Morgunblaðið - 19.07.2018, Page 27

Morgunblaðið - 19.07.2018, Page 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2018 eru ófá eplin og kirsuberin sem hún gaf mér úr garðinum. Ekki var óalgengt að garðurinn væri sýndur gestum, innlendum sem erlendum. Síðustu árin hafa börnin hennar verið ötul við að aðstoða hana við garðyrkjustörf- in. Margoft fór hún til útlanda í garðaskoðunarferðir og naut hún þess ríkulega. Aðeins örfá- um dögum áður en hún dó sát- um við Inga hjá henni og hún ráðlagði okkur um blóm og runna sem við gætum sett niður við sumarbústaðinn okkar. Stella var einstaklega hlý og hláturmild kona. Oft var mikið hlegið þegar við Sverrir bróðir kíktum í heimsókn til hennar í Vogalandið og sögðum skemmti- sögur hvor af öðrum og rifjuðum upp gamla tíma. Börnin hennar stóðu þétt við bakið á henni og studdu til sjálf- stæðis allt fram á síðasta dag. Ég kveð systur mína með miklum söknuði og þakklæti. Nú er hún farin í sumarlandið sem hún talaði stundum um. Jón Ólafsson. Látin er á 83. aldursári Stein- unn Ólafsdóttir, mikil atorku- kona í garðrækt á Íslandi, frum- kvöðull í ræktun garðrósa og fyrirmynd margra félaga í Garð- yrkjufélagi Íslands á því sviði. Höfundur þessara minningar- orða kynntist henni og fyrrver- andi eiginmanni hennar, Þorleifi Einarssyni jarðfræðingi, á átt- unda áratug aldarinnar sem leið í tengslum við störf Þorleifs hjá Rannsóknastofnun iðnaðarins og síðar Raunvísindastofnun há- skólans og sameiginleg áhuga- mál á mótunarárum náttúru- verndar á þeim árum. Ég minnist m.a. garðsins við hús þeirra hjóna við Langholtsveg sem Steinunn ræktaði af kost- gæfni og átti safn fjölæringa í steinhæðarbeði sem mörgum varð starsýnt á. Varð ég meðal annars aðnjótandi að rótarskot- um úr þeim garði til að prýða eigin garð. Seinna lágu leiðir okkar Steinunnar aftur saman eftir stofnun rósaklúbbs á vegum Garðyrkjufélags Íslands árið 2002 en þá hafði hún lagt grunn að merkum garði við Vogaland 16 í Fossvogi. Steinunn hafði eignast neðri hæð hússins og gert samkomulag við meðeig- endur á efri hæð um að annast skipulagningu, plöntuval og um- hirðu alls garðsins við húsið. Þarna varð til merkur tilrauna- og sýnisgarður fyrir ræktun rósa og fleiri blómstrandi runna og framandi trjáa við íslenskar aðstæður. Steinunn var örlát að sýna garðinn og leituðu margir fyr- irmynda og ráðlegginga hjá henni um val á rósum í eigin görðum. Tók hún þátt í að útbúa á vegum Rósaklúbbsins gagna- grunn um harðgerðar rósir sem enn er birtur á heimsíðu klúbbs- ins hjá Garðyrkjufélaginu. Steinunn var „með græna fing- ur“ og órög að prófa nýjar teg- undir og yrki. Henni veittist auðveldar en flestum okkar hinna meðal áhugafólksins að láta plöntur þrífast og blómstra. Rósir voru hennar hjartans áhugamál og í umræðum um hversu vel þær reyndust tók hún málstað þeirra líkt og móðir og taldi flestar nægilega harðgerð- ar fyrir íslenska garða. Það átti reyndar oftast við um reynsluna í hennar eigin garði en kannski síður hjá okkur hinum. Bjart- sýni einkenndi ræktunarstarf hennar. Garðurinn varð fljótt vel gróinn og skjólgóður og unun að koma þar. Eins og á svo mörgum öðrum sviðum mannlífsins hefur áhuga- fólk um rósarækt á Norðurlönd- um með sér samvinnu með formlegum hætti í Norrænu rósafélagi. Á Íslandi er það Rósaklúbbur Garðyrkjufélags- ins sem heldur um þau tengsl. Félögin skiptast á að halda „rósahelgi“ annað hvert ár. Árið 2012 bauð Rósaklúbburinn til slíkrar hátíðar á Íslandi. Þótti mörgum það djarft því ekki er saga Íslands löng á þessu sviði og óvissa um veðurlag til sýn- inga á rósum eins og þetta sum- arið sannar. Um 140 manns tóku þátt í Norrænu rósahelginni 2012 frá löndunum fimm. Tókst hún með ólíkindum vel því veðr- ið lék við okkur það árið. Margir gestanna minnast heimsóknar- innar í garð Steinunnar enn í dag og undrast þá fjölbreytni og blómfegurð sem blasti þar við. Gott er að vita að börn Stein- unnar halda starfi hennar áfram af áhuga. Þegar leiðir nú skiljast að lok- um er Steinunni þökkuð sam- fylgdin fyrir hönd Garðyrkju- félags Íslands og Rósaklúbbsins! Vilhjálmur Lúðvíksson, fv. formaður Garðyrkju- félags Íslands. Ég kynntist Steinunni nöfnu minni þegar ég kom sex ára gömul heim til Kristínar æsku- vinkonu minnar á Langholtsveg 138. Hún tók brosandi með op- inn faðminn á móti mér, svart- hærð, í litríkum fötum og með rauðan varalit. Mér fannst vera ævintýraljómi yfir henni og reyndar allri fjölskyldunni í rauða fjölskylduhúsinu. Það gekk oft mikið á á stóru heimili, þrjú börn á svipuðum aldri og vinir alltaf velkomnir þannig að oftast iðaði húsið af lífi og fjöri. Ekki furða að Stella hafi fundið sinn frið í garðinum sem bar henni fagurt vitni. Í garðinum mátti finna tjörn með gullfisk- um, allskyns rósarunna, lítið gróðurhús og sjaldgæf blóm sem jók enn meira á ævintýraljóm- ann. Auk þess átti Stella bróður sem var stórhuga listamaður sem bauð okkur vinkonum í bíl- túr á svaka köggum, systur sem spáði fyrir fólki, mömmu sem átti glæsilega samkvæmiskjóla og pabba sem var læknir að handan. Þegar við vinkonurnar vorum tíu ára og Stella komin yfir fer- tugt kom Björk í heiminn. Rauð- hærð með freknur og altalandi einungis níu mánaða gömul. Gáf- ur og gjörvileiki hafa aldrei þvælst fyrir fjölskyldunni á Langholtsveginum, allt há- menntað fólk með margar há- skólagráður. Steinunn og Þor- leifur hafa vandað vel til verka í þeim efnum. Eftir því sem árin liðu hitti ég Stellu alltof sjaldan en það var alltaf jafn gaman. Hún var litrík persóna sem elti drauma sína, fór ekki í manngreinarálit og hafði ekki áhyggjur af almenn- ingsáliti. Hún var margverð- launuð garðyrkjukona sem ræktaði garðinn sinn bæði heima og að heiman. Ég er sannfærð um að það hefur vant- að garðyrkjukonu í aldingarðinn og sé hana þar fyrir mér með barðastóran hatt, í rósóttum kjól og strigaskóm – með rauðan varalit. Það passaði henni vel að kveðja um hásumar, rigningin fyrir sunnan góð fyrir gróðurinn og allt í blóma. Ég votta Krist- ínu vinkonu minni og allri fjöl- skyldunni samúð mína Dagarnir koma sem blíðlynd börn með blóm við hjarta. Ljúfir og fagnandi lyfta þeir höndum mót ljósinu bjarta. Og verði þeir þreyttir með liti og ljós að leika og sveima, við móðurbarm hinnar brosmildu nætur er blítt að dreyma. Þá lægist hver stormur, stundin deyr og stjörnurnar skína. Og jörðin sefur og hefur ei hugboð um hamingju sína. (Tómas Guðmundsson) Steinunn Guðbjörnsdóttir. ✝ Laufey BjörgAgnarsdóttir fæddist í Reykjavík 14. mars 1959. Hún lést 6. júlí 2018. For- eldrar hennar voru Agnar Bragi Sím- onarson, f. 12.3. 1929, d. 21.1. 1971 og Freyja Jóhanns- dóttir, f. 10.9. 1932, d. 17.5. 2012. Systkini Lauf- eyjar eru: Bragi Agnarsson, f. 3.7. 1955, eiginkona hans er Bjarney Þ. Runólfsdóttir, f. 4.8. 1951, börn þeirra eru Sigríður Drífa Elíasdóttir og Agnar Bragi Bragason. Leifur Agnarsson, f. 10.8. 1956, sonur hans er Óskar Kristófer Leifsson. Þór Agn- arsson, f. 16.8. 1960, eiginkona hans er Ásdís Þóra Davidsen, f. 23.1. 1963, börn þeirra eru Mikk- jal Agnar Þórsson Davidsen, Kol- brún Freyja Davidsen og Þóra Laufey Davidsen. Vigdís Björk Agnarsdóttir, f. 4.10 1968, börn hennar eru Friðrik Óli Höjgaard, Agnes Ellý Elvars- dóttir Höjgaard og Laufey Erla Péturs- dóttir. Finnbogi Jó- hann Jónsson, f. 10.4. 1973, eiginkona hans er Bettina Wunsch, f. 24.5. 1971, sonur þeirra er Nils Bjarni Jóhannsson. Laufey fæddist í Reykjavík og bjó þar alla tíð, lengst af í Breið- holtinu eftir að fjölskyldan flutti í Urðarbakka 6 árið 1969, húsið sem foreldrar hennar byggðu af miklum myndarskap. Það var Laufeyju mikið áfall þegar Agn- ar Bragi faðir hennar lést skyndilega eftir erfið veikindi ár- ið 1971. Urðarbakkinn var samt sem áður skjól og athvarf fyrir fjölskylduna allt þar til móðir hennar lést árið 2012. Eftir grunnskólagöngu lá leiðin út á vinnumarkaðinn. Laufey vann á ýmsum stöðum um ævina, hún vann í Kassagerð Reykjavíkur um tíma, á leikskólanum Sunnu- borg og í Agfa myndum. Hún keypti sér lítinn sendibíl, svokall- aða skutlu, og fór að vinna sjálf- stætt við sendibílastörf hjá Sendibílastöðinni. Í gegnum sendibílastarfið kynntist hún starfsfólki Vífilfells, þar sem hún var mikið að sendast fyrir það fyrirtæki og þá sérstaklega verk- stæðið. Það fór svo á endanum að hún réð sig alfarið til Vífilfells og starfaði þar allt þar til hún varð að hætta vegna heilsubrests fyrir fimmtugt. Laufeyju leið vel í starfi hjá Vífilfelli, eignaðist þar góða vini og þótti erfitt að þurfa að hætta að vinna. Síðustu árin átti Laufey við mikið heilsuleysi að stríða, hún háði erfiða baráttu við lyfjafíkn, þunglyndi og kvíða, til viðbótar líkamlegum veikindum á borð við gigt, astma, hjartabilun og skjaldkirtilssjúkdóm. Hún veikt- ist hastarlega 29. júní síðast- liðinn og lést á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi 6. júlí. Útför hennar fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 19. júlí 2018, klukkan 15. Í dag kveð ég einu systur mína í síðasta sinn. Ekki datt mér í hug að ég væri að fylgja henni að heiman í síðasta sinn þegar ég fór með hana á bráða- móttökuna föstudaginn 29. júní og að hún yrði látin viku síðar. Systir mín er sennilega með þrjóskustu einstaklingum sem ég hef þekkt, hún gat verið erfið í samskiptum, ákveðin og þrjósk. En hún gat líka verið húmoristi og séð broslegu hliðarnar á ýmsu sem gekk á. Við hlógum oft sam- an, en við rifumst líka, enda er erfitt að finna ólíkari systur. Hún háði baráttu við Bakkus, sem er harður húsbóndi, og hún glímdi við fjölþætt veikindi síð- ustu árin og átti oft mjög erfitt, en það komu góðar stundir inn á milli. Hún eignaðist ekki börn, en hún elskaði systkinabörnin sín. Öll eiga þau eflaust einhverj- ar góðar minningar frá æsku þegar frænka fór með þau á rúntinn, eða gerði eitthvað skemmtilegt fyrir þau. Hún var örlát við þau, gaukaði að þeim ýmsu góðgæti, stundum í óþökk foreldranna. Hún sagði stundum vinum sín- um frá því hversu stórkostleg upplifun það var fyrir hana að vera viðstödd fæðingu yngstu dóttur minnar, Laufeyjar Erlu, líklega var það stærsta gjöfin sem ég gaf henni á okkar ævi. Ég og börnin mín þökkum henni samfylgdina í gegnum lífið og vonum að nú líði henni betur. Við vitum að vel er tekið á móti henni í sumarlandinu. Ó, vef mig vængjum þínum til verndar, Jesús hér, og ljúfa hvíld mér ljáðu, þótt lánið breyti sér. Vert þú mér allt í öllu, mín æðsta speki’ og ráð, og lát um lífs míns daga mig lifa’ af hreinni náð. Tak burtu brot og syndir með blóði, Jesús minn, og hreint mér gefðu hjarta og helgan vilja þinn. Mig geym í gæslu þinni. Mín gæti náð þín blíð, að frið og hvíld mér færi hin fagra næturtíð. (Magnús Runólfsson) Vigdís Björk. Laufey Björg Agnarsdóttir Afi Otto var of- boðslega góður afi. Mér fannst gaman að heimsækja hann og ég vildi að ég hefði heimsótt hann oftar. Hann afi sagði alltaf sama brand- arann og þótt brandarinn hafi ekki verið neitt sérstaklega fyndinn þá hló ég alltaf. Þegar ég æfði fót- bolta var afi alltaf að spyrja mig um hvernig mér gengi og að hvetja mig og meira að segja eftir að ég hætti að æfa fótbolta en mér fannst það samt alltaf gott. Þegar afi Otto dó var ég í keppnisferð í Svíþjóð á frjálsíþróttamóti og ég hugsaði oft til hans og um að hann væri að deyja en það hræddi mig ekkert en mig langaði að standa mig vel fyrir hann. Ég mun aldrei gleyma afa Otto og ég veit að ég, pabbi og allir í fjölskyldunni mun- um halda minningunni um hann lifandi. Tinna Tynes. Fallinn er frá góður félagi, Otto Tynes. Fyrsta starf Ottos í flugi var sem siglingafræðingur um borð í flugvélum Loftleiða frá árinu 1964 og var hann samfellt á flugi það sem eftir var starfsæv- innar sem siglingafræðingur, flug- maður og flugstjóri. Auk þess að vinna við flug alla sína starfsævi hafði Otto ódrepandi áhuga á grasrót flugsins og vildi veg einka- flugs á Íslandi sem mestan. Hann stundaði kennslu í bóklegum greinum til einka- og atvinnuflugs til fjölda ára og eru þeir ófáir flug- mennirnir sem setið hafa nám- skeið hjá Otto og að sjálfsögðu var siglingafræði hans aðalfag þó svo að hann hafi verið jafnvígur á flest. Otto hafði einstakt lag á að gera siglingafræðina að áhuga- verðu námsefni og flugu oft reynslusögur með. Auk þess að kenna á grunnnámskeiðum hélt Otto fjöldamörg upprifjunarnám- skeið í bóklegum fræðum fyrir einkaflugmenn sem oft á tíðum Otto David Tynes ✝ Otto David Ty-nes fæddist 13. apríl 1937. Hann andaðist 2. júlí 2018. Útför Ottos fór fram frá Bústaða- kirkju í Reykjavík 17. júlí 2018. voru unnin í sjálf- boðavinnu fyrir flug- klúbbana út um allt land. Ekki er hægt að minnast Ottos nema Piper Cub flugvélar komi upp í hugann, en segja má að ef maður sá Otto á ein- hverjum flugvelli þá var Piper Cub ekki langt undan. Upp- hafið að áhuga hans á þessari flug- vélartegund er vafalítið að finna í þeirri staðreynd að hann lærði að fljúga á slíkum flugvélum. Árið 1987 var hann einn af lykilmönn- um í stofnun flugklúbbsins Þyts og að sjálfsögðu var fyrsta flugvél hins nýja klúbbs Piper Cub TF- KAO. Um svipað leyti varð Otto virkur félagi í Flugklúbbi Mos- fellssveitar (FKM) eins og klúbb- urinn hét þá. Síðar átti hann eftir að gegna stöðu formanns klúbbs- ins í tvö kjörtímabil við góðan orðstír. Í gegnum árin hefur Otto tekið þátt í fjöldamörgum við- burðum og skemmtunum á vegum klúbbsins og ljúfari og þægilegri félaga er vart hægt að hugsa sér. Sitt síðasta flug á atvinnuflug- vél fór Otto á Twin Otter flugvél Flugfélags Íslands og lenti þá á Tungubökkum og er það stærsta flugvél sem lent hefur á flugvelli FKM. Eftir starfslokin sneri Otto sér að hugðarefni sínu – Piper Cub. Hann safnaði 15 manna hópi sem samanstóð að mestu af „öldung- um“ í fluginu og keypti fyrstu Pi- per Cub flugvélina sem flutt var til landsins, TF-KAK, og úr varð flugklúbburinn KAKan. Þessa flugvél gerðu þeir upp í betra en nýtt ástand í skýli á Tungubökk- um og var fyrsta flugið að aflok- inni viðgerð farið í janúar 2011 og fékk flugvélin við það tækifæri nafnið Otto Tynes. Frá upphafi flugklúbbsins KAKan hafa þessir öðlingar mætt eitt kvöld í viku niður á flugvöll til að spjalla og þrátt fyrir langvar- andi veikindi lét Otto sig ekki vanta ef nokkur leið var að komast út úr húsi. Við kveðjum nú mikinn flug- áhugamann, ljúfmenni og góðan félaga. Hvíl í friði. Fyrir hönd stjórnar FKM, Sigurjón Valsson. Otto föðurbróðir minn er látinn. Hlátur hans og brosið heyra nú minningunni til. Brosið hans frænda míns var svo hlýtt. Enda hlaut hann í vöggugjöf einstaklega góða lund, hann var eiginlega bara alltaf í góðu skapi. Hin síðustu ár gat hann fundið hið spaugilega í ótrúlegustu hlutum, þegar ég var yngri þá var hann sá sem alltaf átti brandara og blik í auga – og þegar ég var lítil stelpa – þá var Otto frændi sá skemmtilegasti sem hægt var að finna. Um hann lék ævintýraljómi. Hann hafði flogið út um allan heim, komist í hann krappan á stundum og var hafsjór af fróðleik um staðhætti hvar- vetna. Að ógleymdum áhuga á veðurfari. Otto frændi var alltaf til staðar fyrir okkur og þeirrar náttúru að sjá aldrei vandamál eða vesen. Án orðalenginga leysti hann bara úr málum hverju sinni. Hvort sem það var að fljúga frænku sinni austur á firði, skella sér suður til Ítalíu í afmælisveislu eða senda frændsystkinum gítar með leigu- bíl síðla kvölds þegar hljóðfærið vantaði. Gæfan hans Ottos frænda var að eignast hana Bryndísi sem lífs- förunaut. Þau voru samheldin í starfi, ræktuðu sína fjölskyldu og áttu stóran vinahóp. Einstakt sam- band þeirra kom sannanlega í ljós þegar Otto frændi veiktist á seinni árum. Þá var Bryndís kletturinn hans og hann gat ekki án hennar verið. En þó hann væri orðinn þreyttur á þeim þrautum sem lífið færði honum á seinni stigum, var elsku frændi minn alltaf hlýr og fullur af væntumþykju. Það er gæfa sem ekki öllum hlotnast að hafa átt slíkan föður- bróður. Ég þykist þess viss að héð- an í frá mun ég sjá fyrir mér bros- mildan frænda á himneskri Piper Cup í hvert sinn er ég heyri Frank Sinatra raula um flugferð til tunglsins. Elsku Bryndís, Gunni, Ottó, Sallý og Sverrir – blessuð sé minning okkar ástkæra Ottos. Dóra Sif Tynes. Hann Otto blessaður er látinn eftir langa baráttu við illvígan sjúkdóm. Þessi glaðlyndi maður sem alltaf var tilbúinn í hvað sem var ef það tengdist flugi. Það var erfitt að horfa á baráttu hans við sjúkdóminn, þó var hann oftast með bros á vör og gleðiorð á vörum. Ég kynntist Otto 1963, Hann vann sem aðstoðarmaður á Veður- stofu Íslands sem þá var til húsa í flugturnsbyggingunni á Reykja- víkurflugvelli. Otto var þá að læra flug með vinnunni og fór fljótlega til starfa á þeim vettvangi. Þá rofn- uðu kynni okkar í mörg ár. Okkar kynni endurnýjuðust árið 2007 þegar ég hitti hann á förnum vegi og hann spurði hvort ég vildi taka þátt í með honum og nokkrum öðrum flugmönnum að endur- byggja gamla einkaflugvél, TF- KAK Piper Cub J 3, árgerð 1945. Ég var til í það og fljótlega hófst vinna undir stjórn Valdimars Ein- arssonar flugvirkja. Skemmtileg og gefandi vinna með áhugasöm- um mönnum. Við höfðum vinnuað- stöðu í flugskýli á Tungubakka- flugvelli í Mosfellsbæ og unnum minnst eitt kvöld í viku. Otto var mjög áhugasamur og hugmynda- ríkur og lét sig varla vanta eitt ein- asta kvöld. Árangurinn varð sá að sextíu og tveggja ára gömul flug- vél, með á að giska 80.000 flug- stundir og nokkur óhöpp að baki, stóð eftir eins og ný, beint frá verk- smiðjunni. Ákveðið var að stofna flugklúbb og fékk hann nafnið KAKan og var Otto formaður hans til hinsta dags. Loks árið 2012 var flugvélin komin með nýtt lofthæfisskírteini og við tók flug. Otto flaug fyrsta flugið. Við hæfi þótti að skíra flugvélina, eins og oft er gert með flugvélar. Ákveðið var að hún skyldi heita Otto Tynes. Tekin var mynd af rit- hönd hans sjálfs, án hans vitundar, stækkuð upp og sett á báða kinn- unga vélarinnar. Athöfninni lauk með kökum og kaffi í flugskýlinu. Við Otto flugum oft saman á KAK þegar „Cub veður“ gafst. Þetta orðatiltæki var notað þegar til stóð að fljúga, því að okkar litla flugvél þolir ekki vont veður. Veikindi fóru að gera vart við sig og að lokum varð hann að játa sig sigraðan og lagði inn flugskírteinið sitt. Hann flaug þó áfram með okk- ur hinum. Áhuginn hélst til hinsta dags og hvert sinn sem ég hafði samband við hann, kom upp spurn- ingin: er Cub veður? Áhuginn var óbilandi. Einkaflugið á Íslandi hefur misst mikið við fráfall Ottos, mannsins sem var alltaf tilbúinn til þss að stjórna flugkeppnum og öðrum uppákomum einkaflug- manna. Ég votta Bryndísi, börnum og öðrum aðstandendum Ottos sam- úð. Ingvar Valdimarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.