Morgunblaðið - 19.07.2018, Síða 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2018
Sæbjúgu innihalda mikið kollagen og yfir 50
tegundir af næringarefnum sem hafa öll mjög
jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi
mannslíkamans
ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLA: Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf.
Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is
.
Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum.
Arctic Star Sæbjúgnahylki
Sæbjúgu
eru þekkt fyrir:
• Hátt prótíninnihald og lágt fituinnihald
• Að minnka verki í liðum og liðamótum
• Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni
liðskemmda
• Að bæta ónæmiskerfið og mótstöðu
líkamans gegn ýmsum sjúkdómum
• Að auka blóðflæði sem minnkar líkur á blóðtappa
• Að koma í veg fyrir æðakölkun
• Að auka orku líkamans, stuðla
að myndun húðpróteins
og insúlíns
Tólf piltar og fótboltaþjálfari þeirra,
sem var bjargað úr helli í Taílandi,
lýstu eldraun sinni fyrir fréttamönn-
um í fyrsta skipti í gær eftir að þeir
voru útskrifaðir af sjúkrahúsi.
„Þetta er kraftaverk,“ sagði einn
þeirra um björgunina sem lauk 18
dögum eftir að þeir urðu innlyksa í
hellinum.
Piltarnir eru á aldrinum 11 til 16
ára og ætluðu að vera í hellinum í
um klukkustund eftir fótboltaæfingu
en komust ekki út vegna vatns sem
flæddi í hann í úrhelli. Þeir voru þar
án matvæla þar til kafarar fundu þá
níu dögum síðar og drukku vatn sem
draup af hellisveggjunum.
„Við reyndum að grafa okkur út
þar sem við töldum að við gætum
ekki bara beðið eftir því að björg-
unarmenn yfirvalda kæmust til okk-
ar,“ sagði þjálfari piltanna, Ekkapol
Chantawong.
Einn piltanna, Adul Sam-on, sem
er fjórtán ára, sagðist aðeins hafa
getað sagt „halló“ í fyrstu þegar
breskir kafarar fundu þá í hellinum.
Hann er sá eini þeirra sem talar
ensku. Piltarnir sögðust hafa lært
mikið af þessari erfiðu reynslu. Einn
þeirra lofaði að „vera varkárari hér
eftir og lifa lífinu út í ystu æsar“.
„Þessi reynsla hefur kennt mér að
vera þolinmóðari og sterkur,“ sagði
annar.
Syrgja kafara
Þjálfari piltanna sagði að þeir
hefðu tekið það mjög nærri sér þeg-
ar þeir heyrðu að einn kafara sér-
sveitar taílenska sjóhersins hefði
drukknað þegar hann undirbjó
björgunina. „Hann fórnaði lífi sínu
til að bjarga okkur,“ sagði hann.
„Við vorum mjög hryggir. Okkur
fannst við hafa valdið fjölskyldu
hans sorg.“
Piltarnir sögðust ætla að lifa sem
búddamunkar tímabundið til minn-
ingar um kafarann sem lést. Þeir
fóru til fjölskyldna sinna eftir blaða-
mannfundinn. „Þetta er ánægjuleg-
asti dagur í lífi mínu,“ sagði amma
eins þeirra. bogi@mbl.is
Segja að björgunin
hafi verið kraftaverk
Reyndu að grafa sig út úr hellinum áður en þeir fundust
AFP
Björgunarmanns minnst Piltarnir tólf og þjálfari þeirra minnast kafara sem lést í björgunaraðgerðinni.
Við góða heilsu
» Læknar segja að piltarnir
tólf og þjálfari þeirra séu við
góða heilsu, andlega og líkam-
lega, eftir að hafa verið á
sjúkrahúsi.
» Læknarnir hafa ráðlagt fjöl-
skyldum piltanna að koma í
veg fyrir að fréttamenn geti
rætt við þá, a.m.k. næsta mán-
uðinn, eftir blaðamannafund-
inn í gær.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Donald Trump Bandaríkjaforseti
hefur dregið í land með ummæli sem
hann viðhafði á blaðamannafundi
með Vladimír Pútín Rússlandsfor-
seta eftir viðræður þeirra í Helsinki á
mánudaginn var. Hann segist núna
hafa mismælt sig og hafa „fulla trú“ á
bandarísku leyniþjónustunni sem
komst að þeirri niðurstöðu að Rússar
hefðu haft afskipti af kosningunum í
Bandaríkjunum í nóvember 2016.
Á blaðamannafundinum í Helsinki
var Trump spurður hvort hann tryði
niðurstöðu leyniþjónustu Bandaríkj-
anna eða yfirlýsingum Pútíns um að
Rússar hefðu ekki reynt að hafa áhrif
á forsetakosningarnar. Trump segist
nú hafa lesið afrit af ummælum sínum
og séð að hann hafi mismælt sig í
„mikilvægri setningu“. „Ég sagði
orðið „myndi“ í staðinn fyrir „myndi
ekki“,“ sagði Trump við blaðamenn í
Hvíta húsinu í fyrrakvöld, 27 klukku-
stundum eftir fundinn í Helsinki.
Í svari sínu í Helsinki sagði Trump
að Dan Coats, yfirmaður bandarísku
leyniþjónustunnar, hefði sagt að það
væru Rússar sem hefðu haft afskipti
af kosningunum. Hann bætti síðan
við: „Ég hef svo Pútín, hann var að
segja að þetta væri ekki Rússland.
Ég sé ekki hvers vegna það myndi
vera Rússland.“ Á blaðamannafund-
inum í Hvíta húsinu sagðist Trump
hafa ætlað að segja: „Ég sé ekki
hvers vegna það myndi ekki vera
Rússland.“
Ósannfærandi leiðrétting
Leiðréttingin virðist ósannfærandi
og samrýmist illa öðrum ummælum
forsetans á blaðamannafundinum í
Helsinki. Ólíklegt þykir að hún sefi
reiði repúblikana sem deildu hart á
forsetann fyrir að nota ekki tækifær-
ið til að gagnrýna Pútín.
Þingmenn úr röðum repúblikana
og demókrata höfðu gagnrýnt harð-
lega umrætt svar Trumps og fleiri
ummæli hans á blaðamannafundinum
í Helsinki sem flestir eru sammála
um að Trump hafi klúðrað herfilega,
jafnvel sumir harðir stuðningsmenn
hans vestanhafs. Repúblikanar höfðu
deilt á hann fyrir að nota ekki tæki-
færið á blaðamannafundinum til að
gagnrýna Pútín fyrir afskipti Rússa
af kosningunum í Bandaríkjunum og
„yfirgang“ þeirra í fleiri löndum, m.a.
íhlutun þeirra í Austur-Úkraínu.
Frekar en að gagnrýna Rússa beindi
hann spjótum sínum að Bandaríkjun-
um sem hann sagði að hefðu verið
„heimskuleg“. Áður hafði hann sagt á
Twitter að tengsl landsins við Rúss-
land hefðu „aldrei verið verri vegna
margra ára flónsku og heimsku
Bandaríkjanna“ og vegna „norna-
veiða“, þ.e. rannsóknar bandaríska
dómsmálaráðuneytisins og alríkislög-
reglunnar FBI á afskiptunum af
kosningunum. Hann gagnrýndi rann-
sóknina einnig á fundinum í Helsinki
og sagði hana „stórslys fyrir Banda-
ríkin“.
Í sjálfsleiðréttingunni í fyrrakvöld
áréttaði Trump að aðstoðarmenn
hans hefðu ekki verið í neinu leyni-
makki við Rússa fyrir kosningarnar
og að afskipti þeirra hefðu ekki haft
áhrif á niðurstöðu kosninganna.
Hann kvaðst hafa „fulla trú“ á leyni-
þjónustu Bandaríkjanna en hélt
áfram að draga niðurstöðu hennar í
efa með því að bæta við að einhverjir
„aðrir menn“ kynnu einnig að hafa
haft afskipti af kosningunum, sem fól-
ust m.a. í innbrotum í tölvupósta.
Dró í land eftir
harða gagnrýni
Donald Trump leiðréttir „mismæli“
Engin tímamörk
» Donald Trump dró í gær í
land með þá kröfu sína að
stjórnin í Norður-Kóreu hæfi
þegar í stað kjarnorku-
afvopnun og gaf til kynna að
ekki lægi á því.
» „Viðræðurnar halda áfram
og þær ganga mjög, mjög vel,“
sagði Trump. „Við höfum engin
tímamörk. Við höfum engin
hraðamörk.“
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins tilkynnti í gær að hún
hefði ákveðið að sekta Google
vegna Android-stýrikerfisins sem
hún segir að netfyrirtækið hafi not-
að með ólöglegum hætti til að
styrkja ráðandi markaðsstöðu
leitarvélar þess og vafra þess fyrir
farsíma. Google ætlar að áfrýja
ákvörðuninni.
Margarethe Vestager, sem fer
með samkeppnismál í fram-
kvæmdastjórninni, sagði að sektin
næmi 4,34 milljörðum evra, jafn-
virði rúmra 540 milljarða króna.
Þetta er hæsta sekt sem fram-
kvæmdastjórnin hefur gert fyrir-
tæki að greiða. Að sögn frétta-
vefjar breska ríkisútvarpsins hefur
Google vel efni á sektargreiðslunni
því að varasjóður fyrirtækisins
nemur nær 103 milljörðum banda-
ríkjadollara, jafnvirði rúmra 11.000
milljarða króna.
Vestager sagði að Google hefði
fengið þrjá mánuði til að breyta
viðskiptaháttum sínum í tengslum
við Android-stýrikerfið, ella þyrfti
fyrirtækið að greiða viðbótarsekt
að andvirði allt að 5% af meðalveltu
þess á dag.
Að sögn framkvæmdastjórnar-
innar felast brot Google meðal ann-
ars í því að samningar við framleið-
endur farsíma um notkun Android--
stýrikerfisins hafi innihaldið
skilyrði um að hugbúnaður fyrir-
tækisins nyti sérstaks forgangs í
símum fyrirtækjanna. Vestager
sagði að mikilvægt væri að far-
símanotendur hefðu val.
Talsmaður Google sagði að fyrir-
tækið myndi áfrýja ákvörðuninni.
„Android var búið til í þeim tilgangi
að auka valfrelsi, ekki til að draga
úr því,“ sagði hann. „Lifandi mark-
aður, hröð nýsköpun og lækkandi
verð eru sígild aðalsmerki virkrar
samkeppni og Android hefur ýtt
undir þetta allt.“
Google áfrýjar
metsekt ESB
Refsað fyrir meint samkeppnisbrot
AFP
Sektað Margarethe Vestager sakar
Google um samkeppnisbrot.