Morgunblaðið - 17.07.2018, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2018
Borgarfjörður Tvöfaldur regnbogi blasti við fólki í Munaðarnesi á laugardag. Stundum sést tvöfaldur regnbogi þar sem litaröðin er öfug í efri boganum miðað við þann neðri.
Eggert
Kirkjan er oss
kristnum móðir er upp-
haf sálms eftir Helga
Hálfdánarson.
Fyrir mig hefur
kirkjan verið og er eitt
af því mikilvægasta í
lífi mínu. Fyrst sunnu-
dagaskólinn, æskulýðs-
starfið í KFUK og svo
tók alvara lífsins við. Í
mínum mestu sálarlegu
erfiðleikum hef ég leitað hjálpar hjá
sálfræðingum og geðlækni, en eng-
inn reyndist mér meiri hjálp en
presturinn minn. Mér svíður stund-
um hvernig skrifað er um kirkjuna,
að hún sé hálftóm á sunnudögum og
svo ekkert meir. Já, kannski um mitt
sumar, en sannleikurinn er sá að
kirkjan iðar af lífi alla daga. Messan
og sunnudagaskólinn á sunnudögum.
Barnastarfið, þar sem börnin leika
sér, föndra, syngja og setja upp leik-
sýningar. Unglingastarfið, þar sem
unglingarnir eiga sinn félagsskap.
Foreldramorgnar, þar sem foreldrar
koma með eða án barna, miðla þekk-
ingu sinni, fá fræðara í heimsókn og
svo eldri borgararnir sem koma sam-
an og eiga góðar stundir við upp-
lestur, handavinnu, tónlist og spil.
Oft er boðið upp á alls konar nám-
skeið.
Það er fróðlegt að kíkja á vef
kirknanna og sjá hversu fjölbreytt
og mikið starf er þar. Sums staðar
eru sorgarhópar, skilnaðarhópar,
jóga, slökunarstundir, leikfimi, söng-
stundir fyrir ungabörn, prjónaklúbb-
ar, karlahópar, Alfa-námskeið, 12
spora starf og í mörgum kirkjum
hefur AA-fólk aðstöðu til að koma
saman. Að kórastarfinu ógleymdu,
en þar er mikil starfsemi í gangi og
algengt að kirkjukórar
æfi og haldi sérstaka
tónleika.
Messurnar geta líka
verið fjölbreyttar. Þar
getur t.d. verið venju-
leg sálmamessa,
gospelmessa, kvik-
myndatónlistarmessa,
jazzmessa og forn-
tónlistarmessa. Stund-
um er altarisganga og
stundum eru fjöl-
skyldumessur og þá
með léttara móti og
börnin fá að njóta sín og svo er
sunnudagaskólinn fyrir þau.
Flest af því sem hér er talið upp er
fjármagnað af sóknargjöldunum
okkar. Í apríl árið 2008 voru sóknar-
gjöldin mín kr. 930.46 á mánuði og
kirkjan mín fékk kr. 872. Í dag eru
sóknargjöldin mín kr. 1.556.34 og
kirkjan mín fær kr. 931.
Mér finnst óþolandi að teknir séu
af mér skattar og þeim ekki skilað
nema að hluta til þeirra sem þeir eru
ætlaðir.
Alveg frá hruni hefur ríkið tekið
stóran hluta af sóknargjöldunum til
sín og skert þannig starfsemi kirkj-
unnar. Því vil ég spyrja, hvað er gert
við þennan hluta af sóknargjöld-
unum mínum, sem ekki er skilað til
kirkjunnar minnar?
Eftir Guðrúnu
Júlíusdóttur
»Mér finnst óþolandi
að teknir séu af
mér skattar og þeim
ekki skilað nema að
hluta til þeirra sem
þeir eru ætlaðir.
Guðrún Júlíusdóttir
Höfundur er skrifstofustjóri.
Hvað verður um
sóknargjöldin mín?
Konungsríki Stóra-
Bretlands á sér langa
og áhugaverða sögu.
Á seinni hluta 19. ald-
ar náði það yfir um
fjórðung þurrlendis
jarðar svo að sól var
nánast alltaf í hádeg-
isstað einhvers staðar
innan þess. Bretland
hefur getið af sér af-
reksfólk á sviðum vís-
inda, fræða, lista og stjórnmála og
höfuðborgin Lundúnir, eitt merk-
asta fjölmenningarsamfélag heims,
er meðal helstu menningar-,
stjórnmála- og viðskiptakjarna ver-
aldar.
Bretland gerðist aðili að evr-
ópska efnahagssvæðinu á 8. áratug
síðustu aldar. Markmiðið var að
tryggja frið í álfunni eftir hörm-
ungar seinni heimsstyrjaldarinnar,
mynda sameiginlegan markað fyrir
viðskipti, atvinnu og önnur sam-
skipti. En fljótlega varð ljóst að
böggull fylgdi skammrifi. Af hálfu
Evrópuþingsins í Brussel gætti
vaxandi alríkishneigðar með reglu-
verki og stöðlum sem fólu það í sér
að aðildarríkin myndu óhjákvæmi-
lega missa stjórn á eigin málum.
Að auki fylgdu kvaðir svo sem um
frjálst flæði fólks yfir landamæri
aðildarríkjanna án þess að þau
hefðu um það að segja. Ár hvert
greiðir Bretland nú milljarða
punda til Evrópusambandsins en
að margra mati er óljóst hvað hef-
ur fengist á móti.
Engan skyldi því undra að þetta
forna menningarveldi teldi ástæðu
til að staldra við og endurskoða að-
ild sína. Niðurstaða þjóðar-
atkvæðagreiðslunnar í júní 2016
var söguleg vegna
þess að hún þýddi að
Bretland yrði fyrsta
sjálfstæða ríkið í sögu
Evrópusambandsins
til að segja sig úr því.
En kálið var ekki
sopið þó í ausuna væri
komið. Aðild Bret-
lands að ESB er enn
óbreytt og áætlunin
um útgönguferlið sem
Theresa May kynnti
nýverið leiddi til þess
að bæði Brexit-ráð-
herrann David Davis og Boris
Johnson utanríkisráðherra sögðu
sig úr ríkisstjórninni. Johnson lét í
ljós þá skoðun að Bretland hlyti
hlutskipti nýlendu ef tillögur Ther-
esu May gengju eftir, lögsaga
helstu mála yrði áfram í höndum
ESB.
Fjórða valdið hérlendis reifaði
þessi tíðindi á athyglisverðan hátt.
Í kvöldfréttum 9. júlí bauð ríkis-
fjölmiðillinn okkur upp á eftirfar-
andi túlkun eins og undir merkjum
pólitískrar rétthugsunar. Fullyrt
var að ólga og upplausn hefðu ein-
kennt bresk stjórnmál frá því
Brexit var samþykkt, Brexit-sinnar
teldu að með því að ganga úr Evr-
ópusambandinu gætu Bretar feng-
ið allt fyrir ekkert og að þeir teldu
sér og öðrum trú um, eins og
íhaldsflokkar gjarnan gerðu, að
þeir væru tákn stöðugleikans.
Klykkt var út með þeim orðum að
Boris Johnson minnti um margt á
Trump, bæði vegna skoðana og
líka sökum þess hve mikill orðhák-
ur hann væri og þar að auki væri
hann ófyrirsjáanlegur, segði eitt í
dag og annað á morgun.
Þótti með öðrum orðum nóg að
fullvissa okkur um að Johnson
væri vitleysingur og Brexit-sinnar
höguðu sér eins og talibanar, málið
dautt? Öll erum við föst í skyldu-
áskrift að RÚV. Áttum við ekki
heimtingu á hlutlægari fréttaflutn-
ingi úr þeirri átt? Við vorum engu
nær um raunverulegar skýringar á
vanda bresku þjóðarinnar í þessu
máli, t.d. vanda er snerti rekstur
stórra fyrirtækja, sjávarútveg eða
viðskipti við ríki utan evrópska
efnahagssvæðisins – ESB er vel að
merkja ekki bandalag frjálsra við-
skipta heldur tollabandalag með
eigin innri markað, þar sem Bret-
land hefur þá sérstöðu meðal 28
aðildarríkja að það á meiri við-
skipti við lönd utan ESB en innan
þess.
Hvers vegna var ekki rætt um
hugsanleg áhrif þessarar óvæntu
þróunar Brexit á stöðu Íslands?
Bretlandsmarkaður gegnir lykil-
hlutverki fyrir íslenskt viðskiptalíf
og Brexit skapar án efa tækifæri
til að móta nýjar leiðir í þeim efn-
um. En þegar Brexit verður að
veruleika munu samskipti Íslands
og Bretlands ekki lengur byggjast
á EES-samningnum eða öðrum
samningum Íslands við ESB.
Gagnkvæm réttindi sem ríkisborg-
arar og fyrirtæki beggja landa
njóta á grundvelli EES-samnings-
ins verða úr sögunni þegar Brexit
tekur gildi föstudaginn 29. mars
2019.
Eftir Meyvant
Þórólfsson »… hún þýddi að
Bretland yrði fyrsta
sjálfstæða ríkið í sögu
Evrópusambandsins til
að segja sig úr því
Meyvant Þórólfsson
Höfundur er dósent við Háskóla
Íslands.
Brexit og fjórða
valdið á Íslandi