Morgunblaðið - 18.07.2018, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2018
Móðir mín Sig-
ríður Reimarsdótt-
ir, eða Sigga í Ás-
garði eins og hún var oftast
kölluð, andaðist á Hrafnistu í
Hafnarfirði 4. júlí síðastliðinn
og langar mig að minnast henn-
ar í fáeinum orðum.
Mamma var hóvær og lítillát
kona sem miklaðist ekki af
verkum sínum, þó að oft væri
full ástæða til. Í Ásgarði hjá
þeim foreldrum mínum voru
ekki mikil veraldleg gæði en
þeim mun meira af ást og hlýju
sem við systkinin fengum að
njóta. Það voru ekki bara við
systkinin sem nutum ástúðar
mömmu, heldur einnig þau
börn og unglingar sem voru í
sveit í Ásgarði og hafa þau sagt
mér að þetta hafi verið ein af
bestu árum ævi þeirra.
Mamma var mikið náttúru-
barn og naut hún sín best úti í
náttúrunni. Hún þekkti flóru
Íslands vel og ef maður þekkti
ekki einhver blóm eða grös,
stóð ekki á svari hjá henni.
Mömmu gafst ekki kostur á
langri skólagöngu í uppvextin-
um og ef til vill þess vegna
lagði hún áherslu á að við
systkinin sinntum heimanámi
okkar og passaði hún vel upp á
það.
Við mamma fórum oft saman
að veiða en það þótti henni af-
skaplega gaman og var hún
mjög þolinmóður og góður
veiðimaður.
Eitt sinn man ég að við vor-
um að veiða í Breiðdalsá, ánni
okkar, sem við höfðum svo mik-
ið dálæti á og vorum á svæði 4,
Sigríður
Reimarsdóttir
✝ Sigríður Reim-arsdóttir fædd-
ist 8. desember
1935. Hún andaðist
4. júlí 2018.
Útför Sigríðar
fór fram frá Hey-
dalakirkju í Breið-
dal 14. júlí 2018.
þ.e. ofan við Belj-
anda í Suðurdal.
Lögðum við bílnum
við Efri-Beljanda
að sunnanverðu og
gengum upp með
ánni. Þegar við
komum að Vala-
bakkahyl, þá segir
hún að sig langi að
renna í þann hyl og
ég held því áfram
upp með ánni.
Nokkru síðar kem ég til baka
með fáeina urriðatitti í poka.
Situr hún þá ekki sæl og glöð
með tíu punda hæng sér við
hlið á klöppinni og gleymi ég
aldrei svipnum á henni á þeirri
stundu. Hún var ekki fyrir það
að veiða og sleppa eins og nú
tíðkast, fyrir henni var þetta
matur sem hún fór með heim í
Ásgarð og matreiddi.
Mamma var hagsýn og úr-
ræðagóð en hún þurfti líka að
vera það. Ég held að það sé
mjög erfitt fyrir fólk í dag að
sjá fyrir sér þær aðstæður sem
hún bjó við. Ekkert rafmagn,
enginn ísskápur, né svo ótal-
mörg þægindi sem við búum
við í dag og finnst sjálfsagt og
ómissandi.
Alltaf sá mamma til þess að
nægur matur væri til og minn-
ist ég þess aldrei að svo hafi
ekki verið.
Síðustu ár mömmu voru
henni erfið en hún var búin að
fá blóðtappa nokkrum sinnum
og lamaðist vinstra megin af
þeim sökum. Það átti ekki við
hana að þiggja aðstoð, það átti
betur við hana að veita hana
öðrum.
30. júní síðastliðinn hittumst
við fjölskyldan og vinir, afhjúp-
uðum minningarplatta föður
okkar til heiðurs en hann hefði
orðið hundrað ára á þessu ári.
Við skoðuðum einnig gamlar
myndir á breiðtjaldi í skemm-
unni á Ásunnarstöðum og nut-
um frásagnar Ástu frænku í
Snæhvammi, sem rifjaði upp
margt skemmtilegt og fróðlegt
með myndunum.
Mamma sagði að sig hefði
aldrei grunað að hún ætti eftir
að upplifa það að koma austur í
litla Ásgarðinn sinn, sjá öll
börnin sín samankomin og hitta
ættingja og vini. Sitja á pall-
inum sínum í því góða veðri
sem var, njóta fegurðar dalsins
og sofa í rúminu sínu.
Ég er sæll og glaður að þú
skyldir ná að upplifa þetta,
elsku mamma. Þú kenndir mér
að ég skyldi koma fram við
aðra eins og ég vildi að aðrir
kæmu fram við mig. Ég held
áfram að reyna en mér tekst
það sjálfsagt aldrei eins vel og
þér.
Þín verður sárt saknað og
hafðu þökk fyrir allt, elsku
mamma mín.
Þinn sonur,
Halldór Pétur Ásgeirsson.
Elskaður faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
KRISTJÁN RAGNARSSON
skipstjóri,
Andrésbrunni 12,
Reykjavík,
lést föstudaginn 13. júlí.
Útför hans fer fram frá Guðríðarkirkju í Grafarholti föstudaginn
20. júlí klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Hafrún Kristjánsdóttir
María Lúísa Kristjánsdóttir Sigurður Sverrir Jónsson
Kristín Kristjánsdóttir Kristján H. Þorleifsson
Sigurbjörg G. Kristjánsdóttir
Sigurbjörn Kristjánsson
Sigurlaug E. Kristjánsdóttir Björn F. Svavarsson
Karen Elín Kristjánsdóttir Guðmundur H. Guðmundsson
afa- og langafabörn
Ástkær móðir okkar,
DAGBJÖRT SÓLEY
SNÆBJÖRNSDÓTTIR,
andaðist á gjörgæslu Landspítalans
föstudaginn 13. júlí.
Útförin fer fram í Langholtskirkju
fimmtudaginn 26. júlí klukkan 13.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja minnast
Dagbjartar eru beðnir að láta Öldrunardeild Vífilsstaða
njóta þess.
Guðrún Snæfríður Gísladóttir
Pétur Blöndal Gíslason
Elín Sigríður Gísladóttir
tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, dóttir og systir,
SVANHILDUR HELGADÓTTIR,
Þorlákshöfn,
lést miðvikudaginn 11. júlí á Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands á Selfossi.
Útförin fer fram frá Þorlákskirkju
laugardaginn 21. júlí klukkan 14.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á styrktarreikning barna hennar: 0152-05-010189,
kt. 250200-3580.
Dagbjartur Sebastian Østerby
Álfheiður Østerby
Sigríður Ingibjörg Guðmundsdóttir
Eggert Stefán Stefánsson Una Kristínardóttir
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
✝ SigursteinnSigurðsson
fæddist í Reykjavík
18. júlí 1958. Hann
varð bráðkvaddur á
heimili sínu 15. maí
2018.
Foreldrar Sig-
ursteins eru hjónin
Sigurður S. Magn-
ússon, yfirlæknir og
prófessor, f. 16.
apríl 1927, d. 21.
október 1985, og Audrey
Magnússon hjúkrunarkona og
húsfreyja, f. 5. janúar 1932.
Systur Sigursteins eru Ingi-
björg, f. 21. júlí 1957, hún á fimm
börn og fimm barnabörn, m.
Þorleifur Stefán Guðmundsson,
d. 1. september 2016. Anna
María, f. 4. júlí 1960, búsett í Sví-
Edinborgar í Skotlandi og þaðan
til Svíþjóðar þar sem hún bjó í
Köping og lengst af í Umeå.
Hann lauk grunnskólagöngu í
Sofiehemsskolan og Mimer-
skolan í Umeå og flutti fjöl-
skyldan aftur til Íslands árið
1974, þegar hann var 16 ára
gamall. Sigursteinn varð stúdent
frá Menntaskólanum í Reykjavík
árið 1979 og vann sem innkaupa-
fulltrúi og deildarstjóri hjá Sam-
bandi íslenskra samvinnufélaga
á árunum 1980-1991. Þá flutti
hann til Stokkhólms í Svíþjóð þar
sem hann bjó í 17 ár en hann
stundaði einnig nám um tíma við
Hälsohögskolan í Jönköping.
Sigursteinn flutti aftur til Ís-
lands árið 2008 og bjó í Reykja-
vík. Frá árinu 2013 vann hann í
Seljahlíð, heimili aldraðra, í
Reykjavík, og starfaði hann þar
til dauðadags. Aðalstarfsvett-
vangur hans síðustu áratugina
var við liðveislu og aðhlynningu.
Útför Sigursteins fór fram í
kyrrþey frá Háteigskirkju 4. júní
2018.
þjóð, hún á þrjú
börn, m.1 Niki
Langhammer, d. 27.
september 1999,
m.2 Janusz Gross.
Snjólaug Elín, f. 27.
ágúst 1962, hún á
þrjú börn, m. Ragn-
ar Hrafnsson. Hjör-
dís, f. 13. október
1964, hún á einn son
með fyrrverandi
sambýlismanni,
Þórarni Kristjánssyni, og eitt
barnabarn.
Dóttir Sigursteins er Alva Lí-
ney Audrey Sigurdsson, f. 25.
apríl 2000, búsett í Svíþjóð og er
móðir hennar Annica Petters-
son.
Þegar Sigursteinn var tveggja
ára flutti fjölskylda hans til
Í dag, þann 18. júlí, hefði bróðir
okkar og mágur, Sigursteinn Sig-
urðsson, orðið sextugur en hann
varð bráðkvaddur á heimili sínu
þann 15. maí sl.
Steini, eins og hann var jafnan
kallaður, fæddist á Landspítalan-
um í Reykjavík 18. júlí 1958.
Vegna sérnáms og starfa föður,
flutti fjölskyldan árið 1960 til Ed-
inborgar í Skotlandi. Þaðan lá
leiðin til Svíþjóðar, þar sem fjöl-
skyldan bjó í Köping og í Umeå.
Á æskuárum lék Steini knatt-
spyrnu og þótti efnilegur sund-
maður en hann æfði sund hjá
Umeå simsällskap í mörg ár. Á
veturna var farið á skíði og spilað
íshokkí. Steini var duglegur að
vinna sér inn aura, var m.a.
óþreytandi við að selja happ-
drættismiða og gekk í hús og seldi
sunnudagsútgáfu Dagens Nyhe-
ter snemma á sunnudagsmorgn-
um ásamt eldri systur sinni. Hann
var einnig í hlutastarfi hjá kaup-
manninum á horninu, farbror
Karlsson þar sem hann sinnti
verslunarstarfinu af natni.
Lífið breyttist sannarlega árið
1974 þegar fjölskyldan flutti til Ís-
lands. Nýtt umhverfi, nýtt tungu-
mál, nýir vinir, ný áhugamál, eng-
ir hjólastígar, nýr skóli, allt voru
þetta aðstæður sem þurfti að að-
lagast. Steini var ávallt bjartsýnn
og jákvæður og hélt ótrauður
áfram í verkefnum dagsins þegar
við systurnar fundum nýja heima-
landinu allt til foráttu.
Steina gekk vel að eignast vini
enda var hann félagslyndur, for-
vitinn og léttur í lundu, geðgóður
og mikill brandarakarl. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um í Reykjavík árið 1979. Þá
eyddum við elstu systkinin
löngum stundum á kaffihúsi Nor-
ræna hússins sötrandi óteljandi
kaffibolla, drekkandi í okkur
skandinavískt yfirbragð og and-
rúmsloft hússins og lúslásum
sænsku dagblöðin, kannski til að
viðhalda tengslum við „gamla“
landið. Það var svo gott að vera
saman, hann var góður félagi og
húmoristi.
Á árunum 1980-1991 vann
Steini sem innkaupafulltrúi og
deildarstjóri hjá Sambandi ís-
lenskra samvinnufélaga þar sem
hann naut trausts og vinsælda
meðal samstarfsmanna sinna. Ár-
ið 1991 flutti hann til Stokkhólms í
Svíþjóð og vann m.a. við liðveislu
og aðhlynningarstörf hjá Stock-
holms Stad, Nacka kommun og
Riksbyggen. Samskiptin minnk-
uðu en Steini hringdi reglulega og
vildi fá fréttir af fjölskyldu, systra-
börnum og vinum. Hann var í
sambúð með Annica Pettersson í
nokkur ár og eignaðist með henni
dótturina Alva sem fæddist 25.
apríl 2000. Annica og Steini slitu
samvistum.
Leiðin lá aftur til Íslands árið
2008. Á þessum tíma fór allt á
hvolf á Íslandi og fór Steini ekki
varhluta af erfiðleikunum en vann
m.a. hjá Landspítalanum og
Reykjavíkurborg. Hann var síðar
í sambúð með Katrínu Guðjóns-
dóttur til ársins 2018 er þau slitu
samvistum. Frá árinu 2013 vann
Steini í Seljahlíð í Reykjavík og
starfaði hann þar til dauðadags.
Hann var ánægður í vinnunni, vin-
sæll og vel liðinn.
Í dag viljum við minnast Steina
bróður sem góðs drengs sem var
góðum mannkostum búinn. Það
geisuðu stormar í lífi Steina og
hann barðist við skugga sem lit-
uðu ævi hans. Hann er nú kominn
í var.
Nu är du fri gode broder. Vila i
frid. (Núna ertu frjáls góði bróðir.
Hvíldu í friði).
Ingibjörg (Inga), Anna,
Snjólaug Elín (Lóló) og
Ragnar (Raggi).
Fyrst sá ég Steina þegar við
vorum báðir 7 ára gamlir í Umeå í
Svíþjóð. Foreldrar Steina höfðu
boðið okkur að koma frá Lycksele
í heimsókn. Steini bauð mér að
koma með sér að leika og sýna
mér hjólið sitt. Ég þáði ekki boðið
að sinni útaf feimni. Við Steini
hlógum stundum að þessum
fyrsta fundi okkar og ég skamm-
aðist mín pínulítið fyrir þetta. Ári
síðar fluttist fjölskylda mín til
Umeå. Ég byrjaði í sama skóla og
sama bekk og Steini og árið var
1967. Stuttu áður en skólinn byrj-
aði átti Steini frumkvæði að því að
kynna mig fyrir tilvonandi bekkj-
arfélögum mínum.
Fjórum árum síðar flutti ég til
Lundar sem er u.þ.b. 1.400 km
sunnar í landinu. Við vorum ekki
lengur bekkjarfélagar en við vor-
um nánir bernskuvinir og þeir
gleymast aldrei.
Sumarið 1972 fékk ég að fara til
Íslands og búa hjá ömmu minni.
Ég hreifst svo af landinu og ætt-
ingjum að ég fékk að fara hvert
sumar eftir það. Á Íslandi hitt-
umst við Steini aftur af tilviljun á
sameiginlegum vinnustað. Eins
gott, því við hefðum aldrei þekkst
á götu útaf hárlubbunum á höfð-
um okkar, sem þá var orðin vinsæl
„klipping“.
Við Steini töluðumst alltaf sam-
an á sænsku. Ástæðan var sú að
Steini lærði ekki íslensku fyrr en
hann flutti til landsins sem táning-
ur. Þessi vani fór í taugarnar á
fólki en ég útskýrði þetta með því
að við þekktumst á sænsku. Þetta
var okkar samverumál frá byrjun
og erfitt að skipta um tungumál.
Sumarið 1974 vorum við Steini
16 ára gamlir og því ekki með bíl-
próf. En við vorum heppnir því að
Ingibjörg, ein af mörgum (fjórum)
systrum Steina, var með bílpróf.
Með leyfi foreldranna, Audrey og
Sigurðar, fékk hún að nota Austin
Mini-bíl að vild og keyrði okkur
allt sem við vildum fara. Við alla
bíltúra, sumarkvöld og nætur,
hlustuðum við stanslaust á út-
varpsstöðina „Kanann“ sem sendi
út lítið annað en popptónlist, nýja
og gamla. En oft vorum við auðvit-
að heima og hlustuðum á plötur og
spiluðum þá oft loftgítar. Sum lög
flytja mig í huganum samstundis
aftur til Steina og systur hans og
minna á ferðir okkar um nágrenni
Reykjavíkur í litla bílnum. Við
vorum oft keyrðir í bíó og á tíma-
bili vorum við búnir að sjá ná-
kvæmlega allt sem bíóin höfðu til
sýningar. Ekki skrýtið að frændi
minn færi til mín að fá bíóráð það
sumar.
Ég flutti til Íslands og við vor-
um nánir vinir í MR. Eftir stúd-
entspróf bjuggum við langt hvor
frá öðrum og hittumst sjaldan. En
þegar við hittumst var alltaf eins
og við hefðum talast við í gær.
Þannig er það milli góðra vina.
Það var um kvöld þann 15. eða
16. maí sem ég sat við tölvuna
mína og varð hugsað til Steina.
Langt síðan ég heyrði í honum eða
af honum. Hvernig ætli hann hafi
það? Faðir hans dó á svipuðum
aldri, varð mér hugsað. Hræðilegt
væri ef hann dæi og ég fengi ekk-
ert að vita. Seint sunnudagskvöld
20. maí barst mér tölvupóstur frá
Snjólaugu systur hans um lát
Steina. Daginn eftir fór ég í kirkju
og bað fyrir sál vinar míns Steina
og fann nærveru hans.
Ég sendi fjölskyldu Steina mín-
ar einlægu og sorgmæddu samúð-
arkveðjur.
Guðmundur Arnarsson
(Blue boy), Svíþjóð.
Sigursteinn
Sigurðsson