Morgunblaðið - 18.07.2018, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 199. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Morðið á April litlu loks upplýst
2. Heimir hættur með landsliðið
3. Heimir stefnir á enskumælandi …
4. Mögulegir eftirmenn Heimis
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
The Metropolitan Flute Orchestra
frá Boston og Íslenski flautukórinn
halda tónleika saman í Norðurljósa-
sal Hörpu í kvöld kl. 20. Á efnis-
skránni eru verk eftir J. Sibelius, E.
Grieg, F. Mendelssohn
og Manuel De Falla
auk verka eftir
bandarísk 20. aldar
tónskáld. Hljómsveitin
leikur einnig í
Skálholti á morg-
un og í Hofi 21.
júlí.
Flautuhátíð í Hörpu
Á fimmtudag Hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað og lítils hátt-
ar rigning öðru hverju, en skýjað með köflum A-lands og stöku
skúrir síðdegis. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast S-lands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt 3-10 og þykknar upp S- og V-
lands með dálítilli vætu við ströndina en síðan rigningu í kvöld.
Víða bjartviðri fyrir austan. Hiti 9 til 19 stig.
VEÐUR
„Ég vissi að ég þyrfti að leggja
mig allan fram hérna heima og
það er það sem ég hef gert.
Mér finnst ekki gaman að gera
hlutina án þess að gera þá
100% og ég er ekki bara sátt-
ur við mína frammistöðu held-
ur liðsins í heild sinni. Við er-
um á góðum stað í dag en það
er mikið eftir af þessu ennþá,“
segir Sölvi Geir Ottesen, sem
hefur leikið mjög vel með Vík-
ingum það sem af er tíma-
bilinu. »4
Við erum á
góðum stað í dag
Heimir Hallgrímsson er hættur með
karlalandslið Íslands og er KSÍ á byrj-
unarreit í leit sinni að arftaka hans.
Sá verður undir gríðarlegri pressu að
ná góðum árangri. Ekki liggur fyrir
hvað Heimir sjálfur mun taka sér fyrir
hendur en þó er ljóst að
hugur hans stendur
frekar til þess að þjálfa
erlent félagslið en
landslið, og það þyrfti
helst að vera í ensku-
mælandi landi. »1
Heimir hættur og arf-
takinn undir pressu
Íslandsmeistarar Þórs/KA komust á
ný í toppsæti Pepsi-deildar kvenna í
knattspyrnu í gærkvöld með yfir-
burðasigri gegn Grindvíkingum, 5:0.
HK/Víkingur og KR unnu mikilvæga
sigra í baráttunni í neðri hluta deild-
arinnar og KR-konur fengu þar fyrstu
stig sín síðan í fyrstu umferðinni í
vor. HK/Víkingur er komið upp í
fimmta sætið. »2-3
Meistararnir komust
aftur í efsta sætið
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Skröltormar, múrmeldýr og skógar-
eldar eru meðal þess sem hefur orð-
ið á vegi Hrólfs Vilhjálmssonar á
fyrstu 1.000 mílum tæplega 2.700
mílna göngu hans frá landamærum
Mexíkó í suðri til landamæra Kan-
ada í norðri. Hrólfur er 25 ára
göngugarpur sem gengur nú hina
frægu Pacific Crest-leið sem liggur
m.a. í gegnum Sierra Nevada- og
Cascade-fjallgarðana og um þrjú
ríki; Kaliforníu, Oregon og Wash-
ington. Hrólfur áætlar að gangan
muni taka um fimm mánuði en hann
tók fyrstu skref göngunnar fyrir um
tveimur mánuðum og kemur að öllu
óbreyttu aftur til Íslands í október.
Tveggja ára undirbúningur
„Fjölskyldan mín hefur alltaf ver-
ið mikið göngufólk. Frá unga aldri
hafa foreldrar mínir dregið mig og
bræður mína í fjallgöngur út um allt
land og jafnvel út fyrir landstein-
ana. Ég hafði vitað af þessari
gönguleið í nokkur ár og alltaf haft
áhuga á henni. Svo fyrir um tveim-
ur árum breyttist þessi áhugi í al-
vöru og síðan þá hef ég unnið að því
að safna fyrir henni ásamt því að
búa til frítíma til að ganga hana,“
segir Hrólfur, spurður hvað hafi
orðið kveikjan að því að hann ákvað
að ganga hina löngu leið.
Hann segir að sér hafi þótt til-
hugsunin um að ganga samfellda
leið frá Mexíkó til Kanada ein-
staklega spennandi en einnig hafi
hann vitað að gönguleiðinni væri vel
haldið við, þar sem hún er ein af 11
þjóðleiðum Bandaríkjanna (e. Nat-
ional Scenic Trail).
Sléttuúlfar og skógarbirnir
Þrátt fyrir að Hrólfur hafi tjaldað
á búsvæði skógarbjarna og heyrt
sléttuúlfa ýlfra segir hann sig ekki
hafa lent í neinum alvarlegum áföll-
um enn. „Þetta hefur gengið eins og
í sögu hingað til. Ég byrjaði til-
tölulega seint á göngutímabilinu
vegna þess að ég var ekki búinn í
prófum fyrr en um miðjan maí,“
segir Hrólfur, sem lauk gráðu í
ferðamálafræði nú í vor.
„Ég hafði af því áhyggjur að allt
of heitt yrði í S-Kaliforníu og að ég
þyrfti því að ganga mikið á nótt-
unni. Hins vegar hefur veðrið verið
mér einstaklega hliðhollt og eyði-
mörkin í S-Kaliforníu var alls ekki
jafn heit og hefur verið síðustu ár.
Ég hef líka verið heppinn með litla
úrkomu, því það hefur á tveimur
mánuðum rignt á mig í samtals tíu
mínútur.“
Spurður hver hafi verið fallegasti
hluti göngunnar hingað til nefnir
Hrólfur Sierra Nevada-fjallgarðinn,
sem hann hefur nú nýlokið göngu
yfir. „Allur síðasti hluti göngunnar,
Mið-Kalifornía, var ógleyman-
legur.“
Þvær ef hann nennir
Hann segist einnig vera þakk-
látur fyrir sjálfboðaliðana á leiðinni
sem gefa tíma og vinnu til aðstoðar
göngufólkinu. „Hvort sem það er að
viðhalda vatnsbirgðum á þurrustu
hlutum leiðarinnar eða setja upp
grillvagn á miðri leið og elda ofan í
okkur sem erum hérna úti er ég
alltaf jafn þakklátur fyrir slík góð-
verk.“
Þar sem Hrólfur geymir allt sitt
hafurtask á bakinu reynir gangan
einnig á skipulagshæfileika hans.
Hann hefur nokkrum sinnum þurft
að fara svangur að sofa til þess að
mataráætlun gengi upp og segir það
lykilatriði að gleyma sér ekki í stóru
atriðunum. „Eftir að ég fór að horfa
skemmra fram í tímann og taka
hvern legg út fyrir sviga einfald-
aðist líf mitt til muna. Þessi ganga
er í raun ekkert nema samansafn
smærri gönguferða og því er bak-
pokinn minn settur upp á sama hátt
og ef ég undirbyggi vikulanga bak-
pokaferð. Ég er með tjald, dýnu og
svefnpoka, örfá raftæki og hrein-
lætisvörur, aukaföt og mat eftir því
hversu marga daga ég reikna með
að leggurinn taki,“ segir Hrólfur og
bætir við með brosi:
„Þegar ég kem á næsta áfanga-
stað þarf ég einungis að kaupa mat,
fara í sturtu og þvo föt, ef ég
nenni.“
Gengur yfir Bandaríkin
Hefur gengið
yfir 1.000 mílur á
tveimur mánuðum
Ljósmyndir/Hrólfur Vilhjálmsson
Stórstígur Hrólfur hefur nú gengið á hverjum degi síðan í maí. Hann áætlar að gangan taki um fimm mánuði.
Garpur Hrólfur á toppi Forester-
skarðs, í rúmlega 4.000 metra hæð.
Tina Dick-
ow og Helgi
Jónsson
koma fram í
tónleikaröð
Norræna
hússins í
kvöld kl. 21.
Bæði eru þekktir tónlistarmenn í
heimalöndum sínum, en Tina er
dönsk og hefur gefið út tíu plötur og
Helgi Hrafn er þekktur sem söngva-
skáld og fyrir að spila með ýmsum
tónlistarmönnum, m.a. Sigur Rós.
Tina og Helgi eru hjón og hafa undan-
farin ár farið saman í tónleikaferða-
lög og komið fram á nokkrum af
stærstu tónlistarhátíðum Evrópu.
Tina og Helgi leika
í Norræna húsinu
Kvintett píanóleikarans Baldvins
Snæs Hlynssonar kemur fram á tón-
leikum djassklúbbsins Múlans í kvöld
kl. 21 á Björtuloftum í Hörpu. Sveitin
mun leika lög af nýjustu plötu Bald-
vins, Renewal. Með Baldri leika Björg-
vin Ragnar Hjálmarsson á saxófón,
Bjarni Már Ingólfsson á gítar, bassa-
leikarinn Sigmar Þór Matthíasson og
Skúli Gíslason á trommur.
Leika lög af Renewal