Morgunblaðið - 11.07.2018, Page 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2018
Næstu tónleikar sumardagskrár
djassklúbbsins Múlans fara fram í
kvöld kl. 21 á Björtuloftum í Hörpu.
Hljómsveitin Mambolitos mun flytja
latínópusa sem eru í uppáhaldi hjá
liðsmönnun hennar, auk frumsam-
inna latínukvæða.
Mambolitos hefur verið starfandi í
rúm tvö ár og leikið bæði á tón-
leikum og fyrir dansi. „Sjóðandi
mambóar og tregafull bóleró munu
hljóma á sumartónleikum Mamboli-
tos eða Mambólinganna,“ segir í til-
kynningu en Mambólingarnir svo-
nefndu eru Sigrún Kristbjörg
Jónsdóttir sem leikur á básúnu og
fiðlu, gítarleikarinn Daníel Helga-
son, Alexandra Kjeld sem syngur og
leikur á bassa og slagverksleikarinn
Kristófer Rodriquez Svönuson. Að-
gangseyrir er 2.500 kr. en 1.500 kr.
fyrir nemendur og eldri borgara og
fer miðasala fram í Hörpu, á harpa-
.is og tix.is.
Mambólingar á Múlanum
Mambolitos Hljómsveitina skipa Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir á básúnu og
fiðlu, gítarleikarinn Daníel Helgason, Alexandra Kjeld sem syngur og leik-
ur á bassa og slagverksleikarinn Kristófer Rodriquez Svönuson.
Franska leikonan Emmanuelle
Seigner brást ókvæða við boði um að
taka sæti í bandarísku akademíunni
sem veitir Óskarsverðlaunin. Seign-
er er eiginkona leikstjórans Romans
Polanski sem nýverið var vísað úr
akademíunni. Hann flúði Bandaríkin
1978 er hann beið dóms fyrir hafa
haft samræði við 13 ára stúlku.
„Þetta er óþolandi hræsni,“ skrif-
ar Seigner um boðið í opnu bréfi.
Seigner ver eiginmann sinn og segir
ásakanir á hendur honum um önnur
kynferðisbrot ósannar.
Seigner segir akademíuna líklega
telja sig það auma í metnaðargirn-
inni að hún myndi gleyma að hún
hafi í 29 ár verið gift einum fremsta
leikstjóra jarðar. „Ég elska hann,
hann er maðurinn minn og faðir
barnanna minna,“ segir hún.
Seigner hafnar boði og ver Polanski
AFP
Hjónin Roman Polanski og Seigner.
Myndband við lag hjónanna
Beyoncé og Jay-Z, „APESHIT“, af
nýútkominni plötu þeirra Every-
thing is Love sem þau gefa út sem
dúettinn The Carters, hefur notið
feikilegra vinsælda á netinu en búið
var að horfa á myndbandið 67 millj-
ón sinnum á YouTube síðdegis í
gær. Myndbandið var tekið upp í
listasafninu Louvre í París og má í
því sjá bæði víð- og nærmyndir af
merkum málverkum og styttum
listasögunnar og þá m.a. Monu Lisu
sem hjónin stilla sér upp við, alvar-
leg í bragði.
Vegna mikilla vinsælda mynd-
bandsins og þeirra hjóna hefur
safnið nú bætt við sérstakri leið-
sögn sem tengd er myndbandinu
þar sem listaverkin sem í því sjást
verða skoðuð sérstaklega og gest-
um veittur fróðleikur um þau.
„APESHIT“-leiðsögn í boði í Louvre
Ofurvinsæl Jay-Z og Beyoncé í mynd-
bandinu með Monu Lisu í bakgrunni.
Undir trénu 12
Agnes grípur Atla við að
horfa á gamalt kynlífs-
myndband og hendir honum
út. Atli flytur þá inn á for-
eldra sína, sem eiga í deilu
við fólkið í næsta húsi.
IMDb 7,1/10
Bíó Paradís 22.00
Andið eðlilega Morgunblaðið bbbbm
IMDb 7,4/10
Bíó Paradís 20.00
You Were Never
Really Here 16
Myndin fjallar um fyrrver-
andi sérsveitar- og FBI-
mann, Joe. Hann fær það
verkefni að hafa uppi á ungri
stúlku sem seld hefur verið
mansali á vændishús í New
York.
Metacritic 84/100
IMDb 6,9/10
Bíó Paradís 22.00
The Party 12
Gamanleikur sem snýst upp
í harmleik.
Metacritic 73/100
IMDb 6,6/10
Bíó Paradís 18.00
Three Billboards
Outside Ebbing,
Missouri 16
Metacritic 88/100
IMDb 8,2/10
Bíó Paradís 22.00
Skyscraper 12
Myndin fjallar um fyrrum
aðal samningamann alrík-
islögreglunnar í gíslatöku-
málum, sem Johnson leikur,
sem nú vinnur við örygg-
isgæslu í skýjakljúfum.
Metacritic 52/100
IMDb 6,8/10
Sambíóin Álfabakka 15.00,
17.40, 20.00, 22.20, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.40,
20.00, 22.20
Sambíóin Keflavík 20.00,
22.20
Smárabíó 16.50, 17.10,
19.30, 19.50, 22.20
Háskólabíó 18.00, 20.50
Jurassic World:
Fallen Kingdom 12
Þegar eldfjallið á eyjunni
vaknar til lífsins þurfa Owen
og Claire að bjarga risaeðl-
unum frá útrýmingu.
Morgunblaðið bbmnn
Metacritic 52/100
IMDb 6,8/10
Sambíóin Álfabakka 22.15
Sambíóin Egilshöll 20.00
Ævintýraferð
fakírsins Háskólabíó 18.30, 20.40
Love, Simon Myndin fjallar um samkyn-
hneigðan strák sem heitir
Simon. Hann veit ekki hver
hinn nafnlausi bekkjarbróðir
er, sem hann er orðin skot-
inn í á netinu.
Metacritic 72/100
IMDb 7,8/10
Smárabíó 17.20, 19.50,
22.30
Borgarbíó Akureyri 19.30
Book Club Metacritic 53/100
IMDb 6,3/10
Smárabíó 15.10, 17.30,
20.00
Háskólabíó 21.00
Tag 12
Lítill hópur fyrrum bekkjar-
félaga skipuleggur flókinn,
árlegan „klukk“ leik, sem
krefst þess að þátttakendur
þurfa sumir að ferðast um
landið þvert og endilangt.
Metacritic 56/100
IMDb 7,1/10
Sambíóin Álfabakka 15.20,
17.40, 20.00
Sambíóin Egilshöll 22.40
Sambíóin Kringlunni 22.00
Sambíóin Akureyri 22.30
Ocean’s 8
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 61/100
IMDb 6,3/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
Sambíóin Kringlunni 17.00,
21.00
Solo: A Star Wars
Story 12
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 62/100
IMDb 7,2/10
Sambíóin Álfabakka 22.20
Deadpool 2 16
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 66/100
IMDb 8,1/10
Smárabíó 22.20
Hin Ótrúlegu 2 Bob Parr, Hr. Ótrúlegur, þarf
að annast Jack-Jack á með-
an Helen, Teygjustelpa, fer
og bjargar heiminum.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 80/100
IMDb 8,9/10
Sambíóin Álfabakka 15.00,
17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 16.00,
18.30, 19.30
Sambíóin Akureyri 17.30,
20.00
Sambíóin Keflavík 17.30
Hótel Transylvanía 3:
Sumarfríið Mavis kemur Drakúla á óvart
með því að skipuleggja fjöl-
skylduferð á lúxus skrímsla
skemmtiferðaskipi, þannig
að hann geti fengið hvíld frá
eigin hótelrekstri.
Metacritic 59/100
IMDb 6,7/10
Sambíóin Egilshöll 17.40
Smárabíó 14.50, 15.00,
17.20
Háskólabíó 18.10
Draumur Myndin skoðar ósagða sögu
Mjallhvítar, Öskubusku og
Þyrnirósar, sem komast að
því að þær eru allar trúlof-
aðar sama draumaprins-
inum.
Smárabíó 15.00
Litla Vampíran Myndin segir frá Tony sem
langar að eignast vin til að
hleypa smá ævintýrum í líf
sitt.
Smárabíó 11.00
Hope van Dyne og Dr. Hank Pym skipuleggja
mikilvæga sendiför, þar sem Ant-Man þarf að
vinna með The Wasp, til að leiða í ljós leynd-
armál úr fortíðinni.
Metacritic 70/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 17.00, 19.30, 22.00
Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Keflavík 17.30, 20.00, 22.30
Ant-Man and the Wasp 12
Kona fer í stríð
Kona á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og lýsir
yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdar-
verkamaður og er tilbúin að
fórna öllu fyrir móður jörð
og hálendi Íslands þar til
munaðarlaus stúlka frá
Úkraínu stígur inn í líf henn-
ar.
Morgunblaðið bbbbb
Háskólabíó 18.10
Bíó Paradís 20.00
Sicario: Day of the Soldado 16
Barátta Bandaríkjamanna við eiturlyfjabaróna í Mexíkó tekur
á sig jafnvel alvarlegri
mynd þegar hryðjuverka-
mönnum er smyglað yfir
landamærin.
Metacritic 60/100
IMDb 7,4/10
Smárabíó 19.40, 22.00,
22.10
Háskólabíó 21.10
Borgarbíó Akureyri 19.30
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Sérfræðingar í
erfiðum blettum!