Morgunblaðið - 23.07.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 23.07.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2018 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að v 595 1000 MAROKKÓ Frá kr. 93.895 Frá kr. 99.695 ve rð ge tur br e st fr irv ar a 25. OKTÓBER Í 9 NÆTUR HEILL HEIMUR ÆVINTÝRA Þorgrímur Kári Snævarr Arnar Þór Ingólfsson Margt bar til tíðinda á Skál- holtshátíð sem fram fór um helgina. Sr. Kristján Valur Ingólfsson lét af embætti sem vígslubiskup á hátíð- inni en í hans stað var sr. Kristján Björnsson vígður af frú Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands. Í tilkynningu frá þjóðkirkjunni segir Agnes þetta marka nokkurs konar tímamót í Skálholti. „Ég vil þakka Kristjáni Vali fyrir gott sam- starf og góða þjónustu í kirkjunni, bæði í Skálholti og annars staðar um áratuga skeið,“ segir Agnes. Kirkjan ræktar landið Á Skálholtshátíð skrifaði biskup einnig undir samning við Skógrækt- arfélag Íslands um afnot af 230 hekt- ara landi í eigu kirkjunnar í Skál- holti. Ætlunin er að Skógræktar- félagið fái afnot af jörðinni í heil 90 ár og að þar muni rísa skógur sem verði útivistarmönnum til ynd- isauka. „Þessi ákvörðun er í takt við umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar um að rækta landið og sporna við losun gróðurhúsalofttegunda, sem við ger- um meðal annars með skógrækt,“ sagði Agnes í tilkynningu á heima- síðu þjóðkirkjunnar. „Við höfum einnig endurheimt votlendi á svæðinu með því að moka ofan í skurði. Þannig hefur kirkjan í Skálholti lagt sig fram um að varð- veita jörðina og sköpunina.“ Meðal annarra dagskrárliða á há- tíðarhöldum sem fóru fram í Skál- holti á laugardaginn voru grasa- kynning garðyrkjufræðingsins Guðríðar Helgadóttur, kynning fornleifafræðingsins Mjallar Snæs- dóttur á uppgreftri og fuglakynning fuglamerkingarmannsins Gunnars Tómassonar. Daginn eftir voru org- eltónleikar haldnir í Skálholtskirkju, auk vígslu sr. Kristjáns. Á hátíðarsamkomu síðdegis í gær flutti erindi þau Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, framkvæmdastjóri 100 ára afmælisnefndar um fullveldi Íslands, og dr. Ágúst Einarsson, fyrrverandi alþingismaður og rekt- or. Morgunblaðið/Árni Sæberg Biskupar Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, og Kristján Björnsson, nýr vígslubiskup, á Skálholtshátíðinni. Kristján tók við embættinu af Kristjáni Vali Ingólfssyni um helgina. Vígslubiskup vígður í Skálholti  Fjölbreytt dagskrá fór fram á Skálholtshátíð um helgina  Sr. Kristján Björnsson tók við af sr. Kristjáni Vali Ingólfssyni sem vígslubiskup  Samningur skrifaður við Skógræktarfélag Íslands Gestir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, voru meðal þeirra sem sóttu vígsluathöfnina í gær. Athöfn Fjölmennt var við vígslu sr. Kristjáns Björnssonar í Skálholtskirkju í gær. Vígsluathöfnin var hluti af fjölbreyttri dagskrá Skálholtshátíðar. Axel Helgi Ívarsson Alexander Gunnar Kristjánsson „Við munum beita okkur fyrir því að ráðstafanir vegna umferðaröryggis á veginum um Mosfellsdal hefjist sem fyrst,“ segir Bjarki Bjarnason, forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ, í samtali við Morgunblaðið, aðspurður hvernig bæjaryfirvöld hyggist taka á umferðaröryggi í dalnum. Banaslys varð á Þingvallavegi í fyrradag eftir árekstur bíla við framúrakstur. Fyr- ir tveimur árum lést bifhjólamaður á Þingvallavegi í slysi sem rekja má til hraðaksturs. Vegaframkvæmdir áætlaðar Til stendur m.a. að koma upp tveimur hringtorgum á veginum með það fyrir augum að draga úr hraðakstri og hefur áhersla verið lögð á samráð við íbúa, að því er seg- ir á heimasíðu Vegagerðarinnar. Jó- hannes Hilmarsson, sem situr í stjórn Íbúasamtaka Mosfellsdals, sagði í samtali við mbl.is í gær að íbúar í dalnum væru orðnir þreyttir á mikilli og hraðri umferð um svæð- ið. Árum saman hefur verið kallað eftir umbótum á veginum. „Málið er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða veigamiklar skipu- lagsbreytingar, eins og að setja upp tvö hringtorg, sem liggur fyrir að verði gert. Það er nokkuð langt ferli og þess vegna vildum við taka um- ferðaröryggismálin sérstaklega fyrir á fundi skipulagsnefndar 9. maí síð- astliðinn,“ segir Bjarki. Einfaldast að minnka hraðann Bjarki segir sér finnast persónu- lega að minnkun hámarkshraða sé góð hugmynd, þ.e.a.s að minnka há- markshraðann í gegnum Mosfellsdal úr 70 km/klst. í 50 km/klst. „Við hjá Mosfellsbæ munum að sjálfsögðu skoða og fylgja öllum hugmyndum um bætt umferðaröryggi vel eftir,“ segir Bjarki Bjarnason að lokum. Bærinn mun beita sér  Ódýrar aðgerðir til að bæta umferðaröryggi á Þingvalla- vegi ræddar snemma í maí hjá skipulagsnefnd Mosfellsbæjar Morgunblaðið/Árni Sæberg Mosfellsdalur Umferðin á veginum í gegnum dalinn er mikil og hröð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.