Morgunblaðið - 17.07.2018, Page 26

Morgunblaðið - 17.07.2018, Page 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2018 Opið virka daga frá 9 -18 lau f rá 10 -16 Orf úr áli 25.980 Orf úr tré 17.400 Ljár 7.950 Heyhrífa 4.850 Orf og ljár Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Ný vefverslun brynja.is Bryndís Björk Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri er fimmtugí dag. Hún er lögfræðingur frá HÍ 1993 og MBA frá Edin-borgarháskóla 1999. Þá hefur hún héraðsdómslögmannsrétt- indi og próf í verðbréfaviðskiptum. Hún hefur komið við á lögmanns- stofum og fjármálafyrirtækjum en ævinlega þá í skattamálunum. Síðan 2007 hefur hún verið skattrannsóknarstjóri ríkisins hjá samnefndri stofnun. Það lá vel á Bryndísi er blaðamaður sló á þráðinn. Hún var nýfarin í sumarfrí og þegar mætt í bústaðinn með fjölskyldunni. Þar stendur til að fagna tímamótunum í dag. „Þetta verður bara hér í sveitasælunni. Sumarfríið byrjar með sólinni, sem er að gægjast út,“ sagði Bryndís. Fimmtugsafmælið reynist mjúk lending hjá Bryndísi. „Ég held að þetta sé happ. Ég finn ekki fyrir neinu stressi með þetta, maður var eiginlega stressaðri fyrir aldrinum hér áður fyrr.“ Hún er enn á fullu í barnauppeldi, sá yngsti átta ára og elsti fimm- tán ára, en að verða sextán. „Mér líður ekkert eins og ég sé komin í seinni hálfleik. Börnin eru enn ung. Við erum bara rétt komin út af leikskólunum.“ Foreldrahlutverkið á vel við þau þó að þau hafi byrjað ögn seinna en aðrir. „Kannski er það þess vegna sem maður hefur ekki áhyggjur af aldrinum. Þau halda okkur ungum. Vinirnir eru svo- lítið komnir í golfið og mikil ferðalög en við erum enn bara á hlið- arlínunni á fótboltaleikjum.“ Bryndís er gift Júlíusi Smára, skrifstofustjóra hjá Yfirskattanefnd. Þau eiga greinilega sameiginlega ástríðu fyrir skattamálum. Börnin þeirra eru Steinar Þór, fimmtán ára, Kristín Anna, fjórtán ára, og Styrmir Jón, átta ára. snorrim@mbl.is Blíða í Bláskógabyggð Fjölskyldan í sveitinni, fyrir miðju er Vaskur. Hjónin deila ástríðu fyrir skattamálum Bryndís Kristjánsdóttir er fimmtug í dag Ö gmundur Jónasson fæddist 17. júlí 1948 í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var við nám í London 1966-67, lauk stúdentsprófi frá MR 1969, MA-prófi í sagnfræði og stjórnmálafræði frá Edinborgar- háskóla 1974 og var við sagnfræði- rannsóknir þar 1974-1978. Ögmundur var kennari við Grunnskóla Reykjavíkur 1971-72, stundakennari í sagnfræði við HÍ í rúmlega þrjá áratugi frá 1979, fréttamaður RÚV, útvarps frá vori 1978 og sjónvarps frá hausti sama ár, var fréttamaður RÚV á Norður- löndum 1986-88, formaður BSRB frá 1988 til 2009, var alþingismaður Reykvíkinga fyrir Alþýðubanda- lagið og óháða frá 1995 og fyrir Vinstri græn frá 1999 til 2016. Hann varð heilbrigðisráðherra í rík- isstjórn Samfylkingar og Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs í febrúar 2009 en sagði af sér um haustið vegna ágreinings um Ice- save-samning ríkisstjórnarinnar. Hann kom inn í ríkisstjórn að nýju í október 2010 og gegndi tveimur ráðuneytum; samgönguráðuneyti og dómsmálaráðuneyti sem sameinuð voru í nýju innanríkisráðuneyti í ársbyrjun 2011. Ögmundur var formaður Starfs- mannafélags sjónvarpsins með hléum 1980-88, var einn af stofn- endum Stefnu, félags vinstri manna, hefur setið í fjölda nefnda og ráða á vegum verkalýðshreyfingarinnar innan lands og utan og tekið þátt í margvíslegu öðru félagsstarfi. Hann hefur látið til sín taka í alþjóðastarfi verkalýðshreyfingarinnar, var for- maður þingflokks óháðra 1998-1999, formaður þingflokks Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs 1999- 2009, hefur átt sæti í flestum starfs- Ögmundur Jónasson, fyrrv. ráðherra og form. BSRB – 70 ára Sumar Ögmundur og Valgerður ásamt barnabörnunum við Þjóðarbókhlöðuna núna í júlí. Opið hús á tíu ára fresti Afmælisbarnið Ögmundur. Akureyri Stefán Alejandro Einarsson fæddist 27. maí 2017 kl. 17.39. Hann vó 2.588 g og var 49 cm langur. For- eldrar hans eru Alejandra Quinonez Esquer og Einar Garibaldi Stefánsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.