Morgunblaðið - 17.07.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2018
Sjötta tónlistarhátíð „HarpaInternational Music Aca-demy“ hófst í ár 27.6. oglauk með tónleikum í Eld-
borg sl. 14.7. Hátíðina stofnaði SÍ-
fiðlarinn Lin Wei 2013 og miðast við
lengra komna tónlistarnema með
ýmist meistaranámskeiðum, kamm-
ervinnubúðum eða tónleikum, að
þessu sinni alls átján talsins.
Eðli málsins samkvæmt var ekki
saman að jafna við hefðbundna sin-
fóníutónleika enda aðsókn hlustenda
til samræmis takmörkuð við gólf-
hæð salarins, er var þó vel setin. En
jafnvel þótt ekki nyti viðburðurinn
sambærilegs aðdráttarafls og þegar
alkunnir atvinnuflytjendur eru í
boði, vó hins vegar á móti kitlandi
forvitni um það sem kann að vera í
vændum úr blómabeði nýbrumans,
og þar með viðmiðun sem lang-
reyndir klassíkunnendur vita (eða
ættu að vita) að er ómissandi, vilji
menn á annað borð forðast þá al-
gengu gryfju að halda að tónlist-
arsnilld sé sjálfgefin og komi af
sjálfri sér.
Það er nefnilega ekki allt sem
sýnist, eins og skáldið kvað. Þegar á
18. öld lýsti W.A. Mozart í bréfi til
pabba Leopolds hvernig hann hafði
búið nýjum píanókonsertum sínum
fislétt ytra byrði er bæri með sér að
verkin væru nánast hrist fram úr
erminni – hvað aðrir hafa síðan kall-
að hina „listrænu blekkingu“.
Eins er með túlkun. Til að ná há-
marksáhrifum þarf hún að hylja allt
undangengið strit við að ná full-
komnun. Skilur þar að vísu verulega
á milli hópeflis hljómsveitar undir
forystu hljómsveitarstjóra og ein-
staklingsframlags einleikara, þar
sem samleikurinn er háður nægum
æfingartíma rétt fyrir tónleika með-
an sólistinn getur byggt á langvar-
andi persónulegum undirbúningi að
heiman í ró og næði.
Að fyrrtöldu leyti gefst því miður
sjaldan nægur samæfingartími,
hvað þá þegar ungir hljóðfæranem-
endur á tímanjörvuðum tónlistar-
hátíðum eiga í hlut. Bar hljómsveit-
arleikurinn óhjákvæmilega nokkurn
keim af því. Engu að síður neistaði
merkilega oft af innlifaðri snerpu og
hljómfegurð hjá hljómsveitinni og
jafnvel svo að „fílingin“ varð oft
samstillingarskorti yfirsterkari.
Ugglaust mikið til að þakka naskri
stjórn Bjarna Frímanns, er hafði
reyndar löngu áður framkallað ein-
hvern hnithvassasta strengja-
samleik sem undirritaður man eftir
– þ.e.a.s. úr stroksveitinni Skarki í
Salnum 2009.
Ungu einleikarar dagsins stóðu
vel að sínu. Fyrsti þáttur 1. Píanó-
konserts Mendelssohns bauð að vísu
ekki alveg upp á jafnrúma túlkunar-
möguleika og næsti dagskrárliður á
eftir, og þótti mér það óneitanlega
svolítið ergilegt fyrir að virtist
formlega frumframkomu, þar eð hin
aðeins 11 ára gamla Ásta Dóra hafði
þegar í fyrravor sýnt glæsta tilburði
– þó ekki væri nema fyrir „ad hoc“
YouTube leik sinn í Rondo alla
Turca Mozarts á slaghörpu jarðlest-
arstöðvar í London (!). Samt var
engu að síður auðheyrt að allar
tækniforsendur voru á öruggum
stað í leifturliprum leik hennar, og
bíður maður því í ofvæni eftir næsta
og vonandi aðeins viðameira við-
fangsefni þessarar vænlegu vonar-
stjörnu okkar á hvítum nótum og
svörtum.
Á slíkum hæfileikametum munar
vitaskuld hafsjó á sjö ára viðbótar-
reynslu. Zijyu He (18) frá Kína stát-
aði þannig fyrir af gullverðlaunum í
a.m.k. þrem alþjóðlegum fiðlu-
keppnum og skilaði að vonum dill-
andi persónulegum einleik í Hava-
naise Saint-Saëns sem hlaut að rífa
áheyrendur rækilega upp úr skón-
um.
Blómabeð nýbrumans
Hæfileikarík Ungu einleikararnir, Zijyu He og Ásta Dóra Finnsdóttir, stóðu vel að sínu, að mati gagnrýnanda.
Eldborg í Hörpu
Sinfóníutónleikarbbbnn
Jórunn Viðar: Eldur. Mendelssohn:
Píanókonsert nr. 1 Op. 25 (I. þáttur).*
Saint-Saëns: Havanaise Op. 83.**
Beethoven: Sinfónía nr. 3, „Eroica“.
Einleikur: Ásta Dóra Finnsdóttir* píanó
og Zijyu He fiðla.** Hljómsveit Alþjóða-
tónlistarakademíu Hörpu. Stjórnandi:
Bjarni Frímann Bjarnason. Laugardag-
inn 14.7. kl. 17.
RÍKARÐUR
Ö. PÁLSSON
TÓNLIST
Nancy Barbato Si-
natra, fyrsta eig-
inkona söngv-
arans Franks
Sinatra, er látin,
101 árs að aldri.
Þau gengu í
hjónaband í Jer-
sey City í New
Jersey-ríki árið
1939, þegar þau
voru ung og bláfá-
tæk, en þegar þau skildu, tólf árum
síðar, höfðu þau eignast þrjú börn og
hann var orðinn ein skærasta stjarna
heimalandsins; dáður söngvari og
leikari.
Frank Sinatra átti eftir að kvænast
þrisvar eftir það – en hún giftist ekki
aftur. En þrátt fyrir skilnaðinn, í kjöl-
far framhjáhalda sem fjölmiðlar fjöll-
uðu ítarlega um, voru þau alla tíð
nánir trúnaðarvinir, allt þar til Frank
lést árið 1998, 82 ára gamall.
Fyrsta eiginkona
Sinatra látin
Nancy Barbato
Sinatra
Leikkonan Scar-
lett Johansson
hefur hætt við að
taka að sér hlut-
verk í kvikmynd-
inni Rub & Tug,
eftir að ráðning-
unni hafði verið
harðlega mót-
mælt, einkum af
transkörlum og
transkonum í
leikarastétt. Johansson hafði sam-
þykkt að leika transkarl í myndinni
sem á að fjalla um líf Dante Gill, sem
kallaði sig Tex, og rak á áttunda og
níunda áratugnum nuddstofur sem
voru vændishús. Johansson, átti
samkvæmt The New York Times, að
leika Gill.
Johansson segir þetta siðferðilegt
álitamál og hún skilji að mörgum
finnist rétt að transpersóna hreppi
hlutverkið.
Johansson leikur
ekki Dante Gill
Scarlett
Johansson
Skyscraper, eða Skýjakljúfur, er sú
kvikmynd bíóhúsa landsins sem
mestum miðasölutekjum skilaði um
helgina, eða rúmlega 3,1 milljón
króna og seldir miðar voru um
2.300. Um 500 fleiri miðar voru
seldir á teiknimyndina Hótel Tran-
sylvanía 3 en þar sem miðaverð fyr-
ir börn er lægra skilaði hún minni
tekjum og er í öðru sæti listans.
Ant-Man and the Wasp fellur úr
fyrsta sæti í það þriðja en um 2.200
manns sáu hana yfir helgina. Álíka
margir sáu teiknimyndina The In-
credibles 2, Hin ótrúlegu 2, en hún
er fjórða tekjuhæsta myndin.
Bíóaðsókn
Skýjakljúfshasar
Spenna Úr hasarmyndinni Sky-
scraper sem margir sáu um helgina.
Skyscraper Ný Ný
Hotel Transylvania 3 Ný Ný
Ant-Man and the Wasp 1 2
The Incredibles 2 2 4
TAG 3 3
Book Club 5 4
Sicario: Day of the Soldado 4 3
Kona fer í stríð 8 8
Ocean's 8 6 5
Jurassic World: Fallen Kingdom 7 6
Bíólistinn 13.–15. júlí 2018
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
ICQC 2018-20