Morgunblaðið - 17.07.2018, Side 16
Afli eftir fisktegundum Heimild: Hagstofa Íslands
2018 hálft ár 2017 2016 2015 2014 2013 2012 2011 2010 2009
Þorskur 124,1 221,5 232,8 213,3 203,8 204,3 177,3 158,5 156,0 161,2
Ýsa 16,6 28,0 31,3 33,3 28,6 37,4 37,7 40,8 48,7 55,6
Ufsi 27,0 42,3 40,5 40,8 37,3 47,4 41,7 40,8 43,8 47,6
Karfi 26,4 50,0 53,9 50,9 50,4 53,3 48,9 49,9 48,7 48,6
Úthafskarfi 1,1 2,0 2,8 2,1 2,4 8,6 5,9 11,2 14,4 15,1
Steinbítur 5,7 5,5 6,7 6,1 5,8 7,2 8,5 8,7 9,8 11,0
Gulllax 2,6 4,3 5,7 6,0 7,0 6,8 9,0 10,3 16,5 11,4
Síld 1,2 74,1 68,0 66,3 95,8 89,6 109,0 119,0 136,2 192,9
Loðna 103,8 114,7 53,8 206,0 65,1 254,5 338,7 188,0 69,4 6,9
Kolmunni 154,9 150,4 118,3 152,0 127,1 69,6 33,9 4,0 61,3 77,1
Makríll 0,08 96,3 95,0 98,8 107,6 96,0 87,1 94,6 68,2 62,8
Rækja 2,2 4,1 6,3 5,6 6,5 10,5 10,0 7,3 7,6 5,5
– í þúsundum tonna
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Fiskafli íslenskra skipa í júnímánuði
reyndist 47,2 þúsund tonn. Er það
um 11% minni afli en í sama mánuði í
fyrra. Þetta kemur fram í nýbirtum
tölum Hagstofu Íslands. Mestu mun-
ar þar um samdrátt í uppsjávarteg-
undum, en þar nemur samdrátturinn
33%. Hins vegar er samdrátturinn
aðeins 2% í botnfiskafla. Á þessum
tíma árs er mun meiri veiði í botnfiski
en uppsjávarfiski og skýrir það þá
staðreynd að heildarsamdrátturinn
er aðeins 11% þrátt fyrir hinn mikla
samdrátt í uppsjávartegundum.
Albert Sigurðsson, sem starfar á
sviði fyrirtækjatölfræði hjá Hagstof-
unni, segir að ýmislegt forvitnilegt
megi lesa út úr aflatölum, jafnvel þótt
erfitt sé að draga miklar ályktanir af
einstaka mánuðum. Þar nefnir hann
sérstaklega þann samdrátt sem orðið
hefur í veiði síldar á síðustu árum.
„Löndun á síld hefur minnkað
verulega frá 2010 en á sama tíma hef-
ur veiði á kolmunna aukist mikið.
Horft yfir lengra tímabil er einnig
forvitnilegt að sjá að á árunum 2012
til 2013 var heildaraflamagn nokkuð
meira en hin síðari ár.“ Spurður út í
þessa þróun segir Albert að aðrir
þurfi að lesa úr því hvað þarna liggi
að baki, það sé einfaldlega hlutverk
starfsfólks Hagstofunnar að útbúa
tölfræði á grundvelli þeirra gagna
sem skilað er til stofnunarinnar.
Lítil tíðindi í botnfiski
Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri
botnsjávarlífríkis við Hafrannsókna-
stofnun, segir að lítil tíðindi felist í
tölunum fyrir júnímánuð. Hins vegar
sé forvitnilegt að sjá að ufsinn skuli
gefa jafn mikið eftir og raun ber
vitni, eða um 11% frá fyrra ári.
Þannig veiddust tæp 4.100 tonn af
honum í júní, en í sama mánuði í
fyrra nam veiðin tæplega 4.600 tonn-
um.
„Samkvæmt upplýsingum sem við
höfum fengið hefur gengið treglega
að veiða ufsann að undanförnu. En
þarna kann einnig að spila inn í að
forsvarsmenn sjávarútvegsins hafa
sagt að það borgi sig ekki að veiða
ufsann um þessar mundir, m.a.
vegna veiðigjalda og markaðsverðs.“
Hins vegar varð talsverður vöxtur
í veiði ýsu í nýliðnum mánuði og
veiddust þá 2.368 tonn, samanborið
við 1.778 tonn í sama mánuði í fyrra.
Því jókst veiðin í þeirri tegund um
33% á fyrrgreindum tíma.
Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri
uppsjávarlífríkis segir líkt og Guð-
mundur að engin stórtíðindi felist í
nýjustu tölum Hagstofunnar. Sá
samdráttur sem virðist birtast í
makrílveiðum eigi sér þær eðlilegu
skýringar að nú sé aflinn sóttur
seinna, m.a. vegna viðvarandi sam-
dráttar í síld sem orðið hafi á síðustu
árum.
„Nú er svo lítið sem má veiða af
síldinni að það þvælist ekki fyrir.“
Þannig eru fyrstu skip tiltölulega ný-
farin á makríl og því veiddist ekkert
af honum í júnímánuði. Veldur það
því að þrátt fyrir takmarkaða veiði í
júní í fyrra mælist samdrátturinn
100% milli samanburðartímabilanna.
47 þúsund tonn veiddust í júní 2% samdráttur í botnfiskafla miðað við sama mánuð í fyrra
Samdrátturinn 33% í uppsjávarafla Sérfræðingur segir eðlilegar skýringar á samdrættinum
Talsvert minni fiskafli í júnímánuði
Algjört
súkkulæði!
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2018
● Hagnaður Miklatorgs hf., sem á og rek-
ur IKEA-verslunina á Íslandi, nam 982,5
milljónum króna á síðasta rekstrarári, sem
miðast við september til ágúst ár hvert.
Hagnaður félagsins rekstrarárið á undan
var 758,9 milljónir króna og jókst hann því
um tæplega 224 milljónir á milli ára.
Sölutekjur félagsins námu 10,3 millj-
örðum króna og jukust um tæplega 1,4
milljarða milli rekstrarára. Rekstrargjöldin
jukust á sama tíma um liðlega milljarð
króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði, EBITDA, var 1,3 milljarðar króna
og jókst um 322 milljónir króna á milli ára.
Eignir félagsins námu 2,2 milljörðum
króna í lok rekstrarársins og var eigið fé
535 milljónir króna.
Fram kemur í ársreikningi að stjórn
leggi til að hluthöfum verði greiddar 500
milljónir króna í arð. Í stjórninni sitja eig-
endur félagsins, bræðurnir Jón og Sig-
urður Gísli Pálmasynir, auk Sigfúsar B.
Ingimundarsonar.
Eigendur IKEA fá hálfan
milljarð í arðgreiðslu
STUTT
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
17. júlí 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 106.69 107.19 106.94
Sterlingspund 141.45 142.13 141.79
Kanadadalur 81.06 81.54 81.3
Dönsk króna 16.745 16.843 16.794
Norsk króna 13.165 13.243 13.204
Sænsk króna 12.07 12.14 12.105
Svissn. franki 106.76 107.36 107.06
Japanskt jen 0.9485 0.9541 0.9513
SDR 150.06 150.96 150.51
Evra 124.85 125.55 125.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 152.2622
Hrávöruverð
Gull 1240.5 ($/únsa)
Ál 2100.0 ($/tonn) LME
Hráolía 74.34 ($/fatið) Brent
● Ísaga ehf., dótturfélag þýsku sam-
steypunnar Linde Group, hagnaðist um
550 milljónir króna í fyrra, samanborið
við 535 milljónir króna árið áður.
Félagið seldi fyrir rúmlega 2,3 millj-
arða króna í fyrra sem er um 300 millj-
ónum króna meira en árið 2016.
Eignir Ísaga námu rúmum 3,6 millj-
örðum króna um áramótin, en voru um
3,0 milljarðar króna ári áður. Breytingin
skýrist helst af hækkun á liðnum „fast-
eign í byggingu“ úr 1,2 milljörðum
króna í 2,0 milljarða milli ára, sem má
áætla að sé ný verksmiðja félagsins í
Vogum á Vatnsleysuströnd.
Eigið fé félagsins eykst milli ára úr
2,4 milljörðum króna í rétt tæpa 3,0
milljarða. Skuldir stóðu í 650 milljónum
króna um áramótin, en þær voru 624
milljónir króna í árslok 2016.
Ísaga ehf. á og rekur verksmiðju sem
framleiðir iðnaðargastegundir. Félagið
flytur einnig inn og selur aðrar tegundir
af iðnaðargasi og lyfjagasi.
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu tók til starfa í apríl á þessu ári
ný gasverksmiðja félagsins í Vogum á
Vatnsleysuströnd. Afkastageta nýju
verkmiðjunnar á að vera um þriðjungi
meiri en gömu verksmiðju félagsins við
Breiðhöfða í Reykjavík.
Allt hlutafé Ísaga ehf. er í eigu OY
AGA AB í Finnlandi sem er hluti af
þýska stórfyrirtækinu Linde Group.
Fram kemur í ársreikningi að stjórn
félagsins lagði til að ekki yrði greiddur
út arður til hluthafa vegna ársins 2017.
steingrimur@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Iðnaður Ný gasverksmiðja Ísaga í Vogum
var vígð af iðnaðarráðherra fyrr á árinu.
Ísaga hagnaðist um 550
milljónir á síðasta ári