Morgunblaðið - 23.07.2018, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 23.07.2018, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2018 Steypireyður Sumir missa sig þegar minnst er á hvali og virðast stundum ekki greina á milli tegunda, en börnin í Hvalasafninu vestur á Granda láta umræðuna ekki trufla sig. Ómar Það er sjálf- sögð og eðlileg krafa allra stétta, ekki síst þeirra sem vinna við umönnun sjúkra, að þeim sé umb- unað í samræmi við álag og ábyrgð. Ljós- mæður telja sig ekki ekki fá sann- gjarna umfjöllun um launa- kröfur sínar, þær beri ekki sama úr býtum og sambæri- legar starfsstéttir. Ríkið, fyrir sitt leyti, telur einmitt að laun ljósmæðra séu á pari við það sem aðrir fá. Lausnin Nú er það svo að ég á það sammerkt við aðra landsmenn að vita ekki gjörla hvernig þessum samanburði er varið. Virtir vísindamenn geta engu að síður tjáð sig um málið í stíl sem okkur var tamt að nota á menntaskólaárum okkar – og er þó liðið nokkuð alllangt síð- an. Mér var bent á þá stað- reynd að ljósmæður eru hjúkr- unarfræðingar með framhalds- nám. Allmargir hjúkrunar- fræðingar hafa stundað fram- haldsnám. Allir eiga að geta verið sammála um að kjör ljósmæðra eiga ekki að vera verri en þessara hjúkrunarfræð- inga. Geta ekki allir sætt sig við þessa nið- urstöðu? Ef stéttarfélag ljósmæðra nær ekki fram þessari nið- urstöðu, þá er svarið einfalt: Að ganga í stéttarfélag hjúkr- unarfræðinga og byggja á launaflokkaröðun hjúkr- unarfræðinga með framhalds- nám. Eftir Einar S. Hálfdánarson » Ljósmæður eru hjúkrunarfræð- ingar með fram- haldsnám. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er hæstarétt- arlögmaður. Réttlæti, sanngirni og laun ljósmæðra Í dag er staðan sú að eldri borg- urum fjölgar hratt og svo hratt að fólk er með áhyggjur í stað gleði en í þeim hópi er fólk sem er ekki tilbúið að láta hlunnfara sig þegar kemur að lífeyrisréttindum. Almennt er talað um að fyrsta stoð í lífeyriskerfi okk- ar séu almannatryggingar en nú eru stjórnvöld að reyna að segja að lífeyrissjóðir okk- ar séu fyrsta stoðin. Það er ekki rétt og enginn hefur samið um slíkt fyrirkomulag. Sagan segir líka allt ann- að. Hvað er þá til ráða? Fundir og umræður og mót- mæli? Verstar af öllu eru skerðingarnar gagnvart líf- eyrissjóðunum sem voru hækkaðar úr 38,15 í 45% og er þá ekki tekin með í dæmið nánast niðurfelling á frí- tekjumörkunum. Þarna eru stjórnvöld að missa sig gagnvart eldra fólki. Lífeyriskerfið á almennum vinnumakaði er mun yngra en hjá því op- inbera. Einnig er reiknipró- sentan allt önnur, en þessi mis- munun hefur verið þrætuepli árum saman. Nú loks er verið að auka greiðslur í lífeyrissjóði á al- menna markaðnum. Vegna þessa mismunar var farið í að gefa kost á viðbót- arlífeyrissparnaði til að létta fólki efri árin. En hinn eilífi samanburður leiddi til þess að allir fengu möguleika á séreign. Fólkið á gólfinu má aldrei ná jöfnuði, hvað þá þegar það eldist. Þarna gafst stjórnvöldum á sínum tíma tækifæri til jöfnunar en þau misstu af því tækifæri. Hvers vegna? Eru samningamenn of ná- lægt sjálfum sér og sínum réttindum? Þetta mistókst. Engin spurning. Það hefur oft verið mín tilfinning! Ég er reið og vil sjá réttlæti. Fólk er í dag á öllum stigum kjara bæði vel statt og mjög illa statt. En við lifum í sam- félagi græðgi og ofurlauna sem að sjálfsögðu taka sinn toll svo að minna verður til skiptanna til fólksins á gólf- inu. Þurfa allir að fá yfir milljón í mánaðarlaun? Og þá til hvers? Þetta blessaða fólk með mörgu milljónirnar hef- ur ekki tíma til að eyða þeim nema kannski til að spilla verðskyni næstu kynslóðar. Það þarf að taka til og skipta kökunni jafnar milli fólks. Mismunur milli hæstu og lægstu launa er löngu kominn í ógöngur! Við eldri borgarar erum seinþreyttir til vandræða og ef við hefð- um verkfallsrétt þá værum við í stuði. Ekki brjóta á okk- ur. Þá rís upp alda mikilla mótmæla og voðinn er þá vís. Við eigum alltaf vopn uppi í erminni. Við erum miklu verðmætari en stjórnvöld grunar. Erum að vinna sjálf- boðaliðastörf og vinna hluta- störf sem mætti vera meira og við skutlum og sækjum barnabörn og styðjum þau á ýmsan hátt. Við erum skattgreiðendur ef einhver hefur misst af því. Hvernig ætla menn að verð- leggja okkar framlag? Eflum réttindi og líka mannréttindi. Eflum virðingu og sátt milli kynslóða. Það er eitt mik- ilvægt verkefni að kynslóðir vinni saman. Það er hin nýja þjóðarsátt! Ekkert minna! Við viljum ekki lifa í sam- félagi sem er að auka bil milli fólks í tekjum og eign- um. Sjálftaka launa, bónusa og alls konar ívilnana er komin á spillingarstig. Fólk þarf að virkja í huga sér hvers vegna lifum við og til hvers? Til að skilja eftir milljónatugi til að rífast um eða lífa lífinu til góðs og skilja eftir góðar minningar um hógværð og mannlega reisn. Öðrum til góðs. Eftir Þórunni Sveinbjörns- dóttur »Erum við ekki meira virði 100 árum eftir alla sjálf- stæðisbaráttuna? Þórunn Sveinbjörnsdóttir Höfundur er formaður Landssambands eldri borgara á Íslandi. leb@leb.is Erum við með á þessu aldarafmæli?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.