Morgunblaðið - 23.07.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 23.07.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2018 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Fyrirtækið Ghostlamp var stofnað árið 2014 sem markaðstorg fyrir áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Reksturinn hefur vaxið ört og er Ghostlamp núna með starfsemi í New York, London, Amsterdam, Dúbaí, nú síðast í borginni Natal í Brasilíu. Fyrr í mánuðinum gerði Ghost- lamp samning við brasilíska kaffi- framleiðandann Eugenio Café um að markaðssetja kaffi þar í landi. „Það er óneitanlega merkilegt að íslenskt fyrirtæki skuli fást við að selja kaffi í í þessum heimshluta – eða er ekki sagt að kaffi sé það síðasta sem maður þarf að taka með sér þegar ferðast er til Bras- ilíu?“ segir Valgeir Magnússon, stjórnarformaður Ghostlamp Að sögn Valgeirs er starfsemi Eugenio Café í örum vexti: „Bras- ilískir kaffibændur hafa hingað til stundað það að selja bestu baun- irnar til erlendra fyrirtækja sem hafa sín eigin vörumerki og selja kaffið jafnvel aftur til Brasilíu, en eftir sitja lélegri baunir fyrir inn- lenda framleiðendur sem þykja gera lakara kaffi. Eugenio Café hefur spyrnt við fótunum og skap- að eitt eigið brasilíska vörumerki fyrir brasilískt úrvalskaffi,“ út- skýrir Valgeir. „Vörur Eugenio Café eru væntanlegar á Evrópu- markað á næstu mánuðum og stefnt á Bandaríkin á næsta ári, og vonandi að Ghostlamp muni fylgja þeim um heiminn.“ Margir smáir í stað eins stórs Ghostlamp hefur milligöngu um að áhrifavaldar á samfélagsmiðlum auglýsi vörur og þjónustu. „Okkar sérstaða er m.a. fólgin í því að geta tengt seljendur við áhrifa- valda með minni aðdáendahópa, svk. „microinfluencers“. Í stað þess að borga stórstjörnum á borð við Kim Kardashian tugi milljóna króna fyrir að kynna vöru má í staðinn leita til nokkur þúsund minni áhrifavalda og ná til stærri hóps fyrir sömu fjárhæð. Minni áhrifavaldarnir hafa líka þann kost að fylgjendahópur þeirra þjappast oft saman á tilteknum markaðs- svæðum og hentar Ghostlamp því vel fyrir staðbundið markaðs- starf.“ Að sögn Valgeirs er áhrifavalda- markaðssetning skammt á veg komin í Brasilíu og áhugaverð tækifæri sem bíða Ghostlamp þar í landi. Er Ghostlamp í hópi sára- fárra íslenskra fyrirtækja sem hafa reynt að láta að sér kveða í þessum heimshluta. „Landið er stórt, með um 210 milljónir íbúa, sem dreifast á nokkrar milljóna- borgir. Þessar borgir eru eins og stórar eyjar aðskildar frá hinum borgunum því það sem gerist í Natal hefur ekki endilega mikið að segja í Rio de Janeiro eða São Paulo . Ghostlamp er því kjörinn vettvangur til að stunda stað- bundna markaðssetningu í gegn- um áhrifavalda á hverju svæði fyr- ir sig.“ Í London, Hollandi og Samein- uðu arabísku furstadæmunum er Ghostlamp með umboðsmenn, en hefur eigin starfsmenn á staðnum í Bandaríkjunum og Brasilíu. Val- geir segir samfélagsmiðlamark- aðssetningu kalla á það að hafa fólk á vettvangi, og þó svo að int- ernetið sé alþjóðlegur miðill sé ekki hægt að selja þjónustu Ghostlamp frá Íslandi. „Viðskiptavinir okkar eru aug- lýsendur og auglýsingastofur og þarf ákveðna nálægð í þeim við- skiptum. Það fer líka töluverð vinna í að fræða viðskiptavini okk- ar um þennan nýja auglýsinga- miðil og í nærri tvö ár hef ég verið að þvælast á milli auglýsingastofa um allan heim til að kenna þeim að nota áhrifavalda og nota kerfið okkar.“ Markaðstorg áhrifavalda nemur land í Brasilíu  Ghostlamp hefur gert samning við brasilískan kaffifram- leiðanda um markaðssetningu gegnum samfélagsmiðla Ljósmynd / Ghostlamp Sopi Valgeir Magnússon og Eugenio Ribeiro Neto handsala samstarfið. Stjórn Fiat Chrysler tilkynnti á sunnudag að Mike Manley, stjórn- andi Jeep, muni taka við af Sergio Marchionne sem forstjóri FCA. Ákvörðunina bar brátt að en Marchionne, sem stýrði Fiat frá 2004, Chrysler frá 2009 og samein- uðu félagi Fiat og Chrysler frá 2014, liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hafa gengist undir skurðaðgerð fyrr í mánuðin- um. John Elkann, stjórnarformaður FCA, sendi starfsmönnum félags- ins bréf á sunnudag þar sem hann færði þeim þau tíðindi að fylgikvill- ar sem komu upp eftir skurðað- gerðina hefðu orðið til þess að hinn 66 ára gamli Marchcionne gæti ekki snúið aftur til starfa. Bjargvættur Fiat „Undanfarin 14 ár, fyrst hjá Fi- at, svo hjá Chrysler og loks hjá FCA, hefur Sergio reynst vera besti forstjóri sem nokkur gæti óskað sér, og fyrir mig persónu- lega hefur hann verið lærifaðir, samstarfsfélagi og náinn vinur,“ skrifaði Elkann í bréfinu. „Leiðir okkar lágu saman á einu erfiðasta tímabilinu í sögu félagsins og það var með gáfum hans, þrautseigju og leiðtogahæfni sem það tókst að bjarga Fiat.“ Marchionne var einnig forstjóri Ferrari og vinnuvélaframleiðand- ans CNH. Hjá Ferrari hleypur Lo- uis Camilleri í skarðið en hann hef- ur setið í stjórn ítalska sportbílasmiðsins og á einnig sæti í stjórn Philip Morris International. Hjá CNH tekur Suzanne Heywood við sem forstjóri en hún kemur úr stjórnendahópi eignarhaldsfélags- ins Exor. Að sögn FT hafði Marchionne í hyggju að láta af störfum hjá FCA í apríl á næsta ári en vera áfram forstjóri og stjórnarformaður Ferr- ari fram til ársins 2021. Marc- hionne er eignaður heiðurinn af að hafa snúið við rekstri Chrysler og Fiat og tókst honum m.a. að losa FCA við 12,5 milljarða dala skulda- fjall á undanförnum fjórum árum. Stjórn FCA segir að brottför Marchionne muni ekki hafa áhrif á þær áætlanir sem fyrirtækið kynnti í júní síðastliðnum. Í þeim er stefnt að því að árið 2022 verði búið að tvöfalda hagnað félagsins og fjárfesta fyrir 9 milljarða evra í rafmagnsbílatækni. ai@mbl.is AFP Brotthvarf Sergio Marchionne tókst að bjarga bæði Fiat og Chrysler. Nýr forstjóri valinn í snatri hjá FCA  Marchionne þungt haldinn eftir skurðaðgerð og snýr ekki aftur til starfa ● Í viðtali við sjónvarpsstöðina CNBC á föstu- dag sagðist Do- nald Trump Bandaríkja- forseti reiðubú- inn að leggja tolla á allan kín- verskan inn- flutning eins og hann leggur sig. Er um að ræða vörur fyrir samtals 500 milljarða dala. „Það hallar verulega á okkur,“ sagði forsetinn í viðtalinu og bætti við: „Ég er tilbúinn að fara upp í 500 [millj- arða]“. Fyrr í þessum mánuði hækkuðu bandarísk stjórnvöld tolla á 34 millj- arða dala virði af innfluttum kínversk- um varningi og kínversk stjórnvöld svöruðu í sömu mynt með nýjum toll- um á bandarískan varning. Ummæli forsetans höfðu ekki góð áhrif á markaði vestanhafs. Að sögn Reuters lækkuðu stærstu hlutabréfa- vísitölurnar og gengi bandaríkjdals veiktist gagnvart helstu gjaldmiðlum. ai@mbl.is Trump hótar tollum á allan kínverskan varning

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.