Morgunblaðið - 11.07.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.07.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2018 11. júlí 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 106.77 107.27 107.02 Sterlingspund 141.37 142.05 141.71 Kanadadalur 81.27 81.75 81.51 Dönsk króna 16.775 16.873 16.824 Norsk króna 13.277 13.355 13.316 Sænsk króna 12.212 12.284 12.248 Svissn. franki 107.31 107.91 107.61 Japanskt jen 0.9588 0.9644 0.9616 SDR 150.43 151.33 150.88 Evra 125.05 125.75 125.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.6732 Hrávöruverð Gull 1262.6 ($/únsa) Ál 2098.0 ($/tonn) LME Hráolía 77.21 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Rúmlega helm- ingur fjölskyldna hér á landi hefur lága greiðslubyrði, eða undir 10% af ráðstöf- unartekjum. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar. Þar segir einnig að í þeim hópi séu með- al annars þeir sem eigi skuldlausa fast- eign og þeir sem eiga ekki fasteign. „Um 60% fjölskyldna með greiðslu- byrði undir 10% af ráðstöfunartekjum eiga ekki fasteign. Fjölskyldum með lága greiðslubyrði fjölgaði hlutfallslega á tímabilinu 2015–2018,“ segir í frétt- inni. Tæplega 7% fjölskyldna voru með greiðslubyrði af ráðstöfunartekjum yfir 60% árið 2015 og hefur farið hlutfalls- lega fækkandi fram til ársins 2018, að því er fram kemur í frétt Hagstofunnar. tobj@mbl.is Helmingur fjölskyldna með lága greiðslubyrði Saman Lág greiðslubyrði léttir lífið. STUTT Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Þjónustuveitendur sem nú þegar bjóða upp á viðskipti milli sýndar- fjár, rafeyris og gjaldmiðla og þjón- ustuveitendur stafrænna veskja, skulu óska eftir skráningu hjá Fjár- málaeftirlitinu (FME) fyrir lok júlí- mánaðar. Frá þessu segir í tilkynningu á vef FME, en breyting á lögum um að- gerðir gegn peningaþvætti og fjár- mögnun hryðjuverka tóku gildi 29. júní sl. FME hefur einnig gefið út nýjar reglur um gjaldeyrisskiptastöðvar, peninga- og verðmætasendingar- þjónustu, þjónustuveitendur sem bjóða upp á viðskipti milli sýndar- fjár, rafeyris og gjaldmiðla og þjón- ustuveitendur stafrænna veskja, sem koma í stað eldri reglna. Ásdís Jósepsdóttir, sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu, segir í samtali við Morgunblaðið, að horft hafi verið til fimmtu peningaþvætt- istilskipunar Evrópusambandsins, sem tók gildi í júní sl., við gerð laga- breytingarinnar og þess sem verið er að gera í löndunum í kring. Fagna að fá óvissu eytt „Við fögnum þessari löggjöf og þá sér í lagi að fyrirtæki geti starfað löglega, en ekki í lagaóvissu, undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Í raun- inni snertir þetta frumvarp ekki beint á rafmyntum, heldur einungis fyrirtækjum sem sýsla með fjár- muni viðskiptavina sinna (e. custodi- anship),“ segir Kristján Ingi Mika- elsson, framkvæmdastjóri Raf- myntaráðs Íslands, í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins. „Ég fór á vinnusmiðju OECD í París í vor, sem var í raun fyrsti fundurinn þeirra um stafrænar eignir. Það kom mér á óvart að það eru stórir vinnuhópar, innan fjár- málaráðuneyta ríkja sem sendu full- trúa, sem eru að vinna að innleið- ingu og löggjöf. Menn eru farnir að sjá að þessi tækni er líka að fara að koma mjög hratt inn í margar grein- ar aðrar en bara fjármálin, t.d. iðnað og flutninga,“ segir Kristján Ingi. Hann segir jafnframt að Raf- myntaráð Íslands séu samtök sem snúa að því að efla innviði landsins í bálkakeðjutækni (e. blockchain technology) og rafmyntum. Raf- myntaráð samanstandi af hópi ein- staklinga sem vilji skapa jarðveg sem geti leitt til nýsköpunar á þessu sviði. Ráðið sé hvorki fjármagnað af opnberum aðilum, einstökum fyrir- tækjum né þrýstihópum, heldur ein- ungis af styrktarfé og félagsgjöld- um. Það sé stofnað í kringum fjögur markmið: að móta heildstæða stefnu fyrir Ísland og standa þétt við bak stjórnvalda í allri þeirri vinnu, að laða erlenda sérfræðinga og fyrir- tæki til landsins, að styðja við ís- lensku fyrirtækin eftir fremsta megni og að upplýsa almenning um bæði kosti og galla sem bálkakeðjan og rafmyntir bjóða upp á. „Við höfum reynt að finna leið til að koma okkar starfsemi undir eft- irlit FME í þrjú ár og erum að von- um glaðir með þessa breytingu, það er óþægilegt að vinna í umhverfi þar sem enn ríkir lagaóvissa og reglur skortir,“ segir Hermann Ingi Finnbjörnsson, stjórnarformaður Skiptimyntar ehf., sem rekur skipti- markaðinn isx.is, en þar hefur verið hægt að skrá sig með Íslykli og stunda viðskipti með auroracoin (AUR) og íslenskar krónur síðan ár- ið 2015, en bitcoin (BTC) bættist við nú í ársbyrjun. Hermann Ingi telur enn nokkuð skorta upp á þekkingu og vinnu á Íslandi, til að standa jafnfætis öðrum löndum hvað varð- ar þróun og notkun á bálkakeðju- tækni. Skráningarskyldir hjá Fjár- málaeftirlitinu fyrir lok júlí Gagnaver Gröftur eftir rafmyntum fer fram í talsvert stórum stíl á Íslandi en þekking á eign og notkun rafmyntar virðist almennt skemur á veg komin.  Nær yfir þjónustuaðila sýndarfjár, rafeyris, gjaldmiðla og stafrænna veskja Tekjur Lauga ehf., félags sem rek- ur líkamsræktarstöðvar World Class, fóru úr 2,4 milljörðum árið 2016 í tæpa 3 milljarða í fyrra. Það er um 22% aukning á milli ára. Hagnaður samstæðunnar dróst hins vegar saman um 31%, fór úr 282 milljónum árið 2016 í 193 millj- ónir 2017. Þetta kemur fram í árs- reikningi félagsins fyrir árið 2017. Þar segir einnig að launakostn- aður félagsins hafi aukist milli ára um 173 milljónir króna. Árið 2016 var hann 952 milljónir króna en 1.125 milljónir króna í fyrra. Starfs- mannafjöldi Lauga ehf. var að með- altali árið 2017 rétt rúmlega 109, en var 102 árið 2016. Eigið fé jókst Eignir Lauga ehf. námu í árslok 2017 3,9 milljörðum króna sem er ögn hærra en árið 2016. Eigið fé fé- lagsins var 703 milljónir króna um áramótin síðustu, samanborið við 696 milljónir króna ári áður. Langtímaskuldir félagsins lækk- uðu milli ára, en við árslok 2017 stóðu þær í 2,4 milljörðum króna en 2,5 milljörðum ári áður. Skamm- tímaskuldirnar hækkuðu hins vegar úr 560 milljónum króna í 698 millj- ónir. Í ársreikningnum segir að arður verði ekki greiddur til hluthafa fyrir árið 2017, en 2016 var greiddur út 70 milljóna króna arður. Eigendur Lauga ehf. eru Hafdís Jónsdóttir með 48,78% hlut, Sig- urður Leifsson sem á 26,83% og Björn Kr. Leifsson, framkvæmda- stjóri félagsins, með 24,39%. steingrimur@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Líkamsrækt Hagnaður dróst saman um 31% hjá World Class í fyrra. Minni hagnaður World Class  Tekjurnar jukust um 22% milli ára VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Suðurlandsbraut 6, 108 Rvk. | SÍMI 419 9000 | info@handafl.is | handafl.is Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Handafl er traust og fagleg starfsmannaveita með margra ára reynslu á markaði þar sem við þjónustum jafnt stór sem smá fyrirtæki. Sérfræðingar af fræðasviðum háskóla, úr seðlabönkum, frá fjármálayfirvöldum og úr iðnaði frá 60 ríkjum komu saman í vinnusmiðju sem Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hélt í París í maí sl., til að ræða þróun og helstu stefnumótandi við- fangsefni tengd tilkomu staf- rænna eigna, undir yfirskrift- inni: „Stafrænar eignir: Tækifæri og áskoranir.“ Á meðal þess sem rætt var um var mótun peningastefnu, löggjöf fjármálakerfa, starfsemi fyrirtækja, fjármögnunarlíkön og skattlagning. Sextíu ríki tóku þátt VINNUSMIÐJA OECD UM STAFRÆNAR EIGNIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.