Morgunblaðið - 18.07.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.07.2018, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Ótal sögur. Sumar stórar, aðrar smáar, mismerkilegar og misafdrifa- ríkar hafa orðið til í gegnum aldirnar í samskiptum Íslands og Danmerkur. Það sem áður voru samskipti herra- þjóðar og hjálendu hafa frá árinu 1918 verið á milli tveggja fullvalda þjóða og í tilefni af aldarafmæli fullveldis Ís- lands er nú brugðið upp nokkrum svipmyndum af þessum samskiptum á sýningu í danska varðskipinu Vædderen sem liggur nú við Æg- isgarð. „Okkur fannst kjörið að velja þessa leið til að heiðra Ísland á þessum merkilegu tímamótum,“ segir Mette Kjuel Nielsen, sendiherra Danmerk- ur á Íslandi, sem átti frumkvæðið að sýningunni. Þar eru til sýnis myndir frá nokkr- um heimsóknum konunga og krón- prinsa Danmerkur hingað til lands á tímabilinu 1874 til 1938 og einnig frá afhendingu handritanna árið 1971. Sýningin var opnuð í gær og hún verður aftur opin í dag á milli kl. 13 og 17. Hún verður síðan opnuð aftur í Hofi á Akureyri í september. „Við hefðum að sjálfsögðu getað leigt sýningarsal,“ svarar Mette spurð hvers vegna ákveðið hafi verið að setja sýninguna upp um borð í varð- skipi. „En þegar við vissum að Vædderen yrði í höfn á þessum tíma ákváðum við að hafa sýninguna þar og nota tækifærið til að vekja athygli á samstarfi danska sjóhersins við ís- lensku landhelgisgæsluna og íslensk yfirvöld. Svo hafa margir, bæði börn og fullorðnir, gaman af að koma um borð í skip eins og Vædderen.“ Fáninn sem sjaldan var flaggað Í þyrluskýli Vædderen, á milli danska og íslenska fánans, hangir heiðblár fáni prýddur hvítum fálka með kórónu. Þetta er íslenski kon- ungsfáninn. „Þegar Kristján X. kom til Íslands árið 1921 gat hann ekki flaggað danska konungsfánanum þeg- ar hann sigldi inn í höfnina, þar sem Ísland var þá orðið fullvalda ríki. Þá var íslenska konungsfánanum flaggað og mér skilst að þetta hafi verið eitt af fáum skiptum sem hann var notaður, ef ekki það eina,“ segir Mette. Að sögn Mette var að öllum lík- indum einungis til einn fáni þessarar gerðar og hefur hans verið leitað víða, en ekki fundist. „Það er þó ekki hægt að útiloka að hann leynist einhvers staðar ofan í skúffu,“ segir hún. Fán- inn sem er á sýningunni í Vædderen er nýr og var búinn til fyrir þessa sýn- ingu eftir að fálkinn hafði verið hrein- teiknaður. Fyrstur Danakonunga til að sækja Ísland heim var Kristján IX. árið 1874. Á sýningunni er teikning frá heimsókninni en engin ljósmynd. En þar eru aftur á móti ljósmyndir sem voru teknar þegar sonur hans, Friðrik VIII., kom hingað til lands ár- ið 1907 með um 100 manna fylgdarlið á tveimur skipum. „Í hópnum voru m.a. ráðherrar, þingmenn af danska þinginu, rithöfundar og fólk sem var áberandi í dönsku samfélagi á þeim tíma,“ segir Mette. „Það hefur verið virkilega áhrifaríkt að sjá allt þetta fólk í þeim smábæ sem Reykjavík var á þeim tíma og gaman að velta því fyr- ir sér hvar allt þetta fólk gisti.“ Sumar myndanna sýna býsna af- slappaða stemningu. T.d. má á einni þeirra frá árinu 1938 sjá Friðrik krón- prins Danmerkur og Ingiríði krón- prinsessu sitja afslöppuð úti í íslenskri náttúru að drekka bjór í góðra vina hópi. „Þau tóku bjórinn með sér, þau vissu sem var að bjór var ekki seldur á Íslandi,“ segir Mette. Krónprinsinn varð síðan Friðrik IX. og var faðir Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Gáfu drottningu skautbúning Ein myndanna sýnir Alexandrínu drottningu í íslenskum skautbúningi, en hún var eiginkona Kristjáns X. og síðasta drottning Íslands. „Það er skemmtileg saga á bak við þennan búning,“ segir Mette. „Hún kom til Ís- lands árið 1921, íslenskar konur vildu taka vel á móti henni og söfnuðu fyrir búningnum og gullskarti á hann. Flestir höfðu lítið á milli handanna á þessum tíma og þetta er svo ótrúlega fallegur gjörningur.“ Að sögn Mette er skautbúningur- inn núna á sýningu vegna 100 ára full- veldisafmælisins á Þjóðarsögusafninu í Friðriksborgarhöll í Hillerød í Dan- mörku. Sögurnar eru margar. Ein sú merkilegasta, a.m.k. í augum Íslend- inga, er frá árinu 1971 þegar hluti þeirra íslensku handrita sem geymd höfðu verið í Kaupmannahöfn frá 18. öld var fluttur til Íslands í herskipinu Vædderen, forvera þess skips sem hér er fjallað um. Þeim atburði eru að sjálfsögðu gerð skil á sýningunni með ljósmyndum Ólafs K. Magnússonar, sem var ljósmyndari Morgunblaðsins um áratuga skeið. Mette segir að talsverðan tíma hafi tekið að hafa uppi á öllum myndunum. Þær eru varðveittar á ýmsum söfnum, m.a. í einkasafni Margrétar Dana- drottningar, Dronningens Håndbi- bliotek. Tekin voru afrit af mynd- unum, þær endurunnar og skerptar eins og kostur var á og síðan prent- aðar í stóru broti. Spurð hvort hægt sé að lýsa til- gangi og innihaldi sýningarinnar í fáum orðum svarar Mette: „Við erum að hylla þetta nána vináttusamband þessara tveggja þjóða sem hafa geng- ið í gegnum svo margt saman.“ Svipmyndir úr sögu vinaþjóða  Konungsheimsóknir og skautbúningur drottningar á ljósmyndasýningu í varðskipinu Vædderen Morgunblaðið/Hari Sendiherra og skipstjóri Þau Mette Kjuel Nielsen, sendiherra Danmerkur á Íslandi, og Henrik Petræus, skipstjóri á Vædderen, segja sýninguna til marks um fjölbreytt samskipti og samstarf Íslendinga og Dana í gegnum árin. Vær så god – Flatøbogen Meðal þess sem er á sýningunni í Vædderen eru myndir Ólafs K. Magnússonar frá afhendingu íslensku handritanna 1971. Fálki með kórónu Íslenska kon- ungsfánanum var sjaldan flaggað. 14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2018 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Miklu meira en bara ódýrt! Lyklahús Sláttuorf 3.495 5.495 rrulás 1.995 1.995 7.995 4.995 3.995 3.995 Kerrulás Hjólastandur á bíl 1.995 Tjaldstæðatengi Tengi 12v í 230v Hraðsuðuketill 12v USB 12v tengi Fullveldi Íslands 100 ára Henrik Petræus er skipstjóri Vædderen og segir samstarf Land- helgisgæslunnar og varðskipa danska hersins vera víðtækt og eiga sér langa sögu. Með bráðnun ísbreiðunnar í kringum norðurpól- inn hafi áhersla aukist á mikilvægi norðurslóða og þörfin fyrir traust samstarf á þessum slóðum hafi sömuleiðis aukist verulega. Nú komi Vædderen nokkrum sinnum á ári til Íslands. „Til dæmis eru reglulegar æf- ingar, bæði í ýmsum viðbrögðum og aðgerðum og einnig í fjar- skiptum. Og nú hefur verið búið svo um að þyrlur Gæslunnar geta lent á þyrlupöllum Vædderen,“ segir hann. Vædderen er annað skipið í flota danska sjóhersins sem ber þetta nafn en fyrirrennari þess flutti handritin heim árið 1971. Nafn skipsins þýðir Hrúturinn og vísar það til skjaldarmerkis Fær- eyja, að sögn Henriks. Vædderen á þrjú systurskip, eitt þeirra er Hvid- bjørnen – Hvítabjörninn – sem einnig liggur við Ægisgarð þessa dagana og vísar það nafn til Græn- lands. Hin tvö heita Thetis og Triton. Liður í mikilvægu samstarfi VÆDDEREN HEFUR OFT VIÐKOMU Á ÍSLANDI Morgunblaðið/Hari Skipstjóri Henrik Petræus er skipstjóri Vædderen og segir samstarfið við Gæsluna vera víðtækt. Mikilvægi þess hafi aukist í takt við aukið mikilvægi norðurslóða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.