Morgunblaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2018
Myndasýning á Nesinu Liðin er sú tíð að bíða þurfi eftir því að fá myndir úr framköllun, því þær má skoða á skjánum strax eftir töku, jafnt á Seltjarnarnesi sem annars staðar.
Ómar
Undanfarna áratugi hefur
þeim farið fjölgandi sem ná
hundrað ára aldri. Í júní-
mánuði var sett met þegar
fjöldi hundrað ára og eldri á
lífi fór í fyrsta sinn yfir
fimmtíu. Nú eru þeir 53, 15
karlar og 38 konur. Eldra
met, 49, var frá því í nóv-
ember 2011. Áratugur er
síðan fjöldinn komst fyrst
upp fyrir fjörutíu og fjörutíu
ár síðan hann fór yfir tíu.
Elstu staðfestu upplýsingar um Íslending
sem náði þessum aldri eru frá árinu 1866
og vitað er um 725 sem hafa orðið hundrað
ára, þar af um fimmtíu í Vesturheimi. Karl-
ar eru um fjórðungur hópsins.
Jensína Andrésdóttir er elst, 108 ára,
Guðrún Straumfjörð er í öðru sæti, 107 ára
og Dóra Ólafsdóttir í þriðja sæti, 106 ára.
Theodór Jóhannesson er fjórði elsti Íslend-
ingurinn og elstur karla, 104 ára, og Guðný
Baldvinsdóttir er í fimmta sæti, einnig 104
ára. Fjórir eru 103 ára, sex eru 102 ára og
ellefu eru 101 árs.
Nú eru 27 Íslendingar 100 ára, þar af
hafa 17 náð þeim áfanga það
sem af er ári. Og enn geta ellefu
til viðbótar fagnað aldarafmæli
fyrir árslok. Það er athyglisvert
hve fæðingarárgangurinn frá
1918 er sterkur þegar haft er í
huga að árið var þekkt fyrir
frosthörkur í ársbyrjun og
Kötlugos og spænsku veikina
um haustið.
Árið 1918 fæddust 2.440 börn
hér á landi og er líklegt að rúm-
lega 1% þeirra nái hundrað ára
aldri. Fyrir aldarfjórðungi var
þetta hlutfall um 0,6% og um 0,2% fyrir
hálfri öld.
Hagstofan spáir því að fjöldi hundrað ára
og eldri fari yfir eitt hundrað eftir tuttugu
ár.
Eftir Jónas Ragnarsson
» Vitað er um 725 sem hafa
orðið hundrað
ára, þar af um fimmtíu
í Vesturheimi.
Jónas Ragnarsson
Höfundur hefur lengi safnað upp-
lýsingum um langlífa Íslendinga.
Fleiri en fimmtíu eru
hundrað ára og eldri
Margt bendir til þess að illa sé
stjórnað hjá Reykjavíkurborg. Að
minnsta kosti er margt sem aflaga
fer. Stjórnkerfið hefur vaxið hratt
og er bæði flókið og óskilvirkt. Er-
indum er illa eða ósvarað. Í góð-
ærinu hafa skuldir borgarsjóðs
aukist gríðarlega. Geðþóttastjórn-
un virðist ríkjandi í viðkvæmum
málum. Um þetta þarf ekki mín
orð.
Nýlegir dómar og úrskurðir
staðfesta að miklir meinbugir eru á
stjórnun borgarinnar. Umboðsmaður Alþingis hóf
frumkvæðisathugun vegna húsnæðisvanda þeirra
sem eru utangarðs enda hefur þeim fjölgað um
95% á aðeins fimm árum. Og það í góðæri! Um-
boðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu sem birt
var í síðustu viku að mjög skorti á að Reykjavík-
urborg tryggi utangarðsfólki fullnægjandi aðstoð
við lausn á bráðum húsnæðisvanda í samræmi við
ákvæði laga, stjórnarskrárinnar og alþjóðlegra
mannréttindareglna. Ekki er það gott.
Fyrr í þessum mánuði hafði kærunefnd jafn-
réttismála komist að þeirri niðurstöðu að
Reykjavíkurborg hefði brotið jafnréttislög við
umdeilda ráðningu borgarlögmanns. Einhvern
tíma hefði það eitt og sér verið stórt fréttamál.
Í síðasta mánuði dæmdi síðan Héraðsdómur
Reykjavíkur Reykjavíkurborg til miskabóta sam-
kvæmt skaðabótalögum vegna framkomu skrif-
stofustjóra skrifstofu borgarstjóra og
borgarritara. Það þarf talsvert til að
slíkt gerist.
Allt þetta ber að sama brunni.
Stjórnsýslan í Reykjavík gerist ítrek-
að brotleg við bæði lög og reglur.
Þegar stjórnun borgarinnar er með
þessum hætti er hætt við því að fleira
fylgi með. Eftir höfðinu dansa lim-
irnir og þegar stjórnkerfið sjálft
gengur ekki upp er hætt við að aðrir
þættir eins og að þjónusta borgarana
vel mæti afgangi. Um það vitna þjón-
ustukannanir þar sem Reykjavík
vermir botninn í ánægju íbúanna.
Þessi mál öll og fleiri ættu að vera umhugs-
unarefni þeim sem standa að því fjögurra flokka
samstarfi sem nú er að verða tveggja mánaða. Ef
engu er breytt er hætt við að vandinn haldi áfram
að vaxa. Breytinga er þörf á mörgum sviðum enda
varð krafa um breytingar ofan á í kosningunum
27. maí. Sú krafa hefur ekki horfið. Hún hefur
frekar vaxið.
Eftir Eyþór Arnalds
» Breytinga er þörf á mörgum
sviðum enda varð krafa
um breytingar ofan á í
kosningunum 27. maí.
Eyþór Arnalds
Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík.
Stjórnlaus borg