Morgunblaðið - 17.07.2018, Síða 29

Morgunblaðið - 17.07.2018, Síða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2018 TE N G IT A U G A R Fallvarnarbúnaður Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Fjölbreytt og gott úrval til á lager Námskeið um fallvarnir fyrir viðskiptavini Skoðanir og eftirlit á fallvarnarbúnaði FA LLB LA K K IR BELTI Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Sjálfsgagnrýni er af hinu góða en getur þó gengið of langt. Vertu í starthol- unum ef þér býðst óvænt frí. 20. apríl - 20. maí  Naut Bjartsýni og sjálfstraust er eitthvað sem þú hefur alltaf haft. Sníddu þér stakk eftir vexti í íbúðakaupum. Þú stefnir í rétta átt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú færð fyrirspurn sem vekur þér undrun en munt síðar sjá að hún hafði duldar meiningar. Njóttu þess að vera til, allt gengur þér í haginn. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Viðkvæmnin ræður ríkjum milli ástvina í dag. Leitaðu ráðgjafar ef þörf krefur. Farðu út á meðal fólks og njóttu þess sem lífið hefur upp á að bjóða. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það gæti reynst þér gagnlegt að ræða framtíðaráform þín við vin þinn. Láttu seinkanir ekki fara í taugarnar á þér heldur taktu þeim sem hverju öðru hunds- biti. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ástin er það síðasta sem þú ert að velta fyrir sér þessa dagana. Leiðin að tak- markinu er ekki svo löng ef þú horfir ekki um öxl. 23. sept. - 22. okt.  Vog Sinntu vinum þínum eins vel og þú getur. Gríptu gæsina meðan hún gefst og leggðu allt kapp á að klára það sem þú hef- ur ætlað þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér finnst eins og þú vitir ekki alveg hvar þú hafir vinnufélaga þína. Það er í lagi að gera mistök, dæmdu þig ekki svona hart. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Gefðu þér tíma til að taka til í kringum þig bæði á heimilinu og í vinnunni. Vertu á varðbergi þegar þú heyrir kjafta- sögur um vin þinn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Tekið verður eftir öllu sem þú gerir í dag. Gefðu þér tíma til að festa hug- myndir á blað til að aðrir geti notið þeirra með þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert að eðlisfari forvitin/n manneskja. Það sígur á ógæfuhliðina í ástamálunum en örvæntu ekki, það ástand varir ekki lengi. 19. feb. - 20. mars Fiskar Beindu athygli þinni að nánustu samböndum þínum í dag. Þér finnst best að hafa hæfilega mikið að gera, þéttskipuð dagskrá er ekki þinn tebolli. Áfimmtudaginn segir Filli ( Frið-rik Steingrímsson) frá því á Leir að í fréttum hafi verið sagt frá dönskum fornleifafræðingi sem fann tvær tunnur fullar af mannaskít frá sautjándu öld. Hún tók slatta af þessu illa þefjandi efni og setti í plastpoka og í kæliskáp á rannsókn- arstofunni svo hægt væri að rann- saka hvað liðið hafði étið á öldum áð- ur, Danir skitu í tunnur til 1680. Fræðin eru flestum nýt á furður oft við glápum, Danir gramsa‘ í gömlum skít og geyma í kæliskápum. Björn Ingólfsson birti á föstudag á Boðnarmiði fallega mynd af hreiðri með fjórum eggjum í með þessu fal- lega ljóði: Ennþá geta öll hin bestu ævintýri endað vel og eðlilega úti í mýri. Þeir sem fengu þrek og líf í þessum eggjum spranga þar með spekingssvip á spóaleggjum. Nú eru Frakkar orðnir heims- meistarar og þess vegna ekki úr vegi að viðra „skoðun antisportist- ans á HM 2018,“ – Helga R. Ein- arssonar: Til gönuhlaupa’ eru gerðir galvaskir kappar og merðir, sem fram og til baka boltanum skaka, samt markverðir eru markverðir. Hér lýsir Helgi atviki á Landsmóti hestamanna 2018: Jón hafði Kötu kysst og kjassað af hjartans lyst. Það var kl. 10:00 til 12:00 inni’ í stíu um 2000 e. Kr. Sigurlín Hermannsdóttir orti á Boðnarmiði á laugardag: Vætusamt er veðurlag veslast menn og jarðargróður. Enginn þráður þurr í dag. Þvílík útreið, Drottinn góður. Gunnar J. Straumland bætti við: Sumarið hlýja sem í gær sáldraðist upp um heiðar er svikult, líkt og sunnanblær með súldarfák til reiðar. Hallmundur Kristinsson Þegar sumarblíðan brást var boðið upp á næðinga. Raunalegt. En skyldi ei skást að skipta um veðurfræðinga? Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Gamall skítur og spóaleggir „HVAÐ VILTU HEYRA FYRST – GÓÐU FRÉTTIRNAR, SLÆMU FRÉTTIRNAR EÐA FALSFRÉTTIRNAR?“ „ÉG MAN EKKI HVORT VIÐ LÆSTUM ÚTIDYRAHURÐINNI.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að líða stundum eins og engum í alheiminum þyki vænt um þig. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann MENN, ÓVINURINN ER STÆRRI OG STERKARI! VIÐ ÞURFUM AÐ TREYSTA Á HRAÐANN! ÉG Á ÚRKLIPPUBÓK HÚN ER FULL AF HLUTUM SEM ÉG HEF KLÓRAÐ JÆJA, EÐA VAR ÞAÐ Víkverji var að fletta gömlumMogga frá árinu 1982 á dög- unum og rakst þar á auglýsingu sem sennilega fengist ekki birt í dag. Fór þar mest fyrir nakinni konu með einskonar gæru fyrir því allra helg- asta. Og hvað var verið að auglýsa þarna? gætir þú spurt, lesandi góð- ur. Jú, sætaáklæði af gerðinni Daisy fyrir bíla. Fram kom að þau væru í senn falleg og þægileg. Augljóslega svo þægileg að fólk fletti sig klæðum um leið og það kom út í bíla sem fóðraðir voru að innan með slíku höfðingjaefni. Víkverji veit ekki hver birgða- staðan er í dag en vilji einhver grennslast fyrir um það var síminn hjá auglýsandanum, Bílanaust hf., 8- 17-22. Þið athugið að það gæti verið á tali. x x x Í sama blaði var fréttaskýring umþað hver yrði næsti forseta- frambjóðandi demókrata í Banda- ríkjunum enda þótt fyrsta kjör- tímabil Ronalds Reagans væri ekki hálfnað. Líklegastir á þeim tíma- punkti þóttu Edward Kennedy öld- ungadeildarþingmaður, John Glenn, öldungadeildarþingmaður og geim- fari, og Walter Mondale, fyrrverandi varaforseti. Það var á endanum sá síðastnefndi sem skoraði sitjandi forseta á hólm – og steinlá. Með téðri fréttaskýringu var birt ljósmynd úr Íslandsheimsókn Mondales árið 1979 sem tekin var í Þingvallakirkju. Með honum á myndinni var Eiríkur J. Eiríksson, fyrrverandi þjóðgarðsvörður. Einn- ig kom fram að Mondale væri af norsku bergi brotinn. x x x Þá var í þessum ágæta Mogga,sumarið 1982, umfjöllun um það að velski leikarinn Richard Burton væri loksins kominn í feitt, eftir mörg mögur ár á sviði og tjaldi, en hann var þá að leika nafna sinn, Wagner, í mynd um líf tónskáldsins og störf. „Ég held ég sé að komast upp úr drullupollinum,“ er haft eftir Burton í greininni. „Maður kemst upp á hauginn, en hann er kringl- óttur og maður rennur niður hinum megin.“ vikverji@mbl.is Víkverji Lofsöngur Maríu Og María sagði: Önd mín miklar Drottin og andi minn gleðst í Guði, frelsara mínum. (Lúk: 1.46-47)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.