Morgunblaðið - 17.07.2018, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 17.07.2018, Qupperneq 36
ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 198. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Óskuðu eftir duglegri … stúlku 2. Forsetinn mætti í afmæli Karólínu 3. Reyndi að vinna ástir … 4. Leyfilegt magn áfengis í blóði … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Anderson/Árnason kvartett leikur á djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30. Í honum leikur Bretinn Matt Anderson á saxófón, Jón Ómar Árna- son á gítar, Sigmar Þór Matthíasson á kontrabassa og Skúli Gíslason á trommur og verða leikin lög eftir Anderson og Jón Ómar ásamt lögum eftir gítarleikarann Bill Frisell, í bland við vel valda húsganga úr Amerísku söngbókinni. Aðgangur er ókeypis. Kvartett Anderson og Jóns djassar á Kex  Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti Einarsson heldur í fyrsta skipti í tón- leikaferðalag um Ísland og heldur alls 14 tónleika frá og með deginum í dag til 1. ágúst. Ásgeir mun m.a. frum- flytja lög sem verða á næstu hjóm- plötu hans, sem kemur út í byrjun næsta árs. Fyrstu tónleikarnir fara fram í Bæjarbíói í kvöld kl. 21 og segir á Facebook að tónleikarnir verði lág- stemmdir og hlýlegir, en Ásgeir kem- ur fram með vini sínum Júlíusi Ró- bertssyni. Ásgeir gaf út aðra plötu sína, Afterglow, í fyrra og hélt í kjölfarið í tónleikaferðalag um Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku og lauk því um páskana á þessu ári í Ástralíu. Í kjöl- farið langaði hann til að ferðast um Ísland að sumri til með gítarinn einan að vopni og prufukeyra ný lög í bland við eldri, eins og það er orðað á Facebook. Tón- leikaferðin ber yfirskriftina Hringsól. Hringsólað með Ásgeiri um landið Á miðvikudag Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða bjart, en þykknar upp sunnan- og vestanlands með rigningu seint um dag- inn. Hiti víða 10 til 18 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestlægari 3-8 og víða léttskýjað, en lengst af skýjað og smá væta austast. Hiti víða 7 til 18 stig, hlýjast sunnanlands en svalast á Norðurlandi. VEÐUR Breiðablik er aðeins þremur stigum á eftir toppliðum Pepsi-deildar karla í knatt- spyrnu eftir 2:1 sigur á Fjölni í gærkvöld þar sem Oliver Sigurjónsson skoraði sigurmarkið á síðustu mín- útu leiksins, beint úr auka- spyrnu. KR-ingar fóru á kostum í Egilshöll þar sem þeir unnu Fylkismenn 5:2 og komu sér upp í efri hluta deildarinnar. »4 Blikar á hælum tveggja efstu liða Elín Metta Jensen úr Val er besti leik- maður fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna í fótbolta að mati Morgun- blaðsins. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, segir að Elín sé draumaleik- maður fyrir hvern einasta þjálfara, vinni vel fyrir liðið og leggi sig alltaf 150 prósent fram. „Hún hefur alla þá eiginleika sem góður at- vinnumaður þarf að hafa,“ segir Pétur. »1 Draumaleikmaður fyrir hvern einasta þjálfara Ef Frakkar halda rétt á spilunum gætu þeir einokað alþjóðlegan fót- bolta næstu tíu árin. Didier Des- champs, þjálfari franska heimsmeist- araliðsins, stillti upp mjög ungu liði á heimsmeistaramótinu sem lauk í Rússlandi á sunnudaginn. Meðalaldur þeirra leikmanna sem fengu mínútur með Frökkum á mótinu er 25,2 ár og vörn liðsins er enn yngri. »2-3 Ungir og efnilegir heimsmeistarar ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Það er yfirleitt meira en nóg að gera hjá mér. Ég er ekki bókaður alveg alla daga en þeim sem hafa samband við mig er alltaf að fjölga,“ segir Björn Ingi Björnsson, 14 ára gamall starfsmaður og eig- andi garðyrkjufyrirtækisins Garð- vinna í Reykjavík. Fyrirtækið er nú orðið ríflega eins árs gamalt, en Björn stofnaði það ásamt vini sín- um í upphafi síðasta sumars. „Upphaflega vorum við tveir í þessu en svo vildi ég bara vera einn með þetta til að gera þetta mjög vel. Til að koma þessu af stað gekk ég í hús í byrjun síðasta sumars og lagði kynningarbréf inn um lúguna. Í kjölfarið stofnaði ég Facebook- síðuna Garðvinna í Reykjavík, þar sem fólk hefur getað sent mér skilaboð til að óska eftir þjónust- unni,“ segir Björn, sem kveðst hafa fengið innblástur frá eldri bræðrum sínum þegar hann tók ákvörðun um að stofna fyrirtækið. Þá hafi garð- sláttur og hreinsun beða í görðum átt betur við hann en þau sumar- störf sem jafnaldrar hans sinna að jafnaði á þessum aldri. Er með nokkra fastakúnna „Bræður mínir voru í þessu fyrir nokkrum árum og þannig fékk ég áhuga á þessu. Mig langaði ekki að vinna á kassa í Bónus eða við önn- ur sambærileg störf sem krakkar á mínum aldri eru í. Þess í stað vildi ég fara út og hreyfa mig, slá garða, reyta arfa og fara og sjá mismun- andi lóðir á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Björn og bætir við að garð- vinnan skili honum yfirleitt meiri tekjum en hann myndi fá í öðru starfi. Tekjur af garðvinnunni geti þó verið mismiklar enda skiptist á skin og skúrir á sumrin hér á landi. Spurður hvort margir viðskipta- vina Garðvinnu í Reykjavík séu fastakúnnar kveður Björn já við. „Flestir sem leita til mín eru í eldri kantinum og eiga garða þar sem gróðurinn er farinn út í vitleysu. Þar þarf maður að taka vel til. Svo er hluti þeirra fastakúnnar sem vilja halda garðinum sínum við. Þeir óska eftir því að maður komi aftur og aftur til að passa að garð- urinn haldist í lagi,“ segir Björn, sem mætir með eigin verkfæri og sláttuvél í öll verkefni. „Ég mæti sjálfur með tól og hirði allt drasl sjálfur. Garðurinn er því alveg tilbúinn þegar ég hef lokið mér af,“ segir Björn, sem er enn sem komið er eini starfsmaður fyrirtækisins. Fólk hafi samband á Facebook Hann segir vel koma til greina að bæta við starfsmanni fyrir næsta sumar, haldi fyrirtækið áfram að vaxa og viðskiptavinum að fjölga. „Það kemur alveg til greina að bæta við manni en ég mun skoða hvort þess er þörf þegar nær dregur,“ segir Björn og biður áhugasama garðaeigendur á höfuð- borgarsvæðinu að hafa samband við sig í gegnum Facebook-síðu fyrirtækisins, Garðvinna í Reykja- vík. „Þar get ég látið fólk vita hve- nær ég kemst í verkefnin og hvernig dagskráin hjá mér lít- ur út,“ segir Björn. 14 ára gamall frumkvöðull  Fer á milli garða  Margir fastakúnnar Morgunblaðið/Hari Á vinnustað Björn hefur starfað við garðvinnu síðastliðin tvö sumur og er eini starfsmaður og eigandi fyrir- tækisins Garðvinna í Reykjavík. Mikið hefur verið að gera hjá fyrirtækinu og fer verkefnunum fjölgandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.