Morgunblaðið - 17.07.2018, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2018
✝ SigmundurGuðmundsson
fæddist 7. maí 1928
í Reykjavík. Hann
lést 8. júlí 2018.
Foreldrar hans:
Viktoría S. Sigur-
geirsdóttir, f. 16.1.
1909, d. 1.10. 1989,
húsmóðir, og Guð-
mundur H. Jónsson
framreiðslumaður,
f. 10.3. 1910, d. 12.7.
1989. Þau bjuggu í Reykjavík.
Systkini: Sigríður, f. 1929, d.
2003, maki Snorri Karlsson, f.
1930, d. 2007, Jón, f. 1932, d.
2007, Egill, f. 1936, d. 1956 og
Guðrún, f. 1941, maki Ragnar
Gunnarsson, f. 1933.
Hinn 17.12. 1949 kvæntist Sig-
mundur Unni Scheving Thor-
steinsson, f. 18.9. 1930, d. 12.2.
2012. Foreldrar hennar: Berg-
þóra Sch. Thorsteinsson, f. 26.2.
1898, d. 22.10. 1970 og Þorsteinn
Sch. Thorsteinsson, f. 11.2. 1890,
d. 23.4. 1971, lyfsali.
Börn Unnar og Sigmundar
eru: 1. Bergþóra, f. 22.5. 1950,
lögfr. og stjórnmálafr., maki
Gunnar Valdimar Johnsen, f.
23.10. 1949, verkfr. Börn þeirra:
a) Þorsteinn Rafn, f. 16.4. 1973, í
sambúð með Helenu Eydal. Börn
hans og f. maka, Ástu H. Garð-
arsdóttur: Gunnar Bergþór, f.
2002, og Þorsteinn Valdimar, f.
2004, stjúpsonur, sonur Ástu:
Garðar Benedikt, f. 1992, í sam-
búð með Söndru D. Pálsdóttur,
barn: stúlka, f. 2018, b) Rögn-
valdur Birgir, f. 31.5. 1975, í sam-
búð með Heiðu Steinsson. Börn
hans: Gunnar Valdimar, f. 1997,
Daníel Breki, f. 2000, og Gabríel
Rómeó, f. 2003. Börn Heiðu: Ósk
f. 1998, Hafsteinn, f. 2003, og
Linda Björk, f. 2003, c) Unnur, f.
21.3. 1983, maki Sigurður G.
Barðason, börn þeirra: Tryggvi,
f. 2005, Heiðdís Emma, f. 2005,
Bergþóra Emma, f. 2010, og Sig-
ríður Emma, f. 2013. 2. Egill Þor-
steinn rafm.tæknifr., f. 14.4.
1956, maki Petra Lind Ein-
arsdóttir, f. 3.11.
1971, iðnrekst.fr. F.
maki Egils var Vig-
dís S. Ársælsdóttir,
þau skildu. Börn
Egils af fyrra
hjónab.: a) Sig-
mundur Bjarki, f.
2.6. 1978, börn
hans: Kolbrún Líf, f.
2005, og Daníel Þór,
f. 2007, b) Daníel
Karl, f. 7.4. 1983, í
sambúð með Önnu K. Guðmunds-
dóttur, barn þeirra Viktoría Mist
f. 2017, c) Guðrún Sigríður, f.
19.3. 1986, maki Guðmundur Á.
Þórðarson, börn þeirra: Vigdís
Birta, f. 2009, og Kjartan Magni,
f. 2012. Stjúpbörn Egils og börn
Petru: Andri, f. 1993, Eva Lind, f.
1999, og Anita Lind, f. 1999. 3.
Björg, f. 10.1. 1960, snyrtifr.,
maki Már Guðmundsson, f. 1.11.
1961, málaram. Börn þeirra: a)
Sigmundur Einar, f. 10.11. 1983,
maki J. Rut Hendriksdóttur.
Börn þeirra: Hendrik Már, f.
2013, og Klara Júlía, f. 2016.
Stjúpbarn hans og barn Rutar:
Emelía Ásta, f. 2009, b) Jóhanna
Björg, f. 19.02. 1986, maki Ásgeir
R. Guðjónsson, börn þeirra:
Thelma Lind, f. 2007, og Ester
Ýr, f. 2011, c) Heiða Hrönn, f.
12.3. 1993, í sambúð með Bjarka
Sigurðssyni, f. 1993. F. maki
Bjargar var Þórður G. Sig-
fridsson, þau skildu.
Sigmundur nam flugumferð-
arstjórn á Íslandi og í Bandaríkj-
unum og vann á Reykjavíkur-
flugvelli. Hann var mikill félags-
málamaður. Var í stjórn og
ýmsum nefndum í FÍF. Hann var
félagi í frímúrarareglunni og í
sóknarnefnd í Ásprestakalli í
nokkur ár. Sigmundur starfaði
mikið innan skátahreyfing-
arinnar, var m.a. félagsforingi
Dalbúa og Skjöldunga til fjölda
ára og heiðursforingi í skátafé-
laginu Skjöldungum.
Útför Sigmundar fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 17. júlí 2018,
kl. 13.
Dagurinn var 7. maí 2018 og
minn góði vinur og skátabróðir,
Sigmundur Guðmundsson, fagn-
aði 90 ára afmælisdegi sínum í
stórum hópi ættingja og vina á
heimili Bjargar, dóttur sinnar. Ég
var svo lánsamir að fá að taka þátt
í þeirri gleðistund, en engan óraði
þá, að kveðjustundin mikla væri
svo skammt fram undan.
Við Simbi hittumst fyrst í
Skátaheimilinu við Hringbraut,
nú Snorrabraut, þegar verið var
að hefja undirbúning hópferðar
um eitt hundrað íslenskra skáta á
Alþjóða-Friðarskátamótið, á
frönsku: Jamboree de la Paix,
sem haldið var í Moisson skammt
frá Parísarborg, í ágústmánuði
1947.
Það var ekki hægt annað en að
heillast af þessum myndarlega
manni, broshýrum og geislandi af
ljúfmennsku og gleði. Við urðum
vinir, ég man ekki hvers vegna
eða hvernig, það bara gerðist og
sú vinátta hefur nú staðið í rúm 70
ár. Ég minnist þess ekki að Simbi
vinur, en undir því nafni gekk
hann í fjölskyldu minni, hafi
nokkru sinni mælt styggðaryrði
til mín eða ég til hans.
Eiginkona Sigmundar var
Unnur Scheving Thorsteinsson,
sem látin er fyrir nokkrum árum.
Faðir hennar, Þorsteinn Sch.
Thorsteinsson, apótekari í
Reykjavíkurapóteki, var lærifaðir
minn og velgjörðarmaður. Ungu
hjónin hófu búskap í húsi foreldra
Unnar að Sóleyjargötu 1. Ég man
að mér þótti það mikil upphefð að
vera boðinn til þeirra í hús apó-
tekarans, en það skal tekið fram
að hann var mér ávallt mjög vin-
samlegur.
Og nú er samferðinni lokið og
Simbi er „farinn heim“ eins og við
skátar orðum það. Fæstir sleppa
áfallalaust í gegnum lífið og Simbi
fékk sinn skammt af erfiðleikum á
lífsleiðinni. Hann tók við þeim við-
fangsefnum, sem honum voru fal-
in og leysti þau.
Sjötíu ár virðast langur tími,
þegar litið er fram á veginn, en
sem örskot eitt þá litið er til baka
og maður trúir því tæplega að lið-
in séu 70 ár síðan ævintýraferðin
mikla var farin til Parísar með
Heklu, Skymaster, sem komið
hafði til landsins tveimur mánuð-
um áður. Flugmennirnir voru
ungir og reynslulitlir en farþeg-
arnir, þar á meðal við Simbi, voru
enn þá grænni. Fáir eða engir far-
þeganna höfðu stigið upp í flugvél
og hvað þá flogið á milli landa.
Um miðbik ævinnar voru menn
önnum kafnir við að byggja upp
heimili og fjölskyldu, nýjar skyld-
ur og ný áhugamál rak á fjörurn-
ar, eins og gerist og gengur. Á því
tímabili ævinnar fækkaði sam-
fundum okkar Simba um stund-
arsakir, en úr því rættist og þráð-
urinn tekinn upp að nýju.
Þegar ég nú sit og rita þessar
línur, sé ég fyrir mér ungan mann,
klæddan skátabúningnum, brún-
leitri blússu og samlitum stutt-
buxum, með grænan hálsklút,
brosandi út að eyrum og geislandi
af lífsfjöri. Það er mikið lán að
hafa fengið að eiga slíkan dreng
sem ævivin.
Það er liðlega mánuður síðan
ég leit síðast inn hjá Simba á Eir.
Við kvöddumst, en handtakið
hans var þróttlítið, en því fylgdi
ljúft bros að vanda og eins og
ávallt orðin „þakka þér fyrir kom-
una.“ Börnum Sigmundar og fjöl-
skyldum þeirra votta ég innilega
samúð.
Werner Rasmusson.
Sigmundur
Guðmundsson
Á árum áður voru styrkir
til bókaútgáfu að stórum
hluta háðir geðþótta þing-
manna og ráðherra. Svo var
komið að meiri fjármunum
var úthlutað tilviljanakennt
með þeim hætti en í gegnum
hinn dvergvaxna Bók-
menntasjóð sem allir útgef-
endur gátu sótt í á jafn-
ræðisgrundvelli.
Eftir ótal ábendingar í ár-
anna rás var meira að segja
stjórnvöldum farið að
blöskra ástandið og þá var
ákveðið að safna smáum
sjóðum saman undir hatti
Miðstöðvar íslenskra bók-
mennta, þar sem allar um-
sóknir yrðu háðar faglegu
mati. Jafnframt skyldi efla
sjóðina með því að leggja af
þá styrki sem læddust inn á
fjárlög eða áttu sér uppruna
í skúffum ráðherra og færa
sambærilega upphæð til
Míb. Enn fremur var sú
skylda lögð á herðar styrk-
þegum að þeim bæri að
endurgreiða styrkina ef við-
komandi verk voru ekki
komin út að ákveðnum tíma
liðnum. Allir voru sammála
um að með þessu væri ráð-
ist í siðbót í meðferð á op-
inberu fé til bókaútgáfu.
Nú ber svo við að fyrir
helgina var tilkynnt að hið
háa Alþingi hefði ákveðið,
með óljósri tengingu við
fullveldisafmæli, að veita
einu útgáfufyrirtæki 25-30
milljóna króna styrk til að
gefa út bók um Þingvelli í
íslenskri myndlist og semja
að auki nýja bókmenntasögu
í tveimur bindum. Að baki
þessari styrkveitingu hvílir
ekkert mat og ekki hafði
verið óskað eftir hug-
myndum annarra forlaga
um útgáfu slíkra verka,
enda þótt ýmsir hafi reynslu
af útgáfu bóka um Þingvelli
og ekki sé nema liðlega ára-
tugur síðan lokið var við það
þrekvirki að gefa út Ís-
lenska bókmenntasögu í
fimm bindum, með ærnum
tilkostnaði.
Geðþóttinn einn ræður
för þingsins
Við sem þetta ritum höf-
um ekkert á móti því að
þingið hvetji til metnaðar-
fullra útgáfuverkefna, en þá
verður líka að tryggja
ákveðið jafnræði varðandi
aðkomu útgefenda og leggja
síðan faglegt mat á þær til-
lögur sem berast. Það er
meira að segja til opinbert
apparat sem annast slíkar
styrkveitingar, Miðstöð ís-
lenskra bókmennta.
Sumum kann að finnast
óþarft að stökkva upp á nef
sér vegna ekki meiri fjár-
muna, en þá er rétt að geta
þess að upphæðin er nánast
sú sama og allir útgáfu-
styrkir Miðstöðvar íslenskra
bókmennta á síðasta ári,
nema hvað hún sáldraðist þá
yfir á sjötta tug verka. Í því
samhengi er um mikla fjár-
hæð að ræða.
Við efumst ekki um að út-
gáfufyrirtækið sem nýtur
þessarar óvæntu rausnar
Alþingis muni nýta fjár-
munina til góðra verka.
Vinnubrögðin við þessa
styrkveitingu eiga hins veg-
ar að heyra fortíðinni
tryggilega til og okkur
finnst með ólíkindum að
þingheimur skuli hafa sam-
þykkt þetta einum rómi,
enda eiga menn á þeim bæ
að vita betur.
Það er leitt að þurfa að
spilla veisluhöldum þingsins
með aðfinnslum, en vinur er
sá er til vamms segir. Geð-
þótti stjórnmálamanna á
ekki að ráða því hvaða verk
koma út hér á landi, né
hvaða fyrirtækjum skuli
hyglað á sviði bókaútgáfu,
frekar en í öðrum geirum
menningar- og atvinnulífs.
Eftir Sigurð Svavarsson,
Heiðar Inga Svansson,
Birgittu Elínu Hassel,
Egil Örn Jóhannsson,
Pétur Má Ólafsson, Dögg
Hjaltalín, Önnu Leu
Friðriksdóttur og Maríu
Rán Guðjónsdóttur
» Vinnubrögðin
við þessa styrk-
veitingu eiga hins
vegar að heyra for-
tíðinni tryggilega til
og okkur finnst með
ólíkindum að þing-
heimur skuli hafa
samþykkt þetta.
Birgitta Elín
Hassel
Höfundar starfa allir við
bókaútgáfu.
Dögg
Hjaltalín
Sigurður
Svavarsson
María Rán
Guðjónsdóttir
Egill Örn
Jóhannsson
Pétur Már
Ólafsson
Heiðar Ingi
Svansson
Anna Lea
Friðriksdóttir
Alþingi fortíðar
Talið er að
jörðin sé 4.600
milljón ára
gömul. Frá
upphafi hafa
steinefnin lítið
breyst en loft-
tegundir í and-
rúmsloftinu
hafa breyst
mikið. Fyrstu
1.500 milljón ár-
in var ekkert líf og andrúms-
loftið var blanda metans og
ammoníaks auk 0,02% súr-
efnis þess sem er í dag og
fyrstu setlög fara að mynd-
ast á botni vatna. Síðan
myndast fyrsta andrúms-
loftið fyrir líf með blöndu
niturs (köfnunarefnis) og
koltvíoxíðs en súrefni er enn
óbreytt þúsundasti styrks
þess í dag.
Fyrir 3.000 milljónum ára
hefst ljóstillífun en það liðu
300 milljónir ára áður en
bláþörungarnir koma fram
og myndun súrefnis og upp-
söfnun þess hefst fyrir al-
vöru með klofningi vatns
með ljósorku (ljóstillífun).
Oxun frumefna á yfirborði
fastalandsins hafði hafist
litlu fyrr og svo járnkísilfell-
ingar setlaga,
þá rauðleirfell-
ingar (mýrar-
rauði) setlaga
og kalksteins-
fellingar en set-
lög þess hófu að
myndast fyrst
fyrir um 1.300
milljónum ára.
Fyrir um 1.400
milljónum ára
koma prótósó-
urnar fram (líf-
verur í vatni
skyldar þörungum og unnu
orku úr næringu sinni) og
800 milljónum ára síðar
koma fram fyrstu metasó-
urnar, nú útdauðar, þær þró-
uðust í fjölfrumunga eða
dýr.
Nú vex súrefni í andrúms-
lofti hratt og er fyrir 700
milljónum ára orðið 0,2%
þess í dag og veldisvöxtur
þess hefst. Gerjun til orku-
vinnslu hjá lífverum breytist
nú hægt yfir í súrefnisöndun
fyrir 700 milljónum ára.
Fyrsti landgróðurinn byrjar
fyrir tæpum 450 milljónum
ára er ósonlag myndast af
súrefninu í háloftunum og
heftir eitraða útfjólubláa
geislun sem er banvæn lif-
andi frumum. Nú er súrefnið
orðið tíundi hluti þess í dag
og það tók þó hátt í 200
milljónir ára að ná núverandi
súrefnisstyrk sem er 21%
neðst í andrúmsloftinu og
hefur haldist svo síðustu 300
milljón árin.
Lífið sem við þekkjum
hefur verið lengi að þróast
og er því háð óbreyttum
styrk súrefnis í lofti, 21%.
En uppleysanleiki súrefnis í
öllum höfum og vötnum hef-
ur minnkað verulega síðustu
50 árin við það að t.d. yfir-
borðsvatn vegna hlýnunar
hindrar upptöku þess og svo
blöndun. Er talað um 30-
50% minnkun á súrefni á 50
árum. Er þetta um öll höf og
er talið að hér geti það verið
hlýnunin og gæti haft mikil
áhrif á líf sjávar- og vatna-
dýra.
Þetta jarðsöguyfirlit er
byggt á hvernig Schidlowski
1971 og Haensel 1975 skýrðu
þróun lífs og andrúmslofts
myndrænt og er að finna í
bók I.A. Rezanovs: Katast-
rophen der Erdgeschichte
sem kom út í Moskvu fyrst
1972 en í þýskri þýðingu
1982 og svo nýlegu áliti haf-
fræðingsins Gregorys John-
sons í Seattle um súrefni í
höfunum. Núverandi jörð
var því lengi að þróast og
mynda forsendur fyrir lífi
sem er viðkvæmt og hefur
oft átt undir högg að sækja
frá hendi náttúruaflanna.
Maðurinn kemur fyrst
fram fyrir fimm milljónum
ára og hefur í dag yfirburði
yfir allar lífverur, m.a. vegna
hælsins til geta gengið upp-
réttur, augnanna sem greina
liti o.fl. og svo heilans sem
tekist hefur að þroska á
ótrúlega fjölbreyttan hátt,
m.a. talmálið og sköp-
unargáfan og að læra af
reynslunni. Vandamál
mannsins er offjölgun og að
hann virðist ekki aðlaga sig
að náttúrunni. Mannkynið
virðist stefna í að valda
næstu katastrófu lífríkisins.
Um upphaf og þróun
súrefnis og lífsins
Eftir Pálma
Stefánsson »Nú er súrefnið
orðið tíundi
hluti þess í dag og
það tók þó hátt í 200
milljónir ára að ná
núverandi súrefn-
isstyrk sem er 21%
neðst í andrúms-
loftinu.
Pálmi Stefánsson
Höfundur er
efnaverkfræðingur.