Morgunblaðið - 19.07.2018, Side 25
✝ Gísli Jón JuulEyland fæddist
í Reykjavík 21. des-
ember 1926. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Lög-
mannshlíð á Ak-
ureyri 8. júlí 2018.
Foreldrar hans
voru Gísli Jónsson
Eyland, f. 27.6.
1886, d. 27.8. 1972,
og Jenny Maria Ju-
ul Eyland, fædd Nielsen, f. 25.8.
1896, d. 22.11. 1947. Alsystkini
Gísla voru Olaf Juul Eyland, f.
20.10. 1920, d. 8.11. 2000; Henry
Juul Eyland, f. 21.6. 1922, d.
21.2. 1984; Rudolph Juul Ey-
land, f. 24.6. 1923, d. 17.2. 1981;
Alma Fanny Juul Eyland, f.
20.11. 1929, d. 2.4. 1934; Gunnar
Juul Eyland, f. 11.6. 1933, d.
15.4. 1980. Systir Gísla samfeðra
er Guðrún Eyland, f. 2.2. 1951.
Margrét Ólafsdóttir, f. 1.5. 1961,
þau slitu samvistum. Þeirra
barn er Einar Ólafur Eyland, f.
11.8. 1993, og dóttir Margrétar
úr fyrra sambandi og stjúpdóttir
Einars er Júlía Beatrice Harr-
isson, f. 16.8. 1985. Barna-
barnabörn Gísla eru orðin sex.
Gísli bjó fyrstu árin í Reykja-
vík en fluttist til Akureyrar 11
ára gamall þar sem hann bjó eft-
ir það. Hann hóf störf hjá Póst-
húsinu 16 ára gamall og var
stöðvarstjóri Pósts og síma frá
1980 þar til hann lét af störfum
sjötugur að aldri.
Gísli vann ötullega að mál-
efnum hjartasjúklinga, fyrst
sem formaður Samtaka hjarta-
sjúklinga á Eyjafjarðarsvæðinu
og síðar var hann formaður
Landssamtaka hjartasjúklinga,
sem heita nú Hjartaheill. Einnig
var hann starfandi innan Odd-
fellow-reglunnar í yfir 60 ár.
Úför Gísla fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, fimmtu-
daginn 19. júlí 2018, klukkan
13.30.
Gísli kvæntist 24.
júní 1950 Dórótheu
Júlíu Einarsdóttur
Eyland, f. 28.7.
1929. Foreldrar
hennar voru Einar
Kristjánsson, f.
21.7. 1898, d. 27.10.
1960, og Ólöf Ísaks-
dóttir, f. 21.9. 1900,
d. 1.5. 1987.
Börn Gísla og
Dórótheu eru: 1)
Ólöf Jenny Eyland, f. 5.5. 1951,
eiginmaður Sigurður Bjarni Jó-
hannsson, f. 12.2. 1949. Þeirra
börn eru Jóhann Gísli Sigurðs-
son, f. 4.5. 1971, og Karen Júlía
Sigurðardóttir, f. 20.11. 1975. 2)
Einar Eyland, f. 5.2. 1961, fv.
eiginkona Svanhvít Halla Sig-
fúsdóttir, f. 25.8. 1961, þeirra
börn eru Gísli Eyland, f. 16.6.
1982, og Erla Eyland, 18.5. 1985.
Seinni eiginkona Einars var
Afstæður er aldurinn
eins og dæmin sanna.
Frábær ertu, faðir minn,
fremstur góðra manna.
(Bragi V. Bergmann)
Vísan hér að ofan er úr 12 er-
inda kvæðabálki sem við systkinin
færðum pabba á 80 ára afmæli
hans. Það er vel við hæfi að birta
vísuna hér, þegar við feðgar
kveðjumst að sinni. Það er nefni-
lega svo ofboðslega mikill sann-
leikur fólginn í þessu eina erindi.
Pabbi var alla tíð mjög spræk-
ur og lífsglaður maður, þótt heils-
an gæfi sig smám saman undir
það síðasta. Hann tók virkan þátt í
lífi okkar systkinanna og studdi
okkur með ráðum og dáð. Ég get
með stolti sagt að pabbi var minn
besti vinur og einstaklega góð fyr-
irmynd – enda eðaleintak að öllu
leyti.
Pabbi og mamma kynntust árið
1949 og þræddu lífsveginn saman
í tæp 70 ár, alltaf jafn samstíga og
samstillt. Þau byggðu sér hús að
Víðimýri 8 árið 1952 og bjuggu
þar alla ævi. Nú er mamma þar
ein og syrgir lífsförunaut sinn og
sálufélaga. Pabbi hóf störf hjá
Pósti & síma aðeins 16 ára gamall.
Hann starfaði þar út starfsævi
sína, vann sig smám saman upp
innan fyrirtækisins og endaði sem
stöðvarstjóri. Pabbi labbaði alltaf
heim í mat í hádeginu og síðan í
vinnuna aftur eftir að hafa fengið
eitthvað gott að borða hjá
mömmu, hlustað á hádegisfrétt-
irnar og spjallað við þá sem heima
voru. Þannig gengu hlutirnir fyrir
sig áratugum saman.
Ég var rosalega fyrirferðar-
mikill og stríðinn á yngri árum –
og átti svo sem ekki langt að
sækja stríðnina! Aðeins einu sinni
á ævinni reiddist pabbi við mig en
það var þegar ég, átta eða níu ára
gamall, gekk fulllangt í stríðninni,
ýtti til eldhússtólnum sem pabbi
ætlaði að setjast á, með þeim af-
leiðingum að pabbi endaði í gólf-
inu. Þá skammaði hann mig dug-
lega og ég lét mér lesturinn að
kenningu verða.
Ég minnist með þakklæti og
eftirsjá allra samverustunda okk-
ar feðganna og hversu mikið hann
lagði á sig til að setja sig inn í
áhugamál mín og sýna stuðning
sinn í verki. Hann var Þórsari en
ég KA-maður en samt mætti hann
á flesta leiki sem ég tók þátt í og
hvatti mig og KA-liðið áfram. Við
horfðum oft saman á leiki úr
ensku knattspyrnunni (viku-
gamla, í svart/hvítu í sjónvarp-
inu), ég Arsenal-maðurinn og
pabbi, gallharður Liverpool-mað-
ur. Áratugum seinna, þegar ég
fékk áhuga á gönguskíðum á gam-
als aldri, setti pabbi sig inn í allt
sem viðkom þeirri göfugu íþrótt,
studdi mig af alefli og hvatti mig
til dáða.
Pabbi reyndist líka frábær afi,
þegar þar var komið sögu, enda
bókstaflega fæddur í það göfuga
en þýðingarmikla hlutverk.
Ég kveð föður minn með sorg í
hjarta. Ég er óendanlega þakklát-
ur fyrir þau 57 ár sem ég fékk með
honum og stuðning hans við allt
sem ég hef tekið mér fyrir hendur
í lífinu. Við systkinin og fjölskyld-
ur okkar munum kappkosta að
styðja mömmu eftir fremsta
megni, því missir hennar er sann-
arlega mestur.
Einar Eyland.
Ef ég hugsa um mínar fyrstu
minningar úr æsku koma minn-
ingar um Gísla afa fljótt upp í hug-
ann. Fyrstu árin bjó ég í Reykja-
vík og ég man eftir því að þegar
við fjölskyldan keyrðum norður
spurði ég hvenær við kæmum til
Akureyrar alveg þar til bílnum
var lagt fyrir framan Víðimýri 8,
enda var ég ekki komin til Akur-
eyrar í mínum huga fyrr en ég
kom þangað. Enn þann dag í dag
er ég alltaf að koma „heim“ þegar
ég kem þar inn um dyrnar en það
er skrítin og sorgleg tilhugsun að
afi muni aldrei aftur sitja þar við
eldhúsborðið þegar ég kem inn. Á
sama tíma er ómetanlegt að hafa
fengið að hafa hann öll þessi ár og
ég er þakklát fyrir að synir mínir
náðu að kynnast honum vel og
munu alltaf minnast hressa lang-
afa sem hafði svo mikinn áhuga á
fótbolta eins og þeir.
Mínar minningar um afa eru
margar og allar góðar. Þegar ég
var lítil fannst mér gaman að fara
með honum í vinnuna og tína
teygjur upp af gólfinu inni á póst-
húsi þar sem pósturinn var flokk-
aður meðan hann spjallaði við
starfsfólkið. Sem unglingur vann
ég „hjá afa“ á sumrin, fyrst sem
bréfberi og svo seinna við síms-
vörun á Landsímanum og Síma-
skránni. Það var ómetanleg
reynsla og það var augljóst að
starfsfólk almennt bar virðingu
fyrir honum og ég var alltaf stolt
af því að afi minn væri stöðvar-
stjóri Pósts og síma. Í vinnunni
var hann virðulegi afi en hressi
brandarakallinn heima. Ég man
líka eftir því að ég var hrædd og
hafði áhyggjur þegar afi þurfti að
fara í stóra hjartaaðgerð þegar ég
var unglingur en trúði því nú samt
að allt færi vel. Enda kom í ljós
nokkrum árum seinna þegar ég
vann á símanum að ég átti fullt í
fangi með að halda í við afa á leið-
inni upp stigana í vinnunni þó ég
væri innan við tvítugt og hann að
nálgast eftirlaunaaldur!
Það er ekki hægt að hugsa um
afa án þess að hugsa um ömmu í
sömu andrá en hressari hjón er
varla hægt að finna. Á framhalds-
skólaárum mínum bjó ég hjá afa
og ömmu í Víðimýri sem var ynd-
islegur tími. Jafnvel þegar vin-
konur mínar voru farnar að leigja
húsnæði úti í bæ var alltaf vin-
sælla að hittast heima hjá mér í
Víðimýrinni og oft sátum við og
spjölluðum frameftir við afa og
ömmu sem lýsir því vel hvað þau
voru hress og skemmtileg.
Það eru svo margar minning-
arnar sem skilja eftir bros og
hlýju í hjartanu, t.d. laufa-
brauðsgerð í Víðimýrinni á hverju
ári alla mína barnæsku og vel
fram á fullorðinsár; jólaböll í Odd-
fellow, bæði þegar ég var barn og
svo síðustu árin með sonum mín-
um; afi úti að labba með Perlu,
hundinn þeirra til margra ára;
sorgin þegar Perla dó, afi á leið-
inni í laugardagsgöngu með Fé-
lagi hjartasjúklinga; hlegið og
skálað í litlum og stórum veislum
hjá afa og ömmu og svo einfald-
lega að spjalla við eldhúsborðið og
horfa á sjónvarpið með þeim. Afi
var rólegur, yfirvegaður, jákvæð-
ur, traustur og einfaldlega góð
manneskja sem öllum leið vel í
kringum. Ég veit að hann var orð-
inn þreyttur og var tilbúinn að
fara og að við erum heppin að hafa
fengið að hafa hann svona lengi en
sorgin er samt mikil og ég mun
alltaf hugsa til hans og sakna
hans.
Karen Júlía.
Kæri afi, það er komið að
kveðjustund.
Ég get talið mig mjög heppinn
að fá að hafa þig sem afa í þau 47
ár síðan ég kom í heiminn. Margt
höfum við brallað í gegnum tíðina
og ég hef verið þeirrar gæfu að-
njótandi að hafa lært mjög margt
frá þér á lífsleiðinni.
Frá því að ég man eftir mér þá
vorum við duglegir að fara saman
í bíó þegar ég var í heimsókn á
Akureyri og þegar þú eignaðist
vídeótæki þá kynntir þú fyrir mér
mikið af skemmtilegu efni eins og
Chaplin, Gög og Gokke, og ekki
má gleyma Bugsy Malone.
Það sem ég eftir að sakna mest
er góða skapið þitt og húmorinn
þinn, alltaf gastu komið með ein-
hvern góðan brandara til að létta
manni lund. En á sama tíma gefið
manni hollráð. Þegar ég gerði
mistök í lífinu, sem hafa verið all-
mörg, þá varstu alltaf til staðar,
ekki til að dæma heldur að hvetja
mig áfram og segja mér að gefast
ekki upp.
Þú varst alltaf tilbúinn að
hjálpa manni og redda því sem
redda þurfti, þú virtist þekkja alla
og varst vinur allra. Þetta kom sér
vel þegar ég og æskuvinur minn
fengum þá hugmynd að vera með
útvarpsstöð á opnum dögum í
Glerárskóla (þá var bara til Rás
1). Eitt símtal til þín og nokkrum
klukkutímum seinna var allt kom-
ið á hreint varðandi hvað þurfti að
gera. Greyið Vilberg skólastjóri
gat ekki annað en samþykkt að
leyfa okkur að vera með útvarps-
stöð þar sem ég og Davíð vorum
með svör við öllum andmælum,
útvarpsleyfi – ekkert mál, búinn
að tala við þennan – hér er formið
sem þarf að fylla út, útvarpssend-
ir – búinn að græja og útvarps-
stöðin varð að veruleika.
Eitt það mikilvægasta sem ég
held þú hafir kennt mér er að
njóta lífsins og hafa gaman af, en
einnig að láta gott af sér leiða. Þú
varst alltaf reiðubúinn að aðstoða
alla sem leituðu til þín og varst öfl-
ugur í félags- og góðgerða málum
t.d. með Félögum hjartasjúklinga,
Lions-hreyfingunni og ekki síst í
gegnum Oddfellow þar sem þú
varst virkur þangað til veikindin
settu of mikið strik í reikninginn í
fyrra.
Þetta eru allt gildi, ásamt
hressileikanum og húmornum,
sem ég hef að leiðarljósi í dag og
vonast til að geta kennt börnunum
mínum sem þau geta haft að leið-
arljósi í gegnum lífið. En fyrst og
fremst takk fyrir samveruna,
minningarnar og vinskapinn.
Jóhann Gísli.
Gísli var í raun meiri afi minn
heldur en föðurafi minn og hef ég
alltaf verið stolt af því að kalla
Gísla afa minn, sem hann mót-
mælti aldrei. Gísli og Lúllý buðu
mig svo sannarlega velkomna
með hlýju sinni og ást þegar ég
kom inn í fjölskylduna 5 ára göm-
ul. Breska fjölskyldan mín var
alltaf frekar fjarlæg en Lúllý og
Gísli buðu upp á ómetanlega um-
hyggju og stöðugleika, þegar þess
þurfti. Gísli sá alltaf til þess að ég
væri velkomin í fjölskylduna og
tilheyrði henni. Ég mun alltaf
vera þakklát fyrir það.
Gísla afa verður sárt saknað.
Júlía Beatrice Harrison.
Mágur minn, Gísli J. Eyland,
andaðist 8. júlí á 92 aldursári.
Hann hafði síðustu mánuði átt
við veikleika að stríða og dvaldi á
hjúkrunarheimilinu Lögmanns-
hlíð og lést þar.
Gísli var fæddur í Laugarnes-
hverfi í Reykjavík 1926 en fluttist
til Akureyrar 11 ára gamall og bjó
þar síðan.
Starfsvettvangur hans var
Pósthúsið á Akureyri þar sem
hann hóf störf 16 ára og varð þar
stöðvarstjóri 1980. Í þvi starfi var
hann þar til hann varð 70 ára.
Gísli var vel látinn af öllum sem
honum kynntust. Hann tók þátt í
ýmsum félagsstörfum, var t.d. fé-
lagi í Oddfellowreglunni í 60 ár og
heiðursfélagi í stúku sinni á Ak-
ureyri.
Gísli vann af áhuga að málefn-
um hjartasjúklinga og var for-
maður samtakanna í Eyjafirði, og
síðar formaður Landssamtaka
hjartasjúklinga, Hjartaheilla.
Á yngri árum var Gísli félagi í
lúðrasveit Akureyrar og lék á
kornett.
Fjölskylda undirritaðs, foreldr-
ar og við systkinin, Dóróthea,
ætíð kölluð Lullý, þá 19 ára, und-
irritaður Ólafur G., þá 16 ára, og
Kristján Bogi, þá fimm ára, flutt-
umst til Akureyrar frá Siglufirði
1948.
Það voru auðvitað viðbrigði að
flytja frá öllum æskufélögum sín-
um á ókunnar slóðir. Enn gekk
þetta þó vel, við kynntumst góðu
fólki og kunnum fljótt vel við okk-
ur.
Vel þykist ég muna strákana í
kringum systur mína og var ekki
alveg sama. Man þó að ég kvað
fljótt upp úr með að hún skyldi
snúa sér að Gísla og skipta sér
ekki af hinum.
Hún gerði svo og taldi sig ekki
þurfa leiðbeiningar frá mér.
Þau voru gefin saman í hjóna-
band 24. júní 1950 í Melstaðar-
kirkju í Miðfirði, þar sem sr. Jó-
hann Kr. Briem var prestur, kona
hans, Ingibjörg, var móðursystir
okkar krakkanna.
Vegleg brúðkaupsveisla var
svo haldin í Reykjaskóla í Hrúta-
firði.
Fyrstu árin á Akureyri bjugg-
um við á Ráðhústorgi en svo í
Oddfellowhúsinu á Brekkugötu,
og þar varð einnig heimili Gísla og
Lúllýjar um skeið, eða þar til þau
fluttu í Víðimýri 8 þar sem þau
hafa búið síðan 1953.
Foreldrar okkar systkina
bjuggu á Akureyri 1948-1958 en
ég fluttist þaðan 1955. Alla tíð var
afar náið og gott samband á milli
fjölskyldna okkar. Ég minnist
sérstaklega allra heimsókna til
þeirra, venjulega tvisvar á sumri í
þá áratugi sem ég fór til laxveiða í
Þistilfjörð. Þá var gjarnan gist hjá
þeim í Víðimýri og móttökur höfð-
inglegar. Þessara samverustunda
minntust félagar mínir fyrr á ár-
um með miklum hlýhug, nefni ég
þar einkum flugstjórana Þorstein
E. Jónsson og Viktor Aðalsteins-
son.
Þau hjón tóku alltaf höfðing-
lega á móti okkur og fóru stund-
um með okkur til veiða.
Gísli var einkar geðprúður og
góður drengur. Samverustundum
okkar fækkaði síðustu ára vegna
veikinda.
Og nú hefur hann kvatt. Ég
sakna hans mjög og flyt kveðjur
mínar og míns fólks til ykkar sem
syrgið hann mest.
Ólafur G. Einarsson.
Með Gísla J. Eyland er genginn
traustur, grandvar drengur sem
gott var að eiga að vini. Hann átti
farsælan starfsferil, var sam-
viskusamur í hvívetna og þægileg-
ur í samskiptum. Hann hefur
áreiðanlega verið líkur föður sín-
um, skipstjóranum Gísla Jónssyni
Eyland, sem Gísli lýsir eins og
hann sé að lýsa sjálfum sér:
„Hann var með eindæmum ró-
lyndur maður og man ég ekki eftir
að hafa séð hann skipta skapi,
hvorki heima né heiman. Á efri ár-
um, þegar heilsan var farin að
bila, reyndust taugar hans í besta
lagi og hélt hann rólyndi sínu allt
fram á síðasta dag. Hann var all-
stríðinn og gamansamur.“
Þegar Gísli var tíu ára flutti
hann með foreldrum sínum frá
Reykjavík til Akureyrar, en faðir
hans var þá skipstjóri á Snæfelli,
skipi KEA. Á Akureyri kynntist
hann og kvæntist Lúllý, frænku
minni, sem hafði flutt með foreldr-
um sínum frá Siglufirði. Samvera
mín og fjölskyldu minnar með
þeim hjónum varð veruleg þegar
við fluttum til Akureyrar 1968 og
bjuggum þar í nokkur ár. Hjálp-
semi þeirra og greiðvikni var slík
að fyrir það verður aldrei full-
þakkað. Börn okkar sóttust eftir
því að heimsækja fjölskylduna í
Víðimýri 8 enda höfðu þau hjón
einstaklega gott lag á börnum og
hafði Gísli ekki síst aðdráttaraflið.
Þótt Gísli væri borinn og barn-
fæddur Reykvíkingur var Akur-
eyri bærinn hans. Það var ekki
einungis alltaf besta veðrið á Ak-
ureyri heldur var mannlíf og um-
hverfi betra þar en annars staðar.
Þegar ég hallmælti holóttum göt-
um á Akureyri sagði hann góðlát-
lega: „Verra er það á Siglufirði.“
Þar með voru gatnamálin af-
greidd. En þessi grandvari maður
fékk reyndar á baukinn á Siglu-
firði þegar hann ók þar um með
föður mínum rakleitt fram hjá
eina stöðvunarskyldumerkinu í
bænum enda var slíkt umferðar-
merki ekki til á Akureyri á þeim
tíma. Var þetta á gatnamótum í
sjónlínu frá lögreglustöðinni þar
sem menn sátu við glugga. Hlupu
þeir út og stöðvuðu ökufantinn frá
Akureyri og sektuðu umsvifa-
laust. Reyndar hentu þeir Gísli og
faðir minn gaman að þessu atviki.
Gísla var umhugað um ættar-
nafnið Eyland sem faðir hans
hafði tekið upp 1916 í samræmi
við lög og skráð sem ættarnafn og
verndað samkvæmt nafnalögum.
Hann varð þess var fyrir nokkr-
um árum að aðrir óskyldir honum
fóru að nota nafnið Eyland eins og
það væri þeirra ættarnafn.
Reyndi hann að afstýra því án ár-
angurs. Hann hefur sagt frá því
að faðir hans hafi tekið ættarnafn-
ið upp af illri nauðsyn. Thor Jen-
sen hafði leitað til föður hans og
beðið hann um að sækja togara til
Englands. Vegna saka sem tengd-
ust landhelgisbroti ensks togara
við England sem hann hafði verið
„flaggskipstjóri“ á taldi hann sér
ekki fært að verða við beiðninni
enda myndi hann verða fangels-
aður færi hann til Englands. Thor
Jensen kunni ráð við þessu. Ein-
ungis þyrfti að breyta eftirnafni
og málið þá leyst. Varð ættarnafn-
ið Eyland fyrir valinu og notað æ
síðan.
Fyrir tæpum mánuði heimsótt-
um við hjónin Gísla þar sem hann
dvaldi í Lögmannshlíð. Þá hvíldi
yfir honum þægileg ró eins og áð-
ur og gamanseminni hafði hann
ekki glatað.
Bogi Nilsson.
Síðast þegar ég kom til Akur-
eyrar nú í vor heimsótti ég Hjúkr-
unarheimilið Lögmannshlíð af því
að mig langaði að sjá hvernig þar
væri um fólk búið. Ég hafði gert
mér háar hugmyndir en samt
varð ég hissa yfir því, hversu vel
var að öllu staðið og hlutunum vel
fyrir komið – hugsað fyrir öllu,
fannst mér. Þarna hitti ég gamla
og góða vini. Þar á meðal Gísla og
Dórótheu. Með okkur urðu fagn-
aðarfundir. Og á svipstundu rifj-
uðust upp leifturmyndir frá liðn-
um áratugum. Það er bjart yfir
þeim og oftar en ekki voru Hall-
dóra og Jóhann Gunnar með í för.
Það er nauðsynlegt fyrir
stjórnmálamann að eiga vini að,
sem hann getur treyst, eru hrein-
skilnir hvernig sem á stendur.
Gísli var mér þvílíkur vinur, –
hann var glöggskyggn á fólk,
ráðagóður og umfram allt ráðholl-
ur. Þegar ég kveð hann nú með
þessum fátæklegu orðum sé ég
hann fyrir mér glaðan og reifan,
þennan góða dreng sem ég er
þakklátur fyrir að hafa kynnst og
átt að. Guð blessi minningu hans.
Halldór Blöndal.
Gísli J. Eyland
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2018
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Kristín IngólfsdóttirSverrir Einarsson Margrét Á. Guðjónsd. Hannes Ó. Sampsted
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
RAGNHEIÐUR STEFÁNSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði föstudaginn 20. júlí klukkan 13.
Ólafur W. Nielsen
Guðrún Nielsen Vilmundur Guðnason
Ólafur K. Nielsen Björg Þorleifsdóttir
Þorgerður Nielsen Ágúst Böðvarsson
barnabörn og barnabarnabörn