Morgunblaðið - 17.07.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.07.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2018 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti sögðust vera mjög ánægðir með ár- angurinn af viðræðum þeirra í Hels- inki í gær. Þeir sögðust vilja vinna saman að lausn vandamála sem steðja að heimsbyggðinni, eftir að hafa rætt málefni á borð við stríðið í Sýrlandi, átökin í Úkraínu, viðskiptadeilur, af- vopnunarmál og fjölda kjarnavopna landanna. Trump sagði að fundurinn í gær væri aðeins upphafið að viðræðum sem miðuðu að því að koma tengslum ríkjanna í eðlilegt horf, því að það þjónaði hagsmunum þeirra beggja. „Ég er viss um að við eigum eftir að koma oft saman til viðræðna. Og von- andi leysum við öll þau vandamál sem við ræddum í dag.“ Pútín kvaðst telja að fundurinn hefði verið „mjög árangursríkur og gagnlegur“. Þeir hefðu m.a. rætt deil- una um kjarnavopn einræðisstjórnar- innar í Norður-Kóreu og stríðið í Sýr- landi. Trump hefði einnig spurt um meint afskipti Rússa af forsetakosn- ingunum í Bandaríkjunum í nóvem- ber 2016. „Ég þurfti að endurtaka það sem ég hef margsagt áður – rúss- neska ríkið hefur aldrei haft afskipti og ætlar aldrei að hafa afskipti af innanríkismálum Bandaríkjanna,“ sagði Pútín. Hann kvaðst þó hafa vilj- að að Trump sigraði í kosningunum vegna þess að hann hefði talað um að bæta tengslin við Rússland. Trump sagði að rannsóknin í Bandaríkjunum á meintum afskipt- um Rússa af kosningunum væri „stórslys“ fyrir Bandaríkin og Pútín hefði neitað því „kröftuglega“ að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á kosningarnar. Trump lét í ljós efa- semdir um þá niðurstöðu bandarískra leyniþjónustustofnana að Rússar hefðu haft afskipti af kosningunum. Þegar hann var spurður hvort hann tryði Pútín eða leyniþjónustustofnun- um Bandaríkjanna sagðist hann ekki sjá neina ástæðu til að telja að niður- staða þeirra væri rétt, að sögn The Wall Street Journal. Pútín lagði til að Robert Mueller, sérstakur saksóknari sem annast rannsóknina, sendi stjórnvöldum í Moskvu beiðni um að fá að yfirheyra tólf Rússa sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar. Hann bætti þó við að hann myndi ætlast til þess að rúss- nesk yfirvöld gætu yfirheyrt banda- ríska embættismenn. Skellti sökinni á Bandaríkin Trump sagði á blaðamannafundin- um að báðum ríkjunum hefðu orðið á mistök sem leitt hefðu til spennu í samskiptum þeirra. Fyrir fundinn sagði Trump á Twitter að Bandaríkin ættu sök á því að samskipti landsins við Rússland versnuðu. „Tengsl okk- ar við Rússland hafa ALDREI verið verri vegna margra ára flónsku og heimsku Bandaríkjanna og núna vegna hagræddu nornaveiðanna!“ Trump skírskotaði til rannsóknar- innar á því hvort Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á kosningarnar, hvort samstarfsmenn Trumps í kosninga- baráttunni hefðu verið í leynimakki við Rússa og hvort forsetinn hefði reynt að hindra rannsóknina. Trump hefur lýst henni sem „nornaveiðum“. Bandarískar leyniþjónustustofnan- ir hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússneskir hakkarar, sem talið er að tengist leyniþjónustu og her Rúss- lands, hafi brotist inn í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og kosningastjóra Hillary Clinton og lek- ið þeim í því skyni að koma höggi á hana í kosningabaráttunni. Banda- rísku leyniþjónustustofnanirnar telja að Pútín hafi fyrirskipað tölvuinnbrot- in til að reyna að hafa áhrif á niður- stöðu forsetakosninganna. Stjórn Trumps greip til refsiaðgerða í mars sl. gegn nítján Rússum og fimm stofn- unum vegna meintra afskipta þeirra af kosningunum og tölvuárása. Forveri Trumps, Barack Obama, reyndi að bæta tengslin við Rússland eftir að hann tók við forsetaembætt- inu en samskipti ríkjanna versnuðu vegna meintrar íhlutunar Rússa í austurhéruðum Úkraínu og innlimun- ar Krímskaga í Rússland árið 2014. Bandaríkjaþing samþykkti með mikl- um meirihluta atkvæða á síðasta ári að herða refsiaðgerðirnar gegn Rúss- um vegna meintra afskipta þeirra af kosningunum vestanhafs, auk innlim- unar Krímskaga og stuðnings Rússa við uppreisnarmenn í Austur-Úkra- ínu. Sér ekki ástæðu til að rengja Pútín  Trump forseti lét í ljós efasemdir um niðurstöðu bandarískra leyniþjónustustofnana í deilu við Rússa  Forsetarnir segja að fundur þeirra í Helsinki hafi verið mjög árangursríkur  Boða bætt samskipti AFP Leiðtogafundur Donald Trump og Vladimír Pútín takast í hendur í Hels- inki þar sem þeir komu saman í gær til að bæta samskipti landa sinna. 20172007 RÚSSLANDBANDARÍKIN 610 Heimildir: Alþjóðabankinn, SIPRI, SÞ Útgjöld til varnarmála Milljarðar $, 2017 Hernaðar- og efnahagsmáttur Bandaríkjanna og Rússlands Fjöldi kjarnavopna Kjarnaoddar, 2018 Verg landsframleiðsla Hagvöxtur Íbúafjöldi Hlutfall atvinnulausra 2017 19,4 1,6 325,7 144,5 4,4% 5,3% 20172007 Milljónir, 2017 % Billjónir $, 2017 6.450 6.850 1,8 -2,8 2,3 8,5 -7,8 1,5 Donald Trump Vladimír Pútín 66,3 Aðeins túlkar viðstaddir » Trump og Pútín ræddu fyrst saman í rúmar tvær klukku- stundir og aðeins túlkar þeirra voru viðstaddir fundinn. Þeir héldu síðan viðræðunum áfram með hátt settum embættis- mönnum í öryggismálum. » Hermt er að margir þing- menn í Washington hafi haft áhyggjur af þeirri ákvörðun Trumps að ræða einn við Pútín og óttast að hann myndi fallast á einhvers konar tilslökun í deil- unum við Rússa, að sögn frétta- veitunnar AFP. Gróðureldar loga nú víða í Svíþjóð og óttast er að fleiri eldar kvikni á næstu dögum þar sem spáð er áframhaldandi hlýindum og þurrk- um. Hlýindin í Svíþjóð eru orðin svo mikil að yfirvöld hafa gefið út við- vörun um mjög mikinn hita í mið- hluta landsins næstu daga, meðal annars Stokkhólmi og Uppsölum. Töluvert bætti í vind í gær og það gerði slökkvistarfið erfiðara. Vind- áttin breyttist einnig skyndilega með þeim afleiðingum að slökkvi- liðsmenn urðu frá að hverfa í Ljus- dal í suðausturhluta landsins. Varað hefur verið við því að eldurinn geti ógnað húsum í bænum Ängra. Um þrjátíu manns þurftu að forða sér af heimili sínu og ákveðið var að rýma tjaldsvæði í bænum. Tilkynnt hefur verið um rúmlega 1.200 elda í landinu það sem af er ári og langflestir þeirra kviknuðu síð- ustu daga. Flestir þeirra eru í Döl- unum, Jämtlandi og Örebro en eldar hafa kviknað víða annars staðar. Sænsk yfirvöld hafa hvatt íbúa til að virða bann við því að nota útigrill þar sem hætta er á gróðureldum. Norðmenn hafa komið Svíum til hjálpar með því að senda sex þyrlur sem taka þátt í slökkvistarfinu. Sænsk yfirvöld hafa einnig óskað eftir aðstoð frá Evrópusambandinu ef ástandið heldur áfram að versna. Drukknunum fjölgar Sænsk yfirvöld gáfu í fyrradag út viðvörun um mjög mikinn hita í Örebro, Vestmanland, Söderman- land, Uppsölum og Stokkhólmi í miðhluta landsins. Spáð er að minnsta kosti 30 stiga hita á svæð- unum í fimm daga í röð. Fréttastofan TT hefur eftir sænska veðurfræðingnum Linus Dock að sjaldgæft sé að svo mikill hiti vari í fimm daga í röð í Svíþjóð og þetta sé í fyrsta skipti frá árinu 2014 sem slík viðvörun sé gefin út. Hlýindin sem hafa verið í Svíþjóð síðustu vikur hafa meðal annars orð- ið til þess að dauðsföllum af völdum drukknunar við strendur landsins eða í vötnum hefur fjölgað. Alls drukknuðu 39 manns í Svíþjóð í maí og júní og fimm þeirra sem dóu voru börn. Að sögn sænskra fjölmiðla drukknuðu jafnmörg börn þessa tvo mánuði og allt síðasta ár. Alls drukknuðu 92 í Svíþjóð á síðasta ári og 62 á fyrri helmingi þessa árs. Gróðureldar loga víða í Svíþjóð  Varað við hitabylgju næstu daga Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is GÓÐ HEYRN GLÆÐIR SAMSKIPTI! Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess að þau þekkja tal betur en önnur tæki. Tæknin sem þekkir tal Nýju ReSound LiNX 3D eru framúrskarandi heyrnartæki ReSound LiNX3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.