Morgunblaðið - 18.07.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.07.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2018 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Nýr yfirhundaþjálfari fíkniefnahunda hér á landi hefur verið ráðinn til starfa. Þetta staðfestir Sigríður Á. Anderssen, dómsmálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Eins og fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins í gær hefur aðgerð- arleysi ríkt í málefnum fíkniefna- hunda hér á landi. Að sögn Heiðars Hinrikssonar, lögreglumanns og um- sjónarmanns hundsins hjá embætti lögreglunnar í Vestmannaeyjum, hef- ur engin skýr stefna verið í mála- flokknum í nokkur ár. Áður voru fíkniefnahundar á snær- um ríkislögreglustjóra en því var breytt fyrir um fjórum árum. Sigríður segir að breyting muni nú verða á málaflokknum og tekið verði á málum af festu. „Ég hef falið lögreglustjór- anum á Norðurlandi vestra að hafa umsjón með hundakosti hér á landi. Öll lögregluembættin verða í sam- starfi við hann hvað þetta varðar. Að- stæður eru þannig að hann getur tek- ið við þessu og þannig verður þessu háttið. Hjá honum verður lögreglu- maður sem mun taka þetta verkefni að sér og verður í raun þessi yfir- hundaþjálfari sem eitt sinn starfaði hjá ríkislögreglustjóra,“ segir Sigríð- ur og bætir við að málið hafi verið í skoðun í talsverðan tíma. Ákvörðun um að ráða nýjan hundaþjálfara hafi hins vegar verið tekin fyrir nokkrum vikum eftir samtöl við fólk sem vel þekkir til málefna fíkniefnahunda. „Við vorum lengi að skoða hvar þessu væri best fyrir komið. Við tók- um síðan ákvörðun fyrir nokkrum vikum í góðu samstarfi við fólk úr bransanum,“ segir Sigríður. Nýr þjálfari fíkniefnahunda  Lögreglustjóri Norðurlands vestra mun hafa umsjón með málefnum fíkniefnahunda  Tekið verður á málum af festu Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Þefvís Nýr yfirhundaþjálfari fíkni- efnahunda hefur verið ráðinn. Mannréttinda- dómstóll Evrópu í Strassborg úr- skurðaði í gær að íslenska ríkið hafi ekki brotið gegn Agli Einarssyni með dómi í meið- yrðamáli sem Egill höfðaði gegn konu árið 2012. Konan, Sunna Ben Guðrúnardóttir, hafði gagnrýnt tímaritið Monitor fyrir að vera með uppslátt á forsíðu um Egil, og sagt að ekki væri um að ræða „árás á mann fyrir að segja eitthvað rangt, heldur fyrir að nauðga unglingsstúlku“. Egill stefndi Sunnu fyrir meiðyrði og Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ummæli Sunnu dauð og ómerk, en taldi þó ekki sannað að Sunna hefði sakað Egil um nauðgun gegn betri vitund og var Agli gert að greiða eigin málskostnað. Hæstirétt- ur staðfesti síðar dóm héraðsdóms. Egill undi ekki niðurstöðunni og skaut málinu til Mannréttinda- dómstólsins þar sem hann taldi brot- ið á rétti sínum til að sækja mál ef hann þyrfti sjálfur að bera máls- kostnað. Þessu hafnaði dómstóllinn, og tekur sérstaklega fram að Egill hafi ekki unnið fullnaðarsigur fyrir íslenskum dómstólum þótt orð Sunnu hafi verið dæmd dauð og ómerk. agnes@mbl.is Egill tapaði máli sínu í Strassborg Egill Einarsson  Þarf að greiða eigin málskostnað Íbúar á suðvesturhorni landsins hafa fengið að njóta sólarinnar í upp- hafi viku en ekki er þó útlit fyrir jafn sólríka daga á Suðvesturlandi á næstunni, að undanskildum morgundeginum. Þetta segir Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, við Morgun- blaðið. Í dag þykknar upp suðvestantil með rigningu undir kvöld. Á morgun mun svo aftur rofa til, en sú sól varir hins vegar fremur stutt, að sögn veðurfræðings. „Mikillar úrkomu er að vænta á föstudag og svo erum við í lægðadragi yfir helgina. Væg norð- læg átt verður svo eftir helgi, þar sem gæti létt til suðvestanlands,“ segir Hrafn. Ef litið er lengra fram í tímann suðvestan til verður veðrið nokkurn veginn í sama gír og það hefur verið. „Það er ekki að sjá að það verði einhver kúvending í kort- unum,“ segir Hrafn. axel@mbl.is Veðrið verður kaflaskipt Skonnortan Ópal er hér á landstími til Húsavík- ur í kvöldsólinni. Út við fallegan sjóndeildar- hringinn á Skjálfandaflóa siglir skemmti- ferðaskipið Norwegian Jade með fjölda farþega á ferð um norðurslóðir. Ef ekki væri fyrir Jade gæti myndin hafa verið tekin fyrir 100 árum. Skonnorta og skemmtiferðaskip á Skjálfanda Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Ég nota tölvuna mest til að skoða ljósmyndir, en eftir mig liggur stórt safn ljósmynda. Þar á meðal er mynd af mér frá því ég fermdist, en ég fékk kassamyndavél frá Kodak í fermingar- gjöf,“ segir Sigfús B. Sigurðsson, bif- vélavirki og kennari, en hann fagnar aldarafmæli sínu í dag. Morgunblaðið hitti hann fyrir á Eiri í Grafarvogi, þar sem hann situr við skrifborð með tölvu, nýrri fartölvu, prentara og snjallsíma og er augljóst að þarna býr maður með mikinn áhuga og þekkingu á nýjustu hönnun og framförum í tækni. Sigfús fæddist 18. júlí 1918, sonur hjónanna Elísabetar Böðvarsdóttur og Sigurðar Sigurðssonar. „Við vorum fimm alsystkin. For- eldrar mínir skildu þegar ég var tveggja, þriggja ára, því faðir minn barnaði aðra konu. Móðir mín fór þá með mig, einan úr systkinahópnum, og skildi mig eftir í fóstri. Ég man hvað ég grét mikið,“ segir Sigfús, sem minnist æskuáranna með trega, en hann var sendur víða í fóstur og í sveit í æsku og hlaut litla skólagöngu fram- an af. „Þegar ég byrjaði seinna í skóla í Firðinum kom til mín drengur úr bekknum sem kvaðst vera hálfbróðir minn. Við tókumst í hendur og með okkur tókst gott bróðerni.“ Eftir fermingu var Sigfús sendur aftur í sveit til prests í Fljótshlíðinni, sem átti að kenna honum ensku, því nú vildi faðir hans senda hann til Am- eríku. „Úr því varð ekki en í staðinn réð hann mig í sendilsvinnu hjá strætó, þar sem mér líkaði vel og að ráðum góðra manna sótti ég um að komast á samning hjá iðnmeistara.“ Sigfús lauk sveinsprófi frá Iðnskólanum í Reykja- vík árið 1938 og starfaði lengi á verk- stæði strætó sem verkstjóri og síðar á Skoda-verkstæðinu, þegar ekki mátti flytja inn bíla nema frá Tékkóslóvakíu. Hann varð fljótt þekktur fyrir mikla kunnáttu í fagi sínu. Sigfús kvæntist á 24 ára afmælis- daginn Jóhönnu Sumarliðadóttur, frá Mosdal í Önundarfirði, f. 26. desember 1923. Hún lést 19. október árið 2006, eftir tæplega 65 ára hjónaband. Þau hófu búskap sinn í litlu herbergi á Laugarnesvegi 52, byggðu svo hús að Hrísateigi 18 og að Goðalandi 6 í Reykjavík, eignuðust þrjár dætur og afkomendurnir eru orðnir 50 talsins. „Þegar Þór Sandholt var skólastjóri í Iðnskólanum auglýsti hann eftir kennurum og ég sótti um. Það var boð- ið upp á nám í útlöndum til undirbún- ings og ég var sendur ásamt þremur öðrum í sex mánuði til Napólí á Ítalíu. Þá kom sér vel að hafa lært ensku hjá prestinum, en enskur túlkur túlkaði fyrir okkur. Þetta var árið 1955, við heimsóttum Capri, Pompei og fleiri staði þegar við áttum frí. En fólkið var ægilega fátækt í Napólí á þessum tíma.“ Sigfús tók kennsluréttindi og bætti síðar við sig menntun hjá Volvo í Sví- þjóð, heimsótti sýningar í Frankfurt í Þýskalandi og hjá General Motors í Indiana í Bandaríkjunum til að afla stöðugt þekkingar. Sigfús var stofnandi verkstæðis bif- reiðadeildar Iðnskólans og kenndi þar uns hann lét af störfum fyrir þrjátíu árum. Eftir hann liggur m.a. ensk- íslenskt Tækni- og bílorðasafn frá 1996, sem er löngu orðið uppselt. Lærði bifvélavirkjun í Napólí Morgunblaðið/Valli Aldarafmæli Sigfús B. Sigurðsson er jafngamall fullveldissamningnum.  Fæddist daginn sem fullveldissamningur Íslands var undirritaður  Lagði grunn að iðn- og tækniþekkingu á Íslandi  Gaf út tækniorðasafn í ellinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.