Morgunblaðið - 19.07.2018, Page 22

Morgunblaðið - 19.07.2018, Page 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2018 Með aldrinum fjölg- ar pillunum sem tekn- ar eru inn, sjálfur tek ég níu stykki daglega, eina af hverri tegund. Staðreyndin er að nánast í hvert sinn sem farið er til læknis bætist í safnið og það merkilega er að flest- ar eru þær komnar til að vera, ekki ávísað til tímabundinnar inn- töku. Lyfseðlarnir gilda víst í ár frá útgáfudegi, eftir það þarf að hafa samband við viðkomandi lækni til þess að fá seðilinn endur- útgefinn. Frá mér að sjá er ferlið þannig að hringt er í svokallaðan lyfjasíma hjá viðkomandi heilsu- gæslustöð. Þar ansar yfirleitt hlý konurödd sem innir eftir kennitölu og síðan erindi. Að þessum for- mála loknum þvæli ég út úr mér nöfnunum á lyfjunum sem mig vantar, sem eru misþjál á tungu, og konan segir af umhyggju og með afar hlýrri röddu, þetta er komið í gáttina og þú getur sótt lyfin í apótekið þitt eftir hádegið. Það er komið í gáttina Ég hef velt því fyrir mér af hverju lyfseðlar lyfja sem ekki eru ætluð til tímabundinnar inntöku séu ekki gefnir út án tímatakmark- ana, þ.e. þeir gildi þar til viðkom- andi læknir breytir þeim og þá að undangenginni skoðun á viðkom- andi sjúklingi því þetta fyr- irkomulag að þurfa að hringja í einhvern meðalasíma þar sem ein- staklingur án læknismenntunar framlengir heimildina, án, að því að best verður séð, nokkurrar skoðunar eða faglegra spurninga finnst mér a.m.k. bara vera skond- ið, auk þess sem það hlýtur að kosta einhverja peninga. Hér hlýt- ur því að vera að baki einhver hyl- djúp hugsun sem ég bara höndla ekki. Margt athygli vert er að gerast á þessu sviði um þessar mund- ir. Eitt er að ljós- mæður eru í ströggli við hið opinbera um launin sín og að vanda eru þær ekki að fara fram á launahækkun heldur leiðréttingu launa sinna. Skyldi þetta nú ekki hafa heyrst einhvern tím- ann áður að ekki sé farið fram á hækkun launa heldur leiðréttingu og þá vegna einhvers sem tekið er fram. Hjá ljósmæðrum virðist mér það vera aukin námslengd og háskóla- gráðan sem þær telja að þurfi að greiða meira fyrir. Fyrstu ljós- mæðurnar úr nýju sex ára há- skólanámi útskrifuðust á árinu 1998 en hvað var nákvæmlega fyr- ir þann tíma er erfitt að átta sig á en fljótt á litið virðist mér að námstíminn hafi verið um þrjú ár. Þó að ég ætli ekki að fullyrða að svo hafi verið sem er svipaður námstími og er í Þýskalandi en þar er námið ekki á háskólastigi, sama gildir um nám hjúkr- unarfólks þar í landi, þ.e. „nurse“. Nám ljósmæðra Í mínum huga vakna nokkrar spurningar varðandi nám ljós- mæðra, lengd þess og háskólastig. Mér finnst líklegt að áður en farið er í jafnmiklar breytingar að þá hafi farið fram þarfagreining á því hvað ljósmæður þurfa nákvæmlega að kunna til þess að geta sinnt þessu starfi svo vel sé. Í annan stað hvað var gert við ljósmæð- urnar sem þegar höfðu lokið til- skildu námi til þess að sinna ljós- móðurstörfum en m.v. þessar miklu breytingar sem urðu á nám- inu finnst mér eiginlega annað úti- lokað en að þær hafi orðið að taka einhverja kúrsa til þess að geta sinnt starfinu áfram. Til viðbótar hefði það verið nokkuð faglegt og í anda akademískra fræða að farið hefði fram könnun á því að hvaða leyti þjónusta við sængurkonur hafi batnað með þessari kúvend- ingu á náminu en um þessa hluti er ekkert að finna a.m.k. á síðunni „Saga ljósmæðranámsins“ utan að í síðasta kaflanum, einkenndum með „Árið 2006“, kemur eftirfar- andi fram: „Námsskrá í ljósmóð- urfræði er í endurskoðun og ætl- unin er að kanna kosti þess að taka nemendur beint inn í ljós- mæðranám og námskeið yrðu að hluta með hjúkrunarnámi. Það tæki styttri tíma að verða ljós- móðir, með möguleika á að bæta við sig námi til að ljúka hjúkr- unarprófi.“ Þessi texti bendir til þess að strax í upphafi hafi vaknað efa- semdir um hvort réttlætanlegt væri að krefjast þessa langa náms af þeim sem vilja sinna starfi ljós- mæðra hér á landi og við lestur textans á síðunni finnst mér koma fram a.m.k. á milli línanna að það að krefjist þess að viðkomandi hafi lokið námi í hjúkrunarfræði áður en hið eiginlega ljósmæðranám hefst sé ekki síður gert til þess að ljósmæður eigi kost á að sinna báðum þessum störfum, sem er auðvitað bara gott mál enn ætti að vera valkostur hvers og eins. Nám vélstjóra í Danmörku Fyrir skemmstu fór nám vél- stjóra í Danmörku á háskólastig en íslenska námið á að vera sam- bærilegt við það danska, reynt hef- ur verið að fylgja sömu náms- kröfum hér og í Danmörku. Í framhaldinu hlýtur að koma að því að námið okkar verði við- urkennt á háskólastigi. Í framhald- inu munu framámenn vélstjóra hætta að setja fram kröfur í kjara- samningum heldur ósk um leiðrétt- ingu launa vegna námslengdar og að námið sé komið á hið rómaða háskólastig. Fyrir utan það sem er nú ekki neinn smá ávinningur að komast í hóp háskólaborgara, verða hluti af háskólasamfélaginu og taldir með þegar mannauðurinn er skilgreindur. Ég segi nú bara eins og Árni Tryggva forðum, „haldiði að það sé munur?“ Eftir Helga Laxdal »Nú styttist í að nám íslenskra maskínu- stjóra komist á há- skólastig, þeir verði há- skólaborgarar, tilheyri háskólasamfélaginu og um leið mannauðs- summunni. Helgi Laxdal Höfundur er vélfræðingur og fyrrver- andi yfirvélstjóri. Haldiði að það sé munur? Alþingi hefur ákveð- ið að gefa þjóðinni tvö ritverk; annars vegar verk um Þingvelli í ís- lenskri myndlist, hins vegar yfirlitsverk um sögu íslenskra bók- mennta frá landnámi til 21. aldar. Þessar út- gáfur ætlar Alþingi að styðja með árlegum fjárveitingum þar til verkefninu lýkur. Hið íslenska bók- menntafélag er samstarfsaðili rík- isins við þessi verkefni. Ekki er ástæða til að amast við þessum gjöfum til þjóðarinnar. Hér gefst fínt tilefni til að heiðra annars vegar íslenskar bókmenntir og hins vegar íslenska myndlist. Hvort tveggja er við hæfi. Bæði þessi verk- efni eru einnig verðugt verkefni fyr- ir íslenska bókagerðarmenn, sem hafa átt veigamikinn þátt í sköpun íslenskra bóka, allt frá árinu 1530 eða þar um bil. En þar liggur efinn. Er það ekki alveg ljóst að það verða íslenskir bókagerðarmenn í ís- lenskum prentsmiðjum á Íslandi sem munu vinna þessar bækur? Eða ætlar það virðulega og sögulega for- lag Hið íslenska bókmenntafélag að bjóða vinnslu þjóðargjafarinnar út á einhverju láglaunasvæði í hinum fjarlægari deildum jarðar? Hér er spurt að gefnum fjölmörgum til- efnum. Prentun íslenskra bóka hef- ur að verulegu leyti flust úr landi undanfarin allmörg ár. Í greinargerð með þingsályktunartillögu um verkefnin tvö segir að það sé „sammæli meðal allra sem til þekkja að bókmennta- arfur Íslendinga og ís- lensk tunga séu und- irstaða íslensks sjálfstæðis og þeirrar framfarasóknar sem það hefur skapað og sé skýrasta einkenni sjálfsvitundar þjóð- arinnar“. Íslenskar prent- smiðjur og þar með ís- lenskir bókagerð- armenn hafa verið samferða íslenskum bókmenntum af öllu tagi. Þær eru enda margar sögurnar um samskipti rithöfunda og setjara, prentara og bókbindara, sem lifa í stéttinni. Þess vegna hlýtur það að vera eðlileg krafa til Hins íslenska bókmennta- félags og Alþingis að það skilyrði verði sett að bækurnar verði unnar af íslenskum fagmönnum í íslensk- um prentsmiðjum á Íslandi. Íslenskum fagmönnum er sannar- lega treystandi fyrir svo krefjandi verkefni, það hafa þeir löngum sýnt, hvort sem um er að ræða leturval, uppsetningu, pappírsval, litgrein- ingu mynda, prentun og fagurt bók- band. Það væri því í raun menn- ingarlegt slys ef farið yrði með þetta viðhafnarverkefni til útlanda í vinnslu. Þjóðargjöf – íslenskt handverk eða erlent? Eftir Hauk Má Haraldsson » Íslenskum fagmönn- um er sannarlega treystandi fyrir svo krefjandi verkefni, það hafa þeir löngum sýnt. Haukur Már Haraldsson Höfundur er setjari og formaður Prentsöguseturs. haukur1@haukurmar.net Síðastliðið haust kynnti Baldvin Jónsson ráð til að koma í verð kindakjöti sem fellur til umfram neyslu í landinu. Ráðið var að flytja kjötið ófryst til Bandaríkj- anna í verslanir sem hafa skapað sér þá sérstöðu að hafa á boð- stólum gæðavöru frá Íslandi. Það mundi fylgja vörukynningu versl- ananna að þetta tilheyrði hefð- bundinni sláturtíð að hausti. Þann- ig yrðu sláturhúsin ekki skuldbundin til að hafa vöruna alltaf til. Þetta ráð er ólíkt því sem var á árum áður, þegar ætlast var til að kindakjötið væri á boð- stólum erlendis árið um kring. Mér finnst merkilegt í þeim þrengingum sem sauðfjárræktin er í að ég skuli ekki sjá frekar minnst á þetta ráð. Björn S. Stefánsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Markaðsstarf ekki hagnýtt Morgunblaðið/Golli Krásir Lagt er til að flytja lamba- kjötið ófryst til Bandaríkjanna. Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.