Morgunblaðið - 11.07.2018, Qupperneq 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2018
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is
Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
ALLT Í BAÐHERBERGIÐ
Tengi hefur mikla og góða reynslu af niðurföllunum frá Unidrain.
Unidrain eru margverðlaunuð dönsk hágæðahönnun.
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Hljómsveitin Une Misère leikur á
tónlistarhátíðinni Eistnaflugi sem
hefst í dag í Neskaupstað en
hljómsveitin er þungarokksband af
bestu gerð þó söngvari sveitar-
innar eigi erfitt með að setja tón-
list sveitarinnar í ákveðinn undir-
flokk. Meðlimir sveitarinnar reyna
eftir fremsta megni að gera eins
þunga tónlist og mögulegt er og
telja það merki um góða tónleika
ef þeim tekst að láta áheyrendum
líða illa. Þetta og fleira segir Jón
Már Ásbjörnsson, söngvari Une
Misère, í samtali við Morgunblaðið
en hljómsveitin hefur verið starf-
andi síðan í janúar á síðasta ári.
Úr bílskúrnum yfir í alvöruna
„Við vorum allir búnir að vera í
öðrum hljómsveitum og búnir að
vera í senunni í dágóðan tíma,“
segir Jón, spurður um upphaf
hljómsveitarinnar. „Við þekktumst
í gegnum þungarokkssenuna og
ákváðum því að hittast og sjá hvort
við vildum búa til tónlist saman,“
bætir Jón við en hljómsveitin hóf
samstarf um mitt ár 2016 undir
nafninu Damages. Nafni sveitar-
innar var svo breytt í Une Misère í
ársbyrjun 2017 en þá urðu miklar
áherslubreytingar hjá sveitinni að
sögn Jóns. „Þá má segja að það
hafi færst meiri alvara í þetta. Við
fórum úr bílskúrnum og yfir í al-
vöruna mætti segja.“
Hann segir að frá upphafi hafi
markmið sveitarinnar verið að
gera eins þunga tónlist og mögu-
legt er og segir að tónlist sveitar-
innar einkennist af mikilli reiði og
vanlíðan.
„Það er ofbeldiselement í þess-
ari tónlist. Það hefur alltaf verið
viðloðandi harðkjarnasenuna en
þetta er nýtt element af þessum
tilfinningum,“ segir Jón, spurður
út í innblásturinn að tónlistinni.
Spurður hvort reiðin sem túlkuð
er með tónlistinni brjótist um
innra með liðsmönnum sveitar-
innar segir Jón: „Í staðinn fyrir að
við kæfum reiðina og tölum illa um
náungann á bak við hann þá erum
við með þessu formi tjáningar að
takast á við reiðina okkar á staðn-
um. Þetta er náttúrlega líka mikil
útrás fyrir þau undirliggjandi
vandamál sem kunna að liggja í
okkur öllum.“
Skilja allt eftir á sviðinu
Jón segir hugarfarið hjá hljóm-
sveitinni vera að gefa allt í sviðs-
framkomu og spilamennsku þegar
á sviðið er komið. „Við förum ekki
á sviðið og komum klárir í annað
gigg auðveldlega eftir það,“ segir
Jón og bætir við: „Ég væri sjúk-
lega fúll sjálfur ef ég færi á tón-
leika og ég væri endurnærður eftir
þá,“ bætir hann við.
„Ætli það sé ekki bara tilfinn-
ingaþunginn,“ segir Jón, að-
spurður hvað það sé sem heilli
hann og liðsmenn Une Misère við
tónlistarstefnuna. Hann nefnir í
þessu dæmi hljómsveitina Celest-
ine og segir hana hafa haft áhrif á
hann og Une Misère. „Ef þú settir
á plötu með Celestine þá var fátt
annað sem þú hugsaðir en bara:
„Vá hvað þetta er þungt. Manni
líður bara næstum því illa við að
hlusta á þetta“,“ segir Jón og bæt-
ir við: „Það er það sem við erum að
reyna að gera. Það líður öllum illa.
Það er bara staðreynd. Ef ég næ
að láta þér líða illa með tónlist þá
er hún árangursrík því ég lét þér
líða einhvern veginn.“
Þrátt fyrir að vera harðkjarna
þungarokkssveit hefur Une Misère
spilað víðar en bara á sérstökum
þungarokkshátíðum. „Miðað við
tónlistarstefnuna okkar þá höfum
við verið að spila á ótrúlegustu
stöðum hérna á Íslandi. Þar á með-
al á Aldrei fór ég suður og AK
Extreme,“ segir Jón en Une Mi-
sère kom einnig fram á Secret Sol-
stice í Laugardal fyrir skemmstu.
Þá spilaði sveitin á einni stærstu
þungarokkshátíð heims, Wacken
open air, í Þýskalandi í fyrrasumar
og á Roadburn-hátíðinni í Hollandi
nú í apríl. „Við höfum oft grínast
með það að við fundum meira en
við æfum,“ segir Jón, spurður út í
starfsemi hljómsveitarinnar.
„Það er lýsandi fyrir okkur að
segja að við erum alltaf í stúdíóinu
og við erum alltaf á sviðinu. Það er
alltaf eitthvað að gerast,“ segir
Jón en ásamt því að vera bókaðir á
Eistnaflug mun hljómsveitin leika
á Innipúkanum um versl-
unarmannahelgina og á Bloods-
hed-hátíðinni í Eindhoven í haust.
Jón er spenntur fyrir komandi
tímum hjá sveitinni og bætir við að
síðustu: „Takið frá dagsetninguna
28. júlí 2018.“
Gleðjast þegar gestirnir þjást
Une Misère leikur á tónlistarhátíðinni Eistnaflugi sem hefst í dag í Neskaupstað Vilja gera
þyngstu tónlistina á markaðnum Skilja allt eftir á sviðinu „Alltaf eitthvað að gerast“
Ljósmynd/Verði ljós
Eymd „Ef ég næ að láta þér líða illa með tónlist þá er hún árangursrík því ég lét þér líða einhvern veginn,“ segir Jón Már Ásbjörnsson, söngvari Une Misére,
þungarokkssveitarinnar sem er ein þeirra sem leika á Eistnaflugi í ár. Hátíðin hefst í dag og stendur yfir í fjóra daga, til og með 14. júlí.
Í viðtali sem birtist á menningar-
vefnum Dezeen.com gagnrýnir
myndlistarmaðurinn Ólafur Elías-
son afstöðu stjórnvalda hinna ýmsu
landa í Evrópu í dag til lista og seg-
ir þau einungis nota sér menningu
og listir til kynningar í stað þess að
viðurkenna raunverulegt gildi
þeirra fyrir samfélögin. Telur hann
þessa afstöðu eiga þátt í risi pópúl-
ískra hreyfinga.
Ólafur, sem er einn áhrifamesti
myndlistarmaður samtímans, segir
stjórnvöld misnota menningu sér til
fjárhagslegra hagsbóta, án þess að
viðurkenna mikilvægi hennar við
sköpun samfélaga og mótun sam-
eiginlegra gilda.
„Ráðuneyti menningarmála hafa
orðið framlenging af viðskipta-
ráðuneytum og hafa brugðist í því
að viðhalda menningunni. Hún er
nú bara notuð til kynningar,“ segir
Ólafur. Hann bætir við að í þessum
löndum hafi hið opinbera brugðist
með því að viðurkenna ekki að það
sé menningin sem móti sjálfsmynd
og sjálfstraust samfélaganna; það
sé menningin sem gefi samfélög-
unum sameiginlega sjálfsmynd.
Það að stjórnvöld hirði ekki um að
styrkja og styðja markvisst við
menningargeirann stuðli að rofi á
sjálfsmynd samfélaga og stuðli
þannig beint að pópúlisma í heims-
byggðinni. „Vitaskuld segi ég þetta
sem listamaður en ég tek þetta
mjög alvarlega, því hvað gefur
samfélögum vigt annað en menn-
ingarleg sjálfsmynd,“ segir Ólafur.
„Stekasta mótvægið gegn pópúl-
isma og síauknum skoðanaágrein-
ingi er vitaskuld sterk sjálfsmynd.
Allir fjármálaráðherrar ættu að
hafa hlotið þjálfun fyrir starfið með
því að þjóna sem ráðherrar menn-
ingarmála,“ segir hann og telur að
listamenn ættu að vera mun meira
áberandi á hinum ýmsu sviðum
samfélagsins en raun er á.
Fjármálaráðherrar
fái þjálfun í listum
Morgunblaðið/Kristinn
Skoðanir Ólafur Elíasson telur
stjórnvöld í Evrópu misnota menn-
ingu og veiki það samfélögin.