Morgunblaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2018 meir fyrstu verðlaun fyrir hönd Ís- lands á Alþjóðlega tónskáldaþinginu í Prag, fyrir verk sem hann samdi og spilaði á fyrstu frumgerðina. Úlfur varð þar með fyrsti Íslendingurinn til að vinna til verðlauna í keppninni. Þrátt fyrir ungan aldur hafði Úlf- ur í langan tíma verið að fikta við hljóðfærasmíð áður en hann hófst handa við að smíða segulhörpur og hefur notið dyggs stuðnings föður síns í þeim efnum. „Ég hef alltaf eytt miklum tíma á vinnustofunni hjá honum, og lært mikið varðandi hljóð og tónlist gegnum fiðlusmíði og ver- ið hrifinn af öllu kuklinu kringum það. Ég hef komist að því að hljóð- færi eru meira en bara efniviðurinn sem þau eru smíðuð úr, það er eitt- hvað yfirnáttúrulegt til staðar líka.“ VIÐTAL Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Ég sá hana allt í einu alveg fyrir mér. Ég vissi að hún yrði að vera hringlaga, úr hnotu, og að streng- irnir ættu að vera innan í hljóðfær- inu sjálfu en ekki utan á,“ segir Úlf- ur Hansson, tónlistar- og uppfinn- ingamaður, um aðdragandann að því hvernig hann hóf smíði á rafstýrðri segulhörpu. Úlfur hefur síðastliðin ár þróað nýja tegund hljóðfæris; 25 strengja segulhörpu, en nú hafa þeg- ar orðið til nokkur fullmótuð eintök af hörpunni með rafkerfi sem knýr strengi áfram við snertingu fing- urgóma þess sem leikur á hörpuna. „Það eru nokkur ár síðan ég varð hrifinn af þessari hugmynd. Ég hef verið að skissa og smíða hugmyndir að nýjum hljóðfærum og hljóð- gervlum í mörg ár en áður en verk- efnið hófst gerði ég mér ekki grein fyrir því hvað ég ætti margt eftir að læra um segulsvið, rafsegulkjarna og straummagnararásir,“ segir Úlf- ur. Rásirnar komnar á fjórtándu kynslóð teikninga Úlfur fékk árið 2011 styrk úr Ný- sköpunarsjóði námsmanna frá Rannsóknarmiðstöð Íslands (Rann- ís). „Þá smíðaði ég frumgerð að hörpunni,“ segir Úlfur, en frumgerð þessi var talsvert minni en hin full- búna harpa dagsins í dag. „Sú segul- harpa hangir enn uppi á vegg heima hjá mér og er virkilega falleg, og virkar ágætlega. Rafkerfið frá þeim tíma var þó alls ekki jafn öflugt og það er í dag, en rásirnar í nýju hörp- unum eru komnar á fjórtándu kyn- slóð teikninga,“ segir Úlfur en bætir við: „Styrkurinn frá Nýsköp- unarsjóði í upphafi gerði mér kleift að byrja að takast á við þessa áskor- un fyrir alvöru, og það tókst mjög vel að koma hlutunum á hreyfingu.“ Verkefnið vatt fljótt upp á sig, og Úlfur hlaut heiðursverðlaun forseta Íslands fyrir verkefnið, og síðar Möguleikarnir að koma í ljós Úlfur hefur hlotið tvo styrki til viðbótar frá Rannís, og hefur þannig getað haldið þróun hörpunnar áfram og stofnaði í kjölfarið fyrirtæki utan um rannsóknarvinnuna. „Það hefur verið stórkostlegt ferðalag að fá að læra og uppgötva ný hljóð í gegnum þetta ferli – og ævintýrið er í raun og veru rétt að byrja, því það er fyrst núna sem það er fyllilega að koma í ljós hvað er mögulegt að gera með segulhörp- unni – og ótrúlega spennandi að sjá hvernig aðrir tónlistarmenn munu nálgast hana,“ segir Úlfur með bros á vör og bætir við: „Rannís hefur gert mér kleift að byggja upp mik- inn arf nýrrar þekkingar, sem á eftir að nýtast í hljóðfærahönnun og til- raunum innan raftónlistarinnar í framtíðinni.“ Tæknin á bak við hörpuna byggir þó ekki einungis á rafsegultækni Úlfs því hann hefur einnig hannað stýriviðmót hljóðfærisins frá grunni. „Ég er mjög spenntur fyrir snerti- skynjarakerfinu, sem er miðstýrt af örtölvum sem nema hvern og einn hnapp á hljóðfærinu. Hljóðfæraleik- arinn verður beinlínis hluti af rafrás- um segulhörpunnar við það að snerta málmfletina, og þannig í raun hluti af hljóðfærinu sjálfu.“ Langt og strembið ferli Framleiðsluferlar á segulhörpu Úlfs eru nú að fullu tilbúnir og ætlar hann að afhenda fyrir fyrstu pant- anir fyrir lok árs. Hann segir það hafa verið langt og strembið ferli að  Segulharpa tónlistarmannsins Úlfs Hanssonar tilbúin til framleiðslu  Styrk- ur hljóðfærisins og fegurð liggur í því hversu undarlegt það er, segir Úlfur Ljósmynd/Saga Sig Falleg Segulharpan er sannarlega fallegt hljóðfæri og hljómurinn er eflaust fallegur líka. Ævintýrið rétt að byrja Glæsilegt úrval af trúlofunar- og giftingarhringa- pörum Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is Verð á pari: 239.181 kr. Leikarinn Sacha Baron Cohen hef- ur fengið misjafnar móttökur og þónokkra gagnrýni fyrir nýjasta háðsádeilusjónvarpsþáttinn sinn er nefnist Who is America?, eða Hver er Ameríka? Í þættinum, sem var frumsýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni Showtime á sunnudaginn, bregður Baron Cohen sér í hlutverk nokk- urra fáránlegra persóna í þeim til- gangi að finna höggstað á banda- rískri pólitík og menningu. Bandaríska stjórnmálafólkið sem lét gabbast til að veita persónum hans viðtal er ekki ánægt með þætt- ina. Það segir Baron Cohen hafa komið fram undir fölsku flaggi og að það hafi orðið fyrir barðinu á sjúkum einstaklingi. Það hefur komið í hlut Show- time-stöðvarinnar að verja Baron Cohen, en hann hefur m.a. spjallað við Sarah Palin og Bernie Sanders í gervi hins „borgaralega blaða- manns“ Billy Wayne Ruddick Jr. sem ferðast um í rafhjólastól, og Palin tók sem sjálfsögðu að væri fyrrverandi hermaður. Fyrir það sakaði leikarinn hana um að dreifa falsfréttum. Flestir gagnrýnendur þáttanna eru sammála um að besti hluti þátt- anna sé þegar ísraelska persónan Erran Morad leggur til að öll skóla- börn verði byssuvædd. Þátturinn hefur verið sagður „bitlaus“ og „fyndinn á köflum“. Telegraph segir Baron Cohen óvægnasta listamann nútímans, en The Guardian finnst ekki ljóst hvert skotmark þáttanna sé. Óþekkjanlegur Sacha Baron Cohen í hlutverki Erran Morad í Who is America?. Baron Cohen vekur misjöfn viðbrögð Söngvarinn góðkunni Cliff Richard stefndi bresku sjónvarpsstöðinni BBC er hún flutti fréttir um að hann lægi undir grun um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og að lög- reglan hefði leitað gagna á heimili hans í sambandi við rannsóknina. Honum hafa nú verið dæmdar 30 milljónir kr. í miskabætur eftir tæp- lega fjögurra ára lagastríð. The Guardian telur að dómurinn muni hafa mikil áhrif á hvernig breskir fjölmiðlar fjalla um lög- reglurannsóknir þar sem ákæra liggur ekki fyrir. Söngvarinn brast í grát er dóm- urinn var kveðinn upp og fyrir utan dómsalinn biðu aðdáendur sem sungu fyrir hann hans eigin smell „Congratulations“. AFP Sigur Cliff Richard stefndi BBC. Cliff Richard vann mál gegn BBC Cher hefur látið uppi að hún hafi hljóðritað heila plötu með Abba- lögum eftir að hún var fengin til að koma fram í söngvamyndinni Mamma Mia! Here We Go Again, þar sem hún syngur lagið „Fernando“ ásamt Andy Garcia, sem leikur hótelstjór- ann Fernando Cienfuegos. Cher leikur hins vegar móður aðalpersón- unnar sem Meryl Streep leikur, en Cher er aðeins þremur árum eldri en Streep. Samkvæmt frétt The Guardian segir Cher að lögin sín séu ekki of Abba-leg, hún syngi þau á sinn eigin einstaka hátt. Cher Cher tekur upp Abba-plötu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.