Morgunblaðið - 19.07.2018, Side 28
✝ Hreinn Eiríks-son fæddist á
Miðskeri í Horna-
firði 10. mars 1931.
Hann lést á
hjúkrunar-
heimilinu Skjól-
garði 10. júlí 2018.
Hreinn lauk
prófum frá Iðnskól-
anum í Reykjavík,
sveinsprófi í húsa-
smíði 1968, öðlaðist
meistararéttindi 1974 og lauk
kennaraprófi frá Kennara-
háskóla Íslands 1992.
Hreinn vann við húsasmíðar
og smíðakennslu til 1987, var
fastráðinn kennari við Nesja-
skóla 1987-1996, kennari við
Mýrarhúsaskóla 1996-1997 og
var síðan aðstoðarskólastjóri
við Nesjaskóla 1997-2001.
Hreinn var um skeið byggingar-
fulltrúi og fasteignamatsmaður
í Nesjahreppi og virðingamaður
fyrir Brunabótafélag Íslands.
Hann sat lengi í barnavernd-
arnefnd, sat í sóknarnefnd, var
að kortleggja og skrásetja leiði í
kirkjugarðinum við Laxá í Nesj-
um og fleiri kirkjugörðum.
Hreinn kvæntist Ragnheiði
Hjartardóttur árið 1956. Þau
skildu. Börn þeirra eru Eiríkur,
kvæntur Þórunni Þorsteins-
dóttur og eiga þau tvær dætur;
Sigrún Helga, gift Héðni Ólafs-
syni, hún á þrjár dætur. Hreinn
kvæntist 24.10. 1964 eftirlifandi
eiginkonu sinni, Kristínu Gísla-
dóttur. Börn þeirra eru Regína,
gift Klaus Kretzer, hún á tvo
syni; Steingerður, gift Reyni
Guðmundssyni, hún á tvö börn;
Pálmar kvæntur Lindu Gutt-
ormsdóttur og eiga þau tvö
börn. Barnabörnin eru orðin ell-
efu talsins.
Foreldrar Hreins voru Eirík-
ur Sigurðsson, bóndi í Miðskeri
og Steinunn Sigurðardóttir,
húsfreyja. Systkini Hreins, sem
nú eru öll látin, voru Benedikt,
kvæntur Hallgerði Jónsdóttur,
Sigurður, kvæntur Ásu Finns-
dóttur, Sigurbjörg, gift Sigfinni
Pálssyni og Rafn, kvæntur Ástu
Karlsdóttur.
Útför Hreins fer fram frá
Hafnarkirkju í dag, fimmtu-
daginn 19. júlí 2018, kl. 14.
meðhjálpari og
söng í Samkór
Hornafjarðar um
árabil. Hreinn æfði
og keppti í íþrótt-
um á yngri árum,
var virkur í starfi
íþrótta- og ung-
mennafélagshreyf-
ingarinnar, starf-
aði í Lions-
klúbbnum Hæni í
Nesjum, sat í stjórn
Menningarfélags Austur-
Skaftfellinga um skeið, var
fyrsti formaður Leikfélags
Hafnarkauptúns og síðar í leik-
hópi Mána. Hann tók þátt í fjöl-
mörgum leiksýningum í Nesjum
og á Höfn og samdi einnig gam-
anmál í bundnu máli og flutti
við ýmis tækifæri. Hreinn var
heiðursfélagi Ungmenna-
sambandsins Úlfljóts og hlaut
einnig æðstu viðurkenningu
Lionshreyfingarinnar, Melvin
Jones-skjöldinn, árið 2016. Þeg-
ar hann lét af störfum tók hann
að sér, ásamt eiginkonu sinni,
Nú hefur hann elsku pabbi
minn kvatt þetta jarðlíf eftir 87
innihaldsrík ár. Það var gott að
vera samvistum við pabba. Hann
hafði einstaklega hlýja nærveru,
var einlæglega annt um sam-
ferðafólk sitt og fór ekki í mann-
greinarálit. Hann var afar greið-
vikinn og ég held að hann hafi
helst aldrei viljað segja nei, væri
hann beðinn um eitthvað, jafnvel
þótt hann væri störfum hlaðinn.
Leiklistin var honum í blóð borin
og hann naut sín líklega hvergi
betur en á sviðinu. Í minninga-
sjóðnum eru nokkrar eftirminni-
legar persónur sem hann gæddi
einstöku lífi.
Pabbi var mjög lífsglaður, átti
auðvelt með að sjá spaugilegu
hliðarnar á tilverunni og var oft
hrókur alls fagnaðar þegar sá
var gállinn á honum. Hann átti
auðvelt með að setja saman
hnyttnar vísur og sem krakki,
fannst mér ekkert skemmtilegra
en að fá að fylgjast með þegar
þeir Nonni á Brekkubæ voru að
æfa söngdagskrár fyrir þorra-
blót Nesjamanna. Hann orti líka
gjarnan vísur við tímamót í lífi
fjölskyldumeðlima eða vina
sinna og eru þar mörg gullkorn-
in.
Pabbi hafði gaman af því að
kanna torfærur og fjallvegi og
lét það ekki aftra sér að hann
ætti aldrei jeppa. Þær ferðir
enduðu kannski ekki allar eins
og upphaflega planið var og ég
man eftir að sitja í Cortínunni
úti í miðri á og vatnið flæddi inn í
bílinn, eða ganga niður Öxi eftir
aðstoð þegar kom gat á olíu-
pönnuna. Þessar ferðir eru
sveipaðar ævintýraljóma í minn-
ingum mínum þótt ég efist um að
mömmu minni hafi alltaf verið
mjög skemmt. Pabbi hafði alltaf
tíma til að leika og spjalla við
syni mína og leyfa þeim að vera
með í því sem hann var að gera.
Hann hjólaði um alla sveit með
Brynjar á stýrinu á reiðhjólinu
sínu, það er kannski ekki endi-
lega til eftirbreytni í dag, en var
mikið ævintýri fyrir fjögurra ára
polla í þá daga. Þá var gaman að
fylgjast með heimspekilegum
vangaveltum Styrmis og afa
hans um lífið og tilveruna, nöfnin
á jólasveinunum og sitthvað
fleira. Frá því ég man eftir mér
þá voru börn mjög hænd að
pabba og miklu fleiri en hans
eigin barnabörn kölluðu hann
afa í gegnum tíðina. Mér fannst
það því frábær ákvörðun hjá
honum að fara í kennaranám, þó
seint væri á starfsævinni, því
kennarastarfið og samvera með
börnum, veitti honum mikla
ánægju. Foreldrar mínir voru
gift í yfir 50 ár og voru afar sam-
rýnd. Þau áttu mörg sameigin-
leg áhugamál í lífi og starfi og
unnu saman að mörgum af sín-
um hugðarefnum. Ég óska þess
að góðu minningarnar gefi
mömmu styrk á þessum erfiðu
tímum.
Ég mun alltaf hugsa til pabba
með gleði og hlýju í hjarta.
Regína.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Svo segir í Hávamálum. Það
er misjafnt sem menn skilja eftir
sig. Hreinn mágur minn sem nú
hefur kvatt þennan heim hefur
getið sér góðan orðstír sem aldr-
ei deyr. Ég var svona rúmlega
unglingur þegar Hreinn kom inn
í Grímsstaðarfjölskylduna. Það
er ekki auðveldasti hlutur í
heimi að koma nýr inní fjöl-
skyldu. Eins og allir vita er hver
fjölskylda með sína sérvisku og
sérkennilegheit. Það tók Hrein
ekki langan tíma að aðlagast
fjölskyldunni og ná góðu sam-
bandi við alla. Ég hef örugglega
ekki þakkað honum nóg í lifanda
lífi fyrir alla gæskuna og um-
hyggjuna sem hann sýndi
tengdaforeldrum sínum. Pabbi,
Gísli Björnsson, var ekki allra en
Hreinn og hann náðu vel saman
og þær eru ómældar stundirnar
sem Hreinn gaf þeim foreldrum
mínum alla tíð af mikilli elsku.
Hreinn var smiður og smiður
góður. Lengst af hafði hann sitt
lífsviðurværi af smíðum. Margir
minnast hans á verkstæði Guð-
mundar Jónssonar við Bogaslóð.
Þar var venjulega kátt á hjalla
og margir sem lögðu leið sína
þangað, ekki endilega til að láta
smíða eitthvað fyrir sig heldur
til að fá smá gleðistund. Hreinn
söðlaði síðan um. Fór í kennara-
nám, kominn af léttasta skeiði.
En þar var Hreinn á réttri hillu.
Það lét honum sérdeilis vel að
uppfræða ungt fólk. Hann átti
ótrúlega gott með að umgangast
nemendur og koma fram við þá
af virðingu. Fáa hef ég séð sem
hafa átt jafn auðvelt með að
tengja við unga krakka, ná til
þeirra og spjalla við þau. Hreinn
naut þess virkilega að umgang-
ast ungt fólk og hjálpa því á
þroskabraut. Ekki má nú
gleyma að nefna leikarann
Hrein. Þær eru margar gleði-
stundirnar sem hann hefur gefið
Hornfirðingum og öðrum með
leik sínum, gamanmálum, upp-
lestri og vísnagerð og leikhúslíf
Hornfirðinga væri fátæklegra ef
hann hefði ekki lagt því lið.
Grímsstaðarfjölskyldan á Hreini
svo ótal margt að þakka og við
kveðjum hann með virðingu og
þökk. Kristínu systur minni,
börnum þeirra Hreins og öllum
ættingjum votta ég dýpstu sam-
úð.
Baldur Gíslason.
Í dag kveðjum við föðurbróð-
ur minn Hrein Eiríksson.
Með Hreini er genginn góður
drengur, skemmtilegur og eftir-
minnilegur persónuleiki. Okkur
var alltaf vel til vina, höfum
þekkst og verið félagar um
margra ára skeið.
Hreinn frændi minn var einn
þessara manna sem gátu nánast
allt að því manni fannst. Hann
var bæði verklaginn og fjölhæf-
ur enda tók hann sér ýmislegt
fyrir hendur á langri starfsævi
og sinnti mörgum og ólíkum
störfum. Á árum áður vann hann
sem trésmiður og byggingar-
meistari og sinnti húsvörslu í fé-
lagsheimilinu Sindrabæ á fyrstu
starfsárum þess húss. Síðar
meir tók hann kennarapróf og
var eftir það kennari við Nesja-
skóla. Það átti vel við hann enda
bæði farsæll í starfi og vinsæll á
meðal nemenda og samstarfs-
manna.
Hreinn var mikill áhugamað-
ur um íþróttir og var keppnis-
maður í frjálsíþróttum á yngri
árum og var sigursæll á íþrótta-
mótum í héraði og víðar. Eftir að
keppnisferli lauk sinnti hann fé-
lagsmálum í ungmennafélags-
hreyfingunni auk þess sem hann
var í forystu í félagsstarfi hinna
ýmsu félaga og félagasamtaka.
Hreinn var mjög virkur í
starfsemi leikfélagsins á Horna-
firði og lék þar mörg hlutverkin.
Þeim skilaði hann öllum með
miklum sóma hvort sem um var
að ræða „kómík eða drama“. Oft-
ar en ekki hlaut hann mikið lof
fyrir túlkun og leik enda naut
Hreinn þess að kljást við hinar
ýmsu persónur leikbók-
menntanna. Auk þessa var
Hreinn eftirsóttur skemmti-
kraftur á þorrablótum og
skemmtunum. Þar flutti hann
oftast frumsamið efni, gaman-
vísur og fleira.
Ég á margar minningar frá
samverustundum okkar í gegn-
um árin og allar eru þær góðar.
Á unglingsárum og nokkur ár
þar á eftir fékk ég að vinna með
og undir handleiðslu Hreins.
Fyrst um sinn starfaði ég með
honum við byggingu Bjarnanes-
kirkju. Það er eftirminnilegur
tími í meira lagi. Kaffitímarnir
urðu nánast heilagir og þar var
farið eftir ákveðinni rútínu. Sest
var niður undir kirkjugarðs-
veggnum og eftir að hafa gert
samanburðarmælingar á brauð-
inu og bakkelsinu í nestisboxun-
um okkar þann daginn var tekið
til við að segja sögur. Ævinlega
kútveltumst við um enda fannst
okkur við vera óendanlega
fyndnir og gátum hlegið enda-
laust að vitleysunni hvor í öðr-
um. Að lokum tók við kúluvarps-
æfing, sem gat reyndar teygst á
langinn enda fór okkur mikið
fram í kúluvarpi þessi sumur.
Við Hreinn héldum alltaf góðu
sambandi, hittumst eða heyrð-
um hvor í öðrum reglulega og
lengi vel var það fastur liður að
ræða saman á gamlársdag þar
sem árið var gert upp. Síðast
hittumst við í mars nú á þessu
ári á Kanaríeyjum þar sem þau
Kristín dvöldu í nokkrar vikur.
Fyrir þá stund sem og allar aðr-
ar sem ég átti með Hreini er ég
ákaflega þakklátur.
Elsku Kristín, Regína, Stein-
gerður, Pálmar, Eiríkur og Sig-
rún. Við Svana sendum ykkur,
fjölskyldum ykkar og skyld-
mennum innilegustu samúðar-
kveðjur.
Að leiðarlokum kveð ég þennan vin
minn með söknuði.
Farðu í friði góði vinur
Þér fylgir hugsun góð og hlý.
Sama hvað á okkur dynur
Aftur hittumst við á ný.
(Magnús Eiríksson.)
Takk fyrir allt og allt.
Karl Rafnsson.
Haustið 1975 þegar við fjöl-
skyldan fluttum úr Reykjavík
austur í Nesjaskóla voru Kristín
og Hreinn okkar fyrstu nábúar.
Það tókst strax með okkur mikill
vinskapur sem haldist hefur alla
tíð síðan.
Samskipti okkar Hreins og
samvinna var býsna mikil í gegn-
um árin og alltaf fór vel á með
okkur. Hann gaf af sér afar hlýja
og einlæga nærveru og grunnt
var á skemmtilegheitunum.
Minningarnar frá samleið okkar
eru margar og allar ljúfar.
Allt samstarfið í Nesjaskóla,
fundirnir í Ungmennafélaginu
Mána í Nesjum, allar gönguferð-
irnar, þrettándabrennurnar,
íþróttamótin og æfingarnar og
margt fleira að ógleymdum
Leikhópi Mána. Við reistum
hann úr dvala og setti leikhóp-
urinn upp magnaðar leiksýning-
ar í Mánagarði. Fyrsta sýningin
var Deleríum búbónis veturinn
1981-1982, settum aðsóknarmet
og enduðum á frábærri sýning-
arferð til Reykjavíkur þar sem
sýningin var einn af allra síðustu
viðburðunum í gamla Hafnarbíói
við Barónsstíg. Síðasta stórvirk-
ið var þegar leikhópurinn setti
upp Fiðlarann á þakinu veturinn
2008 í tilefni 100 ára afmælis
Mána.
Leiklistin var Hreini beinlínis
hjartkær, svo mjög unni hann
gyðjunni þeirri. Og þó ég hafi
ekki leikið í mörgum leiksýning-
um þá átti ég engan betri mót-
leikara en Hrein. Það má segja
með sanni að við vorum leik-
félagar góðir, sama hvert sviðið
var í lífinu hverju sinni.
Ég kveð traustan vin með
söknuði en um leið er ég fullur
þakklætis fyrir allar stundirnar
sem við áttum saman.
Ásmundur Gíslason.
Við hjónin vorum stödd í
þröngu stræti Pragborgar þegar
við fengum þær fregnir að fall-
inn væri frá góður vinur og sam-
starfsfélagi, Hreinn Eiríksson.
Okkur langar því til að minnast
Hreins með fáeinum minningar-
orðum. Hreinn var samferða-
maður okkar með margvíslegum
hætti bæði í gegnum kennsluna
og ekki síður leiklist þar sem
Hreinn var oftar en ekki mikill
senuþjófur enda afburðaleikari
og þar skein sterkur persónu-
leiki hans í gegn.
Fyrstu kynni okkar af Hreini í
gegnum kennslustarfið voru
þegar við vorum starfandi í
Mýraskóla þar sem Hreinn sá
um smíðakennslu. Hann leysti
það starf vel af hendi og eigum
við þaðan góðar minningar.
Það var svo haustið 1997 að
náið samstarf hófst þegar við
réðum okkur til Nesjaskóla sem
hafði starfað í eitt ár í þeirri
mynd að börnum í 1.-3. var
kennt þar. Hreinn tók virkan
þátt í því verkefni með okkur og
varð aðstoðarskólastjóri. Það
var ekki verra að honum fylgdi
eiginkona hans Kristín sem var
hokin af reynslu úr skólaum-
hverfinu og lagði mikið af mörk-
um, ekki síst til lestrarkennslu.
Þau hjónin áttu drjúgan þátt í
því að allt small saman, náið
samstarf og vinátta. Hreinn átti
einnig drjúgan þátt í því ásamt
samstarfsfólki að skapa gott
skólasamfélag í Nesjaskóla og
fyrir það eigum við honum mikið
að þakka. Allir minnast þess hve
góður samstarfsmaður og
stjórnandi Hreinn var. En hann
var líka góður kennari og alltaf
skein í gegn hversu mikla um-
hyggju hann bar fyrir nemend-
um sínum og allir tóku eftir því
að nemendur hændust mjög að
Hreini. Þetta var í þá daga að
skólastjórarnir sinntu umsjón-
arkennslu svo verkefnin voru
ærin og oft þurfti að taka á mál-
um og Hreini með sinni sam-
skiptahæfni og jákvæðni tókst
að leysa málin vel af hendi.
Hreinn sinnti nemendum sín-
um af kostgæfni. Það var ekki
bara stritað í námsefninu heldur
var brugðið á það ráð að setja
upp leiksýningar og aðrar uppá-
komur þar sem undirbúnings-
ferlið var ekki síður skemmti-
legt. Það gustaði af Hreini í
leiklistinni og hann var í farar-
broddi að fylgja þessum marg-
slungnu sýningum eftir. Oftar en
ekki sást honum bregða fyrir á
sviðinu þegar einhver elskulegur
nemandinn gleymdi sér eða til
að hvetja leikarana til dáða.
Að kenna með Hreini var því
einstakt, það voru góðir undir-
búningsfundir þar sem mikið var
rætt um skólamál og spjallað.
Og svo mátti ekki gleyma að
nota fundina til þess að hlæja og
gera grín að sjálfum sér. Þegar
Hreinn hætti í kennslunni verð-
ur því að segjast að það var ekki
laust við að við fyndum fyrir frá-
hvarfseinkennum enda söknuð-
um við hans á þeim vettvangi.
Hreinn starfaði mikið að
kirkjumálum enda góður trú-
maður og sinnti trú sinni vel,
meðal annars með því að hafa
umsjón með Bjarnaneskirkju og
kirkjugarðinum við Laxá. Einn-
ig var hann virkur félagi í kirkju-
kórnum þar sem hann lét sig
aldrei vanta.
Sár er missir Kristínar því
þau hjónin voru sem eitt og alltaf
góð heim að sækja. Við sendum
Kristínu, börnum, barnabörnum
og barnabarnabarni okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Hreins
Eiríkssonar.
Þorvaldur og Magnhildur.
Auk alls annars var Hreinn
Eiríksson dyggur varðmaður
kirkju og kristni. Studdi á mjög
óeigingjarnan hátt við Bjarna-
neskirkju og þá presta sem þar
þjónuðu. Ómetanlegt var það
fyrir fákunnandi ungan prest að
njóta leiðsagnar hans, reynslu
og kunnáttu. Minnisstæðir eru
kaldir sunnudagsvetrarmorgn-
ar, en kirkjan hitnaði seint og oft
illa, einnig spjall á kennarastofu
Nesjaskóla þar sem Hreinn
kenndi og Kristín kona hans var
skólastjóri. Hreinn var mikill að
burðum, trúlega heljarmenni á
yngri árum og það brakaði ein-
hvern veginn í honum þegar
hann talaði og það var ekki töluð
nein vitleysan og húmor hafður í
hávegum. Ég var svo heppinn að
hitta hann nokkrum sinnum í
seinni tíð og rifjaði hann þá upp
fyrir mér löngu gleymd samtöl
okkar og jafnt skondin atvik sem
erfið úr kirkjustarfinu. Ég
þakka fyrir góða samfylgd ráð-
holls manns og harma það eins
og alltaf að stundirnar urðu ekki
fleiri en gleðst yfir góðum kynn-
um og sendi Kristínu og afkom-
endum hans samúðarkveðjur.
Baldur Kristjánsson.
Hreinn var einstakur maður.
Hann kenndi mér og öðrum
börnum í Nesjaskóla svo margt.
Hann kenndi mér að nota
brennipenna til að brenna
skraut í tré. Hann kenndi mér á
rennibekk og að renna út skraut
í kertastjaka. Hann kenndi mér
að saga listaverk úr krossvið.
Hann kenndi mér að vefja tága-
körfu og að berja skraut í leður.
Hann kenndi mér líka að synda í
Laxánni. Hann gekk með mér á
Meðalfellið þar sem við sungum
„Við göngum svo léttir í lundu“.
Hann söng með mér í kirkju-
kórnum í Bjarnaneskirkju – eða,
ég ætti nú frekar að segja að ég
hafi sungið með honum. Það er
honum að þakka að ég kann enn
upphafsbænina í sálmabókinni
utan að, „Drottinn, ég er kominn
í þitt heilaga hús“. Í hvert skipti
sem ég heyri þessa bæn, þá
heyri ég röddina hans Hreins.
Hreinn var einn af þessum
góðu. Í litla samfélaginu okkar í
Hverfinu áttum við krakkarnir
nokkrar aukafjölskyldur og var
fjölskyldan í Hæðagarði 13 ein
af þeim. Hjá þeim bankaði mað-
ur og labbaði inn án þess að bíða
eftir að einhver kæmi til dyra,
þar gátum við Steingerður búið
til karamellu, poppað og fengið
okkur Soda Stream með ginger
ale-bragði. Það var sjálfsagt. Á
ganginum héngu íþróttamedalí-
ur barnanna uppi um alla veggi,
þar var skrifstofa, baðherbergið
var með baðkari á gólfinu og svo
var sólbaðslaut í garðinum. Allt
var einhvern veginn svo nútíma-
legt, öðruvísi og flott – heima-
smíðað sófasett og alls konar fí-
nerí. Hreinn var svo mikill
listamaður og smiður, allt lék í
höndunum á honum og hann átti
aðdáun okkar krakkanna
ósvikna. Svo var hann líka leik-
ari og svo söng hann svo fallega.
Hann elsku Hreinn.
Hann var hlýr og góður mað-
ur sem mér og okkur öllum þótti
mjög vænt um.
Elsku fjölskylda, Kristín,
Regína, Steingerður, Pálmar,
Brynjar Smári og þið öll, innleg-
ar samúðarkveðjur, Hreinn var
einstakur maður sem við elsk-
uðum öll og munum sakna sárt.
Kolbrún Halldórsdóttir,
Hraunhóli 8.
Hreinn Eiríksson
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2018
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Minningargreinar