Morgunblaðið - 19.07.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 19.07.2018, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2018 ✝ Steinunn Dóróthe Ólafs- dóttir, Stella, fæddist á Freyju- götu 4 í Reykjavík þann 27. janúar 1935. Hún lést á Líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi þann 11. júlí 2018. Foreldrar Stein- unnar voru Ólafur Páll Jónsson, héraðslæknir, f. 5. október 1899, d. 1. desem- ber 1965 og Ásta Guðmunds- dóttir, húsfreyja, f. 24. ágúst 1908, d. 8. mars 1995. Systkini Steinunnar eru Björn, f. 30. nóvember 1936, d. 10. október 2017, Bergljót f. 2. desember 1938, Baldur f. 14. maí 1940, Ragnheiður f. 8. október 1942, Jón f. 23. mars 1945 og Sverr- ir f. 13. maí 1948. Árið 1959 giftist Steinunn Þorleifi Einarssyni, jarðfræð- ingi, f. 29. ágúst 1931, d. 22. mars 1999. Þau slitu sam- vistum. Börn þeirra eru Ásta, jarðfræðingur, f. 15. maí 1960, um í Árnesi á Ströndum en fjölskyldan fluttist síðan á Bíldudal. Þar bjó hún til þrett- án ára aldurs þegar fjöl- skyldan flutti í Stykkishólm. Steinunn lauk námi frá Hús- mæðraskólanum í Reykjavík árið 1953 og prófi frá Hjúkr- unarskóla Íslands árið 1957. Fyrstu spor sín sem hjúkr- unarfræðingur steig hún á Ak- ureyri en starfaði síðan við ýmsar sjúkrastofnanir í Reykjavík; Landakot, Klepps- spítala, Borgarspítala, Land- spítala, Skjól og Grund. Steinunn naut þess að hlusta á tónlist og mála með vatnslitum en mest yndi hafði hún af garðyrkju. Hún var fé- lagi í Garðyrkjufélagi Íslands áratugum saman og var meðal stofnfélaga Rósaklúbbsins. Hún var einnig félagi í Dal- íuklúbbnum. Hún safnaði garðplöntum til að prófa hér á landi og var hugfangin af ýmsum tegundum. Síðustu fimmtán ár hlúði hún að garð- inum sínum við Vogaland í Reykjavík þar sem hún safn- aði einna helst ávaxtatrjám, blómstrandi runnum og rósum en einnig tegundum sem veittu fuglum skjól. Steinunn verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag, 19. júlí 2018, klukkan 13. gift Halldóri Björnssyni lög- fræðingi, f. 10. ágúst 1962. Þau skildu. Börn Ástu eru Lilja Steinunn Jónsdóttir f. 6. nóvember 1988 og Tómas Orri Hall- dórsson f. 29. jan- úar 1997. Einar Ólafur, nátt- úrufræðingur, f. 9. ágúst 1963, unnusta Katalin Dobra, læknir, f. 6. maí, 1967. Kristín, landslagsarkitekt, f. 9. október 1964, gift Ólafi Ólafs- syni, íþróttafræðingi, f. 16. febrúar 1963. Börn þeirra eru Diljá Ólafsdóttir f. 4. apríl 1990, sambýlismaður Karl Brynjar Björnsson f. 11. apríl 1985, barn Karítas Lea Karls- dóttir f. 16. maí 2018, og Þor- leifur Ólafsson f. 18. janúar 1993. Björk, sagnfræðingur, f. 29. apríl 1974, maki Jón Benjamín Einarsson, húsa- smiður, f. 16. nóvember 1969. Fyrstu tvö æviárin bjó Steinunn með foreldrum sín- Elskuleg móðir mín er fallin frá. Hennar verður sárt saknað. Eftir endalausar rigningar er sumarið loksins komið. Sumarið var hennar uppáhaldstími þegar garðurinn átti hug hennar og hjarta. Í dag brosir litríkur garðurinn og rósirnar ilma. Þetta er dagur sem hún hefði notið. Mamma fæddist í Reykjavík en fluttist sem kornabarn í Ár- nes á Ströndum þar sem afi var læknir um hríð. Fyrir ömmu voru það mikil viðbrigði að flytja í vegaleysur og fámennið. Fjölskyldan flutti síðar á Bíldu- dal sem þá var blómlegur bær. Þar fæddust systkinin eitt af öðru og urðu sjö. Fyrir mömmu var Bíldudalur umlukinn fjöll- um heim. Það voru margar sög- urnar sem voru sagðar af skondnu fólki og atburðum, berjaferðum, á bátum, í álfa- lendurnar í Trostansfirði, af brunnklukkum í sundlauginni og af systkinunum. Síðar lá leið- in í Stykkishólm og svo suður í Reykjavík, fyrst í Húsmæðra- skólann og svo Hjúkrunarskól- ann. Hún hóf strax störf sem hjúkrunarkona, fyrst á Akur- eyri en síðar á barnadeildinni á Landakoti, þar sem hún naut þess að starfa. Samtímis sótti hún myndlistarnámskeið og var alla tíð góður teiknari og hafði unun af vatnslitamálun. For- eldrar mínir kynntust þegar faðir minn var við nám í jarð- fræði í Þýskalandi og þar fædd- ist ég. Það var erfitt að eignast sitt fyrsta barn, mállaus í öðru menningarumhverfi á tíma þeg- ar feðrum var haldið víðsfjarri fæðingum. Ein af mínum uppá- haldsmyndum er af mömmu með mig agnarsmáa, einmitt tekin með dómkirkjuna í Köln í baksýn. Eftir dvöl í Þýskalandi lá leiðin til Noregs þar sem litla fjölskyldan átti góðan tíma. Loks lá leiðin heim og tvö systk- ini, Einar og Kristín, bættust í hópinn. Við tóku annasöm ár. Mamma varð heimavinnandi og áhugi hennar á garðyrkju kviknaði, enda höfðu bæði afi og amma mikinn áhuga á ræktun, ekki hvað síst rósarækt. Mamma var liðtæk í snjó- húsagerð og snjókarlarnir voru alltaf með gulrótarnef og alpa- húfu. Á kvöldin las hún fyrir mig „Leynigarðinn“, aftur og aftur. Á sumrin áttum við systk- inin hvort sitt blómabeðið sem við fengum að velja í plöntur og áttum að annast. Minnisstætt er þegar þau pabbi breyttu risa- stórum bókakassa úr þunnum krossvið í lítið rautt garðhýsi með dyrum og gluggum, full- komið fyrir fimm ára. Síðar flutti fjölskyldan til Englands og þá kviknaði áhugi mömmu á ræktun fyrir alvöru. Í kjölfarið, þegar heim var komið, hóf hún að flytja inn plöntur við öll tækifæri, ávaxtatré, epli og kirsuber, alls kyns fjölæringa og garðlauka. Garðurinn á Langholtsvegi óx og dafnaði svo mjög að árið 1972 var opnuvið- tal í Morgunblaðinu við mömmu um garðinn. Í þetta gróandi um- hverfi fæddist síðan litla syst- irin Björk, sem vinnur einmitt í Grasagarðinum. Mamma var dýravinur og náttúruverndarkona, umhugað um framtíð jarðar og afkom- enda, barnabarnanna fjögurra sem hún elskaði. Mamma var virk í Garðyrkju- félaginu og Dalíuklúbbnum og var einn af stofnendum rósa- klúbbsins. Rósaræktin bar hróður hennar víða um lönd. Síðustu ferðir okkar saman voru yndislegar heimsóknir í rósagarða um Evrópu. Elsku mamma, sjáumst í sumarlandinu. Ásta Þorleifsdóttir. Yndisleg amma mín, Stein- unn Ólafsdóttir, kvaddi þennan heim fyrir skemmstu og hélt í sumarlandið eins og hún sjálf kallaði það. Rósadrottningar- innar verður sárt saknað, en hún amma var með þá allra grænustu fingur sem hægt var að finna. Ekki einungis má finna urmul rósa í garðinum hennar, sem allar urðu auðvitað að ilma hver annarri betur, heldur má þar einnig finna ávaxtatré sem bera bæði kirsu- ber og epli. Sumar jurtirnar jafnvel ræktaðar upp af litlum afleggjurum sem amma átti til að næla sér í á ferðum erlendis. Það var því augljóst, í ferðum okkar um skrúðgarða í Eng- landi, hver meistarinn væri og hverjir lærisveinarnir. Við yngri fengum til að mynda ekki að skoða skrautgrasagarð, þótt okkur langaði til, þar sem grös bera ekki blóm, og sá amma því engan tilgang til að eyða dýr- mætum tíma ferðarinnar í slíkt. Amma elskaði ekki einungis blómin sín, heldur vini sína og ættingja einnig. Sjaldnast vor- um við barnabörnin kölluð okk- ar eigin nöfnum heldur vorum við ávallt blómarósir, blóma- prinsar eða sóleyjarmýs í haga. Amma var alltaf ljúf heim að sækja hvort sem var í stutt kaffistopp, enda ávallt til kökur, eða mánaðalangar dvalir. Það var alltaf hægt að finna kyrrð og ró í amstri hversdagsins og borgarinnar hjá ömmu. Þar mátti finna andnæði, næstum eins og lífið væri ekki á sömu hraðferð í kringum hana og garðinn hennar eins og okkur hin. Og þó svo amma væri stundum þrjósk og stæði fast á sínu þá var yfirleitt stutt í bros- ið og hláturinn. Á sinn einstaka hátt, í gegnum súrt og sætt, í blíðu jafnt sem stríðu, mátti alltaf finna hjá henni bros. Og það er stutt í bros, jafnvel á milli táranna, þegar ég hugsa til hennar ömmu minnar. Til að mynda til þess hve sterk íþróttaáhugakona hún varð síð- ustu árin. Missti jafnvel af sáp- unum, Leiðarljósi og Glæstum vonum, til þess að fylgjast með landsliðum Íslands keppa í hin- um ýmsu greinum. Eða að gull- fiskarnir hennar sem heita allir Steinunn, og ef einn dó þá kom bara nýr sem líka hét Steinunn. Hvernig hún hafði einskæran áhuga á að vita í raun hvað gengi á í lífi manns og leist því engan veginn á það að barna- börnin hefðu áhuga á og færu í lengri ferðir eða nám erlendis. Eða hversu mikið hún kvartaði ef maður tók sig til og klippti gróðurinn í garðinum hennar svo að ganga mætti eftir stíg- unum, þá hafði verið klippt of mikið. Það sem situr því fastast, líklega í okkur öllum sem eydd- um tíma með henni Stellu, er smitandi áhugi hennar á blóm- um. Rósadrottningarinnar sjálfrar verður svo sannarlega sárt saknað, en blóm munu ávallt minna okkur á þig. Lilja Steinunn Jónsdóttir. Elskuleg systir mín, Stella, er látin eftir erfið veikindi und- anfarin ár. Stella var elst okkar sjö systkina. Hún var aðeins 13 ára þegar yngsti bróðirinn fæddist og það mæddi því mikið á henni við barnapössun og stuðning á heimilinu. Stella var alltaf ljúf í lund og vildi alltaf sjá hið góða í öllum. Hún var mjög rómantísk og kom það snemma í ljós, hennar dúkkur hétu Rósa- munda og Stjarneyg á meðan mínar hétu Stína og Gunna. Stella las mikið alla tíð og elsk- aði allt fallegt, blómin, náttúr- una og dýrin. Hún vildi vera fal- lega klædd í skærum litum, helst rauðum. Stella var einstök blómakona og báru garðar hennar fagurt vitni um það. Síðasti garðurinn hennar var sannur töfragarður. Rósirnar hennar voru um það bil 250 og aðrar plöntur yfir 1.000 talsins, ávaxtatré, fjölær- ingar, laukplöntur og margt annað sem ég kann ekki að telja. Hún þekkti allar plöntur með nöfnum bæði á íslensku og latínu og vissi nákvæmlega hvers konar skilyrði og jarðveg hver planta þyrfti og fór eftir því. Það drupu perlur af fingr- um hennar í garðræktinni. Stella ferðaðist mikið um fjarlægar slóðir með fyrri manni sínum og bjó víða erlend- is líka. Síðar ferðaðist hún með börnunum sínum. Þau fóru með henni víða í Evrópu og óku henni í hjólastól um allar trissur til að skoða garða og hallir, allt sem hún hafði yndi af. Börnin hennar voru henni ákaflega góð og voru hennar stoð og stytta síðustu árin. Ég kveð Stellu systur mína með söknuði og mun njóta ótelj- andi yndislegra minninga um ókomna tíð. Ég bið guð að vernda fólkið hennar og vona að Stella mín hafi fundið sitt Sumarland. Bergljót. Elsku Stella systir mín er lát- in. Margar og góðar minningar leita á hugann. Stella eða Steinunn eins og hún hét var elst okkar sjö systk- ina og er hún önnur úr hópnum sem kveður en Björn bróðir okkar lést á síðasta ári. Stella hefur alltaf skipað stóran sess í mínu lífi. Hún hleypti heim- draganum ung og fór til Reykjavíkur og lærði hjúkrun. Minnisstætt er mér þegar hún kom heim í Hólm og kynnti Þorleif kærastann sinn fyrir fjölskyldunni. Pabbi, gallharður sjálfstæðismaður, blárri en blátt og mætir ekki Stella með „kommúnista“ á heimilið. En stelpan var bálskotin í sínum manni og það var það sem skipti máli. Þegar Stella og Þorleifur bjuggu í Þýskalandi meðan hann var við nám, gengu sendi- bréfin á milli okkar og fengum við Sverrir bróðir þá oft pakka frá útlöndum. Þegar þau komu heim færði hún mér forláta myndavél af Bella-gerð sem ekki var til á hverjum bæ í þá daga. Var ég að springa úr monti með þennan kjörgrip, filman á járnspólu sem var toppurinn. Þegar ég kom í bæinn til að fara í landspróf bjó ég hjá Stellu og Þorleifi á Langholts- veginum. Þar leið mér vel og voru vinir mínir sem ég eign- aðist í Vonarstrætinu alltaf vel- komnir á heimilinu. Nokkrum árum seinna þegar ég hafði lok- ið húsasmíðanámi var ég oft löngum stundum hjá þeim við viðhald og endurnýjun á húsinu þeirra. Þá voru börnin þeirra komin til sögunnar og oft mikið líf og fjör í kotinu. Garðaáhugi Stellu vaknaði snemma og fór hún fljótt að sinna ræktun í garðinum á Langholtsveginum. Garðurinn er ekki lítill en hann var fljótur að fyllast af allskonar sjaldgæf- um plöntum sem hún safnaði. Einhvern tímann sögðust krakkarnir halda að mamma þeirra væri með ofnæmi fyrir grasi, því ekki mátti leynast grasblettur í garðinum. Þá var hann stunginn upp til þess að koma fyrir alveg sérstakri plöntu. Ekki dugði garðurinn því hún tók sér hjáleigu, nokk- urs konar einskis manns land sem lá með heimkeyrslu þeirra og hóf þar ræktun líka, auðvitað með samþykki nágranna. Eftir að leiðir Stellu og Þor- leifs skildu hélt hún áfram ræktunarstarfi sínu og breytti hún lóðinni í Vogalandinu í undraveröld rósa og aldintrjáa, auk annarra plantna. Allt óx og dafnaði í höndum hennar. Þau Steinunn Ólafsdóttir Ástkæri maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og vinur, SIGURÐUR JÚLÍUS STEFÁNSSON, lést á Landspítalanum laugardaginn 14. júlí. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 24. júlí klukkan 13. Kristín Benediktsdóttir Ingólfur Sigurðsson Erna Þorsteinsdóttir Kristjana Lind Sigurðardóttir barnabörn og fjölskylda Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU VALDIMARSDÓTTUR. Innilegar þakkir til starfsfólks Fríðuhúss fyrir hlýhug og góða umönnun. Haukur Schram Ólafur Schram Jórunn Hilmarsdóttir Linda Hauksdóttir Lidén Anders Lidén barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG MARÍA ÞORSTEINSDÓTTIR frá Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 14. júlí. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 26. júlí klukkan 13.30. Björn Olsen Jakobsson Elva Björk Björnsdóttir Sigrún Vala Björnsdóttir Fadhel Meddeb Svala Ýrr Björnsdóttir Bragi Egilsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS GRÉTAR SIGURÐSSON lést laugardaginn 7. júlí. Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju mánudaginn 23. júlí klukkan 13. Gróa Magnúsdóttir Magnús Jónasson Sigurður Jónasson Hlíf Garðarsdóttir Ragnheiður Jónasdóttir Sigurður Einar Þorsteinsson Ingigerður Jónasdóttir Róbert Árni Róbertsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamamma, systir, mágkona og amma, SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, sérkennari, Akureyri, lést á heimili sínu sunnudaginn 15. júlí. Vilberg Alexandersson Þórunn Vilbergsdóttir og fjölskylda Sigurbjörg Gróa Vilbergsd. og fjölskylda Jónína Guðmundsdóttir Sveinbjörn Matthíasson Jón Oddgeir Guðmundsson Guðbjörg Tómasdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURJÓN RÚNAR JAKOBSSON, lést á heimili sínu í Reykjavík miðvikudaginn 4. júlí. Útförin fer fram í Landakirkju, Vestmannaeyjum, mánudaginn 23. júlí klukkan 14. Inga Lára Sigurjónsdóttir Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir Margrét Kristín Guðmundsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.