Morgunblaðið - 18.07.2018, Side 29

Morgunblaðið - 18.07.2018, Side 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2018 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á lambið Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert stórhuga í dag þegar kemur að eignum, heimili og samskiptum við fjöl- skylduna. Ekki ganga ekki á bak orða þinna. 20. apríl - 20. maí  Naut Það yrði margt auðveldara ef þú leyfðir vinum og vandamönnum að hjálpa þér. Þú ert búin/n að fá þig fullsadda/n á fagurgala einhvers og segir það hreint út. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ef þú heldur aftur af þér mun einhver annar grípa gæsina. Mundu að öllu gamni fylgir nokkur alvara. Þú bindur mikl- ar vonir við nýjan samstarfsfélaga. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Eitthvað nýtt bíður þín við hvert fótmál. Sýndu öðrum þann skilning sem þú vilt fá. Þú vaknar upp við vondan draum, sumarið langt komið og þú ekki búin/n að skipuleggja fríið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ígrundaðu á hvern hátt þú getur bætt samskipti þín við ættingja og fjölskyldu. Settu heilsu þína í forgang. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Allt sem þú segir í dag er svo já- kvætt og uppbyggilegt að aðrir láta sann- færast. Þó útlitið sé slæmt í fjármálunum er óþarfi að mála skrattann á vegginn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gættu þess vandlega að aðrir skilji hvað fyrir þér vakir. Kannaðu hvort ódýrari lausnir heima fyrir gera ekki sama gagn og þær fokdýru. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú skellir skollaeyrum við öllu sem fólki finnst um ástalíf þitt. Menn munu sjá þegar mál skýrast að þú hefur rétt fyrir þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Fólk sem átti áður stóran þátt í ákvörðunum þínum hefur ekki lengur áhrif á þig. Ef þú heldur ekki um stjórnartaum- ana heima fyrir þá er ekki von á góðu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er best fyrir þig að tala skýrt og skilmerkilega núna. Vertu með þeim sem skilja þig og vilja hjálpa þér út úr þínum aðstæðum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur verið verið að vinna vel undanfarið. Þú ert praktísk/ur að eðl- isfari og vilt geyma það sem þú heldur að þú þurfir að nota síðar. Þolinmæði er dyggð. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það hefnir sín alltaf þegar anað er út í hlutina undirbúningslaust. Leggðu allt kapp á að finna farsæla lausn svo þú getir sofið róleg/ur. Helgi R. Einarsson var í sólar-löndum og orti „Ferðalok“ áð- ur en haldið var út til Íslands: Í kroppana fiðringinn fengum er frjáls við um eyjuna gengum. Landslagið, sjórinn, lífsgleðin, bjórinn. Það leiddist á Jerseynni engum. Og enn orti Helgi og þótti „Ekki svo slæmt“: Af fúlmennsku hún ’onum hratt, fram af hamrinum þess vegna datt. Nú er hann andi í eilífðarlandi, af því að það var svo bratt. Það er alltaf skemmtilegt að fletta Fésbókarsíðu Hjálmars Frey- steinssonar: Ég nenni ekki að norpa í skjóli, en nýt mín á hæsta stóli, þar sem útsýni er mest ég uni mér best, mælti Hreggviður blindi á Hóli. Ég komst yfir blaðið Tindastól en í 1. tbl. árið 1960 er rabbað við þann snjalla hagyrðing og alþýðuskáld Gísla Ólafsson frá Eiríksstöðum 75 ára. Kunnasta staka hans er vafa- laust: Lífið fátt mér ljær í hag lúinn þrátt ég glími. Koma máttu um miðjan dag mikli háttatími. Ég gríp niður í viðtalinu við Gísla: „Oft á fund með frjálslyndum fyrr ég skunda réði, en nú fæst undir atvikum aðeins stundargleði. Veraldarauði hefur Gísli ekki safnað. Þar er kannski enginn skaði skeður: Þótt þó berir fegri flík og fleiri í vösum lykla, okkar verður lestin lík lokadaginn mikla. Og heimshyggjan fær glettið bros í þessari stöku, og kannski ei- lítið beiskt: Einn að vanti eyririnn ekki er von þér líki, ef þú flytur auðinn þinn inn í himnaríki.“ Gísli segist alltaf hafa verið strangtrúaður maður, – „viss um guðs handleiðslu í smáu og stóru“: Guð er sem greiddi mér veginn gegnum hætturnar römmu, og til hans barni mér bentu bænirnar hennar mömmu. Því var spáð að illa færi fyrir Skarða-Gísla vegna drykkjuskapar. Þá kvað hann: Lífsins enda allir fá eilíf sendast launin hæfu, en ölvafjendur ekki þá eiga í hendi mína gæfu. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ferðalok og hinn mikli háttatími EMMA OG LÚKAS FENGU SKRIFSTOFUKENNSLU. „ÉG ER EKKI HRIFINN AF ÞESSUM STÓRA SVAMPI. ALLT BAÐVATNIÐ ER FARIÐ!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vita ekki hvort þú stendur of nálægt, eða of langt í burtu. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann SALATIÐ ER TILBÚIÐ! GRETTIR? SALATIÐ ER TILBÚIÐ! ÉG VEIT EKKI HVAÐ ÉG Á AÐ GERA VIÐ ÞÆR UPPLÝSINGAR ÉG ELSKA AÐ STÝRA DÝRUM KNERRI TIL ÞESS AÐ HÖGGVA MANN OG ANNAN! ÉG VEIT! EN HJARTAÐ ER ALLTAF HEIMA! TEKUR ÞÚ MINJAGRIPI LÍKA?! Víkverji hafði ekki áttað sig á þvíhversu mikil þróun hefur átt sér stað í smíði þýðingarforrita fyrr en hann fór til Rússlands í júní að fylgj- ast með afrekum íslenska karla- landsliðsins í knattspyrnu. Fram að því hafði hann einkum tengt þau við vandræðalegar þýðingar og mis- skilning. Reyndar eru þessi forrit enn langt frá því að vera fullkomin, en gagnsemi þeirra blasti hvað eftir annað við Víkverja í samskiptum hans við heimamenn. x x x Í tilefni af ferðinni sótti Víkverjismáforrit og vistaði þar sér- staklega rússneska orðabók. Hann verður að játa að hann var steini lostinn þegar hann beindi símanum að skilti á rússnesku og á skjá sím- ans var ensk þýðing komin í stað rússneskunnar með sömu leturgerð líkt og ljósmynd, sem átt hefði verið við. x x x Þýðingarforritin komu sér vel ísamskiptum við leigubílstjóra, þjóna á veitingastöðum og jafnvel fólk á götum úti. Enskukunnátta er greinilega af skornum skammti í Rússlandi, en Rússar voru greini- lega tilbúnir að brúa tungumála- vanda með því að nota þýðingar- forrit. Á georgískum veitingastað þar sem þýðingarforritið átti í vand- ræðum með skrautskrifaðan mat- seðil spurði þjónustustúlka hvaðan við værum. Andartaki síðar birti hún okkur á íslensku innihald réttanna, sem við höfðum bent á. x x x Víkverji er þó ekki viss um að ennsé tímabært að nota þýðing- arforrit í milliríkjasamskiptum eða við sjúkdómsgreiningar. „Þú ert al- veg velkominn!“ stóð á skilti yfir veitingastað í Rostov. Móttökurnar sýndu að það var alveg rétt, en þó var þýðingin það ekki alveg. En það er með ólíkindum hvað þessari tækni fleygir fram og það er hætt að hljóma eins og vísindaskáldskapur að hægt verði að ferðast um og eiga samræður á öllum heimsins tungu- málum án þess að kunna orð í öðru en móðurmálinu. vikverji@mbl.is Víkverji Jesús sagði: „Hver sem ber ekki sinn kross og fylgir mér getur ekki verið lærisveinn minn.“ (Lúkasarguðspjall 14.27)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.