Morgunblaðið - 19.07.2018, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2018
Mikil eftirspurn er eftir nýrri ís-
lenskri jurtamjólk sem kom í búðir
síðastliðinn föstudag. Fyrsta upplag
seldist upp á mánudag en ný sending
er á leið í verslanir.
„Við höfum orðið þess áskynja að
það sé ákveðin viðhorfsbreyting hjá
fólki í dag sem snýr að því að minnka
neyslu á afurðum úr dýraríkinu og
sáum þarna ákveðið gat á mark-
aðnum sem okkur langaði að fylla í,“
segir Guðni Þór Sigurjónsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins Býlið
okkar, sem framleiðir jurtamjólkina.
Fyrirtækið hefur sett tvær tegundir
af mjólk á markaðinn undir nafninu
Heiða; möndlumjólk og haframjólk.
„Við erum síðan með tvenns kon-
ar útgáfu af hvorri tegund, annars
vegar með sætu og hins vegar ekki
með sætu. Svo eigum við bara eftir
að sjá hvernig markaðurinn tekur
þessum vörum.“ Jurtamjólkin er
ekki einungis fyrsta íslenska jurta-
mjólkin heldur er með tilkomu henn-
ar í fyrsta skipti hægt að fá ferska
jurtamjólk á Íslandi en Guðni segir
jurtamjólkina hafa minna kolefnis-
spor og betra bragð en þá jurta-
mjólk sem fæst hérlendis og er flutt
langan veg. „Þar sem við flytjum
bara inn þykkni af höfrum og
möndlum en notum íslenskt vatn
hefur Heiða minna kolefnisspor en
önnur jurtamjólk á markaðnum.“
Guðni segir að fleiri afurðir úr höfr-
um og möndlum gætu verið væntan-
legar. „Án þess að lofa neinu erum
við á fullu í þróun á alls kyns öðrum
tegundum og við hlökkum gríð-
arlega til að kynna þær til leiks.“
ragnhildur@mbl.is
Íslensk jurtamjólk í búðir
Morgunblaðið/Arnþór
Fersk Nú er í fyrsta skipti hægt að
fá ferska jurtamjólk á Íslandi.
Minna kolefnisspor Fyrsta upplag seldist hratt upp
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk.
s: 781-5100
Opið: Mán-fim: 12-18
fös: 12-16
ÚTSALA!
TÖSKUR - 30% - SKÓR - 40%
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena
undirfataverslun • Næg bílastæði
Mix & Match
sundföt
Við erum á Facebook
Laugavegi 82 | 101 Reykjavík
Sími 551 4473
Útsala
Vogir sem sýna verð
á vörum eftir þyngd
Löggiltar fyrir Ísland og
tilbúnar til notkunar
ELTAK sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
VERSLUNAR-
VOGIR
Skoðið LAXDAL.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
ALLT AÐ
60%
AFSLÁTTUR
ÚTSÖLUSPRENGJA
Á GÆÐA MERKJAVÖRU
Atvinna