Morgunblaðið - 18.07.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.07.2018, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2018 Alþingi kemur sam- an á Þingvöllum í dag á hundrað ára afmæli undirritunar sam- bandslaganna um full- veldi Íslands. Ég hef orðið vör við málsmet- andi fólk kenna slíkan fund á Þingvöllum við tildur og prjál því staðurinn tengist ekki fullveldinu sem slíku. En það er fjarri sanni. Hugmyndasaga fullveldis sem sjálfstæðiskröfu Íslendinga hófst einmitt með Þingvallafundi þann 29. júní 1907. Í aðdraganda hans höfðu þing- málafundir verið haldnir í öllum sýslum og kaupstöðum landsins og krafan um fullt vald þróast að orða- lagi og hugsun. Alþingismenn gætu í dag íhugað kraftinn sem bjó í þessari lifandi fundahefð að fornum sið með Þingvelli sem hápunkt. Gísli Sveinsson skrifaði ítarlega grein um þennan fund í tímaritið Eimreiðina 1908 og sagði þar: „Al- frjáls lönd... eru nefnd ríki. En hvað er það sem er aðaleinkenni þessara ríkja? Það verður sagt í einu orði: Það er fullveldi.“ Lykilmenn samninganna 1918 voru Einar Arnórsson lagaprófess- or með meiru og Bjarni Jónsson al- þingismaður frá Vogi. Árið 1917 hafði Alþingi fellt sjálfstjórnar- kröfur landsins undir hugtakið full- veldi í þingsályktun og skipað sjö manna fullveldisnefnd sem gerði í framhaldinu kröfu um sérstakan verslunarfána. Bjarni lýsti tilgangi kröfunnar um verslunarfána svo í ræðu á Alþingi: „Nefndin hugsaði sér fánann sem einkenni fullvalda ríkis. En hún kaus af varfærni að taka heldur fánann en allt málið upp frá rótum, sakir þess að kapp- girni Dana yrði þá síður vakin, ef þeir gætu viðurkennt fullveldi vort með svo yfirlætislausum hætti. Þurfti þá ekki fyrr en fram var gengið málið að hreyfa því, að auð- vitað væri þetta fullveldið.“ Samningstilboðið sem Danir komu með til Reykjavíkur í byrjun júlí 1918 fól í sér sambandslög um sjálfstæði Íslands. Það hefði dugað til að verða dominion eins og Ný- fundnaland eða (umdeilt) sjálf- stjórnarsvæði eins og Álandseyjar, en var ekki nóg til að stofna ís- lenskt nútímaríki þjóðar meðal þjóða og var þess vegna hafnað. Með stefnufestu tókst sem til var efnt að sambandslögin fólu í sér fullveldi Ís- lands og urðu aflvaki allra þeirra stofnana sem tilheyra fullvalda íslensku ríki s.s Hæstaréttar. Í lagadeild Háskóla Íslands var minni kyn- slóð samt kennt að fullveldið hefði sætt „ýmsum takmörk- unum“ og álitamál um sambandsform ríkjanna tveggja varpaði til skamms tíma skugga yfir dýpri merkingu fullveldisins. Í Evrópu- umræðu síðustu 20 ára hefur svo fullveldi iðulega orðið að þunnu pólitísku slagorði á báða bóga. Mikilvægt er að Einar Arnórsson taldi takmarkað fullveldi óhugsandi. Í ræðu á Alþingi 1918 sagði hann: Í umræðunum í dag hefur komið fram þetta ónákvæma orðalag „skerðing fullveldis“; orðalag þetta er sjálfsmótsögn. Annaðhvort er maður lifandi eða dauður; ann- aðhvort er um fullveldi að ræða eða ekki.“ Dönum bar engin skylda til að semja við Íslendinga, þess krafðist enginn þjóðaréttur né tryggði nokkur dómstóll. En sjálfstæðis- barátta Íslendinga, háð með lögum, var á undan tímanum. Stjórn- málaskrif Íslendinga um ríkis- réttinn voru aldrei grunnhyggin heldur djúp og lögfræðilega mjög sterk. Í raun var á Íslandi þegar til staðar andlegt fullveldi, krafturinn sem bjó í menningarlegri sjálfsvirð- ingu. Fullveldið 1918 fékkst ekki vegna ytri stuðnings heldur innri styrks. Fullnaðarsigur í sjálfstæðisbar- áttu Íslendinga voru þau orð sem Jón Magnússon þáverandi forsætis- ráðherra valdi til að lýsa sam- bandslögunum. Þau orð eru rétt og sönn, nútímaríki þjóðar meðal þjóða var orðið til. Hlýtur það ekki að teljast mikilvægasta stjórnmála- afrek í sögu landsins? Hvað ef það hefði ekki orðið fullveldi 1918 held- ur einungis sjálfstjórn? Hverju væri Alþingi þá að fagna á Þingvöll- um í dag? Eftir Kristrúnu Heimisdóttur » „Annaðhvort er mað- ur lifandi eða dauður; annaðhvort er um full- veldi að ræða eða ekki.“ Kristrún Heimisdóttir „Það er fullveldi“ Höfundur er lögfræðingur. Alþingi kemur sam- an í dag á hátíðarfundi á Þingvöllum í tilefni af hundrað ára afmæli fullveldisins. Þar verð- ur til umræðu tillaga formanna allra stjórn- málaflokka á Alþingi þar sem annars vegar er lagt til að efla rann- sóknir á sjávarauð- lindinni með smíði nýs hafrannsóknaskips og hins vegar stofnun nýs Barnamenningarsjóðs til næstu fimm ára sem ætlað er að tryggja þátttöku allra barna í sköp- un og menningu. Báðar þessar tillögur snúast um framtíðina. Hafið hefur alla tíð mót- að þessa eyþjóð, verið uppspretta lífsbjargar okkar en er að breytast, ekki síst vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Þar er mikilvægt að tryggja öflugar rannsóknir til að við getum spornað við breytingum á borð við súrnun sjávar og annarri mengun, til dæmis plastmengun. Um leið er mikilvægara en nokkru sinni að fylgj- ast með fiskistofnunum sem munu væntanlega verða fyrir áhrifum af þessum miklu breyting- um. Gæfa okkar í fram- tíðinni mun ráðast af því hversu vel við munum standa að rannsóknum, vöktun og þróun á öllum sviðum, ekki síst þegar kemur að auðlindum okkar. Tillagan um Barnamenningarsjóð endurspeglar skýran vilja Alþingis til að horfa sérstaklega til barna og ungmenna og þannig til framtíðar. Hún felur það í sér að tryggja betur aðgengi allra barna að menningu, stuðla að aukinni sköpun barna og ungmenna á sviði lista og menningar og stuðla að aukinni samfélagslegri þátttöku barna í takt við Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna, meðal annars með nýju barnaþingi sem haldið verður reglulega á vegum Umboðsmanns barna. Samfélög eiga ekki síst að vera mæld eftir því hvernig þau koma fram við börn og hvernig þau tryggja að öll börn fái tækifæri til að þroska hæfileika sína þannig að þau nái að dafna og fylgja draumum sín- um eftir. Þannig tryggjum við betra samfélag, jafnaðarsamfélag. Fullveldisafmælið snýst bæði um að minnast þess framsýna fólks sem barðist fyrir fullveldinu á erfiðum tímum fyrir einni öld og að strengja heit inn í framtíðina. Í fullveldishug- takinu sjálfu felst nefnilega fyrirheit um framtíð og þau samfélög sem hafa trú á framtíðinni hlúa einkum og sér í lagi að börnunum sínum. Ég fagna þeirri trú á framtíðina sem birtist í þessum tillögum. Eftir Katrínu Jakobsdóttur » Tillagan um Barna- menningarsjóð end- urspeglar vilja Alþingis til að horfa sérstaklega til barna og ungmenna. Katrín Jakobsdóttir Höfundur er forsætisráðherra. Heitum á framtíðina Haldið er upp á það í dag að 100 ár eru frá því að samningnum um fullveldi Íslands var lokið með undirritun sambandslaganna sem tóku gildi 1. desember 1918. Sjálfstæðisbar- áttan einkenndi 19. öldina og markaði endurreisn Alþingis Ís- lendinga. Frelsisþráin var mikil og snerist stjórnmála- umræðan einkum um það hvernig Íslendingar myndu ráða sínum mál- um sjálfir. Sjálfstæðisbaráttan færði okkur betri lífskjör Fullveldisárið 1918 var krefjandi og stóð íslenska þjóðin frammi fyrir áskorunum af náttúrunnar hendi sem settu svip á þjóðlífið. Þá var frostaveturinn mikli og hafís tor- veldaði siglingar víða um landið. Spánska veikin tók sinn toll af þjóð- inni og Katla hóf upp raust sína. Fullveldinu var fagnað hóflega í ljósi þess sem á undan hafði gengið en ár- ið 1918 færði íslensku þjóðinni auk- inn rétt og varðaði mikilvægan áfanga á leið okkar til sjálfstæðis. Á þeim hundrað árum sem lið- in eru höfum við sem frjálst og fullvalda ríki náð að bylta lífskjörum í landinu. Við höfum borið gæfu til að nýta auðlindir landsins á sjálfbæran hátt og styðja við öflugt vel- ferðarsamfélag, þar sem allir eiga að fá tækifæri til að lifa gæfuríku lífi óháð efna- hag. Hins vegar er það svo að þrátt fyrir að íslensku samfélagi hafi vegnað vel á fullveldistímanum er ekki sjálfgefið að svo verði næstu 100 árin. Því verðum við að vera meðvituð um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og takast á við þær af festu. Mig langar til að fjalla um þrjú grundvallaratriði sem oft eru nefnd sem forsendur fullveldis, en þau eru fólk, land og lögbundið skipulag. Öll þessi atriði skipta máli í fortíð, nútíð og framtíð. Fólkið og tungumálið Ein af þeim áskorunum sem ég vil sérstaklega nefna er staða íslensk- unnar. Tungan hefur átt undir högg að sækja í kjölfar örra samfélags- og tæknibreytinga sem hafa breytt daglegu lífi okkar. Til að mynda hef- ur snjalltækjabyltingin aukið að- gang að erlendu afþreyingarefni. Þá getur fólk talað við tækin sín á ensku. Við viljum bregðast við þessu og liður í því er framkvæmd á mál- tækniáætlun fyrir íslensku 2018- 2022. Markmið hennar er að tryggja að hægt sé að nota íslensku í sam- skiptum við tæki og í allri upplýs- ingavinnslu og gera tungumálið okk- ar gildandi í stafrænum heimi til framtíðar. Það er hins vegar ekki nóg að snara öllum snjalltækjum yf- ir á íslenska tungu. Við verðum sjálf að vera meðvituð um mikilvægi þess að leggja rækt við málið okkar og nota það. Það eru forréttindi fyrir litla þjóð að tala eigið tungumál. Því vil ég brýna alla til þess að leggja sitt af mörkum við að rækta það. Landið okkar og eignarhald Önnur áskorun sem ég vil nefna snýr að landi og eignarhaldi á því. Lög um eignarrétt og afnotarétt fasteigna kveða á um að enginn megi öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum á Íslandi nema viðkom- andi aðili sé íslenskur ríkisborgari eða með lögheimili á Íslandi. Hins vegar getur ráðherra vikið frá þessu skilyrði samkvæmt umsókn frá áhugasömum aðilum, sem gerir nú- verandi löggjöf fremur ógagnsæja. Heimildir og takmarkanir erlendra aðila utan EES-svæðisins er lúta að fasteignum hér á landi eru einnig óskýrar. Það verður að koma í veg fyrir að landið hverfi smám saman úr eigu þjóðarinnar og að náttúru- auðlindir glatist. Staðreyndin er sú að landfræðileg lega Íslands er afar dýrmæt og mikilvægi hennar mun aukast í framtíðinni. Í ríkisstjórnar- sáttmálanum er kveðið á um að skoðaðar verði leiðir til að setja skil- yrði við kaup á landi sem taka mið af stefnu stjórnvalda um þróun byggða, landnýtingu og umgengni um auðlindir. Það er nauðsynlegt að marka skýrari stefnu í þessu máli. Mikilvæg þrískipting valdsins Í þriðja lagi langar mig að nefna lögbundið skipulag. Það sem felst í því að verða frjálst og fullvalda ríki er einkaréttur þjóðarinnar til þess að fara með æðstu stjórn dómsvalds, löggjafar- og framkvæmdarvalds. Það stjórnarfar sem reynst hefur farsælast er lýðræðið. Þess vegna er brýnt að efla Alþingi til að styðja við stjórnskipan landsins. Umboðið sem kjörnir fulltrúar hljóta í kosningum er afar þýðingarmikið og mikilvægt að styðja við það. Alþingismönnum ber að varðveita þetta umboð af mik- illi kostgæfni og það er okkar hlut- verk að tryggja að opinber stefnu- mótun taki ávallt mið af því. Alþingismenn eru kjörnir til að framfylgja málum sem þeir fá um- boð til í kosningum. Pólitískt eignar- hald á stefnumótun er lykilatriði í því að hún sé farsæl og sjálfbær. Ef kjörnir fulltrúar framkvæmdavalds- ins missa sjónar á umboði sínu og hlutverki gagnvart kjósendum er lýðræðið sjálft í hættu. Fullveldið og sá réttur sem því fylgir hefur gert okkur kleift að stýra málum okkar ásamt því að vera virkir þátttakendur í alþjóða- samfélaginu. Á dögum sem þessum, þegar við horfum 100 ár aftur í tím- ann, fyllumst við flest þakklæti fyrir þær ákvarðanir sem tryggðu okkur þessi réttindi. Hugurinn leitar síðan óneitanlega til framtíðar og þeirra verkefna sem bíða okkar, það er okkar að tryggja þá farsæld. Þakklæti á fullveldisafmæli og áskoranir framtíðar Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur » Alþingismönnum ber að varðveita þetta umboð af kostgæfni. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Þau tíðindi bárust á dögunum að á sérstökum þingfundi á Þingvöllum í vikunni yrði lögð fram þingsályktun um að hefja smíði nýs hafrann- sóknaskips. Þetta er gert í tilefni af 100 ára full- veldisafmæli Íslands. Á það hefur verið bent und- anfarin ár að skipakostur Hafrannsóknastofnunar sé að mörgu leyti úr sér genginn og í raun sé löngu tímabært að ráðast í smíði skips. Þetta eru því ánægjulegar fréttir. Íslendingar seldu fisk til útlanda fyrir tæplega 200 milljarða króna í fyrra. Það gerir um 550 milljónir króna á hverjum einasta degi, alla 365 daga ársins. Fyrir þjóð sem byggir lífsafkomu sína að verulegu leyti á sjávarútvegi eru reglulegar og ítar- legar hafrannsóknir mikilvægur þátt- ur, ekki síst þegar hafðar eru í huga þær breytingar sem eru að verða í hafinu í kringum okkur. Til marks um það hversu hafrann- sóknir geta skipt þjóðarbúið miklu má nefna dæmi af loðnuvertíðinni árið 2017. Fyrstu mælingar bentu til þess að samkvæmt aflareglu væri óhætt að veiða 57 þúsund tonn af loðnu. En í samvinnu við útgerðir fóru fram frekari mæl- ingar. Í ljós kom að stofn- inn var í raun miklu stærri og lokaniður- staðan varð sú að heimilt var að veiða 299 þúsund tonn. Þetta var því um fimmföldun á upphaflegu magni. Loðnuveiði og -vinnsla eru þjóðhagslega mikil- vægar, skapa atvinnu á sjó og í landi, ýta undir fjárfestingar og skapa veltu og framkvæmdir í sam- félaginu. Úthaldsdagur á hafrann- sóknaskipi kostar um 3 milljónir króna. Tvö skip í fimm daga rannsókn- arleiðangri kosta því um 30 milljónir króna. Útflutningstekjur af 285 þús- und tonnum af loðnu, sem var kvóti þessa árs, má áætla að séu um 18-19 milljarðar króna. Af því rennur um hálfur milljarður króna beint til ríkis- ins í formi veiðigjalds. Einnig verða til umtalsverðar skatttekjur og útsvar af launum, greiða þarf aflagjald, trygg- ingagjald og kolefnisgjald. Ef horft er á málið í þessu ljósi blasir við að nokkr- ir úthaldsdagar á hafrannsóknaskipi eru dropi í hafið miðað við verðmætin sem geta orðið til. Það sem ríkið fær í sinn hlut er langt umfram það sem það kostar að halda úti rannsókna- skipi í nokkra daga. Hafrannsóknir snúast þó ekki allar um krónur og aura. Málefni hafsins eru í kastljósinu og það ekki að ástæðulausu. Ábyrgð þeirra sem hafa lífsviðurværi sitt af auðlindum hafsins er mikil. Því ber að gæta þess að ætíð séu fyrir hendi eins nákvæmar og áreiðanlegar upplýsingar um ástand þess og hægt er að verða sér úti um. Til Íslendinga er litið á alþjóðlegum vettvangi vegna málefna hafsins. Það er því ekki bara nauðsyn fyrir okkur að hafa nýjustu tækni tiltæka og boð- leg skip, okkur ber skylda til að sjá til þess að hafrannsóknir við Ísland séu ætíð í fremstu röð. Það sem ríkið fær í sinn hlut er langt umfram það sem það kostar að halda úti rannsóknaskipi í nokkra daga. Saga af loðnu, meira fyrir minna Eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur Heiðrún Lind Marteinsdóttir »Nokkrir úthaldsdag- ar á hafrannsókna- skipi eru dropi í hafið miðað við verðmætin sem geta orðið til. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.