Morgunblaðið - 17.07.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Fleiri skrá heimagistingu
Tíðni beiðna um skráningu hefur aukist síðan aukið eftirlit var boðað í lok júní
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Tíðni skráninga á heimagistingu hjá
Sýslumanninum á höfuðborgarsvæð-
inu hefur aukist talsvert frá því að
samningur um eflingu Heimagist-
ingavaktar við atvinnuvega- og ný-
sköpunarráðuneytið var undirritaður
27. júní sl. Frá því tímamarki hafa
140 óskað skráningar, en 1.448 skrán-
ingar verið staðfestar hjá sýslumanni
frá því í ársbyrjun. Þetta segir í skrif-
legu svari Sýslumanns.
Verkefnið er til eins árs og er
markmiðið að hvetja einstaklinga til
að skrá skammtímaútleigu sína.
Starfsfólki verður fjölgað úr þremur í
ellefu og mun teymið m.a. gera vett-
vangsrannsóknir í kjölfar ábendinga
frá almenningi. Frestur til að sækja
um störfin rann út í gær.
Einstaklingar sem vilja leigja út
lögheimili eða eina aðra fasteign í
sinni eigu geta að ákveðnum skilyrð-
um uppfylltum leigt eignir sínar í allt
að 90 daga á ári og haft af því allt að
2.000.000 krónur í tekjur án þess að
sækja um sérstakt rekstrarleyfi, en
starfsemin er þó skráningarskyld.
Á fimmta hundrað ábendingar
Á fimmta hundrað ábendinga frá
almenningi hafa borist Sýslumannin-
um á höfuðborgarsvæðinu frá því að
embættið tók við eftirliti og skrán-
ingu heimagistingar í ársbyrjun árið
2017. Ábendingarnar snúa bæði að
rekstrarleyfisskyldri starfsemi í at-
vinnuskyni og óskráðri heimagist-
ingu einstaklinga. Fyrrnefndu tilvik-
unum er vísað til lögreglustjóra í
hverju umdæmi fyrir sig, en árið 2017
sendi sýslumaður upplýsingar og
gögn um 54 á ákærusvið lögreglu til
meðferðar. Sýslumaður getur lagt
stjórnvaldssektir á einstaklinga sem
reka heimagistingu án skráningar,
frá tíu þúsund krónum að einni
milljón. „Enn sem komið er hefur
ekki verið gripið til stjórnvaldssekta.
Hins vegar er fyrirséð að þeim verði
beitt í auknum mæli í náinni framtíð,“
segir í svari Sýslumanns.
Upplýsingar um raunverulegt um-
fang skammtímaleigu eru á nokkru
reiki og byggja á áætlunum. „Þrátt
fyrir framangreinda fyrirvara á mati
á raunverulegu umfangi skráninga-
skyldrar eða leyfisskyldrar skamm-
tímaleigu er ljóst að stærstur hluti
slíkrar starfsemi fer enn fram án til-
skilinna leyfa og skráningar,“ segir í
svarinu.
Morgunblaðið/Arnaldur
Höfuðborgin Á fimmta hundrað ábendinga frá almenningi hafa borist sýslu-
manni frá því að embættið tók við eftirliti og skráningu heimagistingar.
Tónleikar rokkhljómsveitarinnar
Guns N’ Roses, sem fram fara á
Laugardalsvelli 24. júlí, verða, að
sögn tónleikahaldara, stærstu tón-
leikar Íslandssögunnar, hvort sem
um er að ræða fólksfjölda á tónleik-
unum sjálfum eða umfang verkefn-
isins í heild sinni.
Gríðarlega mikill búnaður verður
fluttur til landsins vegna tónleikanna
og er samanlögð þyngd hans um
1.300 tonn. Alls verður 21 fjörutíu
feta gámur fluttur til landsins, auk
þess sem tengivagnarnir, sem fluttir
eru í sjófrakt, eru 16 talsins. Þá verða
100 tonn af búnaði flutt með flug-
frakt. Kemur þetta fram í tilkynningu
frá TVG-Zimsen, sem sér um að
flytja búnað sveitarinnar til landsins.
Þá verður sviðið sem byggt verður
fyrir tónleikana 65 m á breidd og
verður sérstakt gólf lagt yfir grasvöll-
inn til að vernda undirlagið. Auk
þessa verður ekkert til sparað í ljósa-
búnaði og hljóði og mega tónleika-
gestir búast við sjónarspili frá eld-
vörpum og reyksprengjum.
1.300 tonn af
tónleikabúnaði
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Yfirvinnubannið sem hefst á mið-
nætti er ótímabundið, en samninga-
nefnd ríkisins getur komið í veg fyr-
ir að það skelli á með því að ganga
til samninga við okkur. Fjármála-
ráðherra hefur sagt að samninga-
nefnd ríkisins hafi fullt umboð til að
semja við okkur,“ sagði Katrín Sif
Sigurgeirsdóttir, formaður Ljós-
mæðrafélags Ís-
lands, við Morg-
unblaðið að lokn-
um fjölmennum
og kröftugum fé-
lagsfundi Ljós-
mæðrafélags Ís-
lands sem hald-
inn var í Borgar-
túni 6 í gær-
kvöldi.
Yfirvinnubann
ljósmæðra skell-
ur á um allt land á miðnætti. Áhrif-
anna mun gæta víða en þó mest á
Landsspítalanum.
Bryndís Hlöðversdóttir ríkis-
sáttasemjari segir að samningsað-
ilar geti kallað eftir fundi ef þeir
telji að einhver breyting sé frá síð-
asta fundi þar sem allt var stál í
stál.
„Ég heyrði í báðum deiluaðilum í
dag og eftir því sem ég best veit
hefur ekkert breyst og því höldum
við okkur við boðaðan fund á mánu-
dag,“ segir Bryndís
Notaðar sem fórnarkostnaður
„Samningaviðræðurnar virðast
ekki snúast um peninga því við vit-
um að peningarnir eru til. Það er
eins og ljósmæður séu notaðar sem
fórnarkostnaður til að viðhalda ein-
hverjum ímynduðum stöðugleika á
vinnumarkaði og ég held að okkur
sé fórnað vegna þess að við erum
kvennastétt. Það eru lausir samn-
ingar á almenna markaðnum eftir
áramót, það virðist vera mikill hiti í
almenna markaðinum og ýmsir
verkalýðsleiðtogar hafa gefið það út
að það verði farið fram á launa-
hækkanir þar sem horft verði til úr-
skurða kjararáðs. Það er okkur
óviðkomandi og einhverra hluta
vegna lendum við sem fórnarkostn-
aður fyrir ímyndaðan stöðugleika.
Ég er þess fullviss að ljósmæður
hafi ekkert úrslitavald í því að það
fari eitthvert höfrungahlaup af stað.
Við eigum inni fyrir þessari leiðrétt-
ingu og erum ekki að fara fram á
launahækkanir umfram aðra, heldur
leiðréttingu á launasetningu,“ segir
Katrín, sem telur það merkilegt að
ekki sé litið til þess að úrskurðir
kjararáðs séu fordæmisgefandi fyrir
vinnumarkaðinn í heild en litið sé
svo á að leiðrétting á launakjörum
ljósmæðra sé fyrir opinbera mark-
aðinn og hinn almenna.
„Það er dálítið sérstakt og sýnir
svolítið brenglað verðmætamat sem
hefur verið lengi. Við getum horft til
hækkana bankastjóra ríkisbank-
anna þar sem launahækkanir eiga
að vera árangurstengdar og skýra
sérstaklega ofurhækkanirnar. Ef
verðmatið væri rétt ættu launin
okkar að vera margfalt betri en þau
eru í dag. Þá ætti verðmætasköp-
unin að sjást í launaumslaginu,“
segir Katrín, sem segir að mikil
reiði sé meðal ljósmæðra.
„Það er vont að finna það að
framlag okkar sé í raun og veru
ekki meira metið til launa en raun
ber vitni,“ segir Katrín, sem er
þakklát fyrir þann stuðning sem
ljósmæðrum er sýndur.
„Jæja hópurinn, sem á rætur sín-
ar að rekja til Búsáhaldabyltingar-
innar, og hópurinn Mæður og feður
sem styðja ljósmæður hafa boðað til
mótmælafundar á Austurvelli [í
dag] kl. 15.00 á sama tíma og þar fer
fram þingfundur,“ segir Katrín.
Að sögn hennar er hægt í brýnni
neyð að sækja um undanþágu frá
yfirvinnubanni og er það sérstök
undanþágunefnd sem sér um að
veita undanþágur. Ekki er þó víst
að hægt sé að manna vaktir þó að
undanþága sé veitt.
Hægt að afstýra yfirvinnubanni
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Ljósmæður fjölmenntu á félagsfund í gærkvöldi Mikill hugur er í félagsmönnum Verðmætamat
launa brenglað Formaður Ljósmæðrafélags segir þær fórnarkostnað fyrir ímyndaðan stöðugleika
Samstaða Forystumenn ljósmæðra tóku m.a. á móti fyrispurnum félagsmanna úr sal og í gegnum netið á fjölsóttum fundi sem fram fór í gærkvöldi.
Katrín Sif
Sigurgeirsdóttir
Alma D. Möller landlæknir segir í tilkynningu á vef Emb-
ættis landlæknis að staðan í kjaradeilu ríkisins og ljós-
mæðra sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Embætti Land-
læknis hefur fylgst með starfsemi Landspítalans og verið í
beinu sambandi við stjórnendur og starfsfólk með setu á
stöðufundum á kvennadeild spítalans.
Landlæknir segir að erfitt sé að skipuleggja starfsemi
þannig að öryggi skjólstæðinga sé gætt eins og frekast sé
unnt og að þjónusta skerðist sem minnst. Alma segir að
vegna vandaðrar og ítarlegrar aðgerðaráætlunar Landspítalans og góðrar
samvinnu á milli deilda, annarra þjónustuaðila og stofnanir utan Landspít-
alans hafi starfsemin gegnið vonum framar. Landlæknir lýsir áhyggjum sín-
um af yfirvofandi yfirvinnubanni ljósmæðra og segir allar líkur á að staðan
eigi eftir að versna frá því sem nú er og að slíkt sé ekki boðlegt.
Lýsir yfir áhyggjum af deilunni
EMBÆTTI LANDLÆKNIS
Alma D. Möller
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Ljósmæður Mikil samstaða var meðal félagsmanna á fundinum.