Morgunblaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2018 Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Krónan mælir með! 599 kr.pk. Fylltir hamborgarar, 2x120 g 149 kr.pk. Gestus snakk, 175 g Gott með borgaranu m Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Það sem af er þessu vatnsári hefur tíðin verið hagfelld rekstri miðlana Landsvirkjunar. Engin þörf á tak- mörkun afhendingar á raforku er fyrirsjáanleg, segir í frétt á heima- síðu Landsvirkjunar sem ber fyrir- sögnina „Landsvirkjun finnst rign- ingin góð!“ Þetta er annað árið í röð sem vatnsbúskapurinn á hálendinu er fyrirtækinu afar hagfelldur. Miðlun vatns til virkjana lauk 11. maí sl. og síðan hefur gengið ágæt- lega að safna vatni. Heildarinnihald miðlana er nú um tveir þriðju af há- marksfyllingu. Í Hálslóni, sem er miðlunarlón fyrir Fljótsdalsstöð, er vatnsstaðan fimm metrum hærri en á sama tíma í fyrra. Árið í fyrra var einnig mjög hagstætt. Í Þórisvatni, sem er miðlunarlón fyrir virkjanir á Þjórsársvæðinu, er vatnshæðin einum metra lægri en í fyrra, sem var einstakt ár. Það styttist í að Þórisvatn fari á yfirfall. Í Blöndulóni, sem er miðlunarlón fyrir Blöndustöð, er vatnshæðin ör- litlu betri en í fyrra. Styttist í að lónið fari á yfirfall. „Gert er ráð fyrir að allar miðl- anir verði fullar um miðjan ágúst. Tímasetning fyllingar ræðst fyrst og fremst af jökulbráðnun, sem ekki er hafin enn,“ segir í frétt Landsvirkjunar. Morgunblaðið/Ómar Raforka Búrfellsvirkjun stendur á öflugu og vel nýttu virkjanasvæði. „Landsvirkjun finnst rigningin góð!“  Vel safnast í lón á hálendinu  Góð- ur vatnsbúskapur annað árið í röð Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ríkiskaup fyrir hönd ríkissjóðs aug- lýstu í júní síðastliðnum eftir hús- næði á höfuðborgarsvæðinu fyrir skrifstofur Landspítalans. Eitt tilboð barst og var það frá fasteignafélaginu Reitum. Buðu Reitir húsin Skaftahlíð 24 og 24a, þar sem miðlar 365, Stöð 2, Bylgjan og Fréttablaðið, hafa verið til húsa nokkur undanfarin ár. Samningaviðræður standa yfir og er stefnan að ná niðurstöðu í þær í lok ágúst, samkvæmt upplýsingum Ingólfs Þórissonar, framkvæmda- stjóra rekstrarsviðs Landspítalans. Ingólfur segir að Ríkiskaup vinni að þessu verkefni í nánu samstarfi við Framkvæmdasýslu ríkisins. Skrifstofur Landspítalans eru nú á Eiríksstöðum við Eiríksgötu 5, rétt við Hallgrímskirkju. Til stendur að taka það húsnæði undir klíníska starfsemi spítalans, en m.a. hefur vantað húsnæði fyrir göngudeildir spítalans. Í auglýsingu Ríkiskaupa er tiltek- ið að mikilvægt sé að hið nýja hús- næði verði í nálægð aðalstarfsstöðv- ar Landspítala við Hringbraut og í Fossvogi. Húsrýmisþörf var áætluð tæpir 5.000 fermetrar og miðað við að húsnæðið verði tekið á langtíma- leigu til 15 ára. Húsin tvö við Skaftahlíð eru sam- tals 5.030 fermetrar. Skaftahlíð 24, norðurhús, er fjórar hæðir og kjall- ari. Skaftahlíð 24a, suðurhús (gamli Tónabær), er tvær hæðir og kjallari. Þann 1. desember sl. tók Vodafone (nú Sýn) yfir rekstur allra miðla 365 að Fréttablaðinu undanskildu. Til stendur að færa starfsemi þeirra yfir í nýjar höfuðstöðvar Sýnar á Suður- landsbraut 8, en þær voru teknar í gagnið í fyrrasumar. Fréttablaðið mun flytja starfsemi sína væntanlega í haust, samkvæmt upplýsingum Kristínar Þorsteins- dóttur, útgefanda blaðsins. „Það ætti að koma í ljós fljótlega hvert og nákvæmlega hvenær það verður,“ segir Kristín. Skrifstofur Landspítala mögulega í Skaftahlíð  Fjölmiðlafyrirtæki 365 flytja úr húsunum á þessu ári Morgunblaðið/Hari Skaftahlíð Húsin tvö sem Reitir bjóða Landspítalanum til leigu eru rúm- lega 5.000 fermetrar. Ef samningar nást flytja skrifstofur spítalans þangað. Á fundi bæjar- stjórnar Sam- einaðs sveitar- félags Sand- gerðisbæjar og Garðs í gær var samþykkt til- laga um að Magnús Stef- ánsson yrði ráðinn bæj- arstjóri í Sam- einuðu sveitar- félagi Sandgerðisbæjar og Sveitar- félagsins Garðs kjörtímabilið 2018 til 2022. Kemur þetta fram í til- kynningu sem birt er á heimsíðu sveitarfélagsins. Magnús er viðskiptafræðingur (MBA) að mennt og fyrrverandi al- þingismaður, ráðherra og bæjar- stjóri. Magnús var valinn úr hópi alls 14 umsækjenda um starf bæjarstjóra og naut bæjarstjórn aðstoðar Hagvangs við ráðning- arferlið. Magnús kemur til starfa 15. ágúst næstkomandi og mun Róbert Ragnarsson sinna starfi bæjar- stjóra þangað til. Magnús Stefánsson ráðinn bæjarstjóri  Var valinn úr hópi 14 umsækjenda Magnús Stefánsson Eftir langan rigningarkafla brá svo við að Reykvíkingar fengu tvo sólar- daga í röð í byrjun vikunnar. Slíkt gerðist síðast í apríl, eða fyrir þrem- ur mánuðum. Sól skein í 13,4 stundir á mánudag og 14,2 á þriðjudag, sam- tals 27,6 stundir – og þá 45,7 í mán- uðinum í heild til þessa, samkvæmt upplýsingum Trausta Jónssonar veðurfræðings. Ekki er útlit fyrir að sólin skíni skært allra næstu daga og stefnir í að júlí í ár verði langt að baki júlí í fyrra. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust þá 188,2. Fyrri helming júlí í ár hefur úr- koma í Reykjavík mælst 38,8 milli- metrar, sem er vel yfir meðallagi. Er úrkoman í ár nú þegar orðin meiri en allan júlímánuð í fyrra . sisi@mbl.is Tveir sólar- dagar í fyrsta sinn síðan í apríl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.