Morgunblaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 9. J Ú L Í 2 0 1 8
Stofnað 1913 168. tölublað 106. árgangur
HARALDUR
FRANKLÍN Í
SVIÐSLJÓSINU
ALDREI LÁNAÐ
EINS MIKIÐ Í
EINUM MÁNUÐI
SEGULHARPA ÚLFS
TILBÚIN TIL FJÖLDA-
FRAMLEIÐSLU
VIÐSKIPTAMOGGINN HLJÓÐFÆRI 3816 SÍÐNA SÉRBLAÐ
Nýtt 150 her-
bergja Court-
yard by Marriott-
flugvallarhótel
verður opnað við
Keflavíkur-
flugvöll á næsta
ári. Fjármögnun
hótelsins er að
fullu lokið og
verður fyrsta
skóflustungan
tekin í dag. Framkvæmdir hefjast
strax í kjölfarið. Capital Hotels,
sem rekur fjögur hótel í Reykjavík
og eitt í Borgarnesi, verður sér-
leyfishafi nýja hótelsins. Aðaltorg
ehf. er byggingaraðili verkefnisins
og hyggst félagið reisa fjölbreytt
verslunar- og þjónusturými í
grennd við hótelið.
Courtyard-hótel Marriott eru
staðsett við helstu flugvelli Evrópu
en þau eru rúmlega 1.100 talsins.
Marriott rís við
Keflavíkurflugvöll
Hótel Reisa á 150
herbergja hótel.
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.isa
Íslenskur kvensjúkdómalæknir, Jón
Ívar Einarsson, var hluti af teymi
lækna á Indlandi sem græddu leg
úr gjafa í ófrjóa konu í sjaldgæfri
skurðaðgerð.
Sérsvið Jóns Ívars er kviðsjár-
aðgerðir, sem eru ívið minna inn-
grip fyrir konurnar að hans sögn.
Skoðar hann nú að innleiða slíka
legígræðslu með kviðsjáraðgerð á
spítala sínum, Brigham and Wo-
men’s Hospital við Harvard-há-
skóla.
Jón Ívar segir að aðgerðinni geti
fylgt ýmsir fylgikvillar fyrir líffæra-
gjafann. Hafa læknar því reynt að
græða leg úr látnum eða heiladauð-
um konum í þær konur sem hafa
ekkert leg eða ekki starfandi leg.
„Það væri að mörgu leyti skárra,
í aðgerð sem gefur líffæri sem ekki
er lífsnauðsynlegt.“ Að sögn Jóns
Ívars hefur slík aðgerð ekki enn
gengið en bundnar eru vonir við
það í náinni framtíð. »4
Leg látinna gjafa eru
grædd í ófrjóar konur
Íslenskur kvensjúkdómalæknir tók þátt í skurðaðgerðinni
Morgunblaðið/ÞÖK
Skurðáhöld Gjafaleg var grætt í
ófrjóa konu á Indlandi nýverið.
Fremur fámennt var á Þingvöllum í gær þeg-
ar þess var minnst að 100 ár voru liðin frá
undirritun sambandslaganna, sem tóku gildi
1. desember 1918. Var mætingin undir vænt-
ingum, þar sem búist hafði verið við nokkrum
þúsundum gesta. Veður hélst sæmilegt allan
daginn, þó að sólin léti ekki sjá sig.
Meðal þeirra Íslendinga sem mættu ríkti þó
mestmegnis jákvætt andrúmsloft gagnvart
fundinum og fullveldisafmælinu en þó settu
mótmæli nokkurn skugga á athöfnina. Fjöldi
erlendra ferðamanna setti einnig svip sinn á
hátíðarsvæðið, þó að ekki væru allir með það
á hreinu hvað um væri að vera. Þótti þeim
sem blaðamaður Morgunblaðsins náði tali af
þó nokkuð til þess koma að hafa fengið að
vera viðstaddir þennan atburð.
Einungis eitt mál var á fundi Alþingis,
þingsályktunartillaga um stofnun Barna-
menningarsjóðs og smíði hafrannsóknarskips í
tilefni fullveldisafmælisins og var full sam-
staða um hvort tveggja á þinginu. Formenn
flokkanna nýttu tækifærið í umræðum um til-
löguna til þess að ræða stöðu Íslands og mik-
ilvægi fullveldisins fyrir land og þjóð. Var
gerður góður rómur að máli þeirra. Var til-
lagan svo samþykkt með öllum greiddum at-
kvæðum.
Morgunblaðið/Hari
Mætingin minni en gert hafði verið ráð fyrir
Hundrað ára afmæli fullveldisins haldið hátíðlegt á Þingvöllum
MFullveldi Íslands 100 ára »6
Mikið er að gera hjá Persónu-
vernd þessa dagana, en stofnunin
hefur tekið á móti um 120 tilkynn-
ingum um ráðningar persónu-
verndarfulltrúa síðustu tvær vikur.
Þetta segir Helga Þórisdóttir, for-
stjóri Persónuverndar, en fleiri
póstsendingar hafa borist stofnun-
inni í sumar en vanalegt er vegna
gildistöku nýrra persónuverndar-
laga.
Persónuvernd hefur orðið vör við
að fólk nýti rétt sinn til upplýsinga
frá ábyrgðaraðilum, meðal annars
stofnunum, sveitarfélögum og
fyrirtækjum. Helga bendir á að
ekki sé þörf á því að senda slíkar
beiðnir til Persónuverndar fyrr en
ljóst sé að viðkomandi aðili verði
ekki við beiðninni innan tilskilins
frests, 30 daga. »20
120 persónuvernd-
arfulltrúar ráðnir
Fallbyssukúlan sem fannst í Mos-
fellsbæ laust eftir hádegi í gær kom
á land í gegnum sanddæluskip og
þykir ótrúlegt að hún hafi ekki
sprungið einhvers staðar á leiðinni
úr sjó og þangað sem hún endaði.
Ásgeir Guðjónsson, sprengju-
sérfræðingur á séraðgerðasviði
Landhelgisgæslunnar, segir afar
sjaldgæft að sprengjur sem þessar
finnist í byggð og að gæta hafi þurft
ýtrustu varkárni við meðhöndlun
hennar og eyðingu. Sprengjuleitar-
vélmenni Landhelgisgæslunnar lék
stórt hlutverk á vettvangi, en kveiki-
búnaður sprengjunnar var að sögn
Gæslunnar mjög illa farinn.
Ekki er vitað hvar sprengjan kom
upp í sanddæluskipið og er rannsókn
málsins ekki lokið. »2
Morgunblaðið/Valli
Hætta Stórt svæði var rýmt í gær
vegna hættu af fallbyssukúlunni.
Hefði vel get-
að sprungið
„Í júnímánuði var sett met þegar
fjöldi hundrað ára og eldri á lífi fór
í fyrsta sinn yfir fimmtíu. Nú eru
þeir 53, 15 karlar og 38 konur.“
Þetta segir Jónas Ragnarsson í
innsendri grein í Morgunblaðinu í
dag. Þá segir hann að elstu stað-
festu upplýsingarnar um Íslending
sem náði 100 ára aldri séu frá 1866
og að vitað sé um 725 sem orðið
hafa hundrað ára. Jensína Andrés-
dóttir er elst Íslendinga, 108 ára, en
elstur karla er Theodór Jóhannes-
son, eða 104 ára. »» 21
Metfjöldi hundrað
ára og eldri í júní