Morgunblaðið - 19.07.2018, Page 2

Morgunblaðið - 19.07.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2018 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að 595 1000 ÁGÚST SPRENGJA Frá kr. 49.795 28. ÁGÚST GRAN CANARIA Frá kr. 63.095 28. ÁGÚST GRAN CANARIA ðvv er ðg et . ÚRVAL SÓLARFERÐA Á LÆKKUÐU VERÐI SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á www.heimsferdir.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ótrúlegt þykir að 40 mm fallbyssu- kúla með hásprengiefni hafi ratað á Blikastaðanes í Mosfellsbæ þar sem hún fannst í malarhrúgu. Sprengjan kom á land í gegnum sanddæluskip og er hún frá seinni heimsstyrjöld, framleidd árið 1940. Allar líkur eru á að hún hafi komið til Íslands fyrir til- stilli breska eða bandaríska hersins. Kveikibúnaðurinn illa farinn Sprengjusveitir Landhelgisgæslu Íslands og sérsveitar ríkislögreglu- stjóra voru kallaðar út eftir hádegi og ákveðið var að rýma hættusvæði og eyða sprengjunni á staðnum. „Hún var í mjög slæmu ástandi og við treystum okkur ekki til að fjar- lægja hana eða færa til svo henni mætti eyða,“ segir Ásgeir Guðjóns- son, sprengjusérfræðingur á sér- aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, í samtali við Morgunblaðið. „Kveikibúnaðurinn var þannig úr garði gerður að það var ekki hægt með neinum öruggum hætti að óvirkja hann þannig að sprengjan spryngi ekki. Þess vegna var ákveð- ið að eyða henni á staðnum,“ segir hann enn fremur. Í ljósi þess að sprengjan fannst nærri íbúðarbyggð sem var innan 200 metra hættusvæðis var ákveðið að koma henni fyrir í holu með hjálp sprengjuleitarvélmennis Gæsl- unnar. Byrgt var fyrir holuna með sandpokum og kúlan sprengd með hleðslu. „Það er eiginlega ótrúlegt að hún hafi ekki sprungið á þessari leið, í öllu hnjaskinu og þokkalega stóru grjóti þaðan sem malarhaugurinn kom. Hnjaskið gerði hana sér- staklega hættulega og ummerkin á kveikibúnaðinum gerðu það að verk- um að annað var ekki hægt en að eyða henni,“ segir Ásgeir og nefnir að árlega fáist Gæslan við um 30-40 mál af þessum toga. „Yfirleitt eru þessar sprengjur á gömlum her- æfingasvæðum eða í sjónum. Það er alls ekki algengt að þetta finnist í íbúðarbyggð. Yfirleitt er hægt að sprengja þetta á staðnum, úti í auðn- inni. Það eru allnokkur ár frá því að eitthvað þessu líkt fannst inni í borg- inni,“ segir hann. Rannsókn málsins er ólokið og óupplýst hvar sprengjan kom upp í sanddæluskipið. Morgunblaðið/Valli Hætturadíus Um 200 metra radíus út frá sprengjunni var rýmdur og fallbyssukúlunni eytt með hleðslu. Sjaldgæfur fundur í byggð  Sprengja fannst í Mosfellsbæ í gær  Ósprungin eftir langt ferðalag Vettvangur Sprengjusveit sérsveitar ríkislögreglustjóra og sprengjusveit Gæslunnar áttu í góðu samstarfi í gær. Holan Leifur Guðjónsson gröfumaður fann sprengjuna í malarhrúgunni. Næsti fundur samninganefnda ljós- mæðra og ríkisins, sem til stóð að yrði haldinn á mánudag, verður í dag klukkan 10.30 í húsakynnum ríkis- sáttasemjara. Upp úr slitnaði í viðræðum nefnd- anna síðastliðinn miðvikudag og hófst yfirvinnubann ljósmæðra á miðnætti aðfaranótt miðvikudags. „Mér skilst að þetta hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig en ástandið er mjög erfitt,“ sagði Katrín Sif Sigur- geirsdóttir, formaður samninga- nefndar ljósmæðra, spurð hvernig fyrsta vakt eftir að bann hófst hefði gengið fyrir sig. Hún segist ekki vita til þess að nokkuð nýtt hafi komið fram sem gef- ið hafi tilefni til þess að flýta fund- inum en vonast til að eitthvað jákvætt gerist í dag. „Það var gefið út að það yrði boð- að til fundar fyrr ef eitthvað nýtt kæmi upp á borð hjá deiluaðilum. Við höldum bara í þá von,“ sagði Katrín í gær- kvöldi. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, það ekki ganga að deiluaðilar funduðu einung- is á tveggja vikna fresti og lýsti yfir hættuástandi á Landspítalanum. Spurð hvort hún telji fundinn í dag vera svar ríkisins við þessu ákalli frekar en að nýrra tilboða sé að vænta svarar Katrín: „Ég vona ekki. Ég ætla að leyfa mér að halda í bjart- sýnina á að það sé ekki verið að draga fólk á asnaeyrunum heldur að það sé verið að boða okkur á fund til að draga upp lausn í þessum deilum.“ Ræða alvarlega stöðu Í samtali við mbl.is í gær sagði Bryndís Hlöðversdóttir ríkissátta- semjari ekkert nýtt hafa komið frá samningsaðilum enn. Kvaðst hún hafa ákveðið að boða til fundarins, meðal annars í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem upp væri komin að mati bæði landlæknis og forstjóra Land- spítalans. „Núna tel ég nauðsynlegt að við komum saman til þess að ræða þá alvarlegu stöðu sem virðist vera uppi í deilunni og gera þá í leiðinni stöðumat hvort það sé eitthvað nýtt,“ sagði Bryndís. teitur@mbl.is Kjarafundinum flýtt þrátt fyrir ekkert nýtt  Ríkissáttasemjari hefur boðað ljósmæður á fund í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.