Morgunblaðið - 11.07.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.07.2018, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2018 Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag www.mbl.is/laushverfi Hressandi morgunganga Víkingur Heiðar Ólafsson píanó- leikari leikur á tónleikum með Or- kester Norden, sinfóníuhljómsveit skipaðri efnilegasta tónlistarfólki Norðurlanda, þann 22. ágúst næst- komandi í Norðurljósasal Hörpu. 40 ungmenni munu hittast, æfa af kappi og halda svo í tónleikaferð þar sem sígild tónlist er í for- grunni, að því er fram kemur á vef Hörpu. Þar segir að allar götur síðan 1993 hafi alþjóðleg stórmenni á borð við Esa-Pekka Salonen, Paavo Järvi og Vasily Petrenko stjórnað hljómsveitinni og miðlað menningararfinum áfram til næstu kynslóðar með sinni einstöku reynslu. Orkester Norden sé að öllu leyti norrænt verkefni og allar stöður skipaðar fulltrúum Norð- urlanda, þ.e. stöður hljóðfæraleik- ara, hljómsveitarstjóra, leiðbein- enda, skipuleggjenda og öll fjármögnun einnig frá Norður- löndum. „Orkester Norden er suðupott- ur, þar sem hinn norræni menn- ingararfur er í forgrunni, en ekki án áhrifa úr ýmsum áttum. Með þátttöku öðlast tónlistarfólkið unga ómetanlega reynslu sem það býr að alla ævi,“ segir á vef Hörpu. Í tilkynningu frá hljómsveitinni segir m.a. að tónleikaferðin hefjist í Musikkens Hus í Álaborg og að þaðan verði haldið í tónleikahöll danska ríkisútvarpsins í Kaup- mannahöfn og svo Hörpu. Vík- ingur Heiðar leikur einleik en stjórnandi á tónleikunum verður Svíinn Olof Boman. Víkingur leikur með Orkester Norden  Tónleikar haldnir í Norðurljósum í Hörpu 22. ágúst Einleikari Víkingur H. Ólafsson.Stjórnandi Olof Boman. „Við erum virkilega þakklát fyrir að fá tækifæri til að styðja við bakið á litla drengnum,“ segir söngvarinn Geir Ólafsson sem stendur fyrir styrktartón- leikum í Fríkirkj- unni í Reykjavík fyrir Ægi Þór Sævarsson annað kvöld. Ægir þjá- ist af Duchenne, banvænum og ólæknandi vöðva- rýrnunar- sjúkdómi. Honum hefur tvívegis verið neitað um að- gengi að lyfi við sjúkdómnum en lyf- ið gæti hjálpað Ægi og komið í veg fyrir að hann þurfi að nota hjólastól seinna á lífsleiðinni. Lyfið er dýrt en ef foreldrar Ægis geta borgað fyrir það hafa þau kost á að fá lyfið fyrir Ægi. Kostnaður fyrir ársskammt af lyfinu er um það bil 50 milljónir króna. „Vonandi náum við að fylla kirkjuna svo við getum safnað ein- hverju fé upp í þær fimmtíu milljónir sem þarf að safna til þess að hann fái lyfin sín,“ segir Geir sem ákvað að halda tónleika þegar hann frétti af máli Ægis fyrr í sumar. „Það voru margir að kalla eftir því að það yrði að gera eitthvað svo hann fengi lyfin sín. Ég ákvað bara að verða við því kalli. Það er oft þannig að fólk kallar eftir aðgerðum en framkvæmir ekki sjálft. Það er svolítið mikill munur þar á.“ Tónleikarnir verða haldnir klukkan átta annað kvöld. Hægt er að kaupa miða á midi.is en allur ágóði af tónleikunum mun renna í styrktarsjóð Ægis Þórs. ragnhildur@mbl.is Kátur Ægi Þór hefur tvívegis verið neitað um lyf sem hægt getur á banvænum og ólæknandi vöðvarýrnunar- sjúkdómi sem hann þjáist af. Ársskammtur af lyfinu kostar um 50 milljónir króna og er nú safnað fyrir því. Hljómsveit Jónas Sigurðsson er á meðal þeirra listamanna sem koma fram á tónleikunum. Vigga Ásgeirs, Davíð Ólafsson og fleiri munu einnig spila. Spila fyrir lyfjakostnaði  Styrktartónleikar fyrir dreng sem þjáist af ólæknandi sjúkdómi  Geir Ólafsson stendur fyrir tónleikunum Geir Ólafsson Hið íslenzka fornritafélag varð 90 ára 14. júní síðastliðinn. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var þann dag, urðu þær breytingar á stjórn félags- ins að Jóhannes Nordal, sem verið hafði forseti þess frá árinu 1969, eða í 49 ár, og Sigurður Líndal gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórn- arsetu. Halldór Blöndal var kjörinn nýr forseti félagsins. Með honum í stjórn sitja þau Ármann Jakobsson, Guðrún Nordal, Haraldur Ólafsson og Svavar Gestsson. Þau Guðrún og Svavar koma ný inn í stjórn. Á þessu merkisári í sögu Hins ís- lenzka fornritafélags kemur út nýtt bindi í ritröð Íslenzkra fornrita: Jómsvíkinga saga. Þá eru í undir- búningi útgáfur á Sturlunga sögu og Guðmundar sögum biskups. Í tilkynningu segir að afgreiðsla Hins íslenzka fornritafélags sé í húsakynnum Hins íslenska bók- menntafélags í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík. Þar eru til sölu öll útgefin bindi Fornritafélags- ins, þ. á m. Íslendingasögur, kon- ungasögur og eddukvæði. Ritstjóri Íslenzkra fornrita er Þórður Ingi Guðjónsson. Morgunblaðið/Ómar Halldór tekur við af Jóhannesi Nordal Morgunblaðið/Kristinn Forsetaskipti Jóhannes hættir sem forseti og Halldór Blöndal tekur við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.