna. Þar verður varað við því að hrun geti orð- ið úr fjallshlíðinni, að sögn Gunnlaugs A. Júlíussonar, sveitarstjóra Borgar- byggðar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, greindi frá stöðu mála í Hítardal á ríkisstjórnarfundi í gær. Veikleiki fjallsins  Hætta er á berghlaupum þegar jöklarnir hopa  Fram- hlaupið í Fagraskógarfjalli kom fram á jarðskjálftamæli Ratsjármynd/Landhelgisgæslan Framhlaupið Á ratsjármyndinni má greina landslagið í skriðunni. Þar eru bæði hólar og lægðir. Skriðan stíflaði Hítará og vatn safnaðist ofan við. Skriða féll úr Dýjafjalli í Fagra- dal í Vopnafirði vorið 2011. Dal- urinn er í eyði og urðu menn skriðunnar ekki varir fyrr en um sumarið. Árni Magnússon á Vopnafirði fer í Fagradal á hverju sumri. „Fyrstu ummerkin sáum við í fjörunni þar sem áin fellur til sjávar. Þar var komin eyri og nýtt og allt öðruvísi grjót og gróðurleifar. Svo var kvistur í þessu en það er ekki mikið af svo- leiðis í þessu landi, helst þó þarna inn frá,“ sagði Árni. Þegar geng- ið var út á fjallið Búr, sem er gegnt Dýjafjalli, sást skriðan. Þar sem skriðan fór yfir voru mýrar sem áður voru heyjaðar. Skriðan ruddi burt grónu landi og dreifði víða aur. Árni sagði að sárið sé byrjað gróa upp en eigi töluvert langt í land með að verða fullgróið. Um 200.000 rúmmetrar Jón Kristinn Helgason, jarð- fræðingur hjá Veðurstofu Íslands, fór á vettvang 2-4 vikum eftir að skriðan féll. Miðað við þá miklu úrkomu sem var í maí 2011 telur hann líklegt að skriðan hafi fallið um miðjan mánuðinn. Upptakabraut skriðunnar var um 70-80 metra breið og hljóp hún tæpan kílómetra niður í ána og breiddi mjög úr sér. Greinileg ummerki sjást um kílómetra nið- ur með árbakkanum. Skriðan fór um 100 metra upp í hlíðina á móti og var um 30 metra hæðarmis- munur á farvegi árinnar og þar sem skriðan fór hæst. Svo hélt hún áfram niður farveginn. Jón telur að hlíðin hafi verið orðin vatnsósa og efnið sprungið fram af miklum ofsa. Skriðan stíflaði ána á a.m.k. 200 metra kafla. Ummerki voru um að vatn hafi safnast upp á bak við stífluna og myndað lítið lón sem svo sprakk fram. Flóðið hefur ætt fram árfarveginn niður í árósa. Áætlað er að efnismagnið í skrið- unni hafi verið allt að 200.000 m3, miðað við mælingar á staðnum. Þá var ekki tekið tillit til rofsins niður hlíðina. Ljósmynd/Jón Kristinn Helgason Fagridalur Skriðan úr Dýjafjalli fór yfir dalinn og upp í hlíðina á móti. Skriðan spratt fram af miklum ofsa  Skriða í Fagradal í Vopnafirði 2011 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin 1988 - 2018 Afmælistilboð Í tilefni 30 ára afmælisársins verður 30%afsláttur frá miðvikudeginum 11. júlí til miðvikudagsins 18. júlí af öllum ponsjó, kjólum og töskum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.