Morgunblaðið - 19.07.2018, Síða 41

Morgunblaðið - 19.07.2018, Síða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2018 Þetta sumar hefur svo sann-arlega verið stútfullt afframhöldum og endur-vinnslum á vinsælum myndum: Hin ótrúlegu 2, Dead Pool 2, Antman 2, Ocean‘s 8 og svo mætti lengi telja. Af öllum þessum fram- haldsmyndum er Sicario 2 – Day of the Soldado líklega sú sem kemur mest á óvart, þ.e.a.s. það vekur nokkra furðu að það hafi verið ráð- ist í gerð framhaldsmyndar Sicario. Sicario gerðist í fremur afmörk- uðum söguheimi og endirinn á henni var afar „endanlegur“, maður fékk ekki á tilfinninguna að það væri ver- ið að skapa svigrúm fyrir framhald eins og er stundum gert. En myndin var vinsæl og ef eitthvað virkar einu sinni þá er alltaf freistandi að reyna að gera það aftur – alveg eins nema með extra allskonar. Fyrri myndin fjallaði um FBI- konuna Kate Macer (Emily Blunt), sem er fengin til liðs við hóp leyni- þjónustumanna til þess að sinna verkefni á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Matt Graver og Alejandro, leiknir af Josh Brolin og Benicio del Toro, eru leiðtogar verk- efnisins. Þeir eru dularfullir og virð- ast ekki spila eftir reglunum og Emily fer að gruna að hún sé flækt í eitthvað vafasamt, sem hún er svo sannarlega. Nýja myndin gerist þremur árum seinna. Eiturlyfjahringirnir í Mex- íkó eru farnir að færa sig upp á skaftið og eru nú teknir að smygla hryjuverkamönnum yfir landamær- in til Bandaríkjanna. Matt og Alej- endro þurfa að sameina krafta sína á ný og búa til áætlun til að koma skikki á þetta. Áætlunin felur í sér ólöglega íhlutun bandarískra yfir- valda á mexíkóskri grundu: félag- arnir leggja á ráðin um að ræna Isa- bel Reyes, dóttur alræmds eitur- lyfjabaróns. Á meðan þetta er í gangi fylgjum við hliðarsögu um dreng sem er að stíga sín fyrstu skref sem glæpon og fær það hlut- verk að smygla ólöglegum innflytj- endum yfir landamærin. Sicario númer eitt var virkilega góð mynd. Leikstjóri hennar var Denis Villeneuve, sem hefur sýnt með myndum eins og Enemy, Arri- val og Blade Runner, að hann er einhver smekkvísasti leikstjórinn í geiranum um þessar mundir. Kvik- myndatakan var gríðarlega fín en hana annaðist hinn rómaði Roger Deakins, sem sannaði þar sem aldrei fyrr hæfileika sína í að vinna með náttúrulega lýsingu. Persónu- sköpun og leikur var hrífandi og sagan var sterk, hún fjallaði um heim glæpamanna í Mexíkó og lög- gæslumanna í Bandaríkjunum á eina háttinn sem er ærlegt; með því að sýna að aðferðafræði beggja hliða er meingölluð. Tónlistin sem Jóhann Jóhannsson samdi var al- gjörlega frábær og hlaut hann Ósk- arstilnefningu fyrir. Myndin var sem sagt reglulega flott og vönduð bíómynd. Í Day of the Soldado er, eins og við má búast, reynt að kalla fram sömu áhrif og í fyrri myndinni. En mjög margt er aðeins verra, lýsing- in er ekki jafn náttúruleg, kvik- myndatakan er ekki jafn sláandi og handritið ekki eins öflugt. Það er líka nýtt teymi á bak við þessa mynd og því ekki að undra að stíll- inn sé frábrugðinn. Tónlistin er hins vegar stórglæsileg, líkt og í fyrri myndinni. Hún er samin af tón- skáldinu og sellóleikaranum Hildi Guðnadóttur, sem kom einnig að flutingi tónlistarinnar í Sicario. Tón- listin byggist að miklu leyti á þung- um og skerandi strengjum, sem er búið að meðhöldla og magna upp. Þetta er afskaplega vel af hendi leyst og aðalstefið ómaði í höfðinu á mér lengi eftir að ég yfirgaf bíóið. Benicio Del Toro er leikari á heimsmælikvarða. Hann er líka ein- hver svalasta manneskja á jarðríki. Del Toro fer í flokk með Miles Davis og Grace Jones, sumir fá bara kúlið í vöggugjöf. Persóna Alejandros er vel skrifuð og hún lifnar við í með- förum Del Toros, það er unun að horfa á svona frammistöðu. Þau augnablik sem hann er á skjánum eru bestu augnablik myndarinnar. Sérstaklega var gaman að fylgjast með senum þar sem hann og Isabel eru í forgrunni, og ber að geta þess að Isabela Moner er líka frábær í sínu hlutverki og ljóst að hér er á ferð afar efnileg ung leikkona. Í þessari framhaldsmynd er Alej- andro sumsé gefið meira vægi og við kynnumst honum betur. Þetta er vel heppnað en það sama er ekki hægt að segja um Matt Graver, per- sónu Josh Brolin. Í fyrri myndinni var hann virkilega spennandi og óvænt persóna, karl sem lítur út eins og venjulegur úthverfapabbi en er í raun útsmoginn og harðsvíraður leyniþjónustumaður. Í þessari kvik- mynd er persóna hans fremur flat- neskjuleg. Það er rosalega mikið ofbeldi í myndinni, sem er að einhverju leyti raunsætt þar sem það er vitað mál að það ríkir vargöld í Mexíkó og í kringum landamærin. Þetta er þó fullmikið af því góða og maður finn- ur fyrir því að það vantar eitthvað siðferðislegt mótvægi. Fyrri myndin var líka ofbeldisfull en það sem lyfti henni upp á hærra plan var persóna Emily Blunt, sem veitti mótvægi við karlmennskuna og ofbeldið. Sicario var framúrskarandi mynd, gerð af stökustu smekkvísi og fag- mennsku. Day of the Soldado er ekki framúrskarandi en það er ekki þar með sagt að hún sé ekki prýði- leg, hún er flott bandarísk hasar- mynd. Margt er vel gert, tónlistin frábær, leikurinn góður og kvik- myndin er æsispennandi. Það er líka alveg þess virði að sjá hana til þess eins að horfa á Benicio í tvo tíma. Lífsháski á landamærunum Svalur Benicio del Toro er leikari á heimsmælikvarða og vel þess virði að horfa á hann í tvær klukkustundir. Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Sicario: Day of the Soldado bbbmn Leikstjórn: Stefano Sollima. Handrit: Taylor Sheridan. Kvikmyndataka: Dar- iusz Wolski. Klipping: Mathew Newman. Tónlist: Hildur Guðnadóttir. Aðalhlut- verk: Benicio Del Toro, Josh Brolin, Isa- bela Moner, Jeffery Donovan, Manuel Garcia-Rulfo, Cathrine Keener. 122 mín. Bandaríkin, 2018. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Á sunnudaginn gerðust þau merku tíðindi að þegar tveimur Blockbust- er-myndbandaleigum í Anchorage, Alaska, var lokað var aðeins ein eftir í gjörvöllum Bandaríkjunum og er sú í bænum Bend í Oregon-ríki. Á hápunkti fyrirtækisins voru 9.000 leigur víðvegar um landið og árið 1989 var opnuð ný leiga á 17 mínútna fresti. Þá var Blockbuster tákn hins notalega bíókvölds fjöl- skyldunnar. Er líða tók á fyrsta tug aldarinnar var þeim hins vegar lokað með sama hraða, þar sem Netflix og fleiri efnisveitur tóku að fjarlægja við- skiptavini myndbandaleiga. Í dag kemur fólk aðallega inn til að ganga með fortíðarþrá í hjarta eftir göngunum og leita uppi ein- hverjar furðumyndir. Fólk fær líka kikk út úr því að ná seinasta eintak- inu af nýjum vinsælum sjónvarps- þætti. Eitthvað sem efnisveitur geta ekki veitt manni. Sumir fara hins vegar ekki inn, heldur taka mynd af sér fyrir fram- an leiguna, enda um einstakt minn- ismerki um gamla tíma að ræða. Þegar leigunum tveimur í Ancho- rage var lokað mættu traustir við- skiptavinir svartklæddir og kveiktu á kertum á bílastæðunum fyrir framan leigurnar. Aðeins ein Block- buster-leiga á lífi AFP Sú síðasta Seinasta Blockbuster-leigan er þessi, í bænum Bend í Oregon. Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar 2013 - 2017 ota, Hyundai, Nissan, , og fleiri gerðir bíla ER BÍLLINN ÞINN ÖRUGGUR Í UMFERÐINNI? Varahlutir í... ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.