Morgunblaðið - 19.07.2018, Page 8

Morgunblaðið - 19.07.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2018 Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is RITZENHOFF Bjórglös og krúsir Verð frá 2.150,- ALESSI ANNA G Vínupptakari – fleiri litir Verð frá 6.950,- RITZENHOFF Vínglös Verð frá 2.550,- NUANCE Vatnskanna – fleiri litir Verð 13.790,- Glæsileg gjafavara KABUKI Standlampi – fleiri litir Verð 129.000,- SKAGERAK DANIA Skurðarbretti 50x27 cm tekk Verð 11.500,-ROBERT WELCH Hurricane kertastjaki Verð frá 5.490,- IITTALA KASTEHELMI Kökudiskur 24cm Verð 7.800,- KARTELL BATTERY Borðlampi – fleiri litir Verð frá 19.900,- KAY BOJESEN Ástarfuglar Verð 14.650,- IITTALA TOIKKA WHOOPER Verð 68.900,- Styrmir Gunnarsson skrifar:    Það er óneitan-lega athyglis- vert að fylgjast með þeirri nokkuð víðtæku gagnrýni, sem er á meðal fólks á hátíðafund Alþingis á Þingvöllum í dag.    Hún snýst aðallega um tvennt.    Að þetta séu fyrst og fremst há-tíðahöld fámenns hóps, sem ekki sé ætlast til að almenningur taki þátt í og hins vegar að kostn- aðurinn við hátíðahöld þessa fá- menna hóps, sem skattgreiðendur borgi, sé óheyrilegur, þ.e. 80 millj- ónir króna.    Í þessari gagnrýni birtist með sín-um hætti sú tilfinning að sam- félagið skiptist í tvennt, „við“ og „þau“. Og að „þau“, sem eru í að- stöðu til, fari með fé skattborgar- anna, eins og þeim henti hverju sinni.    Það er eins og upplifun almenn-ings sé sú að þessi hátíðahöld séu ekki í takt við tíðarandann.    Það er ekki gott að hátíðahöldvegna 100 ára afmælis fullveld- isins veki upp slíkar tilfinningar. Það væri hyggilegt fyrir þá nefnd, sem hefur undirbúið hátíðahöldin að skoða það sem eftir er í þessu ljósi.“    Það er illt að „elítan“ telji full-veldið ekki koma fólkinu við um leið og hún bruggar því launráð á Þingvöllum. Forsetinn staðfesti ný- lega lög sem virtir lögfræðingar sögðu að færu gegn stjórnarskrá og eftir að rangfært var fræðilegt álit um stöðu gagnvart henni. Skuggi formannafundar STAKSTEINAR Veður víða um heim 18.7., kl. 18.00 Reykjavík 11 alskýjað Bolungarvík 11 alskýjað Akureyri 13 skýjað Nuuk 16 léttskýjað Þórshöfn 10 skúrir Ósló 25 heiðskírt Kaupmannahöfn 22 súld Stokkhólmur 29 heiðskírt Helsinki 27 heiðskírt Lúxemborg 26 heiðskírt Brussel 24 heiðskírt Dublin 21 skýjað Glasgow 19 léttskýjað London 22 léttskýjað París 27 heiðskírt Amsterdam 22 heiðskírt Hamborg 23 léttskýjað Berlín 26 heiðskírt Vín 21 rigning Moskva 21 skýjað Algarve 25 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 28 heiðskírt Mallorca 33 léttskýjað Róm 30 léttskýjað Aþena 32 léttskýjað Winnipeg 26 skýjað Montreal 19 léttskýjað New York 21 heiðskírt Chicago 23 heiðskírt Orlando 29 þrumuveður Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 19. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:54 23:15 ÍSAFJÖRÐUR 3:26 23:53 SIGLUFJÖRÐUR 3:07 23:38 DJÚPIVOGUR 3:16 22:52 Bandarískur karlmaður á sjötugs- aldri hefur verið dæmdur í Héraðs- dómi Suðurlands í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa orðið valdur að banaslysi á Suður- landsvegi í maí. Kona, sem var í bíl sem ekið var úr gagnstæðri átt, lést nær samstundis í slysinu. Í ákæru er manninum gefið að sök að hafa ekið yfir á rangan vegar- helming á 101 kílómetra hraða og framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Kona sem ók þeim bíl lést. Fram kemur í dómnum að mað- urinn játaði skýlaust sök og komst að samkomulagi við ættingja kon- unnar um miskabætur. Litið var til þess við ákvörðun dóms og þess að hann hafi verið samvinnufús við lög- reglu og samþykkt umbeðnar rann- sóknir. Þá var litið til þess að atvikið hefði „haft gríðarleg áhrif á heilsu“ hans, sem staðfest var með læknis- vottorði. Hann var því dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára og sviptur ökuréttindum í tíu mánuði. Þá var honum gert að greiða útlagðan sakarkostnað, sam- tals tæpar tvær milljónir króna auk málsvarnarlauna verjanda síns. Tveggja mánaða fangelsi  Valdur að bana- slysi á Suðurlandi Liðlega 2.000 færri ökutæki fóru undir Hvalfjörð í júní í ár en í sama mánuði í fyrra. Samdrátturinn nem- ur 0,7%. Alls fóru 266.614 ökutæki um göngin þennan mánuð. „Skýring fylgir að sjálfsögðu ekki þessum upplýsingum úr umferðarteljurum ganganna en upp í hugann hlýtur að koma rigning- arsamt og þungbúið veðurlag á sunnan- og vestanverðu landinu all- an júnímánuð,“ segir í frétt á heimasíðu Spalar, sem rekur göng- in. Ótíðin kunni að hafa haldið mörgum heima sem ella hefðu ekið meira um þjóðvegina. Í júní 2017 var umferð í göng- unum 11,2% meiri en í júní 2016. Þrátt fyrir að ótíðin hafi haldið áfram inn í júlímánuð hefur ræst úr umferðinni um göngin. Fyrrihluti júlí er t.d. aðeins betri en sama tímabil í fyrra, upplýsir Gylfi Þórð- arson, framkvæmdastjóri Spalar. Undanfarin misseri hefur verið stöðug aukning umferðar um Hval- fjarðargöngin. Undantekning var febrúar á þessu ári þegar umferð dróst saman um 7% í samanburði við sama mánuð í fyrra. Linnulítil ótíð, ófærð og aðrar samgöngu- truflanir setttu mark sitt á umferð- artölurnar þann mánuðinn. Eins og fram hefur komið í frétt- um stefnir Spölur að því að ljúka greiðslum allra lána vegna gang- anna í september nk. Mun félagið þá afhenda ríkinu göngin til eignar og rekstrar. Jafnframt verður gjaldtöku í göngin hætt en þau hafa verið innheimt í 20 ár. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvalfjarðargöng Rigningarsamt og þungbúið veðurlag var allan júní. Færri um göngin vegna ótíðarinnar  Umferðin hefur tekið kipp í júlí

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.