Morgunblaðið - 18.07.2018, Side 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2018
Haukur Pálmason, tónlistarmaður og upptökutæknir, er fimmtugurí dag. Í símaskránni er hann titlaður „tónlistargagnagrunna-sérfræðingur“. Hljómmikið starfsheiti, enda segir titilberi í sam-
tali við blaðamann að þetta sé „hálfgert grín“. Samt er starfsheitið lýsandi,
því Haukur er bæði menntaður upptökutæknir og tölvunarfræðingur.
Pabbi hans stofnaði Tónabúðina og þar vann Haukur í tuttugu ár. Hann
er BS í tölvunarfræði frá HA 2004 og MS í tölvunarfræði frá HR 2011, þar
sem lokaverkefni hans var sjálfvirk tegundarflokkun tónlistar í stórum
tónlistargagnagrunnum. Loks sótti hann háskólanám við Fullsail Univers-
ity í Florida í hljóðupptökutækni. „Í Bandaríkjunum lét ég að vissu leyti
gamlan draum rætast. Ég er tónlistarmaður sjálfur og hafði því jafnan
verið að taka eitthvað upp en þarna ákvað ég loks að læra það almenni-
lega,“ segir Haukur.
Nú er hann annars vegar fagstjóri Skapandi tónlistar við Tónlistar-
skólann á Akureyri og hins vegar kennir hann eitt námskeið í tölvunar-
fræði í HA. „Svo er ég töluvert að taka upp. Á þessu ári hef ég tekið þátt í
upptökum á þremur bíómyndum og einni sjónvarpsþáttaröð með Sinfóníu
Nord í Hofi hér á Akureyri, auk verkefna með öðrum norðlenskum
tónlistarmönnum.“
Haukur fagnar fimmtugsafmælinu hraustur. Hann fer í Crossfit fimm
sinnum í viku, ef hann getur. Hann stefnir meira að segja á að fara í há-
deginu í dag, áður en veisluhöld hefjast. „Svo ætla ég að halda gamaldags
pylsupartí eins og þegar maður var tíu ára. Framan af verða vöfflur og
svo grillum við pylsur.“ Og hvernig er að verða fimmtugur? „Maður getur
ekki kvartað. Það er annaðhvort að eldast eða drepast. Sennilega betra að
eldast.“
Haukur er giftur Sigurbjörgu Ósk Sigurðardóttur, leikskólakennara,
listamanni og markþjálfa, og saman eiga þau þrjú börn.
Crossfittari út í gegn Haukur hefur verið í crossfit í hátt í átta ár, al-
veg síðan Crossfit RVK hafði aðstöðu í bílskúr í Mosfellsbæ.
Annaðhvort að
eldast eða drepast
Haukur Pálmason er fimmtugur í dag
Ó
lafur Gunnarsson fædd-
ist 18. júlí 1948 í Reykja-
vík og ólst upp í
Skuggahverfinu. „For-
eldrar mínir áttu
sumarhús í Mosfellssveit, við fluttum
þangað á vorin og aftur í bæinn þegar
skólar byrjuðu á haustin.“
Ólafur var í Skóla Ísaks Jónssonar,
Laugarnesskóla og lauk gagnfræða-
prófi frá Lindargötuskóla vorið 1965.
Þaðan lá leiðin í Verzlunarskóla Ís-
lands og lauk hann verslunarprófi
1969. „Dvölin í Versló var einstakur
hamingjutími og ég held enn góðu
sambandi við marga skólafélaga.“
Ólafur stundaði verslunarstörf hjá
Ásbirni Ólafssyni hf. 1965-71, var bif-
reiðarstjóri læknavaktar 1972-78 og
hefur sinnt ritstörfum frá 1974. „Ég
byrjaði að velta fyrir mér skáldskap
vorið 1967 og gaf út mína fyrstu ljóða-
bók 1970. Ef frá eru talin ritstörfin þá
kunni ég best við mig í starfi sem bíl-
stjóri læknavaktar,“ en faðir Ólafs
sinnti einnig því starfi. Ólafur flutti
með fjölskyldunni til Kaupmanna-
hafnar 1978, en hefur annars búið á
Íslandi. „Það átti að verða ársdvöl en
árin urðu sex. Þar skrifaði ég tvær
skáldsögur.“
Meðal viðurkenninga sem Ólafur
hefur fengið á ferlinum er viður-
kenning úr rithöfundasjóði RÚV á
gamlársdag 1999 og bóksala-
verðlaunin og íslensku bókmennta-
verðlaunin 2003 fyrir skáldsöguna
Öxin og jörðin.
Ritverk Ólafs eru þessi: Ljóð, 1970;
Upprisan, ljóð, 1976; Hrognkelsin,
saga, 1977; Milljón-prósent-menn,
skáldsaga, 1978; Ljóstollur, skáld-
Ólafur Gunnarsson rithöfundur – 70 ára
Rithöfundurinn Ólafur fyrir utan heimili sitt á Stóru-Klöpp þar sem foreldrar hans áttu sumarhús.
Skáldið á Stóru-Klöpp
Lét drauminn rætast Einar Kárason og Ólafur við Pontiac-bílinn.
Hrafnhildur Markúsdóttir og Sigrún Erla Þórarinsdóttir héldu tombólu við
Nóatún og söfnuðu þar 1.930 kr. sem þær færðu Rauða krossinum að gjöf.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Til í mörgum
stærðum og ge
Nuddpottar
Fullkomnun í líkamlegri vellíðan
rðum
Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is