Morgunblaðið - 18.07.2018, Side 16

Morgunblaðið - 18.07.2018, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2018 Ármúla 24 • S. 585 2800 18. júlí 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 106.04 106.54 106.29 Sterlingspund 140.46 141.14 140.8 Kanadadalur 80.65 81.13 80.89 Dönsk króna 16.666 16.764 16.715 Norsk króna 13.098 13.176 13.137 Sænsk króna 12.058 12.128 12.093 Svissn. franki 106.57 107.17 106.87 Japanskt jen 0.9422 0.9478 0.945 SDR 149.18 150.06 149.62 Evra 124.25 124.95 124.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 152.2646 Hrávöruverð Gull 1244.9 ($/únsa) Ál 2100.0 ($/tonn) LME Hráolía 74.92 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Umtalsverður munur hefur verið á verðþróun eldri og nýrri íbúða á höfuðborgarsvæð- inu síðustu miss- erin, að því er fram kemur í Markaðs- punktum Arion banka. Mælingar bankans gefa til kynna að á meðan nýtt húsnæði í fjölbýli hafi hækkað í verði um 17-18% á síðustu tólf mán- uðum hafi eldri íbúðir aðeins hækkað um liðlega 2%. Samkvæmt útreikningum bankans er fermetraverð í nýjum íbúðum nú um 20% hærra en í eldri íbúðum og hefur þetta nýbyggingarálag farið hækkandi undanfarin ár. Segir að leiða megi að því líkur að það sé fyrst og fremst vegna þess að kaupendur greiði sífellt meira fyrir þau gæði sem felist í nýju húsnæði umfram eldra. Meiri verðhækkun á nýju húsnæði en á eldra Íbúðir Kaupendur greiða fyrir nýtt. STUTT BAKSVIÐ Sigurður Nordal sn@mbl.is Íslenska hönnunarfyrirtækið Tuli- pop hefur gert samning við alþjóð- lega stórfyrirtækið Zodiak Kids um framleiðslu á 52 sjónvarpsþátt- um sem byggðir verðar á ævintýra- heimi Tulipop og persónum hans. Zodiak er hluti af Banijay Gro- up, sem er einn stærsti sjálfstæði framleiðandi afþreyingarefnis í heimi, og mun fyrirtækið framleiða þáttaröðina í samstarfi við Tulipop, auk þess að sjá um alþjóðlega sölu og dreifingu. Áætlaður framleiðslu- kostnaður við sjónvarpsþáttaröðina er um 700 milljónir króna. Tulipop var stofnað árið 2010 af Signýju Kolbeinsdóttur, vöruhönn- uði og teiknara, og Helgu Árna- dóttur, tölvunarfræðingi og MBA, og vinnur fyrirtækið með alþjóð- legum framleiðendum sem keypt hafa rétt til framleiðslu á vörum úr Tulipop-heiminum. Tímamót fyrir Tulipop „Þetta er tímamótasamningur fyrir okkur, enda erum við nú kom- in með aðila sem ætlar að fjár- magna framleiðslu á stórri teikni- myndaseríu og selja hana alþjóðlega,“ segir Helga í samtali við Morgunblaðið. „Við leggjum fram hugverkið og fáum eignarhlut í verkefninu út á það, auk þess sem starfsfólk okkar mun starfa við verkefnið.“ Tulipop hefur áður framleitt 10 stutta teiknimyndaþætti sem sýnd- ir hafa verið í Ríkisútvarpinu og á Youtube. Þar hefur áhorf þegar farið yfir tvær milljónir. Helga segir að hér sé þó allt annað og mun stærra verkefni á ferðinni. „Hér er um að ræða lengri teikni- myndaþætti en við höfum áður framleitt og það verður mjög mikið lagt í þessa seríu. Ef allt gengur að óskum fer framleiðsla þáttanna af stað fyrir lok næsta árs og þátta- röðin fer í sýningar fyrir lok árs 2020.“ Styður við sölu varnings Helga bendir á að sjónvarps- þættirnir muni styðja verulega við sölu á varningi tengdum Tulipop- heiminum. „Þar byrjuðum við, í því að hanna vandaðar og fallegar vörur fyrir börn á öllum aldri, þar með talda foreldra. Við framleiðum og dreifum sjálf vörulínunni hér á Íslandi. En annars staðar í heim- inum erum við hins vegar að byggja upp nytjaleyfissamninga við fyrirtæki sem fá rétt á því að fram- leiða ákveðnar tegundir af Tulipop- vörum.“ Sem dæmi nefnir Helga banda- ríska leikfangaframleiðandann Toynami, sem keypt hefur rétt á því að gera mjúkdýr og fleira sem tengjast Tulipop-persónunum. Þessi leikföng eru nú í boði í fleiri en 300 verslunum í Bandaríkjun- um. „Það að vera komin með teiknimyndaseríu fyrir sjónvarp í framleiðslu stóreykur möguleikana á að gera slíka samninga við öflug fyrirtæki í leikföngum, fatnaði eða hverju sem er,“ segir Helga. Stærsti markaðurinn fyrir nytja- leyfissamninga er í Bandaríkjunum og snemma árs 2017 opnaði Tuli- pop skrifstofu í New York, í kjölfar hlutafjáraukningar þar sem fjár- festingarsjóðurinn Frumtak kom inn í hlutahafahópinn. Hér á Ís- landi eru starfsmenn nú sex. „Í stað þess að stækka starfsmanna- hópinn mikið höfum við leitað til utanaðkomandi ráðgjafa og sér- fræðinga sem koma að einstökum verkefnum. Það hefur reynst mjög vel,“ segir Helga. Auk stofnendanna og Frumtaks eru helstu eigendur Tulipop félög í eigu Dóru Bjargar Marínósdóttur og hjónanna Lindu Bjarkar Ólafs- dóttur og Boga Þórs Sigurodds- sonar. Tulipop semur við stórfyrir- tæki um gerð sjónvarpsþátta Ljósmynd/Tulipop Tulipop Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir stofnuðu fyrirtækið. Ævintýraheimur » Tulipop vinnur með alþjóð- legum framleiðendum sem keypt hafa réttinn til að fram- leiða vörur úr Tulipop- heiminum. » Vinna við þróun sjónvarps- þátta hófst fyrir 18 mánuðum þegar fengnir voru sérfræð- ingar til að þróa handrit og út- búa stuttmynd með útliti þátt- anna. » Stefnt er að því að þáttaröð- in fari í sýningar fyrir lok árs 2020.  Framleiðslukostnaður 52 þátta um 700 milljónir króna  Styður sölu varnings Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Smásölustarfsemi Festi, sem m.a. rekur verslanir Krónunnar, Nóatúns og Elko, skilaði 1,7 milljarða hagnaði eftir skatt á nýliðnu rekstrarári sem stóð frá mars 2017 til febrúar 2018. Á tímabilinu seldu verslanirnar vörur fyrir 39,8 milljarða króna og jókst salan um 2,3% frá fyrra ári að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi, en fyrirtækið lokaði verslunum sem það hafði rekið undir merkjum Inter- sport. Mest reyndist aukning í raf- tækjasölu, eða 4,8%, en aukin sala í matvöru nam 1,3%. Framlegð nam tæpum 8,1 milljarði króna og jókst um 3,3%, úr 7,8 milljörðum rekstrar- árið á undan. Aðrar tekjur jukust um 10,9% og námu tæpum 973 milljónum króna. Launakostnaður hækkaði um 11% og fór úr tæpum 3,4 milljörðum króna í tæpa 3,8 milljarða. Annar rekstrarkostnaður nam tæpum 3 milljörðum og lækkaði um 2,4% milli ára. EBITDA jókst um 2,4% milli ára og nam 2,3 milljörðum króna. Jón Björnsson, forstjóri Festi, seg- ir í samtali við Morgunblaðið að áfram megi gera ráð fyrir harðri samkeppni á smásölumarkaði þótt líkur standi til að rykið setjist nokkuð eftir mikið umbreytingaskeið síðustu tvö árin. „En það er fleira sem hefur áhrif á þennan markað, m.a. breyttar neyslu- venjur fólks og breytt samsetning í fjölskyldustærðum.“ Í júní 2017 var tilkynnt um kaup N1 á öllu útgefnu hlutafé í Festi. Sam- keppniseftirlitið hefur gefið það út að samruni fyrirtækjanna muni fela í sér röskun á samkeppni að öllu óbreyttu. N1 hefur lagt fram tillögur um skil- yrði sem fyrirtækið er reiðubúið að gangast undir svo verða megi af sam- runanum. Stofnunin hefur þær tillög- ur nú til skoðunar. Morgunblaðið/Styrmir Kári Krónan Matvörusalan jókst um 1,3% hjá verslunum Festi á rekstrarárinu. Smásalan skilaði 1,7 milljörðum í hagnað  Festi seldi vörur fyrir 39,8 milljarða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.