Morgunblaðið - 18.07.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2018
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
HM í fótbolta er afstaðið ogveðurspáin er góð svo aðvið búumst við að nú farigestum hér á tjaldsvæð-
unum að fjölga. Hér hefur verið
nokkuð rólegt það sem af er sumri
en Ásbyrgi stendur þó alltaf fyrir
sínu,“ segir Árdís H. Jónsdóttir,
yfirlandvörður í Jökulsárgljúfrum.
Gljúfrin eru eitt svæðanna sem
eru innan hins víðfeðma Vatnajök-
ulsþjóðgarðs. Hundruð þúsunda
gesta koma á svæðið árlega og hefur
fjölgað mikið á síðustu árum. Ræður
þar á meðal annars að lögð hefur
verið góð og greið leið frá hringveg-
inum af Mývatnsöræfum að Detti-
fossi vestanverðum sem mun innan
fárra ára ná alla leiðina í Keldu-
hverfi. Með því má segja að Ásbyrgi
verði við þjóðbraut þvera.
Níu hundruð næturgestir
Tjaldsvæðið í Ásbyrgi nær yfir
allstórt svæði og tekur upp undir
900 næturgesti. „Auðvitað eru út-
lendingar áberandi meðal þeirra
sem hingað koma en Íslendingarnir
eru samt stór hópur. Yfir sumarið er
vinsælt meðal fólks til dæmis frá
Húsavík og Akureyri að koma hing-
að með tjaldið sitt eða fellihýsið og
vera yfir helgi,“ segir Árdís.
Nú á dögunum var sú bragar-
bót gerð í Ásbyrgi að sett var upp
þjónustuhús og afgreiðsla við að-
komuna að tjaldsvæðinu. Þar getur
fólk nú greitt fyrir gistinguna um
leið og komið er á svæðið. Er þetta
hugsað til þæginda fyrir alla, bæði
tjaldgesti og eins tjaldverðina sem
fara annars að kvöldi eða í bítið
næsta dag að þeim tjöldum þar sem
fólk á enn eftir að borga.
Landið, flóran og fuglarnir
„Þjóðgarðurinn hér í Jökulsár-
gljúfrum er svæði sem mér er afar
kært; bæði landslagið hér, flóran,
fuglarnir og svo þetta skemmtilega
samfélag sem hér er,“ segir Árdís
sem nú er að vinna þarna sitt 14.
sumar. Byrjaði sem verkamaður,
var seinna almennur landvörður en
er nú yfirlandvörður í þjóðgarð-
inum; það er verkstjóri verkamanna
og landvarða – sem hafa með hönd-
um ýmis landbótastörf og þjónustu
við gesti.
„Stundum er sagt að í þjóð-
görðum og á friðlýstum svæðum sé
alltaf númer eitt að klósettin virki
og vatn komi úr krönunum. Að
tryggja að þetta virki sé forgangs-
mál og sennilega er eitthvað til í
því,“ segir Árdís. „Ég var mörg
sumur landvörður í Vesturdal og
Hljóðaklettum, sem er stórkostlegt
svæði. Þangað koma margir og
mega ekki vera fleiri, því land og
gróður þar bera ekki meira álag.
Með nýjum Dettifossvegi munu
fleiri koma í Hljóðakletta og því er
mjög brýnt að bæta aðstöðuna þar,
eins og nú stendur til að gera. Að-
komunni í Vesturdal verður því
væntanlega breytt, ný bílastæði
útbúin á Langavatnshöfða og
göngustígar lagðir. Vonandi verður
þetta til bóta – og raunar er alltaf
verið að bæta aðstöðuna hér í
Gljúfrunum.“
Spáin er góð fyrir Gljúfrin
Greið leið í Ásbyrgi. Ár-
dís H. Jónsdóttir yfirland-
vörður stendur þar vakt-
ina sitt 14. sumar.
Margvísleg uppbygging er
framundan í þjóðgarð-
inum.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Landvörður „Þjóðgarðurinn hér í Jökulsárgljúfrum er svæði sem mér er afar kært,“ segir Árdís H. Jónsdóttir hér á
tjaldsvæðunum í Ásbyrgi. Íslendingar eru stór hluti gesta þar, til dæmis fólk af Norðurlandi í helgarferðum.
Ásbyrgi Tjaldsvæðin eru oft þétt setin á fallegum sumardögum.
Hljóðaklettar Kynjamyndir náttúrunnar hér eru engu lagi líkar.
Í dag, miðvikudaginn 18. júlí, verður
haldið upp á dag íslenska fjárhunds-
ins á Árbæjarsafni. Það verða nokkrir
hundar og eigendur þeirra á staðnum
sem munu glaðir svara öllum spurn-
ingum um íslenska fjárhundinn.
Hundarnir eru ljúfir og spakir og er
óhætt að klappa þeim með leyfi eig-
enda. Einnig verður á safninu sýnd
stuttmynd um hundinn, sögu hans og
hlutverk. Í haga er jafnframt að finna
hesta, kindur og lömb og í Dillons-
húsi verður heitt á könnunni og heim-
ilislegar veitingar. Safnið er opið frá
kl. 10-17 en dagskráin hefst kl. 14.
Árbæjarsafnið í dag
Fjárhundadagur
Gróska á Grandanum að fornu og nýju
er yfirskrift kvöldgöngu sem Sólveig
Ólafsdóttir sagnfræðingur fer fyrir um
Grandann í Reykjavík á morgun, 19.
júlí. Lagt verður af stað frá Sjóminja-
safninu kl. 20. Leiðsögnin verður á ís-
lensku. Þátttakendur eiga í vændum
upplifun þar sem lykt og bragð verður
í öndvegi. Ferðast verður um síðustu
öld með viðkomu í almenningsböðum
sem japönskum kaffihúsum, mathöll-
um og netageymslum. Þá verður rætt
um frumgerð skyrsins og rýnt í fyrstu
frönsku kartöflurnar á Íslandi.
Gengið um Grandann
Morgunblaðið/Eggert
Grandi Ekkert er betra en ís í sólinni.
Lykt, bragð og
franskar kartöflur
Undir merkjum
Menningarveislu
Sólheima í Gríms-
nesi verða þar
haldnir tónleikar
nk. laugardag kl.
14 þar sem Elmar
Gilbertsson ten-
órsöngvari kemur
fram. Tónleikarnir
verða í Sólheima-
kirkju og þar mun
Elmar flytja nokkur vel valin lög. Eins
og áður er ókeypis aðgangur að öll-
um viðburðum menningarveislunnar,
en dagskrána alla má finna á sol-
heimar.is.
Elmar í Menningarveislu
Sungið á Sólheimum
Elmar
Gilbertsson
Í Jökulsárgljúfrum eru nokkrar
helstu perlur íslenskrar nátt-
úru. Dettifoss er álitinn afl-
mesti foss Evrópu og má í hon-
um skynja þá krafta sem
myndað hafa Ásbyrgi og Hljóða-
kletta. Andstæður krafts og
friðar eru svo óvíða skýrari en í
Hólmatungum þar sem tærir
lækir og lindir renna út í belj-
andi jökulá, segir á vef Vatna-
jökulsþóðgarðs.
Kraftar og
andstæður
JÖKULSÁRGLJÚFUR