Morgunblaðið - 19.07.2018, Síða 4
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Jón Ívar Einarsson, kvensjúkdóma-
læknir á Brigham and Women’s Ho-
spital og prófessor við læknadeild
Harvard-háskóla, tók nýverið þátt í
aðgerð á Indlandi þar sem að leg var
flutt úr einni konu í aðra. Um um-
fangsmikla og sjaldgæfa aðgerð er að
ræða. „Ferlið er margþætt og felst í
því að taka þarf leg úr líffæragjafa og
er legið svo grætt í aðra konu. Þetta
er gert í þeim tilgangi að konan geti
gengið með barn og er þá miðað við
hámark tvö börn. Eftir barneignir
þarf svo að taka legið aftur úr henni,“
segir Jón Ívar en hann gerði aðgerð-
ina ásamt teymi lækna á sjúkrahús-
inu Galaxy Care í Pune á Indlandi.
„Þetta var sjötta aðgerðin af þessu
tagi á Indlandi og sérstaða þeirra
felst í því að þeir framkvæma aðgerð-
ina í kviðsjá,“ segir Jón Ívar.
Hann er sérhæfður í kviðsjár-
aðgerðum og stýrir hann sérstakri
deild kviðsjáraðgerða á Brigham and
Women‘s Hospital. „Við erum núna
að skoða möguleikann á því að minn
spítali fari að gera álíka kviðsjár-
aðgerð á við það sem þetta indverska
teymi hefur verið að gera.“
Að sögn Jóns Ívars er algengast að
þær konur sem taka við nýju legi hafi
fæðst án virks legs. „Þá hefur legið
ekki myndast eðlilega eða alls ekki.
Þær eru samt með eggjastokka og
geta því eignast börn en ekki gengið
með sjálfar. Einnig hafa þessar kon-
ur t.a.m. misst legið vegna krabba-
meins.“
Mæður hafa gefið dætrum leg
Jón Ívar segir slíkar legígræðslur
nýjar af nálinni. „Þetta eru tiltölulega
nýjar aðgerðir en þetta var reynt
nokkrum sinnum án árangurs.
Fyrsta barnið sem fæddist eftir
svona aðgerð fæddist í október 2014 í
Svíþjóð, en Svíar eru frumkvöðlar í
þessum aðgerðum. Það hafa aðeins
verið gerðar tæplega 30 slíkar að-
gerðir í heiminum til þessa.“
Að sögn Jóns Ívars hafa aðgerð-
irnar verið umdeildar, m.a. vegna
þess að aðgerðin telst mikið inngrip
fyrir leggjafann. „Af þeim sökum
finnst mér mikilvægt að aðgerðin sé
gerð í kviðsjá, því þarna er verið að
gefa líffæri sem er ekki lífs-
nauðsynlegt. Þetta er eingöngu gert
til að kona geti gengið með barn. Þá
vill maður lágmarka hugsanlega
fylgikvilla fyrir gjafann, sem er að
öllum líkindum heilbrigður ein-
staklingur.“ Að sögn Jóns Ívars er
gjafinn í mörgum tilvikum fjölskyldu-
meðlimur. „Oft er þetta móðir eða
systir sem gefur legið, það er t.d.
mjög sérstakt þegar kona þiggur leg
frá móður sinni, því að þá er hún að fá
legið sem hún sjálf var í.“
Ísland of lítið fyrir slíka aðgerð
Jón Ívar telur ólíklegt að slíkar að-
gerðir verði framkvæmdir á Íslandi í
bráð. „Þetta er mjög umfangsmikil
aðgerð og markaðurinn á Íslandi er
mjög lítill. Ef til er kona sem hefði
áhuga á þessari aðgerð væri henni
líklegast betur borgið að fara í að-
gerðina þar sem reynsla er komin á
hana. Vissulega væri hægt að búa til
slíkt teymi á Íslandi en tíminn leiðir
það í ljós. Þetta er þó komið til að
vera, sýnist mér,“ segir Jón Ívar að
lokum.
Ljósmynd/Jón Ívar Einarsson
Teymi Jón Ívar ásamt teymi lækna í Pune á Indlandi. Undir 30 legígræðslur hafa verið gerðar í heiminum til þessa.
Íslenskur læknir tók þátt í
tímamótaaðgerð á Indlandi
Skurðaðgerð þar sem leg er grætt í ófrjóar konur
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2018
fyrir öll tölvurými og skrifstofur
Rafstjórn tekur út
og þjónustar kæli- og
loftræstikerfi
Kæling
Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is
Verð frá kr.
181.890 m/vsk
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
Íslandspóstur hefur gert ýmsar breytingar
undanfarin misseri til þess að mæta þróun í
póstþjónustu, t.d. því hve bréfpóstur hefur
minnkað mikið á síðustu árum. Á móti fækkun
bréfa hefur kostnaður við lögbundinn rekstur
dreifikerfisins hækkað vegna fjölgunar íbúða
og fyrirtækja. Allt hefur þetta leitt til hækk-
andi einingarkostnaðar, segir í svörum Ís-
landspósts við fyrirspurn Morgunblaðsins um
hvernig tekið er á umskiptum í póstþjónustu.
Tekist að lækka kostnað í dreifikerfi
Meðal þeirra breytinga sem Pósturinn hefur
ráðist í er upptaka B-pósts, meiri sjálfvirkni í
flokkun og fækkun dreifingardaga í sveitum og
nú síðast var gerð sú breyting að dreifingar-
dögum í þéttbýli var einnig fækkað. Hefur síð-
astnefnda breytingin, sem varð möguleg í kjöl-
far reglugerðarbreytingar, verið í gildi frá 1.
febrúar sl.
Með fækkun dreifingardaga í þéttbýli hefur
tekist að lækka kostnað í dreifikerfi Íslands-
pósts „en það er ljóst að bréfum mun halda
áfram að fækka og óhjákvæmilegt verður að
gera frekari breytingar á dreifikerfinu,“ segir
enn fremur í svari Íslandspósts um breytt
rekstrarumhverfi.
Pósturinn sinnir alþjónustuskyldu um allt
land sem nær til sendinga allt að 20 kg. Tekjum
af bréfum í einkarétti er m.a. ætlað að standa
undir þeim þáttum þjónustunnar sem ekki eru
arðbærir og einungis veittir á grundvelli skyld-
unnar. Tekjur af einkarétti duga hins vegar
engan veginn til að standa undir slíkum kostn-
aði og hafa ekki gert það í mörg ár.
Pakkasendingar haldið Póstinum á floti
Þegar spurt er hvernig tekist hafi að vinna
upp tap vegna minni bréfpósts fjölgun í pakka-
sendingum er svarað að „fjölgun í pakkasend-
ingum og annarri vörudreifingu hefur gert það
að verkum að fyrirtækið hefur verið starfhæft
á síðustu árum og má segja að samkeppnishluti
fyrirtækisins greiði niður kostnað alþjónustu-
skyldunnar. Það er mjög óeðlilegt ástand og
engan veginn ásættanlegt“. Þá segir í svari Ís-
landspósts að brýn nauðsyn sé að taka á fram-
tíð póstmála hérlendis sem allra fyrst og
hvernig eigi að fjármagna óarðbæra þjónustu-
þætti
„Sú staða að Pósturinn standi undir dreif-
ingu á óarðbærum svæðum er ekki ásættanleg
og ekki í samræmi við leiðbeinandi reglur
OECD um fyrirtæki í eigu ríkisins. Þessu
fyrirkomulagi er óhjákvæmilegt að breyta með
því að gerður verði þjónustusamningur um
þann hluta póstþjónustunnar sem ekki eru
rekstrarlegar forsendur fyrir, svo sem gert
hefur verið í Noregi, þar sem svipað hagar til,“
segir í svari Íslandspósts til blaðsins.
Þörf á frekari breytingum
Íslandspóstur hefur hróflað við ýmsu til þess að bregðast við þróun í póst-
sendingum Tekist að lækka kostnað Pakkasendingar mikilvægar
Ljósmynd/Hörður Ásbjörnsson
Pósturinn Pakkasendingar skipa sífellt
stærra hlutverk í þjónustu Íslandspósts.
Nú fer hver að verða síðastur að senda heilla-
eða samúðarskeyti hjá Póstinum til vina eða
ættingja, en ákveðið hefur verið að hætta
skeytaþjónustu 1. október næstkomandi.
Greint er frá ákvörðuninni á vefsíðu Íslands-
pósts.
Helsta ástæða ákvörðunarinnar er sú að
skeytum hefur fækkað um tæplega 90% á síð-
ustu 10 árum, að því er segir í svörum frá Ís-
landspósti við fyrirspurn Morgunblaðsins. Á
þessu ári hefur skeytum haldið áfram að
fækka, eða um 16% á milli ára.
„Útlit er fyrir áframhaldandi fækkun á
komandi árum og ekki eru lengur forsendur
til að halda úti þessari þjónustu,“ segir að
auki í svari Íslandspósts.
Áður fyrr skipuðu skeyti mikinn sess hjá
fólki „en í dag hafa aðrir samskiptamátar
tekið við og Pósturinn gerir sér fulla grein
fyrir þessum breytingum“. Einstaklingar
senda afar lítið af skeytum og meginhluti
þess magns sem sent er kemur frá fyrir-
tækjum. „Ef árið 2017 er skoðað þá sendu
fyrirtæki tæplega 90% þeirra skeyta sem
send voru á árinu. Fjöldi skeyta sem ein-
staklingar sendu náði ekki 1.500 stykkjum.“
Þrátt fyrir að Pósturinn hætti senn skeyta-
þjónustu eru enn nokkrir aðilar sem bjóða
upp á heillaskeyti og minningarkort, s.s.
Slysavarnafélagið Landsbjörg og Landspít-
alinn. axel@mbl.is
Skeyti heyri
sögunni til
„Þau eru búin að vera að lenda í alls
konar skítkasti á víð og dreif um
landið. Fólk að segja þeim að koma
sér heim og að þau séu búin að eyði-
leggja náttúruna og að gefa þeim
fokkmerki,“ segir Magnús Ásgeirs-
son við mbl.is um frönsku ferða-
mennina tvo sem gerðust sekir um
utanvegaakstur við Kerlingarfjöll.
Bíllinn sem ferðamennirnir voru á
var merktur erlendri ferðaskrif-
stofu, sem hefur í kjölfarið fengið ill-
skeytta haturspósta frá Íslendingum
að sögn Magnúsar. Ferðaskrifstofan
hafi þó í raun ekkert með ferð pars-
ins um Ísland að gera þar sem parið
hafi fengið límmiða á bílinn sinn frá
skrifstofunni eftir ferðalag í Afríku
fyrir mörgum árum.
Parið gaf í gær út yfirlýsingu í
samráði við franska sendiráðið þar
sem þau segja frá sinni hlið málsins.
„Þau hafa orðið fyrir svo mikilli
áreitni að þau hringdu í franska
sendiráðið í gær og báðu það um að
aðstoða sig,“ segir Magnús.
Í yfirlýsingunni segir m.a. að parið
hafi, á leið sinni í átt að Háafossi,
komið að snjóskafli á slóðanum sem
þau óku eftir og hafi því ekki komist
lengra. Þau hafi þó séð hjólför sem
bentu til að hægt væri að sneiða fyrir
skaflinn og í kjölfarið fest sig.
Þá segir einnig: „Þegar hann
[starfsmaður í skálanum í Kerlinga-
fjöllum] kom í skálann færði hann
skilti sem stóð að innakstur væri
bannaður og setti það á veginn
miðjan. Annar bíll hafði þá þegar
lagt inn á slóðann.“
Íslendingar senda
út haturspósta
Franska parið leitaði til sendiráðsins
Gaf út yfirlýsingu vegna áreitninnar
Utanvegaakstur Bíllinn er vel
merktur skrifstofunni Imagine.com.
Ljósmynd/Páll Gíslason