Morgunblaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 200. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Rússar afbóka 100 milljóna …
2. Aron sendur heim úr …
3. Frikki Dór setti brúðkaupið í …
4. Gekk burt þegar Kjærsgaard …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Leikararnir Björgvin Franz Gísla-
son, Björn Stefánsson og Katrín Hall-
dóra Sigurðardóttir munu fara með
stór hlutverk í söngleiknum Matthildi
sem verður frumsýndur í mars á
næsta ári í Borgarleikhúsinu, en þau
fóru einnig með aðalhlutverkin í hinni
vinsælu sýningu Elly í sama leikhúsi.
Fjölmennar áheyrnarprufur fóru
fram fyrir Matthildi þar sem leitað
var barna sem gætu leikið í sýning-
unni og voru Erna Tómasdóttir, Ísabel
Dís Sheehan og Salka Ýr Ómarsdóttir
valdar til að leika Matthildi sjálfa en
aðrir leikarar í verkinu verða þau Arn-
ar Dan Kristjánsson, Ebba Katrín
Finnsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir
og Þorleifur Einarsson. Leikstjóri
þess er Bergur Þór Ingólfsson, Gísli
Rúnar Jónsson sér um íslenskun,
danshöfundur er Lee Proud og tón-
listarstjóri er Agnar Már Magnússon.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fara úr Elly yfir í
söngleikinn Matthildi
Fabien Fonteneau, organisti og pí-
anisti frá Toulouse í Frakklandi, og
Hólmfríður Friðjónsdóttir, söngkona,
söngkennari og kórstjóri, halda tón-
leika í Digraneskirkju í kvöld kl. 20.
Þau búa í Stykkishólmi og lágu leiðir
þeirra saman sumarið 2007 og hafa
þau haldið tónleika í Toulouse, Buda-
pest og víða á Íslandi. Tónleikarnir
verða ljúfir og sumarlegir
og flutt verða orgel-
verk eftir Buxtehude,
Guilmant o.fl. ásamt
nokkrum kirkjuaríum
helstu meistaranna og
frönskum og íslensk-
um sönglögum, m.a.
eftir Atla Heimi
Sveinsson.
Sumarlegir tónleikar
í Digraneskirkju
Á föstudag Sunnan og suðvestan 5-13 og rigning, en þurrt um
landið austanvert fram eftir degi. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast norð-
austanlands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg norðlæg og styttir upp og rofar til
sunnan- og vestanlands en skýjað með köflum norðaustantil og
stöku skúrir þar síðdegis. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Suðurlandi.
VEÐUR
Valsmenn voru örstutt frá
því að slá út norska meist-
araliðið Rosenborg og kom-
ast áfram í undankeppni
Meistaradeildar Evrópu í
fótbolta. Vítaspyrna í upp-
bótartíma færði Rosen-
borg 3:1 sigur og sæti í 2.
umferð en Valsmenn fær-
ast yfir í Evrópudeildina og
mæta meistaraliði Andorra.
Þrjár vítaspyrnur voru
dæmdar og allar mjög um-
deildar. »2
Litlu munaði að
Valur færi áfram
„Menn vita í rauninni ekki hvað mun
gerast hérna, meðal annars með til-
liti til þess hvernig veðrið verður. Þar
af leiðandi er óvíst hversu gott skor
þarf til að kom- ast í gegnum
niðurskurð
keppenda.
Enginn get-
ur gert sér
það í
hugar-
lund,“ segir
golfþjálfarinn Ingi
Rúnar Gíslason,
sem er Haraldi
Franklín Magn-
ús til halds og
trausts á Opna
breska meist-
aramótinu sem
hefst í dag. »1
Veðrið hefur mikil áhrif
á mótið í Skotlandi
„Þjálfarinn hérna hefur tröllatrú á
mér og ég er fyrirliði liðsins þannig
að þegar ég settist niður og fór yfir
stöðuna komst ég að þeirri niður-
stöðu að það væri í raun bara
heimskulegt að fara eitthvert annað
á þessum tímapunkti,“ segir fót-
boltamaðurinn Guðlaugur Victor
Pálsson, sem á góðu gengi að fagna
með Zürich í Sviss. »4
Væri heimskulegt að
fara eitthvert annað
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Við hvetjum auðvitað sem flesta
til að mæta enda er þetta frábær
leið til að hreyfa sig,“ segir Helgi
Þorvaldsson, þjálfari og einn for-
sprakka gönguknattspyrnu, sem
fram fer á Eimskipsvellinum í
Laugardal. Gönguknattspyrna er
ætluð eldri borgurum og öðrum til
að stunda heilbrigða hreyfingu í
góðum félagsskap. Íþróttin er til-
tölulega nýkomin til landsins og
hefur verið í miklum vexti undan-
farin misseri.
Spurður hvernig hugmyndin
kviknaði segir Helgi að íþróttin
hafi notið mikilla vinsælda erlend-
is. „Þetta er mjög stórt erlendis og
þykir afskaplega góð aðferð til að
fá fólk til að hreyfa sig. Við erum
auðvitað enn fá en við vonum að
það fjölgi frekar í hópnum fljót-
lega,“ segir Helgi og bætir við að
hópurinn hafi upphaflega byrjað að
æfa í Sporthúsinu í Kópavogi áður
en hann flutti sig yfir á íþrótta-
svæði Þróttar í Laugardal. „Við
byrjuðum með þetta í september
innandyra í Sporthúsinu. Þetta var
síðan fært út í byrjun sumars en
sökum veðurs hefur mætingin ver-
ið mjög misjöfn. Við vorum upp
undir tíu á veturna en þetta hefur
rokkað mikið í sumar enda hefur
veðrið verið fremur slæmt,“ seg-
ir Helgi.
Fólk á öllum aldri velkomið
Öllum er frjálst að mæta á
æfingar í gönguknattspyrnu
og ekkert gjald er tekið af
þeim sem mæta. Reglur göngu-
knattspyrnu eru þó talsvert frá-
brugðnar því sem þekkist í venju-
legum knattspyrnuleikjum. „Við
erum með misstóra velli eftir því
hversu mörg við erum. Reglurnar
er síðan þannig að vítateigurinn
er heilagur og enginn má stíga þar
inn nema markmaðurinn. Að öðr-
um kosti er vítaspyrna dæmd. Þá
má markmaður heldur ekki fara út
úr vítateignum því þá er líka dæmt
víti. Þess utan eru reglurnar eins
og í venjulegum fótboltaleik,“ segir
Helgi og bætir við að hann vonist
til að sjá fleiri eldri borgara á
næstu æfingum. „Við höfum verið
að reyna að fá eldra fólk til að
koma og vera með okkur í þessu.
Þetta er auðvitað bara skemmtileg
leið til að hreyfa sig og spila fót-
bolta í góðum félagsskap,“ segir
Helgi.
Æfingar í gönguknattspyrnu
fara fram á miðvikudögum klukk-
an 12.15 í Laugardal, en eins og
fyrr segir er fólki á öllum aldri
frjálst að mæta.
Vinsældir göngubolta aukast
Æfingar fara
fram einu sinni í
viku í Laugardal
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Göngubolti Ellert B. Schram, heiðursformaður KSÍ og fyrrverandi forseti ÍSÍ, sýnir gamla takta.
Upphaf gönguknattspyrnu má
rekja til Bretlands, en þar hefur
leikurinn notið mikilla vin-
sælda. Fyrsta félagið sem bjó til
sérstaka deild í kringum íþróttina
var enska knattspyrnuliðið
Chesterfield FC árið 2011. Í
kjölfarið jukust vinsældir
leiksins jafnt og þétt í gegn-
um árin. Það var loks árið
2017, þegar sjónvarps-
stöðin Sky Sports gerði
þátt um íþróttina, sem hálfgert
gönguknattspyrnu-æði varð í Bret-
landi. Í dag bjóða fjölmörg félög um
allan heim fólki að stunda íþróttina.
Nú síðast auglýsti bankinn Barclays
þjónustu sína með því að sýna frá
leikjum í gönguknattspyrnu.
Íþróttin hefur verið að ná fót-
festu víða um heim og það verður
forvitnilegt að fylgjast með því
hvort hún nær sömu hæðum hér á
landi.
Bretar fyrstir með göngubolta
GÖNGUKNATTSPYRNA HEFUR NÁÐ FÓTFESTU VÍÐA UM HEIM