Morgunblaðið - 11.07.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.07.2018, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2018 ✝ Sigríður Þór-unn Fransdóttir fæddist 19. sept- ember 1931 á Lind- argötu 27 í Reykja- vík. Hún lést 30. júní 2018 á heimili sínu. Foreldrar hennar voru Frans Ágúst Arason, f. 13.8. 1897, sjómaður og síðan verkamaður í Reykjavík, og Svein- björg Guðmundsdóttir, f. 13.8. 1905, verkakona í Reykjavík. Þór- unn var yngst systkina sinna og eina barn móður sinnar. Sam- feðra eru Guðbjartur Bergmann Fransson, d., Ari Bergþór Frans- son, d., Ragnar Fransson, Magnea Bergmann Fransdóttir, d. Eftirlif- andi eiginmaður Þórunnar er Hallgrímur Jónsson. Þau hófu sambúð 1956 og giftu sig árið 1959. Börn Þórunnar eru: 1) Ing- unn Elín Hróbjartsdóttir, f. 6.12. 1949, synir hennar eru: a) Sig- f. 1987 og á hann 1 barn, b) Þor- grímur Smári, f. 1990 og c) Berg- sveinn, f. 1992. Áður átti Hall- grímur dæturnar Elínu Margréti, f. 17.10. 1953 og Álfhildi, f. 20.8. 1955. Þórunn gekk í Landakotsskóla sem barn en síðar fór hún í Ingi- marsskóla og lauk hún þaðan gagnfræðaprófi. Að því búnu fór hún í Húsmæðraskóla Reykjavík- ur og lauk þaðan prófi. Þórunn var kaupkona og rak hannyrða- verslun á Laugavegi 63 frá árs- byrjun 1966 til ársloka 1976. Hún hélt hannyrða- og myndflos- námskeið víða um land. Þórunn lærði ung á píanó og síðar var hún þekkt sem dægurlagahöf- undur og fékk t.d. fyrstu verðlaun hjá SKT fyrir lag sitt Bergmál vorið 1955. Fleiri lög urðu vinsæl eftir hana og þar ber helst að nefna Vökudraumur á hafinu, Ég sakna þín, Ástarkveðja, Mamma, Farmaður hugsar heim, Haf- skipið og Föðurbæn sjómannsins. Hún var í stjórn Félags íslenskra dægurlagahöfunda í nokkur ár. Síðustu starfsár sín starfaði hún sem fulltrúi á skjalasafni Reykja- víkurborgar. Útför Þórunnar fer fram í Dómkirkjunni í dag, 11. júlí 2018, og hefst athöfnin kl. 13. urður Frans, f. 1966 og á hann 2 börn. b) Hallgrímur, f. 1967 og c) Jóhann Helgi, f. 1970 og á hann 3 börn. Þeir eru Þrá- inssynir. 2) Jóna Hróbjartsdóttir, f. 26.10. 1950. Maður hennar var Guð- mundur Lárusson, f. 4.2. 1951, d. 4.6. 2017. Synir þeirra eru a) Lárus Frans, f. 1970, á hann 4 börn. b) Ágúst Þór, f. 1977 og á hann 3 börn. 3) Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, f. 1.10. 1957. Maður hennar var Karl Guð- mundsson (skilin). Börn þeirra eru: a) Hallgrímur Örn, f. 1977 og á hann 2 börn og b) Fjóla Björk, f. 1981 og á hún 2 börn. 4) Þorberg- ur Hallgrímsson, f. 13.1. 1959. 5) Ásgerður Hallgrímsdóttir, f. 3.10. 1962. Maðurinn hennar er Ólafur Björn Lárusson, f. 19.9. 1958. Synir þeirra eru: a) Lárus Helgi, Elsku móðir okkar er farin. Við vorum alltaf mjög hreykn- ar af móður okkar, hún bar af hvar sem hún kom með sínum glæsileika og fegurð. Hún var mikill fagurkeri eins og heimili hennar og umhverfi báru vott um. Mamma hafði hlýja og góða nærveru. Afi Fransi og amma Sveina studdu mömmu alltaf eins og þau gátu í því sem hún tók sér fyrir hendur. Mamma lærði á orgel sem hún fékk þegar hún var ellefu ára gömul og kom þá í ljós hvað hún var mikið fyrir tónlist. Síðar var keypt píanó og þá byrjaði hún að semja lög. Hún stofnaði Félag íslenskra dægur- lagahöfunda ásamt fleirum og ung vann hún til verðlauna fyrir lagið sitt „Bergmál“. Hún samdi fjölmörg lög, meðal annars lög sem Raggi Bjarna og Elly Vil- hjálms gerðu vinsæl. Mamma var þó alltaf þekktari sem hann- yrðakona en hún fékkst við nám- skeið og kennslu á því sviði auk þess að reka hannyrðaverslun. Hún var mikil atorkukona alla tíð og frumkvöðull á sviði hann- yrða. Henni fannst vanta íslensk mynstur til að varðveita sögu okkar og útbjó mynstur fyrir klukkustrengi, púða og vegg- myndir, bæði fyrir útsaum og flos. Henni ofbauð hversu mikið var notast við dönsk mynstur og fann því lausn á því við góðar undirtektir. Orkan var mikil í kringum mömmu, þau Hallgrím- ur byggðu sér bústað í Þrasta- skógi sem ber nafnið „Vorhús“ en það er nafnið á bænum sem móðir hennar fæddist í á Eyrar- bakka. Þar leið þeim alltaf vel og áttu margar góðar stundir. Síð- ustu árin var mamma oft veik en gerði það sem hún þurfti til þess að geta verið eins lengi og hægt var heima í húsinu sínu við Hrísateig. Við systurnar erum stjúpa okkar þakklátar fyrir hvað hann reyndist mömmu góð- ur eiginmaður og með hans hjálp fékk hún ósk sína uppfyllta, að fá að vera heima til hinsta dags. Við systkinin munum sakna hennar sárt og styðjum Hallgrím og hvort annað í okkar sorg. Við vitum að amma og afi taka á móti henni opnum örmum ásamt systkinum hennar sem farin eru til fyrirheitna landsins. Yndisleg varst þú móðir mín oft mátti ég til þess finna. Blíðust þekkti ég brosin þín til barnanna litlu þinna. Þú áttir svo mikið af móðurást og miðlaðir henni víða. Viljinn til hjálpar þér varla brást ef vissir þú einhverja líða. Þú varst gætin og góðviljuð og glaðværð þín marga hressti. Hjartnæma trú á góðan Guð þú gafst mér að veganesti. (Jón Gunnlaugsson) Ingunn Elín og Jóna. Elsku amma mín var hrókur alls fagnaðar og dugnaðarforkur alla tíð. Sólskinsbros mætti manni alltaf þegar ég kom í heimsókn og innilegt og hlýtt faðmlag. Við vorum mjög nánar ég og amma og ber dóttir mín nafn hennar sem hún var afar ánægð með. Hana langaði alla tíð í nöfnu og ég var ákveðin í því mjög ung að ef ég myndi eignast dóttur þá fengi hún nafn hennar. Amma mín var mér afar kær. Ég reyndi ávallt að koma við hjá ömmu og afa í Reykjavík ef ég var á ferðinni, jafnvel þótt stopp- ið væri stutt. Þá lét ég ekkert vita af mér heldur bara mætti og kom þeim á óvart, sem ömmu fannst alltaf gaman. Eins fékk ég að búa hjá þeim um tíma og eru það mér mjög kærar minn- ingar og er ég afar þakklát fyrir þann tíma sem við fengum þá öll saman. Ég minnist hennar með bros á vör og tár í augum því ég sakna hennar mikið en gleðst þó yfir þeim tíma sem við fengum saman því hún var búin að vera heilsulítil lengi. Hún var kona sem var sterk þegar á móti blés og hvatti fólkið sitt ávallt til dáða. Hún varð ung atvinnurek- andi, frumkvöðull, tónskáld og móðir. Allt lék í höndunum á henni. Hún gaf af sér bæði hlýju og styrk – hún er hin dæmigerða íslenska kona sem stendur sterk í brimsjó lífsins. Takk fyrir öll árin okkar, elsku amma – við sjáumst aftur hinum megin að endingu. Þín Fjóla. Þá er amma Þórunn farin í burtu frá okkur. Kona sem átti alltaf nóg til að borða, sagði okk- ur gamlar sögur og var alltaf glöð fyrir okkar hönd. Við bræð- ur erum rosalega þakklátir fyrir tímann sem við áttum með henni og munum minnast hennar með hlýju í hjarta. Sumarbústaðar- ferðirnar voru margar og ávallt spurði hún hvort við vildum heita súpu eða súkkulaðiköku með ekta súkkulaði. Við bræður vorum duglegir að heimsækja gömlu hjónin undanfarin ár. Tími sem mun aldrei gleymast og við bræður erum afar ánægð- ir að hafa átt með henni. Einnig var Óliver hans Lalla í skýjunum með kexið sem langamma bauð upp á. Það var fátt meira spennandi uppi í bústað en þegar amma spáði í spil og bolla fyrir okkur. Spáin var alltaf okkur í hag og bjart yfir öllu sem var framund- an. Amma var mikil kaupkona og hún vissi sko alveg í hvaða störf við áttum að sækjast í til þess að eignast peninga: forsætisráð- herra, prestur og tannlæknir. Það var alltaf jafn yndislegt að vera með ömmu á jólunum. Þar var alltaf stutt í húmorinn. Henni fannst ekkert fyndnara en að kaupa einn fyndinn pakka fyrir okkur strákana sem vakti yfirleitt mikla kátínu og hlátra- sköll. Amma var rosalega stolt af sínu fólki og munum við bræður seint gleyma langafa okkar, Frans sterka Arasyni, sem átti hug og hjarta hennar. Takk fyrir góða tíma, elsku amma. Við elsk- um þig. Lárus Helgi Ólafsson, Þorgrímur Smári Ólafsson og Bergsveinn Ólafsson. Tengdamóður minni Þórunni Frans var margt til lista lagt. Hún var fagurkeri, dægurlaga- höfundur, hannyrðakona, svo eitthvað sé nefnt. Í æsku á Lindargötunni byrj- aði hún að stunda nám á flygil og fékk þess utan uppeldi sem tengdist alls kyns listsköpun. Á þessum tíma sótti Frans faðir hennar sjóinn ásamt vinnu fyrir Kol og salt. Gaukaði hann oft að nágrönnum sínum í soðið sem stundum höfðu vart til hnífs og skeiðar. Heima við var svo Sveina að sjá um uppeldi barnanna og var þar ekki í kot vísað. Árin liðu, lífshlaupið á tíðum erfitt eins og títt var, og við tók rekstur hannyrðabúðar á Laugaveginum og alls kyns saumanámskeið. Þau voru hald- in vítt og breytt um landið og yf- irleitt að vetri til. Aðdáunarvert var að fylgjast með, af ótta- blandinni virðingu, þegar Þór- unn af eljusemi og dugnaði ferð- aðist um landið. Minnisstætt er þegar hún var föst í Ólafsfjarð- armúlanum í snjókomu og byl. Kom sér þá vel að Þórunn var trúuð og hræddist eigi örlög sín hver sem yrðu frekar en fyrri daginn. Þau Hallgrímur komu sér upp sælureit í Grímsnesinu og dvöldu þar löngum. Margar ljúfar minningar eru þaðan frá samræðum okkar tengda- mömmu og má með sanni segja að við Meyjurnar höfum ævin- lega náð vel saman enda bæði fædd 19. september. Þórunn var glæsileg kona ásýndum, listskapandi og barn- góð. Minnisstætt er þegar ég dansaði með hana á öxlinni á dansleik í Eyjum, stuttu eftir að við Ásgerður dóttir hennar tók- um að rugla saman reytum, dauðöfundaður af Eyjapeyjun- um á ballinu. Minningarnar eru óþrjótandi og eiga eftir að ylja mér um hjartarætur um ókomna tíð. Hvíl í friði. Ólafur Björn Lárusson. Sigríður Þórunn Fransdóttir Elsku Áslaug mágkona. Nú kveð ég þig síðustu kveðju alltof snemma en hvíldu í friði með hon- um Ingvari okkar. Ég var ekki gamall þegar Ingv- ar bróðir var kominn með kær- ustu, kannski 6-7 ára, það varst þú, elskan mín. Svakalega steinlá þetta hjá ykkur og gerði alla tíð. Þú varst yndisleg viðbót við hann brósa minn og alla tíð var ákaflega gott að heimsækja ykkur og leita til. Þú varst svo sannarlega stór hluti af fjölskyldu okkar og alltaf varstu mjög ákveðin og vissir al- veg hvað þú vildir og hvað þú vild- ir ekki. Ég var kannski ekki alveg að tengja við það þegar ég var lítill og fannst þú stundum vera full frek á brósa á minn kostnað. Fannst þú dálítið stela honum frá mér. En svo fattaði ég þetta allt saman þegar ég fékk vit til og kominn með smá lífsreynslu sjálf- ur. Þú elskaðir hann bara ómælt og hann þig og ykkar samband var alla tíð fallegt. Þú bjóst yfir ómældum styrk og æðruleysi. Aldrei heyrði ég þig kvarta eða kveina þótt þú hafir haft tilefni til. Þú varst hjartahlý, heiðarleg og góð manneskja sem var svo gam- an að sitja og spjalla við í eldhús- inu ykkar. Þar tókum við ófáa kaffibollana og á ég eftir að sakna þess að geta ekki komið við í Áslaug Hart- mannsdóttir ✝ Áslaug Hart-mannsdóttir fæddist 5. nóvem- ber 1958. Hún lést 23. júní 2018. Útför Áslaugar fór fram 5. júlí 2018. Kópavoginum á heim- leið. Hvíldu í friði, elsk- an mín. Elsku Hartmann, Kristín, Emil, Ronja og Þrándur. Guð blessi ykkur og hjálpi ykkur í sorg ykkar. Lífið heldur áfram þótt undanfarna mánuði sé það búið að vera dálítið ósann- gjarnt. Bjartari tímar munu koma. Ellert Kristján Stefánsson. Í dag kveðjum við Áslaugu Hartmannsdóttur kæran sam- starfsfélaga og vinkonu sem fallin er frá langt um aldur fram. Leiðir okkar lágu fyrst saman á starfs- vettvangi okkar í sérkennslu fyrir rúmum tuttugu árum. Starf okkar beindist einkum að lestrarferli nemenda og hvernig bæta mætti kennslu og greiningu á lestrarerf- iðleikum. En það var einmitt þetta sameiginlega hugðarefni sem batt okkur saman og varð til þess að við hittumst reglulega heima hjá hver annarri til að bæta okkur faglega en ekki síður til að auðga andann og styrkja vináttuna. Við fórum einnig saman í ferðir út á land og til útlanda. Ein fyrsta og eftirminnilegasta ferðin var heim- sókn til Towson University í Maryland ásamt fleiri sérkennur- um til að kynna okkur hvernig staðið væri að sérkennslu þar. Í þeirri ferð var mikið hlegið og meðal annars gert grín að okkur þegar við féllum fyrir risastórum tuskutígrisdýrum sem seldir voru í bóksölu skólans, en tígrar eru táknmyndir íþróttafélaga Tow- son-háskóla. Tígrarnir prýða enn heimili okkar og minna á skemmtilegar samverustundir. Í þessari sömu ferð varð okkur einnig ljóst hversu alvarleg veik- indi Áslaug glímdi við og hve mikl- um viljastyrk og skapfestu hún bjó yfir. Hún lét aldrei deigan síga fyrir veikindum sínum og bar sig ávallt vel. Hún var afar samvisku- samur kennari sem lagði sig alla fram til að ná sem bestum árangri, var opin fyrir nýjungum og kom að útgáfu námsefnis og greining- arprófa. Áslaug hafði ríka réttlæt- iskennd, var hreinskilin og stóð með sínum nemendum og sinni stétt. Hún stóð fast á sínu, var jafnframt hlý og með góða kímni- gáfu. Henni var margt til lista lagt, var listfeng og lagði metnað sinn í að hafa umhverfi sitt fallegt. Hún var afar dugleg og umfram allt heiðarleg með einstakan kar- akter og stíl. Áslaug var þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í góðu hjónabandi. Það var mikið áfall fyrir hana þegar hún missti Ingv- ar, sinn kæra eiginmann, í janúar á þessu ári. Þau kynntust á ung- lingsaldri, voru mjög samhent og áttu gott líf, ferðuðust víða, innan- lands og utan og nutu lífsins. Með söknuði og þakklæti kveðj- um við Áslaugu og sendum ástvin- um og fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Anna Eymundsdóttir, Arnheiður Borg, Helga Sigurmundsdóttir og Kristrún Þórðardóttir. Þá er Áslaug vinkona mín horf- in yfir móðuna miklu á eftir Ingv- ari sínum, bara sisvona. Henni kynntist ég fyrst haustið 1980 þegar við lentum í sama bekk í Kennaraháskóla Íslands. Þá bjuggu þau Áslaug og Ingvar í Þingholtsstrætinu en við Rúnar á Skólavörðustígnum. Fljótlega varð mikill samgangur á milli okk- ar ekki síst þegar þau keyptu sér íbúð rétt hjá okkur á Frakkastíg. Á háskólaárunum var mjög mikið um alls kyns hópvinnuverkefni og voru þau gjarnan unnin heima hjá Áslaugu þar sem Ingvar gat alveg þolað þó við stelpurnar; Áslaug, ég, Kristín Sigurleifs og stundum fleiri, værum að vinna við borð- stofuborðið, jafnvel fram á nætur. Við Áslaug unnum líka saman okkar lokaverkefni við KHÍ og má segja að við höfum á þessum tíma verið á undan okkar samtíð. Verk- efnið fjallaði um náttúruvernd og hvernig sú skoðun kæmi fram í námsefni grunnskólans. Sáum við okkur hag í því að vera búnar að lesa námsefnið vel áður en við fær- um að kenna. Haukur Hafstað, framkvæmdastjóri Landverndar á þessum tíma, var okkur innan handar með verkefnið, enda Landvernd í sama húsi og ég bjó í. Áslaug var mikið hörkutól og lét það aldrei draga úr sér kraftinn þó hún hefði alla tíð þurft að glíma við sykursýki. Hún var fylgin sér og stóð á sínum skoðunum. Dugnað- arforkur á allan hátt, hafði gaman af að föndra og var vinur vina sinna. Eftir að hún og Ingvar fluttu, fyrst á Langholtsveg og svo í Lindasmárann í Kópavogi, urðu samskiptin minni þegar vinna og uppeldi barnanna tók við. Áslaug varð mjög miður sín þegar Ingvar lést fyrr á þessu ári, sá ekki alveg hvernig hún gæti höndlað lífið án hans. Allt var svo öfugsnúið, hún hafði alltaf gert ráð fyrir því að hún færi á undan. Þegar ég hitti hana síðast í apríl var hún þó farin að líkjast sjálfri sér og byrjuð að skipuleggja ferðalög í sumar. Kæru Hartmann, Kristín Ósk og fjölskylda. Ykkar er missirinn mestur. Ég vona að góður Guð styrki ykkur í sorginni og minn- ingar um elskulega foreldra hjálpi ykkur á ferðalaginu um lífið. Sigrún Lilja og fjölskylda. „Og hvað svo?“ var orðatiltæki sem Áslaug notaði oft til að kom- ast inn í umræðuna eða brjóta hana upp, þetta á vel við núna: „Og hvað svo?“ Að kveðja Áslaugu svona stuttu eftir fráfall Ingvars er þyngra en orð fá lýst, það ekki hægt að koma að því orðum með góðu móti. Áslaug var nýbúin að missa hann Ingvar sinn, hún stóð eins og klettur við hlið hans í veikindunum en fráfall hans tók mikið á hana en hún lét ekki mikið á því bera, vildi standa sig vel. Hún hafði ráðgert að ferðast mikið og var nýkomin úr góðri ferð til Spánar með Hrafn- hildi Ingu vinkonu sinni og var á leiðinni að heimsækja Kristínu og halda upp á afmæli Þrándar og heimsækja okkur til Spánar í júlí. Við áttum eftir að gera margt sam- an. Áslaug og Ingvar voru okkar stóra vinafólk, við fórum saman á húsbílunum um fjöll og firnindi og í sumarbústaðarferðir og margar ferðir til útlanda. Það verður ekki hægt að fylla þeirra skarð en við lifum í minningunni um einstak- lega hlý og vinaleg hjón sem vildu hjálpa öllum er eitthvað bjátaði á og voru ávallt til staðar. Kristín og Hartmann það sem á ykkur er lagt á svo stuttum tíma er allt of mikið og megið þið finna styrk til að ganga í gegnum þetta, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Þorkell og Hrafnhildur. Það okkur er til rauna hve ógjarnt var að launa, við könnumst við það klökk. En fyrir allt sem ertu um eilífð blessuð vertu! Og haf þú okkar hjartans þökk. (GJG) Lífið getur verið hverfult. Eina stundina glaður hópur að ljúka síðustu skylduverkunum áður en haldið er út í sumarið. Stutt sam- verustund þar sem við óskum hvert öðru gleðilegs sumars og vonum að allir megi njóta vel. Fáar vikur líða og ég fæ símtal frá að- standanda hjartkærar samstarfs- konu. Hann tilkynnir mér að hún Áslaug okkar Hartmannsdóttir sé látin. Hafi látist þá um morguninn stuttu eftir að hafa komið heim úr sumarblíðunni á Spáni. Þangað sem ég vissi að hún ætlaði með vin- konu sinni til að slaka á eftir amst- ur vetrarins og njóta lífsins. Mig setti hljóðan. Sorgin tók völdin og yfir mig helltust minningarleiftur frá liðnum árum. Áslaug Hart- mannsdóttir sérkennari hóf störf við Smáraskóla haustið 2008. Ári síðar lágu leiðir okkar saman er ég tók við starfi skólastjóra sama skóla. Ég hitti þar fyrir mikla öðlingskonu sem var fagmaður fram í fingurgóma. Hún var lagin við að ná til þeirra nemenda sem hún sinnti í sínu starfi og mörg þeirra urðu mjög hænd að henni. Áslaug okkar var kankvís og hafði beittan húmor. Var alltaf til í að taka þátt í smá sprelli með sam- starfsfélögunum. Sem undirritað- ur fékk meðal annarra að kenna á. Áslaug tók virkan þátt í félags- starfi starfsmanna og jólahappa- drættið hennar var margrómað svo mjög að hróður þess náði jafn- vel út fyrir veggi skólans. Ómiss- andi liður í jólasamverustund starfsmanna áður en haldið var í jólafrí með ástvinum. Já, lífið get- ur verið hverfult og svo ótrúlega ósanngjarnt. Um jólahátíðina síð- ustu missti Áslaug eiginmann og sálufélaga sinn til margra ára. Það var henni þungbært eins og gefur að skilja en hún var þó aðeins stuttan tíma frá vinnu vegna þess. Henni fannst svo mikilvægt að vera til staðar fyrir börnin sín hér í skólanum. Við í Smáraskóla höfum misst góðan samstarfsfélaga og vinkonu. Traustan fagmann sem unni starfi sínu. Börnum hennar og öðrum aðstandendum sendi ég mínar dýpstu og innilegustu sam- úðarkveðjur. Minning hennar mun lifa í hjörtum okkar. Friðþjófur Helgi Karlsson skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.