Morgunblaðið - 19.07.2018, Qupperneq 12
benni.is
NOTAÐIR BÍLAR
Reykjavík
Krókháls 9
Sím i: 590 2035
Reykjanesbær
Njarðarbraut 9
Sími: 420 3330
Opnunartímar:
Virka daga 10-18
Laugar
*ATH. lokað í júlí
daga 12-16*
Tilboð á bílum í ábyrgð!
Nýlegir notaðir bílar, í ábyrgð
og á frábæru tilboði á nýjum stað!
Þú finnur þá á benni.is
Birtm
eð
fyrirvara
um
m
ynda-og
textabrengl.
Verðdæmi:
SsangYong Korando HLX 4X4
2017 á aðeins 4.390.000 kr.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2018
Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt
Nýjar
vörur
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Í
gær var dagur íslenska
fjárhundsins haldinn hátíð-
legur á Árbæjarsafninu í
Reykjavík. Af því tilefni fjöl-
menntu hundaeigendur á
safnið í sæmilegu veðri með íslenska
fjárhunda af öllum stærðum.
Sólin lét ekki sjá sig við byrjun
hátíðarinnar, en Brynhildur Brynj-
ólfsdóttir hundaeigandi segir það
bara ágætt fyrir hundana. „Þeim
verður svo heitt í sólinni, þetta veður
er mátulegt fyrir þá.“ Hún hefur
mætt á hátíðina síðastliðin tvö ár
með íslenska fjárhundinn sinn, hann
Skugga-Baldur.
„Hann er kallaður Skuggi. Hann
er Rauðakrosshundur og heimsækir
fólk með Alzheimer einu sinni í viku.“
Brynhildur segist hafa fengið sér ís-
lenskan fjárhund vegna þess að hann
henti mjög vel við íslenskar að-
stæður, auk þess sem hann sé í þægi-
legri stærð. „Hann er með tvöfaldan
feld þannig að honum verður ekki
kalt á veturna, elskar rok og rign-
ingu. Maður burstar hann þegar
hann fer úr hárum en annars er hann
viðhaldslítill. Hann er ofboðslega fjöl-
skylduvænn, mjög þægilegur inni á
heimili og elskar krakka og í raun-
inni alla – nema ketti. Þeir eru líka
gáfaðir og vilja alltaf vera með
manni. Jafnvel ef maður fer í Bónus,
þá vilja þeir samt vera með.“
Mikið var um að vera á safninu
og geltu hundarnir hver í kapp við
annan. „Þetta er nýr staður fyrir
þeim og mikil lykt hérna. Svo var ein
lóðatík hérna sem var svolítið óþægi-
legt þegar maður er með rakka, hann
var dálítið spenntur.“
Íslenski fjárhundurinn barst til
Íslands með landnámsmönnum.
Hundarnir aðstoðuðu við gæslu og
smölun fjár, nautgripa og hesta.
Margt bendir til þess að tegundin sé
ættuð frá Norðurlöndunum. Litlar
heimildir eru til um hunda frá land-
námi og eru engar lýsingar á fjár-
hundum og hundum almennt í Ís-
lendingasögum, að því er fram
kemur á heimasíðu deildar íslenska
fjárhundsins.
Brynhildur segir hátíðina vera
haldna 18. júlí vegna þess að þá
fæddist breskur aðalsmaður sem
stuðlaði að útbreiðslu íslenska fjár-
hundsins. „Hann kom hérna upp úr
miðri síðustu öld og hreifst svo af ís-
lenska fjárhundinum. Nokkrum ár-
um seinna kom hann aftur til lands-
ins og sá enga íslenska fjárhunda.
Þannig að hann leitaði nokkra uppi,
flutti þá til Bretlands og hóf ræktun
á þeim þar. Hann átti mikilvægan
þátt í því að stofninn lifði af og hann
er fæddur 18. júlí,“ segir Brynhildur.
Núna er íslenski fjárhundurinn ekki í
útrýmingarhættu þótt stofninn sé lít-
ill.
Dagurinn var haldinn hátíðlegur
víða um landið. Á Árbæjarsafninu
hófst dagskrá kl. 14 og stóð til 16.
Þar var heimildarmynd um íslenska
fjárhundinn sýnd og ræddi Guðrún
Ragnars Guðjohnsen, fyrrverandi
formaður Hundaræktarfélags Ís-
lands, við gesti og svaraði spurn-
ingum. Þá komu saman íslenskir
fjárhundar og eigendur í miðbæ
Reykjavíkur, Akureyrar, Ísafjarðar
og á Selfossi og Grundarfirði.
Íslenski fjárhundurinn heiðraður
Dagur íslenska fjár-
hundsins var haldinn há-
tíðlegur í gær víða um
landið. Í Árbæjarsafninu
hófst dagskrá kl. 14.
Prúðir Íslensku fjárhundarnir klæddust margir hverjir íslensku fánalitunum í tilefni dagsins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Púki Fleiri tegundir var að sjá en íslenska fjárhundinn. Þær Anna Dís og Bóel sátu á bekk ásamt Púka.
Fjölmennt Brynhildur mætti á hátíðina með hundinn sinn, Skugga-Baldur, en hann er kallaður Skuggi.